Tíminn - 19.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.09.1965, Blaðsíða 11
SUNNTJDAGUR 19. september 1965 TÍMINN SEND TIL ÍSLANDS 75 þeirra var tilgerðarleg. Þvingaður hláturinn, framkoman, allt einkenndist af einhverju öðru — ef til vill sagði eitt- hvað í augum þeirra: — Þetta er aðeins uppgerð, sem hjálpar mér til þess að gera það bezta úr öllu. Hvað hafði verið svona slæmt? Þær hefðu kannski getað svarað sem svo: — Til að byrja með þótti okkur þetta bara skemmtilegt. Það var spennandi að fá að vita að við æftum að fara til útlanda til þjónustu þar, og Það var líka spennndi að finna, að/við vorum þýðingarmikill hluti í dá- samlegum her. Kveðjuhófin, kveðjustundin, veizlurnar um borð í skipinu, örvandi áhrif þessara mörgu karlmanna . . . Já, þetta hafði allt verið mjög raunverulegt, mjög svo æsandi og framúrskarandi skemmtilegt. En eftir 7. desember fór það einhverng veginn að breytast. Sums staðar eru vígstöðv- arnar . . . já, en á íslandi er aðeins um minniháttar veik- indi og aðgerðir að ræða . . . hluti, sem varla réttlæta, að við með okkar þjálfun skulum eyða tímanum í þá. Við ætt- um að vera við hjúkrun á vígstöðvunum. Það var til þess, sem við buðum okkur fram til þjónustu erlendis. (Ég veit það, ég man, hve góða aðhlynningu þeir fengu, sem bjarg- azt höfðu úr sjávarháska, og einnig aðrir, sem hlotið höfðu hættulega áverka af einhverjum ástæðum. Hve hamingjusam- ar höfðu ekki þær hjúkrunarkonur verið, sem fengu að annast þessa sjúklinga! Hve þær höfðu saknað sjúkling- anna, eftir að þeir voru farnir aftur.) — Auðvitað eru alltaf einhver veizluhöld í búðunum, svona annað slagið. Þau hlutu að hjálpa, vera eins konar léttir í . . . tilbreytingaleysinu, en það er víst ekki rétta orðið. Menn hafa það á tilfinningunni, að þeir verði að reyna að flýja eitthvað . . . Það er ekki það sama að fara í veizlu nú, og það var áður fyrr. Allir virðast vilja hlaupast á brott frá einhverju. Menn reyna um of, næstum í örvæntingu, að' skenunt^, sér og-;;gleyma. Allir ‘reýnaú'að skémmta;!séfcl?ji en þeír éru aðeins að’blekkja sjálfa' éígi' 1 •noi>í : ': ":n r— Nei, það er ekki eins og það var. Til að byrja með var það tilbreyting og skemmtilegt um léið, en nú er það eins tilbreytingarlaust og tilgangslaust eins og þetta, sem við erum að reyna að flýja. Að láta bjóða sér út? Jú, auðvitað er skemmtilegt að finna, að það er sótzt eftir manni, að vita, að hægt er að velja úr. En áður en langt um líður verður þér ljóst, að útlit þitt, persónuleikinn . . . þú sjálf JANE GOODELL . . . er ekki það, sem skiptir máli og er orsökin fyrir vin- sældum þínum. Það er alveg sama, þótt þú sért rangeygð, og hvað eina, þú verður jafn vinsæl eftir sem áður, aðeins vegna þess að þú ert kvenmaður, og í öðru lagi vegna þess að þú ert bandarískur kvenmaður! Að verða ástfangin? Jú, það getur komið fyrir suma . . . það er að segja þá, sem ekki hafa um annað þýðingarmeira að hugsa. Og það er líka allt í lagi, ef þú ert alveg viss um, að það sé raunveruleg ást. En efasemdirnar eru allt of miklar . . . vertu ekki að gera sjálfa þig að kjána! Hvað hét liðþjálfinn, sem sagði: — Það eru einungis til tvær manntegundir í heiminum. Annar hópurinn eyðir öllum sínum tíma í að blekkja hinn hópinn, sem eyðir á hinn bóg- inn öllum tíma sínum í að blekkja sjálfan sig! Hvort ert þú sá, sem blekkir, eða sá, sem ert blekktur? Ég man, að ég gat ekki svarað þessari spumingu. Ég gat bara yppt öxlum, brosað og sagt: — Hver veit? Hvað hét þessi maður . . . ég sofna út frá hugsununum. — Skipið á eftir að velta einhver ósköp, því að það er flatbotna, og er gert til þess að sigla á grunnsævi svo það eigi auðveldara með að athafna sig í grunnum höfnum sagði einn mannanna. Það gæti orðið skemmtilegt að heyra hvaða sögur mynduðust um sjóhæfni skipsins. — Fjandinn hafi það, skipið var ekki a?tlað til þess að sigla á úthöfunum. Því var ætlað að sigla meðfram ströndinni, og þegar veðrið versn- aði skytist það inn í einhverja höfnina og héldi þar kyrru fyr- ir þangað til lægði. Var það ekki smíðað til þess að sigla um hið úfna Atlantshaf? Reyndar leit skipið út fyrir að vera heldur lítið og veikbyggt. En þrátt fyrir það, var það vel búið björgunarbátum og flekum. Það var meira en hægt var að segja um skipið, sem við höfðum upphaflega lagt af stað með: Á því höfðu fyrirfundizt harla fáir björg- unarbátar. Það var bara um að gera að verða fyrstur að einhverjum björgunarflekanum. — Ég hef heyrt, að skipið laskazt í einni af ferðum þess til Rússlands. ?áð hefur ekki verið látið í þurrkví í lengri tíma. Það er allt að liðast í sundur, og er heldur illa á sig komið. — Við megum þakka fyrir, ef okkur tekst að ná landi innan tuttugu daga — en við erum þó aðeins með vatn og elds- neyti til fimmtán daga — og ekki meira. Svona héldu sögurn- ar áfram að verða til. Nú var farið að ræða um það, hvernig ferðin hafði gengið og hvar við værum stödd: — Heyrðu, við snerum við í gær- 13 Hann þrýsti krepptum hnefan- um á ennið og sagði: — Já, ég veit að við fórum aft- ur á skrifstofuna. Bíddu . . . Ég man líka, að við ókum hvor í sín- um bíl. Hann keyrði á undan, ég sé afturljósin fyrir jnér ógreini- lega vegna þokunnar. — Og þið lögðuð bílunum fyrir utan Fjallakrána? Hannn þagði lengi, svo hristi hann höfuðið. — Ég man ekkert eftir „Fjalla- kránni,“ elskan. Ég mundi geta svarið fyrir ég hefði komi þar inn. Hún gekk fram, fékk léðan pápp ír og blýant og teiknaði skyssu af kránni. — Hér er barinn. Borðin eru þarna. Þama er gangurinn út að bakdyrunum sem liggja út á bílastæðið. Hér er plötuspilarinn. — Það segir mér ekkert, sagði hann vonleysislega. j Hún dró andann djúpt. ; — Við reyndum þá annað ; Kannski sérðu þetta fyrir þér, þeg ar ég segi þér frá því, að það \ voru um það bil fimmtán manns : inni. Hlátur og háværar samræður. Grammafónninn er í gangi. Dökk hærð, lagleg og feitlagin stúlka, klædd í sterka liti með mörg arm- bönd og hringa og sennilega ang- andi af ilmvatni. Hún hafði djúp- an hlátur. Hann starði á hana. — Guð minn góður, hvílsaði hann. — Hvað er það. elskan, segðu mér það. — Þessi hlátur. Ég man eftir honum. Heyrði hann úti í nótt- inni. Það var dimmt og dálítil rigning. Ég kyssti . . . stúlku. Aðeins augnablík. Jane, fyrir gefðu mér . . . — Var það úti í bílnum, sem þú kysstir hana? — Nei. Fyrir utan — ég veit ekki, kannski fyrir utan krána. Við stóðum við dyr. Kannski glugga. Jane eigum við ekki að slá striki yfir þetta .. . — Nei! Líttu á teikning- una. Hún stóð ein við plötuspilar- ann og dansaði. Þú sazt á einum barstólanna. Þú hafði snúið þér við, svo að þú sæir hana og hún horfði á þig. Hann lokaði augunum. — Rauðar siðbuxur, sagði hann. — Rauðar síðbuxur úr ein- hverju efni sem glansaði. Og blússa með rauðum og hvítum röndum. Og rautt band um hárið, en það voru þrír mismunandi rauð ir litir. Hann hrukkaði ennið og opn- aði augup. — Það var trégólf, og mikill hávaði í plötuspilaranum. Ég fann lítið bragð af drykknum mín um. Hún sagði eitthvað við mig. Hún spurði mig um eitthvað. — Manstu hvað það var? — Ég er að reyna . . Ég get j næstum séð andÚt hennar fyrir I mér, þegar hún ávarpaði mig. Ég skal gera hvað ég get til að rifja upp hvað hún sagði, elskan mín. Og . . . reyndu að fyrirgefa mér. — Hvað á ég að fyrirgefa þér? Hann starði á hana og hún sá að augu hans urðu rök. — Hvílíkt traust. . . sagði hann hásum rómi — og styrkur. Ég verð skulda það alls ekki. — Eftir allt sem ég hef. — Uss, Johnny. Ekkert hefur breytzt milli okkar. Það sem viðr höfum átt saman stendur óhaggað. Tveimur dögum seinna ók hún aftur norður eftir. Júlísólin skein í heiði, þegar hún ók meðfram fjallshlíðinni. Húsið sem verið hafði heimili Shirley Mannix stóð við þvergötu rétt fyrr sunnan Fjallakrána. Það var lítið tveggja hæða timburhús, sem einu sinni hafði verið hvítt. Eitthvað hafði verið reynt að lappa upp á það með þunnum Rest best koddar Endurnýjum gömln sængnrnar Eigum dún- og fiðurheld ver æðardúns og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simi 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) málmplötum, sem nú vo.ru farnar að ryðga. Þegar hún steig út úr bílnum og gekk upp að húsinu sá hún bregða fyrir andliti í glugga og rétt á eftir kom feitlagin kona í gömlum, snjáðum bómullarkjól í dyrnar og glápti á hana. — Það er enginn heima, sagði konan. — Ég ætlaði að hitta hr. Mann- ix. — Ég var að segja, að enginn væri heima. Hann er í vinnu. Kem- ur ekki heim næstu vikurnar. Ég passa bara húsið fyrir hann. Ég er skyld honum. Þér getið sagt mér, hvaöa erindi þér eigið -og ég segi honum frá því.-þegar hann kemur heim. — Mig langaði til að tala við hann um . . . frú Mannix. — Refsing guðs laust hana fyr ir nokkrum vikum Hún þagnaði skyndilega og glennti upp. aúgun. — Ég hef heyrt að kona manns ins sem drap hana sé að snuðra um nágrennið og spyrja spurn- inga. Það skyldi þó aldrei vera þér? — Ég er ekki viss um. að mað- urinn minn Rödd konunnar. breyttist í upp- gerðar kvein: — Við kærum okkur ekki um að neinn sé að snuðra og eyði- . leggja fyrir Ross, svo að hann fái ekki það sem honum ber. Það er móðurlaus drengur og ekkju- maður sem eru annars vegar og maðurinn yðar skal fá að borga fyrir sorg þeirra og missi, það megið þér bóka. Hann fór með hana út að keyra í bílnum sínum og nú er hún dáin og það er hans sök. Farið yðar i^ið og reynið ekki að koma aftur og þér ákuluð heldur ekki halda að maðurinn yðar sieppi við að borga, þótt þér reynið að fá fólk til að tala illa um Shirley . Jane flúði. Hún heyrði gröfa og ruddalega rödd konunnar hrópa á eftir sér þegar hún steig inn í bílinn og ók á braut. Þegar hún kom upp á þjóðveginn, stanzaði hún bílinn. steig út og settist á stein. Hún vissi, að hún gæti ekki haldið áfram, fyrr en hún hefði jafnað sig eftir það áfall sem hún hafði orðið fyrir þegar hún talaði við konuna. Var það svona and- rúmsloft, sem Shirley Mannix hafði lifað í — eitrað og biturt andrúmsloft fuilt af hatri og ljót um orðum og hugsunum. Þegar hún hafði jafnað sig og skjálftinn var horfinn skildi hún, að með því að sjá staðinh þar j sem Shirley Mannix hafði fcútð hafði hún fengið sönnunargagn, ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.