Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985 B 3 Evrópudraumurinn rættist — Skagamenn í öðru sæti deildarinnar SKAGAMENN sigruðu Framara á Laugardalsvelli á laugardag, moð þremur mörkum gegn tveimur. Skagamenn náðu þar að tryggja sér rétt til ao taka þátt í Evrópu- keppni félagsliöa á nœsta árí, þar sem þeir höfnuou í öðru sæti deildannnar. Fram, sem halði for- ystu lengst af í deildmni, varð aö sætta sig við fjórða sætið. Ómar Torfason skoraoi sitt 13. mark í deildinni og er markahæstur. Staöan í halfleik var 3—1 fyrir ÍA. Leikurinn var fjörlegur frá fyrstu minútu og greinilegt aö bæöi liðin ætluðu sér sigur í þessum leik, Skagamenn höföu þó meira aö vinna, þar sem sigur þýddi sæti í Evrópukeppni félagsliöa á næsta ári. Skagamenn sóttu meira fyrstu mínúturnar, fyrsta marktækifæriö fékk Hörður Jóhannesson er hann komst einn innfyrir og átti aðeins Friðrik markvörö eftir sem kom út á réttum tíma og bjargaði vel rétt utan vítateigs og braut á Herði í leiöinni og dæmd aukaspyrna sem ekkert varö úr. Pétur Ormslev, skoraði síöan stórglæsilegt mark fyrir Fram á 20. mín. beint úr aukaspyrnu sem tek- in var rétt utan vítateigs, vinstra megin, knötturinn söng í netinu efst í bláhorninu án þess aö Birkir markvöröur áttaöi sig. Fram komst þarna yfir þvert á gang leiksins. Skagamenn jðfnuöu 12 mínút- um síöar, ÍA fékk hornspyrnu sem Sveinbjörn tók, hann gaf vel fyrir en aðeins of langt, en þar var Árni og sendi aftur inn í teig og þar náöi Ólafur Þóröarsson knettinum út viö vitateígslínuna og sendi aftur inn í og þar var Jón Askelsson Fram—IA 2:3 sterkastur og skoraöi af stuttu færi efst í hornið. Júlíus var svo á feröinni þremur mínútum síöar er hann skoraöi frá miöjum vítateig eftir þvögu i víta- teig Framara, fékk sendingu frá Arna Sveinssyni inn í teiginn, mjög svipaö fyrra markinu sem Skaga- menn skoruöu Á 39. mín. skoruöu Skagamenn siðan þriðja mark sitt á aðeins sjö mínútna kafla. Höröur Jóhannes- son gaf þá mjög góöa sendingu innfyrir vörn Fram og þar kom Karl Þórðarson á fullri ferð og skoraði framhjá Friöriki markveröi sem komin var út úr markinu, Karl átti siðan ekki í erfiöleikum meö aö renna boltanum í markið, vel aö þessu marki staðiö hjá þeim Karli og Heröi. Síðasta færi hálfleiksins átti svo Guðmundur Steinsson er hann haföi leikið á tvo Skagamenn og skaut góðu skoti frá vítateig sem Birkir varði vel. i seinni hálfleik komu Framarar ákveðnir til leiks og höfðu þá und- irtökin en Skagamenn reyndu aö halda fengnum hlut. Strax á fyrstu mínutum seinni hálfleiks áttu bæöi Guðmundur Torfason og Ómar Torfason skalla rétt yfir mark Skagamanna. Á 57. mín. voru Skagamenn heppnir, Guömundur Steinsson hafði þá átt skot aö marki ÍA úr þvögu í vítateignum og Ólafur Þóröarson bjargaði á siðustu stundu á marklínu. Eftir þetta áttu bæöi Steinn Guöjónsson og Guömundur Tor- fason færi sem ekki nýttust, áöur en Omar Torfason skoraöi fyrir Fram. Ómar fékk stungusendingu innfyrir vörn ÍA frá Viðari og Ómar var fljótur aö nýta sér þaö og skor- aöi framhjá úthlaupandi markverö- inum. Þetta var 13. mark Ómars í deildinni í ár og er hann marka- hæstur og hlýtur þvi sæmdarheitiö markakóngur 1. deildar 1985. Þaö sem eflir var leiksins sóttu Framarar meir án þess þó aö skapa sér hættuleg marktækifæri. Skagamenn héldu fengnum hlut og fögnuöu í leikslok, þar sem þeir urðu í 2. sæti deildarinnar og Evr- ópudraumurinn varö aö veruleika. Skagamenn unnu báöa leikina viö Fram í íslandsmótinu, fyrri leikinn unnu þeir 6—2 upp á Skipaskaga. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur og skemmtilegur og sáust þá oft skemmtilegir kaflar, sérstaklega hjá Skagamönnum. Baráttan var mikil í liðinu, en hana hefur vantaö í mörgum leikjum liðsins í sumar. Leikur Skagamanna fjaraöi siðan út í seinni hálfleiknum og komu þá Framarar meira inn i leikinn og áttu þá jafnvel aö skora fleiri mörk. Karl Þóröarson var bestur í liöi ?fr**e r ss • Karl Þóröarson skorar hér þriðja mark Skagamanna í leíknum á móti Fram á Laugardalsvefli. Friorik markvörður kemur engum vðrn- um við. Skagamanna, vann mjög vel og er leikinn mjög og naut sín vel í fyrri hálfleik er hann fékk aö leika nokk- uö lausum hala á miöjunni. Ólafur barðist vel og Hörður átti spretti. Framarar voru nokkuö jafnir í þessum leik, þó fannst undirrituö- um Pétur Ormslev bestur og hefur hann vaxið mjög í siðustu leikjun- um. Omar og Guömundarnir kom- ust einnig vel frá leiknum, vörn Fram var mistæk í fyrri hálfleik. Þaö hlýtur aö vera svekkjandi fyrir Framara aö hafna í f jórða sæti eftir að hafa leitt motið lengst af. I STUTTU MALI: Laugardalsvöllur 1. deild. Fram—lA 2:3 (1:3) Pélur Ormslev á 20. mín. og Ömar Torfason á 82. mfn. Mork ÍA: Jon Askelsson á 32. min. Julius Ing- ólfsson á 35. min og Karl Þórðarson é 39. min. Gul spjóld: Siguröur Lárusson og Höröur Jó- hannesson. iA og Pétur Ormslev. Fram. Domari: Óli Olsen og dæmdi hann frekar erf- iðan leik vel. Áhorfandun 771. EINKUNMAGJÖFIN: Fram: Friörik Friðriksson 3, Þorsteinn Vil- hjá'msson 2, Ormarr ðrfygsson 2, Sverrir Ein- arsson 2, Viðar Þorkelsson 3, Kristinn R. Jónsson 2, Pétur Ormslev 4, Guömundur Steinsson 3, Ómar Tortason 3, Quömundur Torfason 3, Steinn Guöjonsson 2, Örn Valdl- marsson vm lék ol stutt. ÍA: Birkir Kristinsson 3, Guðjón Þórðarson 3, Heimir Guðmundsson 2, Sigurður Lárusson 3, Jon Askelsson 3, Hörður Jóhannesson 3, Sveinb|örn Hakonarson 2. Julius Jonsson 2, Karf Þorðarson 4, Ólafur Þorðarson 3, Arni Sveinsson 2. Siguröur Jónsson vm lék of stutt. iAPÍSE Qpsta , ogdel Sol Aö flestra dómi er Suöur-Spánn, Costa del Sol, paradís golfleikara, en á síðustu árum er Algarve í Portúgal oröin vettvangur helstu golfmóta álfunnar. Nú gefst tækifæri til aö leika golf á báöum þessum eftirsóttu stööum í einni og sömu feröinni. Ein vika í Algarve — 2 vikur á Costa del Sol Brottför 3. október. Hinir rómuöu gististaöir Útsýnar á báöum stöö- um og þaulkunnugir fararstjórar, en aö auki veröur Bergur Guöna- son sérlegur ráögjafi golfleikara í feröinni. Verð ffrá kr. 26.900 med gistingu á Tenis Golfmar í Vilamoura og Jupiter á Costa del Sol. Vetrardvöl á Costa del Sol Fyrsta brottför 24. október 1, 2 eða 3 mánuðir. Feröaskrifstofan UTSYN *«" Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Ráöhústorgi 3, sími 25000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.