Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985 B 7 l^h 1.UC, MorgunblaAið/Bjarni kgum sínum í Broadway á sunnudagskvöldið. Leikmenn 1. deildarliðanna rnin glæsilegu, sem þeir varðveita í eitt ár, og eígnarbikara. Lifði í voninni — sagði Jóhanna Briem, eigin- kona Guðmundar Þorbjörnssonar ild- íon, lan ilur „ÞAÐ VAR í einu orðí sagt frábært þegar ég heyrði aö Guomundur væri besti leikmaöur 1. deildar í ár," sagöi Jóhanna Briem, eigin- kona Guömundar Þorbjörnsson- ar, sftir að úrslit í kjöri knatt- spyrnumanns ársins voru kunn- gjörð á sunnudagskvöldiö f Bro- adway. „Ég lifði alltaf í voninni um aö hann yröi kosinn sá besti, hann hefur leikiö vel í sumar og Vals- menn haf a einnig staöiö sig f rábær- lega vel. Þetta sumar hefur veriö hreint og beint frábært hjá okkur hjónum." — Hefur þú stundað íþróttir sjálf? „Tja, þaö er nú varla til aö tala neitt um, en ég var aöeins í frjálsum íþróttum á sínum tíma, en það er ekkert til aö vera aö tala um." — Fylgist þú með knattspyrn- unni? „Já, ég fór á alla leiki hjá Val nema nú seinni hluta sumars. Viö eignuöumst dóttur fyrr í sumar og síöan hef ég ekki fariö á völlinn til að fylgjast meö Völsurum." — Halda Valskonur mikiö hóp- inn? „Já, þaö eru til samtök hjá okkur Valskonum en ég hef ekki tekiö mikinn þátt í því starfi, en við höld- um alltaf hópinn þegar Valur er að leika og erum þá saman í stúkunni," sagöiJóhannaaðlokum. Guðmundur Þorbjörnsson, besti leikmaöur íslandsmótsins: „Þetta ár veriö ævintýri líkast" ,HÚN VAR engu lík, þetta er alveg örugglega stærsta stund í lífi mínu," sagðí Guömundur Þorbjörnsson, Val, þegar víð spurðum hann hvernig tilfinning það hefði verið að fara upp á svíðið í Broadway til þess að taka á móti verðlaunum sínum og heillaóskum, en Guömundur var kjörinn besti knattspyrnu- maður íslands fyrir þetta keppn- istimabil á lokahátið 1. deildar- leikmanna á sunnudaginn. „Þetta ár hefur veriö ævintýri líkast hjá okkur hjónum. I fyrsta lagi erum við nýbuin aö koma okkur fyrir í eigin íbúö og í byrjun ágúst eignuöumst viö dóttur. Viö Valsmenn uröum síöan islands- meistarar 12. september, sem var auk þess af mælisdagur konunnar minnar og brúökaupsafmæli okk- ar hjóna og svo i lokin þá vinn ég þennan titil. Þetta er engu lagi líkt." — Áttir þú von á því að verða fyrir valínu? „Eg get ekki neitað því aö ég gerði mér grein fyrir því að ég ætti möguleika en hins vegar er þaö Ijóst aö þetta sumar var aö mínu mati mjög gott, knatt- spyrnulega séö, og þaö spiluöu margir vel á islandsmótinu þannig að ég er viss um aö þetta hefur áreiöanlega veriö jöfn keppni." — Verður Guðmundur lengi áfram í knattspyrnunni? „Ég veit þaö ekki, ég get ekkert sagt um þaö núna, ég er fyrst og fremst ao Ijúka þessu tímabili og svo sé ég til. Þetta íslandsmót er tvímælalaust eitt þaö mest spennandi sem ég hef tekiö þátt í og þetta mót var mun betra en mótin hafa veriö undanfarin ár. Mun meira skoraö af mörkum og mun skemmtilegri leikir og aö mínu mati betri knattspyrna og auk þess var þetta mjög jafnt, bæöi á toppi og botni, og þaö hélst því spenna í þvi líka sem ekki hefur veriö undanfarin ár. Þaö hélst því allt í hendur meö aö gera þetta eitt þaö skemmtileg- asta mót sem ég hef tekiö þátt í og auövitaö skemma lokin ekki fyrir," sagöi Guömundur Þor- björnsson, besti knattspyrnu- maöur islands. — Ertu búinn að ákveða hvert þú ætlar aö fljúga é þeim miða sem þú fékkst frá Flugleiðum? „Nei, ekki er ég nú búinn að ákveða það en formaöur knatt- spyrnudeildar Vals tilkynnti mér hérna áöan aö þeir hjá Val ætluöu að bjóða konunni með í þá ferö sem ég veldi mér þannig aö viö þurfum aö setjast niöur einhvern daginn og íhuga þaö hvert halda skal." Því má skjóta hér inn i aö auk þess aö fá frían farseöil frá Flug- leiöum á hvaöa leiö sem hann kýs sjálfur þá getur hann horft frítt á myndbönd því Vídeógæöi á Kleppsveginum veita honum ókeypis af not af spólum þeim sem þar eru til leigu í heilt ár þannig aö Guömundi ætti ekki aö þurfa aö leiöast ef frí yröi á æfingu eitt kvöld eða svo. En hvernig líst k natt spy rnumanni ársins á leikinn viö Nantes, sem fram fer á Laug- ardalsvellinum íkvöld? „Það verður aö segjast eins og er aö viö Valsmenn erum nybúnir aö taka viö fslandsmeistaratitli og erum mjög ánægðir meö þaö og þaö má segja aö viö svifum vængjum þöndum. Ég held að viö förum fullir sjálfsöryggis í þennan leik og ég vil meina þaö aö við séum með sterkt lið, vörnin er mjog góö og liðiö allt traust þann- ig að við ættum aö geta náð góð- um úrslitum á móti þessu liöi," sagöi Guömundur Þorbjörnsson aö lókum. Halldór Áskelsson, efnilegasti leikmaðurinn: „Ég er hrærdur" „TILFINNINGIN var alveg stór- kostleg, þetta er langstærsta stund lífs míns hingað til. Ég er hrærður," sagði Halldór Askels- son, knattspyrnumaður úr Þór, sem kosinn var efnilegasti leik- maður islandsmótsins af leik- mönnum 1. deíldarinnar. Halldór er vel aö pessum titli kominn og þó svo hann hafi ekki skoraö mjög mörg mörk fyrir lið sitt í sumar klykkti hann vel út f síð- asta leiknum með því að skora fimm mörk fyrir Þór í síðasta leik liðsins é islandsmótinu. „Það var alveg stórkostleg til- finning að skora fimm mörk í leiknum á laugardaginn. Þaö má segja aö ég hafi veriö klaufi aö skora ekki ein átta mörk, ég átti skot i stöng og síöan var variö frá mér tvívegis úr góðu f æri. Ég trúöi þessu ekki sjálfur, ég hristi bara hausinn þegar ég var kominn með þrjú og siðan yppti ég öxlum og ég vissi ekki hvernig ég átti aö vera þegar ég hafði skoraö fimm mörk," sagði Halldór um mörkin sín fimm. En hvað hugsaöi Halldór Áskelsson þegar Hermann Gunnarsson tilkynnti að hann hefði venð valinn efnilegasti leikmaður ársins? „Eg veit eiginlega ekki hvaö ég hugsaöi, þetta var allt svo stór- kostlegt og framandi — frekar eins og draumur en veruleiki. Ég geröi mér vissar vonir um aö ég yrði kjörinn hérna í kvöld en þaö voru eflaust margir um hituna þannig aö ég vonaöi bara aö ég yröi hlutskarpastur. Ég átti fylli- lega von á pví aö viö Þórsarar næöum þessum árangri. Við get- um unnið hvaöa lið sem er en einhvern veginn viröist vanta trúna hjá okkur í sumum leikjum, sérstaklega á útivöllum. Annars er þetta allt önnur íþrótt aö leika á Valbjarnarvelli og mottunni á Akureyri." — Ætlar þú að velta fyrir þér atvinnumennsku? „ Jaa ... maöur hugsar auövit- aö alltaf um svoleiöis hluti en þaö hefur ekkert slíkt komiö til tals ennþá en ef þaö kemur aö því þá myndi maður auðvitaö hugsa sig vel um, en það er Ijóst aö ég verö á Akureyri næsta sumar og aö sjálfsögöu mun eg leika með Þór." — Hvert ætlar þú aö fljúga með Flugleiðum? „Eg er nú ekki búinn aö ákveða þaö ennþá, en ætli maöur bregði sér ekki til Ameríku og bæti þar meö einni heimsálfunni í safnið," sagöi Halldór Askelsson, efnileg- asti leikmaöur 1. deildar á islandi árið 1985. Ómar markahæstur ÍSLANDSMÓTINU ( knattspyrnu er nú lokið. Alls voru skoruð 277 mörk í þeim 18 umferðum sem leiknar voru í 1. deíld, eöa 15,38 mörk aö meðaltali í umferð. í hverri umferð eru fimm leikir og því hafa verið skoruð 3,07 mörk að jafnaöi í 1. deildarleikj- um sumarsins. Markahæsti leik- maður mótsins að bessu sinni varð Ómar Torfason úr Fram, hann skoraði 13 mörk. Næstir á eftir Ómari koma þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Val, og Bagnar Margeirsson úr ÍBK, báöir skoruðu þeir 12 mörk. Hörður Jóhannesson frá Skagan- um er í f jóröa sæti í keppnínni um markakóngstitilinn, skoraði 11 mörk, en síöan kemur Guðmund- ur Steinsson úr Fram, en hann skoraði 10 mörk eins og í fyrra er hann varö markakóngur 1. deild- ar. Halldór Askelsson úr Þór skor- aði alls 9 mörk í sumar. þar af fimm í síöasta leiknum. Guö- mundur Torfason úr Fram skoraöi áttamörk. Mönnum ber ekki alveg saman um hvort Hagnar Margeirsson, ÍBK, hafi skoraö 12 eða 13 mörk. Deilan stendur um þriöja og síö- asta mark Keflvíkinga í 3:0 sigri þeirra yfir Fram í Keflavík í 10. umferöinni þann 20. júlí í sumar. Ragnar átti þá skot aö marki, en rétt áður en knötturinn fór yfir marklínuna kom Helgi Bentsson og renndi knettinum í netiö og því skráum viö markið á Helga en ekki Ragnar. KSi mun skrá markið á Ragnar og sú mun einnig vera raunin á utvarpinu. en engu aö síöur þykir okkur fullsannaö aö Helgi hafi snert knöttinn áður en hann fór yfir marklínuna og því markið hans. Þaö er auövitað leiðinlegt þegar svona deilur koma upp en í okkar huga leikur enginn vafi á því aö Helgi snerti knöttinn áður en hann fór inn fyrir línuna, þrátt fyrir aö þaö hafi alls ekki veriö nauðsynlegt, því boltinn hefði farið i netið án hans aðstoðar en það breytir því ekki að markið er Helga. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.