Morgunblaðið - 27.09.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985
B 13
Hártoppurinn er klipptur
þvert eöa þynntur, yfirleitt
frekar stuttur.
Hárid er sleíkt fram á andlit
og minnir á árin í kringum
1920 og 1960.
Klippmgm er
undirstrikud med
dýptinni í litunum, sem
eru gjarnan brúnir eóa
rauóleitir. Blástur er stórt
atridi og þá med bursta
sem gefur hárinu meiri gljáa.
Khan. í Beauborg stendur yfir mikil indversk
kvikmyndahátíð, og í Pavillion des Arta er
sýning á indverskri alþýöulist (s. mynd:
„Beyond the Wall“ eftir Gulam Mohammed
Sheikh). í forsölum Parísaróperunnar sjá
indverskir dansarar og söngvarar gestum
fyrir litríkri og ógleymanlegri austurlenskri
hátíö.
NEWYORK
Indverakur innbtáatur. í Metropolitan
Museum of Art stendur yfir einstæö sýning
á indverskum listmunum, þar sem mörgum
af hinum mestu gersemum í málaralist,
skartgripum, handritum og veggteppum
hefur veriö safnaö hvaðanæva aö úr heimin-
um. Meðal sýningargripa má nefna rauö-
gulliö tjald frá 17. öld, dýrmæt málverk (s.
mynd: Vatnslitamynd frá 18. öld) og skraut-
ker (s. mynd: Skrautker frá Deccan, 17. öld).
Sýningin er gífurlega umfangsmikil, litrík og
áhrifamikil og er einn helsti þáttur fjöl-
breyttrar menningarhátíöar í borginni, sem
ber yfirskriftina „lndia“. Framundan er m.a.
viöburður eins og sérstakir hijómleikar New
York Philharmonic undir stjórn Zubin Meh-
tas.
Sjaldaéðir aöngleikir. „Chovansjtsjína—
furstarnir" eftir Modest Pjotr Mussorgskíj
og „Samaonu eftir G.F. Hándel eru óperur,
sem sjaldan eru settar á sviö, en eru á sýn-
ingarskrá Metropolitan-óperunnar á kom-
andi starfstíð. Þaö eru 35 ár síðan aö „Cho-
vansjtsjína-furstarnir" voru síöast teknir til
sýningar í Met-óperunni, og þetta er í fyrsta
sinn sem „Samson" er sýndur á því óperu-
sviði. Til þess aö allir fái eitthvaö viö sitt
hæfi, veröa auk þess sýndar tvær öruggar
og sívinsælar óperur: „Brúökaup Figaroa“
eftir Mozart og„Carmen“eftir Bizet. Öperu-
húsiö hefur leikáriö meö „ Tosca"-sýningu
hinn 23. september, þar sem Luciano Pa-
varotti upphefur söngraust sína meöal
margra annarra framúrskarandi lista-
manna. Síöar kemur svo rööin aö Richard
Wagner meö viöamiklum sýningum á „Fal-
ataff" og „Paraifal". Ekki gleymist heldur
bandarísk söngleikjahefö, því „Porgy and
Beaa“ veröur líka þar á fjölunum seint á
leikárinu.
Broadway. Eitt má teljast alveg öruggt,
og þaö er aö frammistaöa Broadway-leik-
húsanna á komandi leikári getur ekki annaö
en batnaö og þaö til mikilla muna — og er
þá höfö í huga sú einstæöa lágkúra og list-
ræn deyfö, sem einkenndi Broadway-leik-
sýningar á síöasta ári. Miklar vonir eru
bundnar við nýjan söngleik „Song & Dance“
eftir hinn kunna breska höfund Andrew
Lloyd Webber, sem nýlega er byrjaö aö sýna
meö Bernadette Peters í aöalhlutverkinu (s.
mynd).
Hinn stórsnjalli sólisti Chriatopher
d'Amboiae frá New York City Ballet, þreytti
f rumraun sína á Broadway með sólósýningu
hinn 18. þ.m. en dansana samdi Peter
Martins.
Skartgripa-hof. Andreas Barandun og
Hans-Peter Sturzenegger, hínir tveir nafn-
toguöu stofnendur skartgripaverslunarinn-
ar „Bijoux Fox“ í Kruggasse 8, hafa látiö sér
detta nokkuö nýstárlegt í hug: I lok ágúst
var opnuð ný og allsérstæð „Bijoux Fox“—
verslun í Torgasse 6, og er viöskiptavinum
nú boöið beint inn í Etrúska-hof, stórglæsi-
legt, dulmagnaö og heillandi umhverfi.
Þarna er til sölu allt sem heitiö getur nýjasta
nýtt í nútímalegum skartgripum og raunar
ekkert af því ódýrt: Plexi meö hálfeöalstein-
um frá Frakklandi, barokskartgripir frá
London, stranglínu-hönnun frá New York,
belti frá verkstaBÖi Barry Kielstein-Cords
o.fl. Söluvarningnum er komiö fyrir á lítt
áberandi hátt í skúffum og skyggir því engan
veginn á litríkar freskurnar á veggjunum.
Versluninni í Kruggasse 8, verður hins
vegar breytt í „ Fox Glasses“, þar sem pistaz-
íugrænt, vanillugult og múrsteinsrautt
veröa ráöandi litir í innréttingunum, en sölu-
varningurinn veröur fágæt, sórhönnuö gler-
augu frá Laffont, Optical Affair og Stephan
Rotholz.
Geraema-úr. Þeir sem reika um glæsi-
götuna Bahnhofstrasse í Zurich ættu ekki
aö láta hjá líöa aö skoöa „Muaeum fllrZeit-
measung". Safniö er til húsa á neöri hæö
elstu úraverslunar Svisslands, Chrono-
metrie Beyer — þaö fyrirtæki er 225 ára í
ár. Á safninu getur aö líta tímamæla frá því
um 1500 — sólarúr gert úr fílabeini — og
fram til 1955. Þarna eru ýmsir einstæðir
gripir eins og þríhyrnt frimúrara-vasaúr (s.
mynd), vasaúr þaö, sem Patek Philippe
hannaöi fyrir Ibn Saud konung Saudi-Arab-
íu (s. mynd) meö greyptri andlitsmynd þjóö-
höföingjans á skífunni og alsett gimsteinum.
„Museum fúr Zeitmessung" er í Bahnhof-
strasse 31, opiö virka daga milli kl. 10 og
12og 14 til 16; álaugardögumfrá 10-12.
Veaalingarnir — söngleikur eftir Alain
Boublil og Claude-Michael Schönberg,
byggöur á sögu Victors Hugo, veröur sýnd-
ur í Barbican-leikhúsinu frá 27. september
til 23. nóvember.
Sýning á þróun akartgripa árin 1966—
1985 verður í British Crafts Centre frá 20.
septembertil 19.október.
Penguin-útgáfufyrirtækiö veröur 50 ára
um þessar mundir. í tilefni þess veröur sýn-
ing í Royal Festival Hall og mun hún standa
frá 20. septembertil 27. október.
Þýak list ó 20. öld er yfirskrift sýningar
er verður i Royal Academy of Arts dagana
11. október til 22. desember.
Ýmsar frægar jazz- og rokkstjörnur halda
tónleika í London á næstunni. Má þar nefna
David Cassidy er 21. og 22. október syngur
í Royal Albert Hall og Cliff Richard er syngur
i Hammersmith Odenon 5. til 9. nóvember.