Morgunblaðið - 27.09.1985, Side 14
14 B
^ífvíhm'í-v!-<g rs■. !f)/.ainso'-.aia/...ÞWfjÐ-'OL
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985
HVAÐ
ERAD
GERAST
UM
L/S'r
Norræna húsið:
Finnskur
listiðnadur
Sýning stendur nú yfir í anddyri
Norræna hússins á finnskum listiön-
aöi. Þaö er finnski listamaðurinn
Bertel Gardberg sem sýnir verk sin
þar og lýkur sýningunni 8. október.
Opiö er kl. 9.00 til 19.00 á virkum
dögum og 12.00 til 19.00 um helgar.
Norræna húsið:
Ervó
í kjallara Norræna hússins stendur
yfir málverkasýning Errós þar sem
hann sýnir olíumálverk. Sýningunni
lýkur á sunnudagskvöld, en um helg-
ina veröur opiö kl. 14.00 til 22.00.
Sýningin veröur ekki framlengd.
Golfskálinn Jaöri:
Málverkasýning
Ólafs H. Torfasonar
Ólafur H. Torfason opnar mál-
verkasýningu, sem hann nefnir
„Öskalönd" í Golfskálanum að Jaöri
á Akureyri laugardaginn 28. septem-
ber kl. 16.00. Þetta er áttunda einka-
sýning Ólafs, án áöur hefur hann
meöal annars sýnt í New York,
Reykjavík, Stykkishólmi, Þrastarlundi
og á Akureyri, en tekið þátt í samsýn-
ingum vföar.
A sýningunni í Óskalöndum eru
25 oliu- og vatnslitamyndir frá
Breiðafirði, Snæfellsnesi, Rauöa-
sandi, Norðurlandi og víðar.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 14.00 til 22.00 til 13. október.
Eden:
Magnús G. Magnús
Sýningu Magnúsar G. Magnús-
son, sem staðið hefur yfir i rúma viku
i Eden f Hverageröi, lýkur á sunnu-
dagskvöld.
A sýningunni eru milli 20 og 30
verk, aðallega pastelmyndir, og eru
þau öll til sölu.
Gallerí Salurinn:
Jón Axel Bjömsson
Jón Axel Björnsson heldur nú sýn-
ingu á málverkum sinum i Gallerí
Salnum. Hann hefur áður haldiö tvær
einkasýningar og tekið þátt í nokkr-
um samsýningum hér heima og er-
lendis. Sýningunni í Salnum lýkur 6.
október.
Hamrahlíð 17:
Helgi vopni
meö snertilist
Helgi Jósefsson vopni heldur nú
snerfilistarsýningu i Hamrahliö 17.
Sýningin stendur til 5. október.
Þetta er tólfta sýning Helga
vopna, en áöur hefur hann sýnt tvisv-
ar í Reykjavík. Hann lauk námi viö
MHi árið 1974 og hefur stundað
myndlistarkennslu á Vopnafirði allar
gótur siðan, auk annarra starfa.
Skrifstofa Blindrafélagsins sér um
sölu á myndunum.
Slunkaríki:
Helgi Vilberg
í Slunkaríki á ísafiröi stendur nú
yfir sýning á sjö málverkum eftir
Helga Vilberg. Allar myndirnar eru
til sölu.
e,
ísafjöröur:
„Architecture
and Renewal
Exhibit USA“
A ísafirði stendur yfir sýningin
„ Architecture and Renewal Exhibit
USA“. Sýningin er samstarfsverkefni
Arkitektafélags íslands og Menning-
arstofnunar Bandarikja'nna í Reykja-
vfk og er hún staðsett i bókasafni
Menntaskólans á ísafirði. Sýningunni
lýkur á sunnudag. Aðgangur er
ókeypis. Opið er daglega virka daga
kl. 18.00 til 22.00 og um helgar kl.
14.00 til 18.00.
Sýningin lýsir ýmsum endurbótum
sem gerðar hafa verið á eldra hús-
næði og eldri bæjarhlutum í banda-
rískum borgum. Segja má að það
sé alþjóðleg vakning nú að endur-
bæta gömul hús og endurbyggja og
svo er og hér á landi i auknum
mæli gert.
Frá ísafirði fer sýningin til Vest-
mannaeyja.
Verkstæðið V:
Textflverk
A verkstæðinu VI Þingholtsstræti
28, þar sem fimm einstaklingar
vinna, eru gerö textílverk ýmiskonar,
aöallega ofin og þrykkt. Hvert verk
mun verða sérstakt, þ.e.a.s. engin
tvö verk eins. Þar veröur m.a. fatnað-
ur, gluggatjöld, dreglar og myndverk
Verkstæðið hefur áhuga á að vinna
verk inn í rými og tengja textíl (þráð-
list) og arkitektúr.
í Þingholtsstræti 28 veröur til sýnis
afrakstur verkstæöisins og einnig
myndverk sem unnin voru sem loka-
verkefni í Myndlista- og handfðaskóla
íslands vorið '85. Opið verður á
laugardögum kl. 14.00 til 16.00. A
virkum dögum verður opið kl. 10.00
til 18.00.
Einleikarar á trompet í hljómsveitinni eru Christian Götting
og Riidiger Bröhl.
Áskirkja:
Kammerhljóm-
sveif fm
Heidelberg
Kammerhljómsveitin f Heidelberg mun halda tónleika i Askirkju
á mánudagskvöld, 30. september, kl. 20.00. Hljómsveitin mun
síöan halda til Bandaríkjanna í tónleikaferð.
í hljómsveitinni eru ungir tónlistarmenn sem hafa stundað nám
í tónlistarháskólum vlða i Vestur-Þýskalandi og koma saman
nokkrum sinnum á ári til undirbúnings tónleikaferða.
Hljómsveitin, sem skipuleggur allar sfnar ferðir sjálf, hefur komið
fram í mörgum löndum innan og utan Evrópu og gefið út margar
hljómplötur.
LISTAHATIÐ
KVENNA
Kjallaraleikhúsiö:
Reykjavíkursögur
Ástu Sigurðardóttur
Reykjavikursögur Astu Sigurðar-
dóttur í leikgerð Helgu Bachmann
verða á dagskrá listahátfðar kvenna
í Kjallaraleikhúsinu, Vesturgötu 3, urr
helgina. Sýningin verður i kvöld kl.
21.00, laugardagkl. 17.00 ogsunnu-
dagskvöld kl. 21.00. Miðasala er á
staðnum alla daga milli kl. 15.00 og
21.00.
Leikfélag Reykjavíkur:
Ur verkum Jakobínu
Sigurðardóttur
Um helgina veröa tvær sýningar
á dagskrá Leikfélags Reykjavikur úr
verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Sú
fyrri verður á Kjarvalsstöðum I kvöld
kl. 20.30, en sú slöari i Geröubergi
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Briet Héðinsdóttir tók dagskrána
saman og hefur umsjón með henni,
en flytjendur auk Bríetar eru Ingibjörg
Marteinsdóttir, söngkona, Jórunn
Viöar, tónskáld, og leikararnir Mar-
grét Ölafsdóttir, Valgerður Dan,
Hanna Marfa Karlsdóttir og Þorsteinn
Gunnarsson.
Dagskráin samanstendur af lestri,
leik og söng, m.a. úr Snörunni, Lif-
andi vatninu, I sama klefa, Dægur-
visu og Móður, konu, meyju. Ekki
eru að svo stöddu áformaðar fleiri
sýningar á dagskránni.
Norræna húsið:
Póstkortasýning
I Norræna húsinu stendur nú yfir
póstkortasýning. Hún ber nafnið
„Konur séðar af karlmönnum —
Karlmenn séðir af karlmönnum".
Sýningin er tekin saman af Carin
Hartman og stendur hún til 6. októ-
ber.
Gallerí Langbrók:
Asnín Kristjánsdóttir
Asrún Kristjánsdóttir, myndlistar-
kona, sýnir nú I Galleri Langbrók.
Opið er alla virka daga milli kl. 12.00
og 18.00 ogumhelgarkl. 14.00 til
18.00. Sýningunni lýkur 6. október.
Gerðuberg:
Bókaverk kvenna
Sýning stendur nú yfir á bókum
og bókaskreytingum kvenna að
Gerðubergi. Einnig eru þar bækur í
tengslum við Ijóðadagskrá listahátlð-
ar kvenna. Sýningin er opin milli kl.
16.00 og 22.00. Enginn aðgangseyr-
ir er. Sýningin stendur til 20. október.
Kjarvalsstaöir:
„Hér og nú“
„ Hér og nú“, samsýning tæplega
þrjátlu íslenskra myndlistarkvenna,
stendur nú yfir að Kjarvalsstöðum.
Sýningineropinmillikl. 14.00 og
22.00 og stendur til 6. október.
Kvenarkitektar
Sýning á verkum þrettán íslenskra
kvenarkitekta stendur nú yfir í As-
mundarsal. Auk þess er finnsk lit-
skyggnusýning sem sýnir sögu
finnskra kvenarkitekta. Einnig er von
á yfirlitssýningu, frá Alþjóöasam-
bandi kvenarkítekta.
Sýningineropinmillikl. 14.00 og
22.00 og stendur til 6. október.
Gerðuberg:
Ljóðabönd
Fjórði hluti Ijóðadagskrárinnar
Ljóöabönd verður haldinn I Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi á morgun,
laugardag, kl. 15.30. Aö þessu sinni
verða lesin Ijóð sem fjalla um llfið,
vltt og breitt. Aðgangur er ókeypis.
Þann 3. október verður slðan fluttur
fimmti hluti Ijóðadagskrárinnar en
alls eru þeir sex. Flutt veröa þá Ijóð
kvenna um 300 ára skeið um ástina
f sinni viðustu mynd.
Hafnarborg:
„Móðir — formóðir“
Opnuð veröur sýning í Hafnar-
borgum, Hafnarfirði, á sunnudag.
Sýningin ber nafnið „Móðir — for-
móðir" og er samsýning á ýmiskonar
myndvefnaði kvenna sem útskrifuð-
ust í vor úr textildeild MHl.
Sýningunni lýkur 13. október.
Kjarvalsstaðir:
Píanótónleikar
Pfanótónleikar verða haldnir að
Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöld
kl. 20.30. Anna Málfríður Sigurðar-
dóttir flytur verk eftir ýmis tónskáld.
Café Gestur:
Myndlistarsýning
A Café Gesti verður opnuð mynd
listarsýning á morgun, laugardag.
Þar sýna þær Rúna Þorkelsdóttir oc
Sigriður Guðjónsdóttir.
Sýningunni lýkur 13. október.
Skálkaskjól 2:
Ljósmyndasýning
Sýning á Ijósmyndum Ingu
Straumland verður opnuö á morgur,
i Skálkaskjóli 2. Henni lýkur 13.
október.
Listasafn ASÍ:
Úr hugarheimi
A morgun, laugardag, verður
opnuð sýning sem ber nafniö „Or
hugarheimi" i Listasafni ASl. Þar
sýna þær Sigurlaug Jónasdóttir og
Gríma. Sýninginstendurtil 13. októ-
ber.
Mokkakaffi:
Grafík og teikningar
A Mokkakaffi verður opnuð sýning
á morgun, laugardag, á graflkmynd-
um og teikningum eftir Gruðrúnu
Hrannar og Sólveigu Aöalsteinsdótt-
ur.
Hennilýkur 13. október.
SAMKOMUR
Hótel Borg:
Orator med dansleiki
Hótel Borg hefur tekið stakka-
skiptum og þar eru aftur haldnir
dansleikir á vegum Orators. Þar
verður bryddað upp á ymsum nýj-
ungum, en andi sl. vetrar mun svífa
vfir vötnum.