Tíminn - 25.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. september 1965 TÍMINN s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.t Einsdæmi Bjarna Morgunblaðið heldur nú uppi þrotlausri viðleitni til þess að setja kommúnistastimpil á Eystein Jónsson 1 tilefni af því, að hann þáði boð til Búlgaríu í sumar. Svipuð boð hafa fjölmargir stjórnmálamenn vestan tjalds þegið og talið það eðlilegt og sjálfsagt til þess að fá að. stöðu til að kynnast viðhorfi og ástandi austan tjalds. Hvergi er slíkt notað til að reyna að stimpla viðkomandi menn kommúnista, heldur er þvert á móti hvatt til auk- inna kynna milli vesturs og austurs. Eina undantekn- ingin eru nátttröll eins og Goldwater, sem byggja póli- tískan veg sinn á því, að kalda stríðinu linni ekki, heldur verði það hert og aukið. í löndum Vestur-Evrópu eru skrif eins og þau, sem Morgunblaðið hefur haldið uppi, hrein undantekning.. En þetta er ekki eina undantekningin í sambandi við afstöðu ráðamanna Morgunblaðsins til kommúnista. Á sama tíma og þeir reyna að nota hin furðulegustu til- efni til að klína kommúnistastimpli á andstæðinga sína, eiga þeir í meira og minna makki við forsprakka kommún ista, veita þeim margvíslega fyrirgreiðslu og þiggja end- urgjald í staðinn. Augljósasta dæmið um þetta er það, þegar Bjarni Benediktsson annaðhvort kaus sjálfur, eða fyrirskipaði einhverjum flokksmanna sinna að kjósa lista kommúnista margsinnis á Alþingi í vetur, og kom þannig Einari Olgeirssyni 1 bankaráð Landsbankans og Lúðvík Jósefssyni í bankaráð Útvegsbankans, rétt eftir að þeir voru komnir úr hinni frægu Moskvuferð sinni. Hér er um algert einsdæmi að ræða vestan tjalds. Þess finnast ekki dæmi þar, að forsætisráðherra hafi þannig komið andstöðuflokki sínum til bjargar og hjálp- að honum til að ná mikilvægustu trúnaðarstöðum, — og þó sízt af öllu, þegar hann í sömu andránni lætur blað sitt telja viðkomandi flokk óalandi og óferjandi. Á þessu sést bezt, hvílíkt skoðanalaust viðrini og valdabrasksfyrirtæki Sjálfstæðisflokkurinn er. Morgun- blaðsklíkan reynir að vinna flokknum fylgi með því að skrifa gegn kommúnisma og stimpla frjálslynda and- stæðinga sína kommúnista. Formaður flokksins er á sama tíma í nánasta makki við forsprakka kommúnista og lánar þeim þingmannsatkvæði sitt, eða einhvers flokksmanns síns, til að koma þeim í mikilvægustu trún- aðarstöður. Slíkt gæti hann ekki gert, ef kommúnista- skrif Morgunblaðsins væru annað og meira en hræsni og látalæti. En heilindi og skoðanir eru ekki til, þegar valdabrask Sjálfstæðisforingjanna er annars vegar. Hjá þeim er allt fyrir völdin. Til að halda þeim er hvers konar áróður og hvers konar vinnubrögð leyfileg. Heilaþvottur Morgunblaðið spyr að því, hvort Eysteinn hafi verið heilaþveginn, þar sem hann hafi ekki í grein sinni um Búlgaríuferðina skýrt frá öllum ,,hreinsunum“ í Búl- garíu. í framhaldi af þessum umræðum Morgunblaðs- ins, mætti spyrja, hvort Emil Jónsson hafi verið heila- þveginn í Sovétríkjunum, eða Gylfi Þ. Gíslason í Tékkó- slóvakíu, þar sem þeir hafa ekki gefið neinar skýrslur um „hreinsanirnar“ þar eftir heimkomu sína. í grein Ey- steins Jónssonar var hins vegar lýsing á því, hvernig flokkarnir í Búlgaríu hafa verið bundnir í einsflokkskerfi. En síðast en ekki sízt er þó ástæða til að spyrja: Hvernig tókst Einari Olgeirssyni að heilaþvo Bjarna Benediktsson svo rækilega, að hann kaus kommúnista i hinar æðstu trúnaðarstöður á seinasta þingi? Grein úr „The Economist": Hefur loks tekizt að ná sam- komulagi um frið í Yemen Batnar nú sambúðin milli Egyptalands og SaudrArabíu? Uppreisnin i Yemen hófst aðfaranótt 26. sept. 1962. Her menn undir stjóm Abdul el- Sallal ofursta ráku Imam konungsfjölskylduna á burt og tóku við stjórnartaumun um í Saana. Imam Badr leit aði á náðir konunghollra ætt- bálka og bað einvaldana í Jordaníu og Saudi Arabíu að aðstoða sig með vopnum og fé. Konungamir Hussein og Saud bm.gðu svo skjótt og vel við, að konunghollu ættbálk amir vora orðnir hinir öflug ustu innan hálfs mánaðar. Abdulla al-Sallal ofursti skelfdist og bað Nasser um hjálp. Tveimur dögum síðar var flogið með 6000 egypska hermenn til Yemen. Þessi herstyrkur var smátt og smátt aukinn, unz hann nam orðið 50 þús. manns, sem höfðu til umráSa rússnesk vopn, skriðdreka, sprengju- flugvélar og MIG orrastuflug vélar. Kostnaður Egypta við þetta úthald hefir numið yfir 500 þús- dollurum á dag. Tilgangur Nassers með að- stoðinni var í upphafi að ná fótfestu á Arabíuskaga sunn anverðum og gera Saudi Ara bíu skráveifur, þar sem þeir neituðu að viðurkenna hann sem leiðtoga Arabalandanna. Hann mun einnig hafa gert sér vonir um að ná valdi yfir Rauðahafinu, en um það fara fram vöruflutningar að og frá Jórdaníu og Saudi Ara bíu. — Tvisvar hefir verið samið um vopnahlé, en samn ingar farið út um þúfur í bæði skiptin. NASSER forseti Egyptalands og Feisal konungur í Saudi Ara bíu undirritðuðu í Jeddah 24. ágúst samkomulag um að binda endi á stríðið í Yemen. Sam- komulagið gerir ráð fyrir, að friði verði komið á hægt og hægt. Fyrst á að gera vopna hlé, en síðan á Saudi Arabía að hætta aðstoð sinni við konungssinna. Á tíu mánuð um eiga Egyptar að hverfa smátt og smátt á burt með þá 50 þús. hermenn, sem þeir hafa sent á vettvang til liðs við lýðveldissinna. Mynduð verður til bráðabirgða ríkisstjóm, sem „ráðstefna allra þjóðhollra afla og valdamanna" tilnefnir. Þjóðaratkvæðagreiðsla á svo að skera úr um, hvers konar stjórnarform Yemenbúar velja sér, en hún á ekki að fara fram fyrri en í nóvember 1966. Önnur atriði samkomulagsins eru óljós. Ekki liggur ljóst fyr ir .hvort hinir voldugu semj endur hafa haft umboð skjól stæðinga sinna til samning- anna, þeirra Imam Badr, leið- toga konungssinna, og lýð- veldissinna Abdulla el- Sallal forseta. Er einkum efazt um vilja hins síðamefnda, en fregn ir frá Jeddah herma, að vitn ast hafi frá herbúðum konungs sinna, að þeir ætli að halda friðinn. IMAM EL BADR EN er þetta Þá raunveruleg ur friður? Þetta er í þriðja sinn, sem Nasser forseti og Feisal kon ungur koma sér saman um að hætta aðstoð sinni til þess að binda endi á styrjöldina. Báðar fyrri tilraunirnar fóru út um þúfur. Nokkur munur er þó óneitanlega á þeim og þessu nýja samkomulagi. Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir fyrri tilrauninni, sem gerð var árið 1963, en hin til- raunin var gerð á árinu sem leið og aðrir leiðtogar Araba ríkja knúðu hana fram. Þessi nýja tilraun er gerð af sjálfs dáðum, leiðtogarnir tveir hafa Skrifað undir samning sinn og enginn annar hefir lagt þar hönd að. Þeir munu einir sam einast um að aðstoða Yemen búa við að koma á friði. Nýj- ung verður að telja að Egypta land og Saudi Arabía vinni saman. Enn eftirtektarverðara er Þó það atriði hins nýja sam komulags, að forustumenn þess ara landa beggja skuli viður- kenna, að Yemenbúar eigi sjálf ir að velja sér það stjórnar form, sem þeir æskja. Með þessu er loks viður- kenndur sá sannleikur, sem orð ið hefir smátt og smátt ljósari í hinni blóðugu borgarastyrj öld í Yemen, sem staðið hefir í þrjú ár: Yemenbúar vilja sjálfir samkomulag. Fyrir tæpu ári laumuðust nokkrir lýðveldis sinnar og konungssinnar til Erkwit í Súdan og gengu þar frá drögum að sams konar sam komulagi og leiðtogar Egypta lands og Saudi Arabíu hafa nú undiritað. Síðan. þessi för var farin hefir samkomulagsumleit unum ætíð verið að aukast fylgi. NASSER hafði æma ástæðu til að reyna að draga úr þeirri skuldbindingu, sem hann hafði gengist undir í Yemen. Kostn aðurinn við að halda uppi 50 þús. manna her í Yemen var farinn að segja óÞægilega til sín heima fyrir. Óánægjan í hernum jókst og hinir þolin móðu Egyptar voru að verða þreyttir á að herða sultarólina til þess að draga úr fjárhags erfiðleikum landsins vegna þessa braðls með erlendan gjaldeyri. Forsetinn átti einnig erfitt með að þráast við að framfylgja stefnu, sem hindrað gat sölu á amerísku hveiti til landsins, en þörfin fyrir það aldrei brýnni en nú. Auk þess vildi hann greiða úr nokkru af erfiðleik um sínum áður en hann færi til Moskvu, meðal annars til Þess að biðja um meira lán. Umfram allt vildi hann þó koma í veg fyrir að flækjur hans í Yemen yrðu hafðar í flimtingum á ráðstefnu þeirri, sem leiðtogar Arabaríkjanna ætla að fara að halda og sam- an kemur í Casabanca 13. þessa mánaðar. Takist Egyptalandi og Saudi Arabíu að koma í sameiningu á friði í Yemen kann svo að fara, að Arabíuskaginn allur hafi af því hag. Sundur þykkja Araba er hvað mest áberandi þama suður frá, þar sem Saudi Arabía er miðdepillinn, en norðanverð Arabalönd hafa möndul sinn í Kairó. Draga verður smátt og smátt úr sund urþybkjunni. Það hefir sann ast bezt f Yemen að ekki er unnt að svipta fólki í einu vet fangi úr myrkri miðalda inn í nútímabirtu, hversu góður til- gangurinn kann að vera. Lánist hins vegar að fá leið toga Egyptalands og Saudi Arabíu til að finna til sameigin legrar ábyrgðar yrðu umbætur í svipuðu formi og fyrirhugað ar eru í Yemen ef til vill mögulegar. ENN veit enginn hvort Egyptar ætla að auka árásir sínar á Aden til þess að bæta sér upp undanhaldið í Yemen. Ekki eru þó horfur á Því eins og er. Að undanfömu hefir heldur dregið úr hermdarverk Framhald á bLs. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.