Tíminn - 25.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.09.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 25. september 1965 n TÍMINN 80 að mönnunum var leyft að hafa samband við heimili sín. — Gleymið því ekki, mennirnir, sem við þekktum létu lífið beint út af Cape Cod aðeins vegna þess, að nokkrir þeirra sögðu hvar þeir væru, og hvar þeir myndu \ærða, þegar þeir hringdu heim til fjölskyldna sinna frá Halifax. Við leggjum á opið hafið aftur. Við erum að leggja upp í síðasta áfangann. Ég hef heyrt, að við séum á leið til Boston. Alltaf færast sögurnar í aukana. — Við munum koma við í Bretlandi, og síðan í Boston, en við munum ekki fá að fara af skipinu í Boston, vegna þess að við eigum að halda alla leið til New York. Orðrómurinn breytist og hættir að verða samhljóða. — Nei, fyrst eigum við að fara til New York, þar sem flutningnum, sem við tókum í Halifax verður skipað á land, og svo höldum við aftur til Boston, þar sem við förum af. Menn veðja um það, til hvaða hafnar verður haldið, og á hvaða degi verður komið þangað, og síðasta daginn, þegar við fréttum, að við eigum að fara til Boston, fara menn að veðja um það klukkan hvað verði lagt að bryggju. Og nú er enginn vafi á því lengur hvar og hvenær — þegar birta tekur sjáum við strandlengju Massachusetts. Við munum koma að landi um miðjan dag. Nú stendur veðmálið um það, hvort við þurfum að fara í sóttkví, eða hvort við komumst í land síðdegis. Við siglum hægt inn í Boston-höfn. „Staður, sem kallast Ameríka,“ er ekki aðeins þjóðsaga lengur . . . þegar útlínur borgarinnar færast nær og skírast, man ég allt í einu eftir þeim, sem ég skildi við á vindblásinni lítilli eyjunni í Norður- Atlantshafinu. Allir hermennirnir, sem ég þekkti þar hafa nú runnið saman í eitt, og eru orðnir að hermanninum, sem sagði við mig. — Hvern fjandann er ég að gera hér? Ég, sem ætti að vera á vígvöllunum! Berjast! Hann berst þeim harðasta, erfiðasta bardaga, sem hægt er að hugsa sér . . . stríðinu við óvininn, sem ekki er hægt að sigrast á með byssum og hernaðaraðgerðum. Staðfastur, árvakur. og reiðu- búinn hefur þessi útvörður íslands verið hertur f tauga- stríðinu. Endir. • • MORDID I HOLLINNI QEORGES SIMENON l Jósef, sendillinn á skrifstof- unni, drap léttilega á dyr eins og óframfærin mús. Það ískraði ekki í lömunum þegar hann opnaði og smaug inn á skrifstofu Maigrets svo hljóðlega að engu var líkara en hann væri að leika draug, sköll óttur með ofurlitla hvíta ló eins og geislabaug um höfuðið. Maigret laut yfir skjölin sín, pípan sat milli tannanna, hann leit ekki upp, þarna stóð Jósef og hreyfði hvorki legg né lið. Maigret hafði verið óvenju upp- stökkur undanfama viku og að- stoðarmenn hans höfðu læðst á tánum þegar þeir gengu inn til haris á skrifstofuna. Hann var ekki einn um það um þessar mundir, því marzmánuður í öllu Frakklandi hafði verið óvenju þungbúinn, kaldur og vætusamur. Klukkan ellefu að morgni hafði varla rofað af nýjum degi, enn logaði á lömpum um hádegið og um þrjúleytið fór að rökkva. Það var tæpast unnt að tala lengur um rigningu, þetta var engu lík- ara en lifa í skýi, alls staðar var vatn og raki, vætuslóð á öllum gólfum og engum tókst að ryðja úr sér þremur orðum samfellt án þess að þurfa að snýta sér. í blöðunum birtust myndir af fólki sem bjó í úthverfunum og varð að fara á bátum heim til sín eftir götum sem höfðu breytzt í síki. Maigret hafði spurt þegar hann mætti þennan morgun: — Er Janvier við? — Vetkur. — Lúkas? — Konan hans hringdi og — Lögreglumennirnii veiktust hver á fætur öðrum, stundur.. heilu flokkarnir svo tæplega þriðj- ungur liðsins var til taks., Frú Maigret hafði sloppið við flensuna. En hún var kvalin af tannpínu. Þrátt fyrir aðgerðir tannlæknisins fékk hún heiftarleg köst á hverri nóttu um tvö eða þrjúieytið og kom ekki dúr á auga fyrr en undir dögun. Hún bar sig vel og kvartaði aldrei, frá henni heyrðist ekki einu sinni stuna. Maigret varð þess oftlega var gegnum svefninn að hún vakti, bylti sér og reyndi að leyna kvöl- um sínum af þvílíku offorsi að hún heyrðist ekki anda. Dálitla stund sagði hann ekki orð, lá grafkyrr og fylgdist með því sem fram fór, þá gat hann ekki á sér setið að muldra: — Því tekurðu ekki aspirín? — Ertu vakandi? — Já. Taktu aspirin. — Þú veizt það hefur engin áhrif lengur. — Taktu eina samt sem áður. Hann brölti fram úr rúminu og fór berfættur fram að ná í öskj- una og vatnsglas, reyndi árangurs- laust að leyna því hvað hann var þreyttur, nánast geðillur. — Mér þykir svo fyrir þessu, mundi hún stynja. — Það er ekki þér að kenna. — Ég gæti reynt að leggja mig í stúlknaherberginu. Þau réðu yfir herbergi á sjöttu hæð sem nær aldrei var notað. — Lofaðu mér að fara þangað að sofa. — Nei. — Þú verður þreyttur og svefn laus á morgun og ert svo önnum kafinn. Hann var fremur áhyggjufullur en önnum kafinn. Því þetta var um það leyti sem frú Muriel Britt, gömul ensk kona hvarf á leyndardómsfullan hátt og blöðin gerðu sér tíðrætt um þetta hvarf. Konur hverfa daglega og venju lega vekur það enga athygli, sum- ar finnast og aðrar ekki. en það þykir ekki sæta meiri tíðindum, en þrem línum í dagblaði. I Hvar Muriels Britts hafði vak- ið gífurlegt umtal því hún hafði komið til Parísar ásamt 52 mönn- um öðrum, rútufylli, einum þess- ara hópa sem ferðaskrifstofur í Englandi, Ameríku, Kanada og annars staðar safna saman og senda til Parísar á vit ævintýr- anna. Það gerðist einmitt kvöldið sem hópurinn hafði „kynnt sér“ næt- urlífið í París. Fólkið — sem flest var miðaldra fóik af báðum kynj- um — hafði verið flutt í hóp- ferðabíl á Aðalmarkaðstorgið, Pig- alle-torg, Rue de Lappe og Champs-EIysées, innifalið í far- miðanum var staup á hverjum stað sem þau heimsóttu. Undir lokin voru allir orðnir gáskafullir og kátir, margir rjóð- ir í kinnum og með glansandi augu. Lítill maður með vaxborið yfirskegg, skrifstofumaður frá London, hafði týnzt áður en kom- ið var á leiðarenda en fannst dag- inn eftir í rúmi sínu, þangað hafði skreiðst um síðir og segir fátt af einum. Öðru máli gegnir um frú Britt. Ensku blöðin bentu á að hvarf hennar væri einkennilega ástæðu- laust. Henni var tveim árum fátt í sextugt, grannholda og þurr- kuntuleg, með þreytulegt andlit og yfirbragðið bar með sér að hún hafði þrælað alla ævi, hún rak leiguhús og matsölu einhvers- staðar i Vestur-London. Maigret hafði enga hugmynd um þetta leiguhús hennar, eftir fréttamyndum að dæma ímyndaði hann sér þungbúið hús þar sem vélritunarstúlkur og aðstoðarkont oristar leigðu og söfnuðust kringum kringlótt borð við mál- tíðir. Frú Britt var ekkja. Hún átti son á lífi í S.-Afríku og dóttir hennar var gift einhvers staðar við Suez-skurðinn. Það var lögð áherzla á, að þetta væri í raun- , inni I fyrsta sinn sem konugarm- urinn hefði tekið sér sumarfrí. Og auðvitað farið í heimsókn til Par- ísar. Á vegum ferðaskrifstofu. Allt innifa!.ð. Hún dvaidi ásamt hinum á nóteli nálægt Saint-Laz- are-stöðinni. Hún hafði farið úr bílnum ásamt hinu fólkinu og f».rfð upp til sín. Þrjú vitni höt Sj heyrt hana loka að sér. Næsta morgun fannst hún hvergi og síðan hafði ekkert til hennar spurzt. Leynilögreglumaðurinn frá Scotland Yard, sem hafði komið á vettvang, virtist í öngum sínum. Hann hafði haft samband við Maigret en síðan hafið rannsókn á eigin spýtur á nærgætnislegan hátt. Ensku blöðin voru ekki eins nærgætin, þau héldu því fram að franska lögreglan stæði ekki í stöðu sinni. Reyndin var sú að Maigret hafði veigrað sér við að upplýsa blöð- in um nokkrar staðreyndir máls- ins. í fyrsta lagi — áfengisflösk- ur fundust á víð og dreif í her- herbergi frú Britt - undir rúmdýn unni, í kommóðuskúffum, jafnvei ofan á fataskápnum. f öðru lagi hafði verzlunareig- andi einn gefið sig fram við lög- regluna jafnskjótt og mynd frúar- innar birtist í blöðunum. Það var hann sem hafði selt henni flösk- urnar. — Tókuð þér eftir nokkru sér- kennilegu í fari hennar? — Tjá . hún virtist eitthvað utangátta . . . Hún virtist drekka mest af gini, eftir því að dæma sem hún keypti hjá mér. Var frú Britt þegar orðin leyni- legur áfengissjúklingur áður en hún kom til Parísar. Hafi svo verið. þá þögðu ensku blöðin um það. Næturvörðurinn á hótelinu hafði einnig gefið skýrslu. — Ég sá hana læðast ofan stig- ann aftur. Hún var talsvert ölvuð og reyndi að koma mér til við sig. — Og fór svo út? — Já. — Hvaða leið? — Ég veit það ekki. Lögreglumaður hafði séð hana hika við að fara á bar í Rue d'Amsterdam. Þetta var allt og sumt. Enginn hafði fundizt í Signu. Ekkert sund urlimað konulík hafði fundizt á óbyggðu svæði. Pike höfuðsmaður í Scotland Yard, sem Maigret var vel kunn- ugur, hringdi á hverjum morgni. — Fyrirgefðu Maigret, ekkert að frétta enn? Og þar við bættist rigningin, vot föt .hræblautar regnhlífar í hverju horni og auk þess tannpína frú- arinnar, allt virtist á eina bókina lært og því engin furða þótt Mai- gret höfuðsmaður væri orðinn upp stökkur og stykki upp á nef sér við minnsta tilefni. — Hvað er það Jósef? — Foringinn vill tala við þig, höfuðsmaður. — Ég kem á stundinni. Þetta var ekki sá tími sem venj- an var að gefa skýrslu. Þegar yfir maður rannsóknarlögreglunnar gerði boð fyrir Maigret á þessum tíma dags var eitthvað mikilvægt á seyði. Samt sem áður lauk hann við að fara gegnum nokkur skjöl og fylla pípuna sína áður en hann lagði leið sína á skrifstofu foringj- ans. — Enn ekkert að frétta, Mai- gret? — Ég var rétt í þessu að fá bréf frá ráðherranum, boðsent. Þegar einhver nefndi ráðherr- ann“ án nánari skilgreiningar þá var ævinlega átt við innanríkis- ráðherrann en rannsóknarlögregl- an heyrði undir embætti hans. — Hvers efnis? — Hingað kemur náungi einn klukkan hálf tólf . . . Klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf. — ... náungi kallaður Fumal, HLAÐ RUM HlaSrúm lienta allsta&ar: i bamdher- bergiS, unglingaherbergiS, hjinaher- bergiS, sumarbústaSinn, veiSihúsiS, ■barnaheimiU, heimavistarskála, hótel. Helztu ltostir hlaðrúmanna eru: ■ Rúmin mí nota eitt og eitt sér eða hlaða þeim upp i tvatr eða þijás hæðir. ■ Hrgt er að fá aukalega: Náttborð, stiga eða hliðarborð. ■ Innanmál rúmanna er 78x184 sm. Hægt er að fá rúmin með baðmull- ar og gúmmidýnum eða án dýna. ■ Rúmin hsfa þrefalt notagildi þ. e. kojur.'einstaluingsrúmog'hjónarúm. ■ Rúmin eru úr tekki eða úr brénni (brennirúmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmin eru öll í pörtum og tekur aðeins um tvær mínútur að setja þau saman eða taka í sundur. HÚSGAGNAVERZLTJN REYKJAVÍKtJR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.