Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR2. NÓVEMBER1985 BLAD MM VIÐHORFISLENDINGA TIL STJÓRNMÁLA OG STJÓRNMÁLAMANNA Iþessum blaðhluta er greint frá niðurstöðum könnunar um stjórnmál og stjórnmálamenn, sem Hagvangur framkvœmdi fyrir Morgunblaðið. Blaðið fékk Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing til að fjalla um niðurstöðurnar. Hér að neðan er yfirlitsgrein um könnunina, en töflur og texti um einstakar spurningar er á næstu síðum. Skoðanakönnun Hagvangs um viðhorf íslendinga til stjórnmála og stjórnmálamanna er forvitnileg um margt Spurt var um ýmislegt varð- andi stjórnmálamennina sjálfa, um hugsanlegar breytingar á stjórnskip- aninni og hvort æskilegt sé að stjórn- máiamenn sinni ýmsum málefnum meira en nú er raunin. Svörín við spurningunum er að finna á næstu síðum og þar er fjallað stuttlega um þau, m.a. um hvort afstaða ólíkra þjóðfélagshópa til spurninganna sé mismunandi. Hér verður aftur á móti fjallað almennt um könnunina í heild og ýmsar spurningar sem hún vekur. Helstu niðurstöður Almenningur gefur stjórnmála- mönnum heldur bága einkunn fyrir suma hluti í þéssari könnun. Greinilegast er þetta um tvennt: einungis fjórðungur þeirra sem afstöðu tekur telur að stjórn- málamenn segi yfirleitt sannleik- ann og einungis þriðjungur er á þeirri skoðun að íslenskir stjórn- málamenn takist almennt séð á við þau vandamál sem brýnust eru úrlausnar fyrir íslendinga. Ríflega helmingur þeirra sem afstöðu taka telur að stjórnmála- mennirnir segi næstum allir það sama — og sömuleiðis telur rúmur helmingur að þingmenn fái of há laun. Aftur á móti telur einungis rúmur þríðjungur svarendanna að málfar stjórnmálamanna sé úr sér gengið. Verulega athygii vekur að helm- •ngur þeirra er taka afstöðu segir bað betri kost að velja ráðherra úr hópi sérfróðra manna utan þings en úr hópi kjörinna þingmanna. Þetta gengur þvert á ríkjandi hefð ~ og getur ekki beinlínis talist traustsyfirlýsing um stjórnmála- mennina. Hins vegar er tveimur hug- myndum um stjórnkerfisbreyting- ar hafnað af skýrum meirihluta í könnuninni: Einungis 17% vilja auka völd forsetans með því að gera starf hans pólitískara þannig að hann verði í raun eins og for- sætisráðherra — og 29% segjast fylgjandi afnámi þingrofsréttar. Svarendurnir skiptast í tvo jafn stóra hluta þegar þeir eru beðnir að velja milli fullyrðingar um að skynsamlegt sé að menn hafi stjórnmál að atvinnu því þar sé um störf að ræða sem krefjist sér- stakra hæfileika og fullyrðingar um að allir ættu einhverntíma að geta haft afskipti af stjórnmálum af því að þau séu ekki sérhæfð starfsgrein. Þegar spurt var hvort stjörn- málamenn ættu að sinna tiltekn- um málefnum — fjórtán talsins — meira en nú er raunin svaraði meirihlutinn í öllum tilvikum ját- andi. Mest var einingin um bætt launakjör, verðbólgu og nýiðnað, en níu af hverjum tíu svarendum sögðu að stjórnmálamenn ættu að sinna þessum málum meira en nú er. Hvað segja niður- stöðurnar — og hvað segja þær ekki? Fljótt á litið virðast niðurstöð- urnar fela í sér heldur gagnrýnið viðhorf til stjórnmálamanna. Og vissulega gera þær það. Það kemur kannski ekki á óvart að almenn- ingur hafi litla trú á að stjórn- málamenn segi alltaf satt. Hitt er aivarlegra, ef almenningur trúir því að stjórnmálamenn takist ekki á við brýnustu vandamál Islend- inga — svo ekki sé nú minnst á þann möguleika að hann hafi rétt fyrir sér. Og varla telst það hollt í lýðræðisþjóðfélagi þegar helm- ingur kjósendanna telur stjórn- málamennina næstum alla segja það sama. Þannig segja niðurstöðurnar sjálfar auðvitað ákveðna hluti. En þær segja ekki alla söguna. Einna fyrst kemur í hugann óskin um að fá samanburð. Eru viðhorfin hér öðruvísi í þessu efni en meðal ná- grannaþjóðanna? Hafa viðhorfin breyst þar og hér? Er vantrú á stjórnmálamönnum vaxandi? Og síðast en ekki síst: Nægja svörin við þeim spurningum sem hér eru kynnt okkur til að draga upp heil- lega mynd af viðhorfum fslend- inga til stjórnmálamanna? Samanburður við Frakkland Hér verður þess ekki freistað að bera íslensku niðurstöðurnar á heillegan hátt saman við þróunina í nágrannalöndunum, en látið nægja að segja stuttlega frá niður- stöðum franskrar könnunar sem Le Monde birti fyrir rúmu ári — Og hafði að geyma ýmsar sömu spurningar og könnunin hér. Frönsku niðurstöðurnar voru um margt svipaðar þeim íslensku. Frakkar eru þó sýnu vantrúaðri en íslendingar á að stjórnmála- menn segi yfirleitt sannleikann, en einungis 10% voru þeirrar skoðanar þar. Heldur færri Frakk- ar en íslendingar töldu stjórn- málamennina takast á við brýn- ustu vandamálin en munurinn er mjög lítill. Sömuleiðis eru svörin svipuð við spurningum um málfar stjórnmálamanna og um hvort þeir segi allir það sama, þó Frakk- ar séu ofurlítið gjarnari á að telja málfar stjórnmálamannanna úr sér gengið og að þeir segi allir það sama. Frakkar telja þingmenn oflaunaða í enn ríkari mæli en íslendingar: um tveir þriðju þeirra sem afstöðu taka eru þeirrar skoð- unar. Hugmyndin um að velja ráð- herra úr hópi sérfræðinga utan þings nýtur meiri stuðnings meðal Frakkaen íslendinga: 60% Frakka samsinna henni, en 26% kjósa heldur ráðherra úr hópi þing- manna og 14% segjast enga skoð- un hafa. Loks er skýr munur á afstöðu Frakka og íslendinga til þess hvort menn eigi að hafa stjórnmál að atvinnu: þrír af hverjum fjórum Frökkum sem afstöðu taka eru þeirrar skoðunar, en rúmur helmingur íslendinga. Þessi samanburður sýnir að það gagnrýna viðhorf tii stjórnmála- manna sem fram kemur í könnun Hagvangs er ekki bundið við ís- land. Og raunar er vitað að traust á stjórnmálamönnum og stjórn- málaflokkum hefur minnkað í mörgum vestrænum löndum síð- ustu áratugi. Við getum hins vegar ekkert fullyrt um hvort slíkt hefur átt sér stað á Islandi. Eina leiðin til þess er að kanna viðhorf al- mennings með reglubundnum hætti — og það hefur ekki verið gert á íslandi. Gefur könnunin heillega mynd? Það er alltaf kúnst að mæla viðhorf. Viðhorf manna eru misjafnlega skýr og fastmótuð. Oft á tíðum eru þau líka flókin — þannig að erfitt er t.d. að mæla þau með einni spurningu. Þetta á við um fyrirbæri á borð við trú eða vantrú á stjórnmálamönnum. Til þess að fá heillega mynd þarf að spyrja margra spurninga sem tengjast efninu og skoða síðan vandlega það mynstur sem í ljós kemur. Orðalag spurninga um svipað efni getur skipt mjög miklu máli. Tökum dæmi. Hér segjast 24% þeirra sem afstöðu taka telja að stjórnmálamenn segi. yfirleitt sannleikann. I kosningarannsókn sem undirritaður stóð að eftir þingkosningarnar 1983 var spurt um skylt efni á annan hátt: „Finnst þér stjórnmálamönnum yfirleitt vera treystandi, finnst þér mörg- um þeirra vera treystandi, er sumum treystandi, fáum eða kannski engurn?" Svörin urðu á þá leið, að 14% töldu stjórnmála- mönnum yfirleitt treystandi, 21% töidu mörgum treystandi, 39% sumum, 20% fáum og 5% töldu engum stjórnmálamönnum treyst- andi. Þessar niðurstöður gefa tölu- vert aðra mynd: hér segir fjórð- ungur að fáum eða engum stjórn- málamönnum sé treystandi. Nú er auðvitað hugsanlegt að svörin við þessum spurningum séu ekki sambærileg, af þvf að við- horfin til seinni spurningarinnar gætu hafa breyst frá 1983. En miklu líklegra er að munurinn stafi fyrst og fremst af því að spurt er á ólíkan hátt. Er innbyrðis sam- ræmi í viðhorfum til stjór nmálamanna ? Eru viðhorf manna til hinna ýmsu spurninga um stjórnmála- mennina tengd? Eru þeir sem telja stjórnmálamenn yfirleitt segja sannleikann t.d. trúaðri á að þeir takist á við brýnustu vanda- málin en þeir sem ekki telja að stjórnmálamenn segi yfirleitt satt? Ef gagnrýnin svör um stjórn- málamenn í einstökum spurning- um eru til marks um að hluti þjóð- arinnar hafi almennt vantrú á stjórnmálamönnum ætti nokkur fylgni að vera á milli svaranna. I Ijós kemur að nokkur fylgni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.