Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Á að afnema þingrofsréttínn? Á fslandi gildir þingrofsréttur, sem felur í sér að hægt er að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga þó kjörtímabilið sé ekki liðið. Þessi regla gildir í flestum þingraeðislönd- um, en þó er ekki leyfilegt að rjúfa þing í Noregi. Hér á landi hefur þingrofsheimildin mikið verið notuð og algengt að kosið sé áður en kjör- tímabilinu lýkur. j í könnuninni voru menn spurðir hvort þeir teldu æskilegt að þing- rofsheimildin yrði afnumin, þann- ig að kjörtímabilið sé alltaf fjögur ár. f ljós kom að mikill meirihluti lýsti sig andvígan slíkri breytingu. Taflan sýnir að 71% þeirra svar- enda sem afstöðu tóku vildu ekki afnema þingrofsréttinn, en 29% voru því hlynntir. Auk þess sögðu 7% svarendanna „veit ekki“ við spurningunni og er þeim sleppt í töflunni. Lítill munur er á afstöðu karla og kvenna, en karlarnir eru þó heldur hlynntari þingrofsréttinum en konur. Heldur meiri munur er á afstöðunni eftir aldri og tilhneig- ingin er í þá átt, að eftir því sem menn verða eldri því fúsari eru þeir til að afnema þingrofsheim- ildina. Þetta gildir þó ekki um yngsta svarendahópinn (18—24) sem á samleið með þeim er komnir eru yfir miðjan aldur um þetta efni. Nokkur munur er á afstöðu manna til þingrofsheimildarinnar eftir því hvaða skólagöngu þeir hafa að baki. Þeir sem stysta hafa skólagönguna (skyldunám eða minna, eða gagnfræðapróf eða landspróf) eru hlynntari hug- myndinni um að afnema rétt til þingrofs en hinir sem lengri skóla- göngu hafa að baki. Háskólamenn- irnir skera sig hér sérstaklega úr: Einungis 15% þeirra vilja afnema þingrofsréttinn. Sömuleiðis er nokkur munur á afstöðu manna eftir atvinnu. Þeir sem stunda landbúnað og sjávar- útveg eru hlynntastir afnámi þing- rofsheimildarinnar (44% og 39% segja já), en einungis 21% þeirra sem stunda opinbera þjónustu eru sama sinnis. Minni munur er á afstöðu ólíkra búsetuhópa, en dreifbýlismenn eru hallari undir hugmyndina um afnám þingrofs- réttar en aðrir. Er málfar stjórn- málamanna í takt við tímann? Spurt var: Álítur þú að koma eigi í veg fyrir ad unnt sé að rjúfa þing, þannig að kjörtímabilið sé alltaf fjögur ár? Já Nei Alls (fjöldi) Svarendur í heild 29% 71% 100% (713) Kyn Karlar 26% 74% 100% (358) Konur 32% 68% 100% (347) Aldur 18-24 ára 32% 68% 100% (119) 25-29 ára 23% 77% 100% (119) 30—39 ára 25% 75% 100% (189) 40—49 ára 28% 72% 100% (120) 50—59 ára 36% 64% 100% (101) 60 ára og eldri 35% 65% 100% (89) Skólaganga Skyldunám eða minna 34% 66% 100% (175) Gagnfræðapróf/landspróf 34% 66% 100% (203) Verklegt framhaldsnám (3—4 ár) 25% 75% 100% (130) Stúdenspróf 22% 78% 100% (49) Annað bókl. framhaldsnám (3—4 ár) 28% 72% 100% (65) Háskólapróf 15% 85% 100% (47) Annað 22% 78% 100% (41) Búseta Höfuðborgarsvæðið 27% 73% 100% (406) Annað þéttbýli 32% 68% 100% (222) Dreifbýli 36% 64% 100% (76) Atvinna Iðnaður 27% 73% 100% (86) Landbúnaður 44% 56% 100% (41) Opinber þjónusta 21% 79% 100% (163) Verslun og þjónusta 31% 69% 100% (222) Sjávarútvegur 39% 61% 100% (72) Heimavinnandi 35% 65% 100% (62) Nemi 23% 77% 100% (31) Annað 24% 76% 100% (33) íslendingum þykir málfar stjórn- málamanna ekkert sérstaklega gamaldags, þó svo að skoðanir séu skiptar um þetta mál. Svarendabóp- urinn skiptist reyndar í þrjá hluta, svipaða að stærð. Rúmur þriðjungur segir að málfar stjórnmálamannanna se í takt við tímann og rúmur þriðj- ungur er á öndverðri skoðun og segir raálfar þeirra úr sér gengið. Tæpur þriðjungur er svo þarna mitt á railli, segir þetta misjafnt eða svarar „bæði og“. Taflan sýnir afstöðu þeirra sem höfðu skoðun á þessu máli og hvort afstaðan sé breytileg eftir aldri og lengd skólagöngu. Þeim 8 prósent- um svarendanna sem sögðu „veit ekki“ við spurningunni er hins vegar sleppt í töflunni. Það er áhugavert að huga að því hvort ólíkir aldurshópar hafi ólík- ar skoðanir í þessu efni, því ýmsir myndu ætla að þeir yngri væru miklu gjarnari á aö telja málfar stjórnmálamanna úrelt en þeir sem eldri eru. En taflan sýnir að svo er ekki. Að vísu er nokkur munur á aldurshópum, en ekki á þann veg að fram komi skýr munur á „ungum“ og „gömlum“ svarend- um. Einungis 42% yngstu svarend- Spurt var: Hvort finnst þér málfar stjórnmálamanna vera í takt við tímann eða úr sér gengið? 1 takt við tímann Bæði og/ misjafnt Úr sér gengið Alls (fjöldi) Svarendur í heild 35% 29% 36% 100% (706) Aldur 18-24 ára 29% 30% 42% 101% (118) 25—29 ára 35% 25% 39% 99% (79) 30-39 ára 41% 33% 26% 100% (180) 40—49 ára 34% 30% 36% 100% (123) 50—59 ára 29% 25% 47% 101% (101) 60 ára og eldri 39% 32% 29% 100% (92) Skólaganga Skyldunám eða minna 31% 30% 39% 100% (171) Gagnfræðapróf/landspróf 36% 28% 36% 100% (204) Verklegt framhaldsnám (3—4 ár) 33% 24% 43% 100% (129) Stúdentspróf 31% 40% 29% 100% (48) Annað bókl. framhaldsn. (3—4 ár) 39% 34% 27% 100% (64) Háskólapróf 51% 30% 19% 100% (47) Annað 33% 20% 48% 101% (40) anna segja málfar stjórnmála- manna úr sér gengið, samanborið við 36% hjá svarendahópnum í heild. Það er ekki mikill munur. Nokkur munur er á svörum manna eftir því hvernig skóla- göngu þeir hafa að baki. Þeir sem hafa lokið einhvers konar bóklegu framhaldsnámi telja síður að mál- far stjórnmálamanna sé úr sér gengið en hinir. Sérstaklega skera háskólamenn sig úr. Helmingur þeirra telur að málfar stjórn- málamannanna sé í takt við tím- ann og einungis fimmtungur að það sér úr sér gengið. Nánast enginn munur er á af- stöðu manna til þessarar spurn- ingar eftir kyni. Munurinn er líka lítill á milli ólíkra atvinnuhópa og hið sama gildir um skiptingu eftir búsetu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.