Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
B 7
Flestir vilja að stjórmálamenn
sinni meira bættum launakjörum
í könnuninni voru menn spuröir
hvort þeim fyndist aö stjórnmála-
menn ættu aö sinna meira 14 mála-
flokkum sem taldir voru upp. Svörin
getur aö líta í töflunni. Sérstaka
athygli vekur hversu gjarnir menn
eru á að svara spurningunni játandi,
þó umtalsverður munur sé þar á eftir
málefnum. Flestir (90%) samsinntu
því aö stjórnmálamenn ættu að sinna
bættum launakjörum meira en nú
er raunin, en fæstir samsinntu því
að stjórnmálamenn ættu að sinna
opinberum rekstri í ríkari mæli. Eigi
aö síöur svöruöu 62% síöastnefndu
spurningunni játandi. Þá hlýtur aö
vekja athygli aö 64% svarendanna
segjast hlynntir því að stjórnmála-
menn sinni minni ríkisafskiptum í
meira mæli en nú er, en eigi aö síður
telur drjúgur meirihluti aö stjórn-
málamennirnir eigi að sinna hinum
málefnunum 13 meira en nú er
raunin.
Þrjú málefni skera sig úr að því
leytinu að fleiri segja „veit ekJci"
en raunin er með hin málin. Þessi
málefni eru starfshættir opin-
berra fyrirtækja, opinber rekstur
og minni ríkisafskipti.
Afstaða ólíkra þjóðfélagshópa
til afskipta stjórnmálamanna af
málaflokkunum 14 var yfirleitt
ekki mjög breytileg, þó að undan-
tekningar séu þar á. Þær helstu
verða nefndar hér á eftir.
Eins og fyrr var nefnt voru flest-
ir (90%) á því að stjórnmálamenn
ættu að sinna bættum launakjörum
meira en nú er raunin. Konur
svöruðu þessari spurningu játandi
í ríkari mæli (94%) en karlar
(85%). Háskólamenn svöruðu
færri játandi (82%) en aðrir.
Athygli vekur að afstaða manna
til þessa máls er svipuð eftir tekju-
hópum.
89% samsinntu því að stjórn-
málamenn ættu að sinna verö-
bólgunni meira. Um þetta efni var
afstaða manna breytilegust eftir
atvinnu. 81% þeirra sem stunda
landbúnað svöruðu játandi, en
aftur á móti 96% þeirra sem eru
heimavinnandi.
Þriðja „vinsælasta” málið var
nýiðnaöur, en 87% svarendanna
sagði að stjórnmálamenn ættu að
sinna honum meira en nú er raun-
in. Hér reyndist afstöðumunurinn
mestur eftir atvinnu og aldri. 96%
þeirra sem stunda iðnað og 95%
þeirra sem stunda landbúnað svör-
uðu játandi, en einungis 83%
þeirra er stunda sjávarútveg og
76% þeirra sem eru heimavinn-
andi. Yngstu svarendurnir (18—24
ára) skera sig dálítið frá hinum:
80% þeirra vilja leggja meiri
áherslu á nýiðnaðinn.
Þau þrjú mál sem nú hafa verið
talin eru greinilega efst í „vin-
sældaröðinni" hér, en dálítið bil
er svo niður að fjórða málinu. Það
eru friöarmál, en 81 % svarendanna
segist vilja að stjórnmálamenn
sinni þeim í auknum mæli. Hér er
afstöðumunurinn mestur eftir
kyni og skólagöngu. 75% karla
vilja leggja aukna áherslu á friðar-
mál, en 86% kvenna. Þegar litið
er á skóiagöngu skera tveir hópar
sig úr: Einungis 73% þeirra sem
lokið hafa 3—4 ára verklegu fram-
haldsnámi og 67% þeirra sem lokið
hafa háskólaprófi vilja leggja
aukna áherslu á friðarmál.
Aftur er dálítið bil frá friðar-
málum niður i fimmta málið, um-
hverfisvernd, en 76% svarendanna
vilja að stjórnmálamenn sinni
henni meira. Hér skáru þeir er
stunda landbúnað sig helst frá, en
einungis 63% þess hóps svaraði
spurningunni j átandi.
74% svarendanna sagðist vilja
að stjórnmálamenn legðu meiri
áherslu á mannréttindi. Hér var
nokkur munur á kynjunum, 70%
karlanna sagði já, en 79% kvenn-
anna. Yngri svarendur (undir þrí-
tugu) studdu aukna áherslu á
mannréttindi í minna mæli (64%)
en hinir sem komnir eru yfir þrí-
tugt (79%). Þá má nefna að ein-
ungis 65% þeirra sem stunda land-
búnað og um 60% þeirra sem lokið
hafa stúdentsprófi eða háskóla-
prófi styðja aukna áherslu á
mannréttindi.
Skólamál sögðust 73% vilja
leggja á aukna áherslu. Greinileg-
ur munur reyndist á kynjum um
þetta; 67% karla sögðu já, en 80%
kvenna. Þá skáru tveir atvinnu-
hópar sig úr: Einungis 58% þeirra
er stunda landbúnað vill aukna
áherslu á skólamál, en aftur á móti
88% þeirra sem eru heimavinn-
andi.
Jafn stór hópur (73%) vildi að
stjórnmálamenn sinntu meira
heilsugæslu en nú er raunin. Enn
reyndist munur á kynjunum, 68%
karianna svaraði játandi, en 78%
kvennanna. Þá skáru tveir mennt-
unarhópar sig greinilega úr: Ein-
ungis 61% þeirra er lokið hafa
stúdentsprófi og 51% þeirra er
lokið hafa háskólaprófi vilja að
stjórnmálamenn leggi meiri
áherslu á heilsugæslu en nú er
raunin. Athyglisvert er að sáralít-
ill munur reyndist á viðhorfunum
til heilsugæslu eftir aldri.
72% vildu að stjórnmálamenn
sinntu meira afbrotamálum. Konur
voru á þessari skoðun í ríkari
mæli (79%) en karlar (65%). En
hér skar afstaða þeirra sem lokið
hafa háskólaprófi sig langmest úr:
Einungis 45% þeirra svöruðu
spurningunni játandi.
69% sögðu að stjórnmálamenn
ættu að sinna starfsháttum opin-
berra fyrirtækja meira. Afstaða
ólíkra þjóðfélagshópa var ekki
mjög ólík, en nefna má að þessari
spurningu samsinntu 73% karla,
en einungis 65% kvenna.
Næst í röðinni eru varnar- og
öryggismál, en 65% vildu að þeim
væri meira sinnt. 59% karla voru
þessarar skoðunar, en 70%
kvenna. Þrír menntunarhópar
skáru sig hér dálítið úr og studdu
áherslu á þennan málaflokk í
minna mæli en aðrir: Þeir sem
hafa lokið verklegu framhalds-
námi (58%), 3—4 ára bóklegu námi
öðru en stúdentsprófi (56%) og
þeir sem hafa lokið háskólaprófi
(57%). Sama máli gegnir um þá
sem stunda iðnað (56%) og land-ftL
búnað (51%), en 72% þeirra sem
stunda sjávarútveg eða eru heima-
vinnandi vilja að stjórnmálamenn
sinni varnar- og öryggismáium
meira. Loks skar einn aldurshópur
sig greinilega úr: Einungis 52%
þeirra sem eru á aldrinum 25—29
ára svöruðu spurningunni játandi.
65% svarendanna vildu að
stjórnmálamenn sinntu meira
hungri í heiminum. 62% karla eru
þessu fylgjandi, en 69% kvenna.
Meiri munur er hins vegar á af-
stöðu manna eftir tekjum. 74%
þeirra sem hafa undir 30 þúsund
krónur i mánaðarlaun vilja að
hungri í heiminum sé meira sinnt..
en einungis 61% þeirra sem hafa
40 þúsund eða meira á mánuði eru
sama sinnis. Minnstur er stuðning-
urinn við þessa hugmynd meðal
þeirra er hafa lokið stúdentsprófi
eða háskólaprófi (55%).
64% sagði að stjórnmálamenn
ættu að sinna meira minni ríkisaf-
skiptum. 68% karlanna svöruðu
þessu játandi, en 61% kvennanna.
Munurinn á afstöðu ólíkra þjóð-
félagshópa til þessarar spurningar
var yfirleitt ekki mjög mikill. Þó
má nefna að 59% þeirra sem hafa
undir 30 þúsund krónur á mánuði
i laun svöruðu þessu játandi, en
71% þeirra sem hafa 60 þúsund -
krónur eða meira. Sé litið á spurn-
inguna eftir atvinnu kemur í ljós
að 75% þeirra sem stunda iðnað
svara játandi, 68% þeirra er
stunda verslun og þjónustu, 67%
þeirra er stunda landbúnað, 64%
þeirra er stunda sjávarútveg, 62%
þeirra er stunda opinbera þjónustu
og 52% þeirra sem eru heimavinn-
andi. Hér eru það einungis fyrsti
og síðasti hópurinn sem víkja frá
meðaltalinu svo orð sé á gerandi.
Munurinn á afstöðu manna er enn
minni þegar skipt er eftir aldri eða
skólagöngu. <l
Lestina rekur opinber rekstur, en
62% svarendanna segja að þeir
vilji að stjórnmálamenn sinni
honum meira en nú er raunin. Hér
svarar nákvæmlega sama hlutfall
beggja kynjanna játandi og mun-
urinn á afstöðu allra þjóðfélags-
hópa er lítill.
Spurt var: Finnst þér að stjórnmálamenn ættu að sinna eftirfarandi málefnum meira en nú er raunin?
Já Nei Veit ekki Alls (fjöldi)
Nýiðnaði 87% 8% 5% 100% (768)
Afbrotamálum 72% 21% 7% 100% (768)
Starfsháttum opinberra fyrirtækja 69% 21% 10% 100% (768)
Mannréttindum 74% 21% 5% 100% (768)
Hungri í heiminum 65% 31% 4% 100% (767)
Verðbólgu 89% 10% 1% 100% (768)
Opinberum rekstri 62% 29% 10% 101% (768)
Heilsugæslu 73% 24% 3% 100% (768)
Skólamálum 73% 23% 4% 100% (768)
Minni ríkisafskiptum 64% 24% 12% 100% (767)
Bættum launakjörum 90% 8% 2% 100% (767)
Umhverfisvernd 76% 20% 4% 100% (767)
Varnar- og öryggismálum 65% 28% 7% 100% (768)
Friðarmálum 81% 17% 3% 101% (768)