Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 r Fáir vilja auka völd forsetans íslenski forsetinn hefur haft afar lítil pólitísk völd. Lýðveldisstjórnar- skráin frá 1944 sníður honum mjög þröngan stakk að þessu leytinu og auk þess hefur sú hefð myndast að forsetinn skipti sér ekki af pólitík. Helst er það ef álitamál koma upp við stjórnarmyndanir að ákvarðanir forsetans geta haft verulega pólitíska þýðingu. Öðru hverju hafa heyrst hug- myndir um að æskilegt væri að breyta þessu, þannig að forsetinn fengi raunveruleg pólitísk völd, eins og t.d. bandaríski og franski forsetinn. Og fyrir síðustu kosn- ingar lagði Bandalag jafnaðar- manna áherslu á stjórnkerfis- breytingar sem gengu efnislega til svipaðrar áttar. Landsmenn hafa hins vegar lítinn hug á að gera embætti forsetans pólitískt ef marka má niðurstöður könnunar- innar. 83% þeirra sem taka af- stöðu vilja ekki að völd forsetans verði aukin með því að gera starf hans pólitískara, þannig að hann verði í raun eins og forsætisráð- herra, en einungis 17% eru þessu hlynntir. Mjög fáir (3%) svarend- anna sögðu auk þess „veit ekki“ við þessari spurningu. Sé svarendum skipt niður eftir þjóðfélagshópum kemur í ljós að afstaða flestra hópanna er svipuð í þessu máli. Fáeinir hópar skera sig þó dálítið úr. Karlar eru ívið hlynntari því að auka völd forset- ans en konur. Taflan sýnir líka að mjög fáir þeirra sem starfa við landbúnað eru því hlynntir að auka völd forsetans, en námsmenn eru því hlynntari en aðrir. Hér ber þó að hafa í huga að þessir hópar eru litlir og skekkjumörkin því stór. Hins vegar er næsta víst að hugmyndin um að auka völd for- setans nýtur minna fylgis í dreif- býli en í þéttbýli. Þá má loks nefna að sé hugað að skiptingu svarendanna eftir aldri eða skólagöngu kemur í ljós að munurinn á afstöðu þessara hópa er mjög lítill í þessu efni. Spurt var: Viltu auka völd forseta íslands með því að gera starf hans póli- tískara þannig að hann verði í raun eins og forsætisráðherra? Já Nei Alls (fjöldil Svarendur í heild 17% 83% 100% (742) Kyn Karlar 21% 79% 100% (367) Konur 14% 86% 100% (367) Atvinna Iðnaður 18% 82% 100% (89) Landbúnaður 5% 95% 100% (42) Opinber þjónusta 17% 83% 100% (174) Verslun og þjónusta 17% 83% 100% (227) Sjávarútvegur 19% 81% 100% (75) Heimavinnandi 14% 86% 100% (64) Nemi 32% 68% 100% (34) Annað 24% 76% 100% (34) Búseta Höfuðborgarsvæðið 19% 81% 100% (418) Annað þéttbýli 17% 83% 100% (234) Dreifbýli 6% 94% 100% (81) Eiga menn að hafa stjórn- mál að atvinnu? Spurt var: Að því er vari inga á betur vi A. Það er sk að þar er u B. Allir ættu einhvern ti þar er ekki um sérhæf Svarendur í heild Kyn Skoðanir hafa löngum verið skipt- ar um það hvaða eiginleikum hinn góði stjórnmálamaður ætti að vera búinn. Eitt af því sem um hefur verið deilt síðustu áratugi er hvort stjórn- málamenn eigi að vera atvinnumenn og hafa stjórnmálin að aðalstarfi eða ekki. í könnuninni voru menn beðnir að velja milli tveggja fullyrðinga, sem tengjast þessu viðfangsefni. í ljós kom að íslendingar skipt- ast í tvo álíka stóra hópa í afstöð- unni til þessara fullyrðinga: Helm- ingurinn telur skynsamlegt að menn hafi stjórnmál að atvinnu, því slík störf krefjist sérstakra hæfileika, en hinn helmingurinn kýs fremur að allir ættu einhvern tíma að geta haft afskipti af stjórnmálum af því að þar sé ekki um sérhæfða starfsgrein að ræða. Auk þess treystu 12% svarend- anna sér ekki til þess að gera upp á milli fullyrðinganna og er þeim sleppt í töflunni. I töflunni er sýnd afstaða manna til fullyrðinganna eftir kyni, skóla- göngu og atvinnu. I ljós kemur að munurinn á afstöðu hópanna er ekki mikill. Helst stingur kannski í augu afstaða þeirra sem lokið hafa háskólaprófi: Einungis 40% þeirra velja fyrri fullyrðinguna, Karlar Konur Skólaganga Skyldunám eða minna Gagnfræðapróf/landspróf Verklegt framhaldsnám (3- Stúdentspróf Annað bókl. framhaldsnám Háskólapróf Annað Atvinna Iðnaður Landbúnaður Opinber þjónusta Verslun og þjónusta Sjávarútvegur Heimavinnandi Nemi Annað að menn eigi að hafa stjórnmálin að atvinnu, en 60% kjósa þá síðari, að allir eigi einhvern tíma að geta haft afskipti af stjórnmálum. Sé afstaða ólíkra tekjuhópa og Segja þeir allir það sama? „Það er sami rassinn undir þeim öllum“ heyrist stundum sagt um stjórnmálamenn — og er þá væntan- lega átt við að á þeira sé enginn munur. En hversu útbreidd er þessi skoðun? í könnuninni var spurt hvort mönnum fyndist að næstum allir stjórnmálamenn segðu það sama, eða hvort þeim fyndist stjórn- málamennirnir alls ekki segja það sama. Taflan sýnir að svarendahópur- inn sem afstöðu tók skiptist nokk- urn veginn til helminga um þetta efni: 53% telja stjórnmálamenn- ina næstum alla segja það sama, en 47% álíta að þeir segi alls ekki það sama. Til viðbótar sögðu 9% svarendahópsins „veit ekki“ við spurningunni og er þeim sleppt úr töflunni. Afstaða ólíkra þjóðfélagshópa til spurningarinnar var ekki mjög ólík. Taflan sýnir að á afstöðu kynjanna var enginn munur. Þá er ekki umtalsverður munur á aldurshópum, nema hvað elsti hóp- urinn, svarendur yfir sextugt, sker sig úr: einungis 38% þessa hóps telja að stjórnmálamenn segi næstum allir það sama, saman- borið við 53% hjá heildinni. Það er athyglisvert, að yngstu kjósend- urnir eru ekki gjarnari en aðrir á að telja stjórnmálamennina flesta fara með sömu tugguna. Spurt var: Þegar þú hlustar á ræöur stjórnmálamanna, finnst þér þá að stjórn málamennirnir segi næstum allir þad sama, eða stjórnmálamennirnir seg alls ekki það sama? Segjaþað sama Segja ekki það sama Alls (fjöldi) Svarendur í heild 53% 47% 100% (697) Kyn Karlar 53% 47% 100% (344) Konur 52% 48% 100% (345) Aldur 18-24 ára 54% 46% 100% (118) 25—29 ára 56% 44% 100% (80) 30—39 ára 56% 44% 100% (177) 40—49 ára 54% 46% 100% (123) 50—59 ára 51% 49% 100% (97) 60 ára og eldri 38% 62% 100% (89)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.