Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 3

Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 3
MORGUNBLAÐID, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 B 3 Þriðjungur segir stj órnmálamenn takast á við brýn- ustu vandamálin íslenskir stjórnmálamenn fá ekki sérstaklega glæsilega útreið þegar almenningur er spurður að því hvort stjórnmálamennirnir takist almennt séð á við þau vandamál sem brýnust eru úrlausnar fyrir íslendinga. Ein- ungis rúmur þriðjungur svarar spurn- ingunni játandi, en tveir af hverjum þremur telja að stjórnmálamennirnir takist ekki á við brýnustu vandamál- in. Taflan sýnir einungis skiptingu þeirra sem afstöðu tóku, en 8% svarendanna sögðu „veit ekki“ við spurningunni. Taflan sýnir líka að nánast enginn munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar. Hins vegar leiðir taflan í ljós nokkurn mun á afstöðu aldurs- Spurt var: Telur þú að íslenskir stjórnmálamenn takist almennt séð á við þau vandamál sem brýnust eru úrlausnar fyrir íslendinga? Já Nei Alls (fjöldi) Svarendur í heild 35% 65% 100% (710) Kyn Karlar 33% 67% 100% (360) Konur 37% 63% 100% (342) Aldur 18—24 ára 44% 56% 100% (117) 25—29 ára 35% 65% 100% (81) 30—39 ára 41% 59% 100% (182) 40—49 ára 26% 74% 100% (129) 50—59 ára 25% 75% 100% (97) 60 ára og eldri 33% 67% 100% (91) hópa. Þeir sem yngri eru virðast hafa heldur meira traust á stjórn- málamönnum um þetta efni: þeir eru heldur gjarnari á að svara spurningunni játandi. En drjúgur meirihluti i öllum aldurshópum telur þó að stjórnmálamennirnir takist ekki á við þau vandamál sem brýnust eru á íslandi. Þegar svarendunum er skipt í hópa eftir þeirri tegund skóla- göngu sem þeir hafa að baki kemur í Ijós að munurinn á afstöðu hóp- anna er ekki mikill. Það er t.d. enginn skýr munur á afstöðu þeirra sem hafa stutta og langa skólagöngu að baki. Afstaða manna til þess hvort stjórnmálamennirnir takist á við brýnustu vandamál íslendinga er heldur ekki mjög breytileg eftir því hvaða atvinnu svarendurnir stunda. Þó skera þrír atvinnuhóp- ar sig dálítið frá hinum: Þeir sem vinna að iðnaði eru gagnrýnni á stjórnmálamennina í þessu efni en aðrir — einungis fjórðungur svar- ar spurningunni játandi — en námsmenn og þeir sem eru heima- vinnandi eru jákvæðari um þetta: um helmingur þessara hópa telur að íslenskir stjórnmálamenn tak- ist á við brýnustu vandamál þjóð- arinnar. Hafa ber þó í huga að tveir síðastnefndu hóparnir eru ekki mjög stórir í könnuninni (og á það einkum við um námsmenn) þannig að skekkjumörk eru stór fyrir þessa hópa. Loks má nefna að sáralítill munur er á afstöðu manna eftir tekjum og hið sama á við um bú- setu. Einungis fjórð- ungur telur að stjórnmálamenn segi yfirleitt sannleikann Stjórnmálamönnum er oft legið á hálsi fyrir að umgangast sannleikann með nokkurri léttúð; oft er sagt að þeir hagræði staðreyndum og getur það bæði falið í sér að þeir fari beinlínis rangt með og að þeir láti sér nægja að tína það til sem málstað þeirra er hagstætt. Hugmyndir af þessu tagi virðast býsna útbreiddar meðal íslendinga ef marka má könn- unina. Þegar menn eru spurðir hvort þeir telji að stjórnmálamenn segi yfirleitt sannleikann svarar einungis fjórðungur þeirra sem skoðun hafa á málinu játandi. Þrír af hverjum fjórum telja sem sé ekki að stjórn- málamennirnir segi yfirleitt satt. Til viðbótar sögðu svo 9% „veit ekki“ við spurningunni og er þeim sleppt í töflunni. Taflan sýnir líka afstöðu ýmissa hópa til spurningarinnar. í ljós kemur að karlar eru heldur trúaðri á það en konur að stjórnmálamenn segi yfirleitt satt. En mestur reyndist munurinn á viðhorfunum vera eftir skólagöngu svarend- anna. Þrír hópar skera sig mest úr heildinni: þeir sem hafa lokið stúd- entsprófi, háskólaprófi og „öðru námi“. Að vísu ber að hafa í huga að þessir hópar eru litlir og því ber að túlka tölurnar með varúð. Eigi að síður er greinilegt að af- staða þeirra sem lokið hafa há- skólaprófi er önnur en hinna. 48% háskólamannanna telja að stjórn- málamenn segi yfirleitt satt, sam- anboriðvið24% heildarinnar. Þá sýnir taflan að nokkur munur er á afstöðu manna eftir tekjum. 32% þeirra sem hafa 70 þúsund eða meira í mánaðarlaun telja að stjórnmálamenn segi yfirleitt satt, en einungis 18% þeirra sem hafa undir 40 þúsund krónum á mánuði. Loks er athyglisvert að líta á skiptingu eftir aldri. Þeir elstu (yfir sextugt) skera sig þar dálítið úr og eru trúaðri á sannsögli stjórnmálamanna en aðrir, en að öðru leyti er munur á afstöðu aldurshópanna ekki mikill. Taflan sýnir að vísu að fólk undir þrítugu tortryggir stjórnmálamennina ofurlítið meira en hinir, en ekki í þeim mæli að hægt sé að tala um skörp skil. Spurt var: Ertu þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn segi yflrleitt sannleikann? Já Nei Alls (fjöldi) Svarendur í heild 24% 76% 100% (700) Kyn Karlar 29% 72% 100% (347) Konur 19% 81% 100% (347) Aldur 18-24 ára 21% 79% 100% (122) 25—29ára 16%. 84% 100% (81) 30—39 ára 26% 74% 100% (185) 40—49 ára 24% 76% 100% (115) 50—59 ára 21% 79% 100% (96) 60 ára og eldri 30% 70% 100% (91) Skólaganga Skyldunám eða minna 23% 77% 100% (173) ! Gagnfræðapróf/landspróf 25% 75% 100% (203) ; Verklegt framhaldsnám (3—4 ár) 20% 80% 100% (128) Stúdentspróf 13% 87% 100% (45) Annað bókl. framhaldsnám (3—4 ár) 31% 69% 100% (62) Háskólapróf 48% 52% 100% (46) , Annað 10% 90% 100% (40) 1 Tekjur Undir 30 þúsund 18% 82% 100% (94) 30—39 þúsund 18% 82% 100% (94) 40—49 þúsund 25% 75% 100% (102) 50—69 þúsund 22% 78% 100% (144) 70 þúsund eða hærra 32% 68% 100% (117)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.