Tíminn - 26.09.1965, Blaðsíða 1
KJ—Reykjavík, laugardag.
í næstu viku lesta tvö heyflutn
itngaskip i Borgarnesi og Þorláks-
höfn á Austfjarðahafnir, en fjórar
heybindingavélar eru nú i gangi
á Suðurlandi og í Borgarfirði.
Dísarfellið mun lesta fyrst, en
það tekur um 40 þúsund cub. fet
í lest og auk þess mun skipið taka
dekkfarm af heyi á Austfjarða-
hafnir. Mælifellið mun lesta síð-
ar í vikunni, og taka um fimm
hundruð í lest. Fjórar heybindings
vélar eru nú í gangi, og er unn
ið við þær eftir þvi, sem hægt
er vegna veðurs, en veður verður
að vera þurrt þegar heyið er bund
ið í vélunum. Ein heybindingsvél
in er staðsett í Borgarfirði, önnur
í nágrenni Reykjavíkur, sú þriðja
er í Árnessýslu og fjórða vélin
er i Rangárvallasýslu.
Hermann Guðmundsson, bóndi
á Blesastöðum, annast um inn-
kaup á heyi á Suðjurlandi, auk
; þess sem hann tekur á móti gjafa
heyi og peningum til heykaupa.
! Núna um helgina mun hann verða
í Rangárvallasýslu við heykaup.
i Nokkuð hefur það tafið fyrir, að
heykaupin eru gerð á sama tíma
og göngur og réttir standa yfir,
og er búizt við, að heyflutningar
til Austfjarðahafna muni standa
yfir langt fram í október, því að
| þegar göngum og réttum lýkur,
tekur sláturtíðin við, og bændur
eru það fáliðaðir, að ekki er hægt
að sinna mörgum verkum samtím-
is. Er það von manna, að haust-
| veðráttan verði það góð, að hægt
verði að sinna heyflutningum til
bænda á kalsvæðunum á Austur
landi.
Greiðsludeilan í sjúkra-
liúsum bitnar á sjúkum
FB-Reykjavík, laugardag.
Alvarlegt ástand hefur nú skap
azt í sambandi við legu sjúklinga
á einkasjúkrahúsum hér. Hafa
einkasjúkrahús orðið að grípa til
þess óyndisúrræðis að krefja
sjúklinga um greiðslu á sjúkrahús
kostnaði og læknishjálp af þeim
sökum, að Tryggingastofnun Rík
isins, hefur ákveðið gjald fyrir
legudag á sjúkrahúsunum og mega
sjúkrasamlög ekki greiða meira en
það og á þetta gjald bæði að
nægja til greiðslu á læknishjálp,
lyfjum og annarri þjónustu. Þetta
ákveðna daggjald er hins vegar
allt of lágt til þess að sjúkra
húsin geti staðið undir rekstri sín
inn, og nægja þau ekki einu sinni
til þess að greiða lyf og sjúkralegu
hvað þá fyrir greiðslu til lækn-
anna.
Tryggingastofnun Ríkisins hefur
yfirleitt samið við sjúkrahús um
tfulla þjónustu, þar með talda
læknishjálp og alla aðra þjón-
ustu. Á opinberum sjúkrahúsum
hefur þetta ekki verið neitt vanda
mál, þar sem heilbrigðisstjórnin
hefur ákveðið hvert gjaldið skuli
vera hjá þeim. Sérstakur samn-
ingur hefur verið í gildi milli
einkasjúkrahúsanna og Læknafé
lags Reykjavíkur um gjaldskrá
um greiðslur fyrir læknisstörfin,
og síðan hafa sjúkrahúsin sjálf
sett sér greiðsluskrá fyrir hvað
þau taka fyrir sinn þátt í sjúkra
legunni.
Á þessu varð nýlega sú breyting
teaS Landakoti viðkemur, að
borgarsjóður tók að sér skuld
bindingar gagnvart sjúkrahúsinu,
en að öðru leyti selur sjúkra
húsið Sjúkrasamlagi Reykjavík
ur þjónustu sína fyrir um 426 kr.
á dag. Fyrir utanbæjarsjúklinga
eru aftur á móti aðeins greiddar
kr.eru aftiir á móti aðeins greidd
ar kr. samkv. fyrirmælum Trygg
ingastofnunarinnar, og bætist þá
ekki við neitt frá borgarsjóði, eins
og hjá sjúklingum héðan úr borg-
inni, og munu þessar 468 krónur
engan veginn nægja til þess að
standa undir dagkostnaði og lækn-
ishjálps sjúklings.
Ráð er fyrir gert, að 360 krón
ur af þessum 468 kr. fari til
sjúkrahúsanna sjálfra, en 108
krónur séu fyrir Iæknishjálp.
Sjúkrahúsin þurfa hins vegar
500 krónur á dag aðeins fyrir
sjúklinginn, og hvað við kemur
gjaldinu til læknanna, þá hefur
bilið enn breikkað þar, vegna
þess að læknar hafa sagt upp
samningum við sjúkrahúsin, og
hafa farið fram á all mikla hækk
un greiðslna fyrir störf sín.
Þar sem einkasjúkrahúsin verða
að standa undir rekstri sínum
sjálf, og enginn ber hallann, cf
einhver er, eins og hjá opinber
um sjúkrahúsum, hafa þau nú
orðið að grípa til þess óyndisúr
ræðis, að krefja sjúklinga um
greiðslu fyrir sjúkraleguna ann
ars vegar, og síðan krefja læknar
Framhald á bls. 15
Aukins áhuga C raunvís-
líUI
indum gætir við námsval
MB—Reykjavík, laugardag.
í Menntaskóla Reykjavíkur
verða um 1060 nemendur, eða urn
130 fleiri em síðasta ár, og fyrir
tíu árum voru þeir „aðeins" 420
Það vekur mikla athygli, að í
4. 5. og 6. bekk, Þar sem nemend
ur skiptast i stærðfræðideildir og
máladcildir eru nú hátt í helmingi
fleiri nemendur í stærðfræðideild
um en máladeilum.
í þriðja bekk skólans verða í
vetur 368 nemendur, en þar er
ekki skipting i deildir eftir náms
efni- Verða alls 15 bekkjardeildir
í þriðja bekk, í fjórða bekk verða
3 máladeildarbekkir en 8 stærð
fræðideildarbekkir, í fim'mta bekk
verða 4 máladeildarbekkir og
7 stærðfræðideildarbekkir og í
6. bekk verða 4 máladeildarbekk
ir og 7 stærðfræðideildarbekkir.
Sést af þessu hve ör sú þróun
er, að menntaskólanemendur
kjósi sér heldur stærðfræðideildar
nám en ^máladeildar. enda er það
mjög í samræmi við hinn aukna
áhuga fólks á raunvisindum. Fyrir
nokkrum árum var meirihluti nem
enda á máladeildum skólans og
taldist b? ''firleitt til undantekn-
inga er -túlkur settust í stærð
fræðideild- Eins og sést af áður
nefndum tölum. hafa nemendur
þeir, sem völdu um deildarskipt
ingu fyrir tveimur árum (eru nú
í vetur i sjötta bekk) skipzt í
fjórar máladeildarbekki og fimm
stærðfræðideildarbekki, í fyrra
skiptust þeir svo í fjóra á móti
sjö og nú eru sem sagt 8 stærð
fræðideildarbekkir í fjórða bekk
en ekki nema Þrír máladeildar
bekkir. í máladeildarbekkjum skól
ans verða í vetur 129 stúlkur og
110 piltar, en í stærðfræðideild
um 363 piltar en 91 stúlka, svo
auðséð er að stúlkurnar kynoka sér
ekki lengur við að setjast í stærð
fræðideild.
Trésmi&i
arar greiða at-
kvæði uiii
verkbann
EJ-Reykjavík, Iaugardag.
Meistaraféíag trésmiða
hefur auglýst allsherjarat-
kvæðagreiSslu í félaginu á
morgun og niánudag um það
hvort stjórn félagsins fái
heiniild til þess að setja
félaga í Trésmiðafélagi
jj Reykjavíkur í verkbann.
Eins og kunnugt er boð
aði Trésmiðafélag Reykja-
víkur fyrir nokkru verkfall
í Árbæjarhverfi. Hafa tré-
smiðameistarar kæri þetta
til Félagsdóms með þeim
rökum, að slík staðbundin
vekföll séu ólögleg. Hefst
munnlegur málflutningur
fyrir Félagsdómi á mánu
daginn.
Jafnframt þessu gaf
stjórn félagsins út þá fyrir
skipun til félaga sinna eftir
félagsfund á mánudaginn
var að þeim skyldi bannað
að taka í vinnu þá trésmiði,
sem voru við vinnu í Ár-
bæjarhverfi er verkfallið
hófst. Mun félagsstjómin
hafa ákveðið, að 10-000
króna sekt lægi við fyrsta
broti, og brottrekstur úr
félaginu við síðara brq,t.
Trésmiðafélag Reykjavík-
ur mótmælti þessu sem ó-
löglegu verkbanni;
Og nú hefur stjórn félags
trésmiðameistara sem sagt
auglýst allsherjaratkvæða-
greiðslu um heimild til al-
gjörs verkbanns á félaga í
Trésmiðafélagi Reykjavfkur. i
f
Fegurð
vestra
Þær eru allar af íslenzkum ættum, þessar glæsilegu ungu stúlkur,
sem tóku þátt í fegurðarsamkeppni að Gimli í Vesturheimi 2. ágúst
síðast liðinn en myndin birtist í Lögbergi Helmskringlu fyrir
skömmu. Þótt þær eigi ættir að rekja til íslenzku landnemanna, þá
bera að minnsta kosti fornöfnin ekkt með sér hvert ætternið er.
Frá vinstri til hæ-gri eru: Ardath iFinnbogason, Lucille Árnason
sem vann fyrstu verðlaun, Pat Johnson, Pat Guttormsson; Gatl
Gillis sem vann önnur verðlaun, Lynne Magnússon Theresa Wilkin
son Pat Nicholson Karen Thorláksson vann þriðju verðlaun og
Sandra Sigurðsson.
HEYFLUTNINGAR
MUNU STANDA
FRAM / 0KTÓBÍR