Tíminn - 26.09.1965, Page 8

Tíminn - 26.09.1965, Page 8
, ] SUNNUDACrUR 26. september 3365 8 TÍMINN .............. HVÍTBÓK SÆNSKU STJÓRNAR- iKwwKaBiBHWT^WiMBriiMiwiwttwirimi^——r-.|..^i.i—i^-iTniimi nnHTriTinii i'wwwi m i i' ii iihhii—miiw INNAR UM WALLENBERGMÁUÐ ——«°"WllliliMIIII I I lllll IHIIIIIIIIIIII—ll■l^■^ll■llll^—I■■■■IMI1MIII—IIHII Stokkhólmi í september. 17. september sl. lagði sænska ríkisstjómin fram hvit- bók um Wallenbergmálið svo- kallaða, sem verið hefur lengi á döfiuni í Svíþjóð og vakið mOdð umtal og athygli. Þetta er önnur hvítbókin, sem ríkis- stjórnin leggur fram um þetta mál. Hin fyrri kom út 1957. Málið snýst um hvarf sænska diplómatsins Raouls Wallen- bergs í Sovétríkjunum. Wall- enberg var sendiráðsfulltrúi í sænska sendiráðinu í Budapest í Ungverjalandi í síðari heims- styrjöldinni. Hann lagði sig í líma við að bjarga gyðingum undan morðvörgum nazismans og hafði góðan árangur af erf- iði sínu. Rétt undir lok heims- styrjaldarinnar var Wallenberg handtekinn í Budapest af rúss- nesku leynilögreglunni og fluttur til Moskvu og þar var honum haldið í fangelsi. Rúss- nesk stjðmvöld lýstu yfir, að Wallenberg hefði látizt í Lju- blanka-fangelsinu í júlímánuði 1947. Sænska ríkisstjórnin og al- menningur í Svlþjóð er hins vegar sannfærður um að Wall- enberg sé enn á lífi — eða hafi verið það tff skamms tíma. — Svíar hafá "'vissulega ástæðu til að vera þeirrar skoð- unar og eru ástæðuraar raktar ýtarlega í hvítbók ríkisstjórn- arinnar. Bókin er í 26 köflum, sem rekja gang málsins. Rússneska stjórnin hefur vísað á bug öll- um beiðnum sænsku ríkis- stjómarinnar um nýja rann- sókn á afdrifum Wallenbergs — og það með nokkrum þjósti. Það nýja, sem fram kemur í málinu í hvítbókinni er fyrst og fremst vitnisburður sænsku vísindakonunnar, prófessors Nönnu Svartz, en samkvæmt honum hefur Raoul Wallen- berg verið á lífi á árinu 1961 — og honum þá haldið á geð- veikrahæli í Sovétríkjunum. Rússar hafa verið mjög „irri- teraðir“ yfir sífelldum og stöð- ugum ágangi Svía í þessu máli. Þetta kom mjög greinilega fram í heimsókn Nikita Krastj- offs til Svíþjóðar 1964, þegar hann sagðist ekki vera kominn til Svíþjóðar til að standa reikn ingsskap af Stalínstímabilinu í Sovétríkjunum. Kosygin, hinn nýi forsætisráðherra Sovétríkj- anna svaraði bréfi Erlanders, forsætisráðherra Svíþjóðar, í sumar með þeim orðum, að það væri unnt að hafa uppi á lif- andi mönnum en ekki dauðum — og spurði hvemig í ósköp- unum Svíum dytti í hug að halda, að rússnesk stjómarvöld hefðu Wallenberg í haldi í So- vétríkjunum. Erlander óskaði eftir að fá gögn í hendur um þá rann- sókn, sem leitt hefði til þeirrar niðurstöðu rússnesku stjórnar- innar, að Wallenberg hefði lát- ■ izt 4 Ljublanka-fangelsinu 1947, jafnframt því sem hann lagði áherzlu á, að stríðsfangar, sem komið hefðu frá Sovétríkj- unum, segðu aðra sögu, og vitn isburður þeirra rannsakaður af sænskum lögfræðingum. Hér er aðallega um þrjá vitn isburði að ræða: 1. Svisslendingurinn E. Brugger segir, að hann hafi kynnzt Wallenberg í Valdimir- fangelsi um mánaðarmótin júli -ágúst 1954. 2. Austurríkjamaður, sem var í sovéskum fangelsum á árunum 1945—1955 hefur skýrt svo frá, að hann hafi deilt fangaklefa með Wallenberg í byrjun ársins 1955. Nafn þessa Austurríkismanns hefur sænska ríkisstjómin ekki viljað gefa upp. 3. Tveir Þjóðverjar, H. T, Mulle og G. Rehekampff hafa hvor um sig lýst yfir, að þeir hafi margoft við ýmis tæki- færi fengið vitneskju um að Wallenberg hafi verið í haldi í deild 2 í Valdimír-fangelsi í byrjun ársins 1950. Hér fer á eftir útdráttur úr hinum 26 köflum hvítbókar ríkisstjórnarinnar um Wallen- berg-málið: 1. Árið 1957 gaf sænska ut anríkisráðuneytið út skjala- safn varðandi fangelsun Raouls Wallenbergs í Sovétríkjunum. Útgáfa þessara skjala leiddi til þess, að rússneska ríkisstjórn- in sendi þeirri sænsku yfirlýs- ingu um að Wallenberg hefði látizt í Ljublanka-fangelsi í júlímánuði 1947. Vísaði rúss- neska stjórnin til skjals frá Ljublanka-fangelsi þessu varð- andi. 2. 19. febrúar 1957 sendir sænska ríkisstjórnin nótu til Kreml og áskilur sér allan rétt til að fá aðgang að skjölum varðandi Wallenberg, sem gætu haft þýðingu fyrir áfram- haldandi rannsókn í Sovétrikj- unum á afdrifum Wallenbergs þar í landi. 3. 17. apríl 1957 svaraði stjórnin í Kreml þessari nótu og sagði, að sovézk yfirvöld hefðu engin frekari gögn í höndum varðandi Raoul Wall- enberg. 4. í byrjun árs 1959 hafði rannsókn sænsku ríkisstjórnar innar á nýjum sönnunargögn- um í máli Wallenbergs náð svo langt að hún sneri sér að nýju til stjórnarinnar í Kreml. í nótu til Kreml 9. febrúar 1959 er skýrt frá því að sænska rík- isstjórnin ráði yfir vitneskju, sem komin sé frá fjölda rúss- neskra stríðsfanga, um að Wall enberg hafi verið fluttur til Valdimir-fangelsins. Biður sænska ríkisstjórnin um skjóta og fullnægjandi rannsókn rússneskra yfirvalda á dvöl Wallenbergs í Vladimir-fang- elsi. 5. 6. marz 1959 svarar stjórn in i Kreml þessari nótu og seg ir, að ný rannsókn þessa máls hafi ekki leitt til neinna nýrra upplýsinga. Orðrómur um að Wallenberg hefði verið fangi i Valdimir-fangelsi gæti ekki ver ið á rökum reistur. 6. Vorið og sumarið 1959 var heimsókn Nikita Krastjoffs til Svíþjóðar undirbúin eftir dipló matískum leiðum. Þann 8. maí skýrir ambassador Sovétrikj- anna í Stokkhólmi utanríkis ráðuneytinu svo frá, að Wall- enbergmálið muni verða tekið upp að nýju til rannsóknar. 7. 27. júní 1959 fær frú Maj von Dardel, móðir Raouls Wallenbergs, skilaboð frá so- véska utanríkisráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því, að sonur hennar hafi látizt í Lju- blanka-fangelsi í júlí 1947 og vísað til fyrri yfirlýsingar ut- anríkisráðuneytisins um málið. 8. 17. JÚLI 1959 sendir sænska ríkisstjórnin til Kreml sönnunargögn varðandi dvöl Wallenbergs í Valdimir-fang- elsi. 9. í lok ársis 1959 gefur ut- anríkisráðuneytið í Stokkhólmi út yfirlýsingu til blaða og út- varps um að leit að sönnun- argögnum muni verða haldið áfram og allar hugsanlegar leið ir reyndar til að hafa uppi á Wallenberg. 10. 25. apríl 1960 er birt álitsgerð lögfræðinganna Gyll- enswárd og Santesson um vitn- isburði stríðsfanganna, þar sem sagði, að skv. sænskum réttar- reglum yrði að teljast mjög sterkar líkur fyrir því, — ef ekki fullvíst, að Wallenberg hefði verið lífs í byrjun ársins 1950 — og honum hafi þá ver- ið haldið í Valdimir-fangelsi. 11. f janúar 1961 kemur fram nýr mikilvægur vitnis- burður í sambandi við ferða- lag prófessors Nönnu Svartz til Moskvu. Mikilsmetinn rúss- neskur vísindamaður svaraði beinni spurningu hennar um Wallenberg á þann veg, að hann þekkti til Wallenbergs og hann dveldi nú á geðveikra- hæli. 12. Prófessor Svartz skýrði sænsku ríkisstjórninn þegar í stað frá þessu og Erlander, for sætisráðherra, sendi bréf beint til Krastjoffs forsætisráðherra. Biður Erlander í bréfinu um að sænskur læknir fái að fara þegar í stað til Moskvu, fái að rannsaka heilsufar Wallen- bergs og ræða við sovézka lækna um undirbúning á flutn- ingi Wallenbergs til Svíþjóðar. Þetta bréf Erlanders er dag- sett 9. febrúar 1961 og afhenti Sohlman, ambassador Svíþjóð- ar í Moskvu Krustjoff sjálfum bréfið þann 25. febrúar. Krust- joff svaraði þegar í stað að hann hefði ekkert nýtt fram að ieggja varðandi þetta mál. 13. Prófessor Svartz gerði margar tilraunir til að ná að nýju sambandi við sovézka stéttarbræður í Moskvu. í marz 1961 hélt prófessor Svartz aft ur til Moskvu og leitaði uppi rússneska vísindamanninn, sem sagzt hafði þekkja til Wallen- bergs. Hann sagði frú Svartz nú að hún hefði misskilið það. sem hann hefði sagt og hlytí þar að vera um að kenna tungumálaerfiðleikum, en þau höfðu talað saman á þýzku. 10. júlí 1961 óskar Sohlman, ambassador Svíþjóðar í Moskvu, eftir því, að bréfi Er- landers til Krustjoffs verði svarað; en ekkert svar fæst. 14. f maímánuði 1962 er pró fessor . Svartz boðið á lækna- ráðstefnu í Moskvu. Hún hitt- ir þar áðurnefndan vísinda- mann, sem vísar nú enn alger- lega á bug að vita nokkuð um Wallenberg — hvorki hafa heyrt hann eða séð. 15. Er Gusevs, ambassador Sovétríkjanna í Stokkhólmi, var fluttur til í embætti, kall- aði Erlander, forsætiráðherra, hann á sinn fund. Það var 17. ágúst 1962. Erlander bað amb- assadorinn að beita áhrifum sínum er hann kæmi til Moskvu, til að Wallenbergmál- ið yrði tekið upp að nýju og orðið við beiðni sænsku ríkis- stjórnarinnar u mnýja rann- sókn málsins, aðgang hennar að öllum gögnum. 16. Er Nilssön utanríkisráð- Nanna Svartz: ég var mjög undr andi þegar hinn rússneski vís- indamaður tók til baka allt sem hann hafði sagt. herra Svíþjóðar var boðið að heimsækja Moskvu í maí 1963 tilkynnti sæuska utanríkisráðu- neytið sendiráði Sovétrikjanna í Stokkhólmi, að Nilsson utan- ríkisráðherra myndi taka upp Wallenberg málið í viðræðum við sovézka ráðamenn. Er Nils son kom til Moskvu réð Grom- yko utanríkisráðherra honum frá að taka upp Wallenberg málið í viðræðum við Krust- joff forsætisráðherra. Er Nils- son hitti Krustjoff að máli 17. maí 1963 vísaði hann til upp- lýsinga prófessors Svartz og lagði- ríka áherzlu á áhuga sænsku ríkisstjórnarinnar á að fá Wallenbergmálið að fullu upplýst. Nilsson fékk þau svör, að hann gæti verið þess full- viss, að Wallenberg hefði fyrir löngu verið sendur til Svíþjóð- ar, ef hann hefði fundist á lífi í Sovétríkjunum. 17. Er Gromyko kom í op- inbera heimsókn til Svíþjóðar í marz 1964 ræddi Erlander forsætisráðherra lengi við hann um Wallenbergmálið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.