Tíminn - 26.09.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 26.09.1965, Qupperneq 14
14 TIMINN SUNNUDAGUR 26. september 1965 .fi.ilíi. Þér gerið ekki betri kaup 23" sjónvarp me3 FM útvarpi og Stereo. Bella Vista 1008 — borðtæki með hurðum úr tekki, hnotu og palisander; ennfremur selt sem borð. tæki án hurða undir söluheitinu Bella Vista 1007. Bella Vista 1009, sjónvarp, útvarp og Stereo plötu- spilari í skúffu, sem draga má út. Fæst í tekki# hnotu og palisander. Lítið inn í stærstu viðtækjaverzlun landsins og fáið allar frekari upplýsingar. — Sendum mynda- lista hvert á land, sem er. — Afborgunarskilmálar. 23” TV Bella Vista 1008 og 1009 Bella Vista 1009 — sjón varp, FM útvarp og Ster eo plötuspilari allt í einu og sama tækinu. Bella Vista er tekið handa' vandlátum hlustendum, enda er hljómburðurinn einstaklega góður. Bella Vista 1008 — fram úrskarandi sjónvarip í fallegum skáp. Eins og á öðrum sjónvörpum má stilla Bella Vista á bæði kerfin. FM útvarp ið hefur frábæram hljóm SL burð og ef Stereo plötu ^ spilara er bætt við getið þér notið tónlistar, tals ,og sjónvarps. B U O I N Klapparstíg 26, sími 19800. WALLENBERG Framhald af Dls. 9 ert um yfirheyrslur í Svíþjóð með fjölda spurninga, sem fyr- ir löngu hefði verið svarað af hálfu Sovétstjórnarinnar. Sovétstjórnin hefði gert um- fangsmiklar rannsóknir varð- andi Wallenbergsmálið og gef- ið upp niðurstöður þeirra rann sókna ljóst og skýrt, en sænska ríkisstjórnin virtist ekki hafa trú á þeim. Erlander forsætisráðherra sagðist hafa vakið máls á þessu máli vegna þess að það hefði mjöe mikla þýðingu varðandi samskipti Sovétríkjanna og Sví þjóðar. > í viðræoum við Krustjoff síðar kom Erlander oft að Wallenbergmálinu og gerði grein fyrir sjónarmiðum Svía. Harmaði Erlander að sovézka stjórnin skyldi ekki hafa í höndum nein þau gögn, sem gætu lokið þessu leiðindamáli í samskiptum Sovétríkjanna og SvíþjóSar. 21. Næstu mánuði eftir heim sókn Krustjoffs voru gerðar margar en árangurslausár til- raunir til að koma á fundi prófessors Svartz og rússneska vísindamannsins. 22. í október 1964 tók Kosy- gin við embætti forsætisráð- herra í Sovétríkjunum. 11. febr úar 1965 skrifar Erlander hon- um bréf, þar sem hann bendir á hina gagnstæðu vitnisburði í Wallenberg málinu og óskaði eftir því að ný rannsókn færi fram og Svíum gefinn kostur á að sannprófa öll gögn. þann- ig að unnt yrði að komast til botns í þessu máli. Jarring ambassador Svíþjóð- ar fékk áheyrn hjá Kosygin 22. marz sl. Kosygin tjáði hon- um, að hann hefði lesið náið öll gögn í Wallenbergmálinu og það væri með öllu ókleift að komast að annarri niður- stöðu en þeirri einni, að Wall- enberg hefði látizt í fangelsi í Moskvu árið 1947. Varðandi fullyrðingar pró- fessors Svartz sagði Kosygin, að rússneski vísindamaðurinn hefði aldrei látið þau orð falla, sem prófessor Svartz hermdi upp á hann. Sagðist hann ekki hafa neitt á móti því að amb- assadorinn sjálfur ætti fund með umræddu mvísindamanni til að fá þetta staðfest. 23. Ambassadorinn Jarring hitti rússneska vísindamann- inn 11. maí sl. Viðstaddur var fulltrúi sovézka utanríkisráðu- neytisins. Vísindamaðurin sagði Jarring, að hann hefði átt langar viðræður við pró- fessor Svartz 1961 um vísinda- leg efni. Undir lok þeirra við- ræðna hefði hún sagzt vilja brydda upp á mannúðarmáli, sem snerti sænskan mann, sem haldið væri í fangelsi í Sovét ríkjunum. Hefði hún beðið sig um hjálp til að fá þennan sænska mann lausan. Prófessor Svartz hefði nefnt nafn manns- ins, en vísindamaðurinn sagð- ist þó aldrei hafa heyrt það nafn og vissi ekkert, hvaða i þýðingu það hefði. Hann hefði ráðlagt prófessor Svarts að snúa sér til utanríkisráðuneyt- isins. Jarring minnti á, að frú Svartz hefði sagt eftir hon- um, að Wallenberg væri á lífi en við lélega heilsu og dveld- ist á sjúkrahúsi. Vísindamað- urinn visaði því algerlega á bug að hann hefði nokkru sinni sagt nokkuð slíkt og sagði að sér væri það með öllu óskiljanlegt, hvernig prófessor- Svartz hefði getað misskilíð sig svo gersamlega. Kannski væri þar um að kenna hinni lélegu þýzku, sem hann talaði. Jarring benti á að fram væru komnir gagnstæðir vitnisburð- ir í þessu máli. Hann sagði, at hann teldi það hafa mikla þýð- ingu, ef unnt myndi að koma á fundi með prófessor Svartz og vísindamanninum bar sem Jarring yrði vitni að viðræð- unum. f hinni opinberu heimsókn Erlanders til Sovétríkjanna 10. —17. júní s.l. tók hann upp málið og lagði áherzlu á þrjú meginatriði: a) í svari sovézku stjórnar- innar 1957 hefði sagt, að mað ur sem gengið hefði undir nafn inu „Walenberg“ hefði látjzt í júlí 1947 og ástæða væri til að ætla að þar væri um Raoul Wallenberg að ræða. f seinni yfirlýsingum Sovétstjórnarinn- ar virtist, sem þær iíkur, sem voru fyrir hendi 1957, væru orðnar að vissu. Sænska rikis- stjórnin hefði mikinn áhuga á að fá að sjá gögn um þær rannsóknir á málinu, sem fram hefðu farið á síðustu árum og greinilega væru orsök þessar- ar breytingar. b) Hver séu sjónarmið So- vétstjórnarinnar og hugsanleg ar gagnsannanir í sambandi við vitnisburði striðsfanga sem j komið iiafa frá Sovétríkjunum 1 um að Wallenberg hefði verið í fangelsi í Valdimir eftir 1947. Þessir vitnisburðir hafa verið grandskoðc.oir af sænskum sér- fræðingum, sem hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að þótt fullnægjandi sannanir lægju ekki fyrir, sé þó mjög senni- legt að Wallenberg hafi verið á lífi a.m.k. i byrjun ársins 1950. c) Sovétstjórnin segir, að vitnisburður prófessors Svartz sé byggður á misskilningi. Þetta þurfi nánari skýringu við. Kosygin hafi sagt að hann hafi yfirfarið gögn í Wallen- berg-málinu og fullvissað sænsku stjórnina um að Wali- enberg væri ekki á lífi, engin frekari gögn e, upplýsingar væri unnt að leggja fram Sov ézk vitni fyrirfyndust engin. Ef Wallenberg væri á lífi myndi það taka Sovétstjórnina stuttan tíma að hafa upp á honum, en dauðar mann væri ekki unnt að finna Kosygin hefði lýst sig þess fúsan að komið væri á fundi með pró- fessor Svartz og sögumanni hennar, rússneska vísinda- manninum. Erlander krafðist þess að fram yrðu lögð gögn í málinu, sem upplýstu það til fulls. Það, sem fram væri komið teldi sænska ríiksstjórnina alls ófull nægjandi. 26. 6. júlí í sumar er komið á fundi í Moskvu með prófessor Svartz og sögumanni hennar. voru Jarring ambassador Sví- þjóðar og tveir fulltrúar so- vézka utanríkisráðuneytisins. Þeim fundi lauk þannig, að fullyrðing stóð gegn fuílyrð- ingu um efni samtalsins 1961. Þetta er í mjög stuttu máli það, sem rakið er í hinum 26 köflum hvítbókar sænsku ríkis- stjórnarinnar um Wallenberg- málið. Af þessu sést að sænska ríkisstjórnin hefur sýnt aðdá- unarverða þrautseigju í þessu máli og er hreint ekki á þvi að gefast upp, þótt ekki blási byrlega. Á blaðamannafundi, sem Er lander hélt, er hvítbókin kom út, sagði hann að afstaða rúss- nesku stjórnarinnar gæfi ekki ástæðu til mikillar bjart- sýni, en málinu væri ekki lok- ið. Gagnsöfnun verður haldið áfram og ríkisstjórnin mun leita samvinnu við stjórnarand stöðuna um þær leiffir, sem reyndar verða til að brjótast í gegnum hið rússneska NJET. Wallenbergmálið er mikil sorgarsaga, sagði forsætisráð- herrann. Málið hefur tekið mik ið á okkur alla, sem höfum haft með það að sýsla. Allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið innblásnar þeim anda mannúðar, sem hafi lýst sér í störfum Raouls Walienbergs á stríðsárunum, þegar hann setti sjálfan sig í mikla hættu við að bjarga nauðstöddu og ofsóttu fólki. Lýðræðislandi á hver einstakur borgari líka að geta treyst því að samfélagið mun ekkert til spara honum til bjargar, ef hann verður svipuðum örlögum að bráð og Wallenberg. Prófessor Nanna Svartz, að alvitnið í hvítbókinni, hafði einnig fund með blaðamönn- um. Frú Svartz var fyrsta sænska konan, sem varð pró- fessor í læknisfræði í Svíþjóð Hún er nú 74 ára. Hún á að baki merkt vísindastarf og var kjörinn formaður í alþjóðasam tökum lækna 1952 Prófessor Svartz sagði á blaðamannafund inum, að með öllu væri útilok ing hafi verið að ræða í sam- talinu við rússneska vísinda- manninn 1961 og ég er alger- lega sannfærð um að Raoul Wallenberg var á lífi árið 1961. Þessi rússneski vísindamaður stendur mjög framarlega á sínu sviði og ég hef þekkt hann frá árinu 1950 og við höfum aldrei átt í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvort annað. Við töluðum bæði hæga og skýra þýzku. Mér hafði skilizt, að hann væri þá einkalæknir Nikita Krústjoffs. Er ég hitti hann aftur í marz 1961 og hann neitaði að hann þekkti nokkuð til Wallenbergs og sagði að um misskilning væri að ræða, sagði hann mér þó, að Krustjoff hefði kallað á sig og tjáð sér að hann hefði frétt af samtalinu við mig í gegnum sænsk stjórnarvöld. Hefði Krustjoff verið mjög æst ur og eftir því, sem ég hef frétt síðar, hefur þessi rúss- neski koliega minn átt miklum erfiðleikum upp á síðkastið, sem sennilega má rekja til þessa máls. Tjeká. TRUL0FUNAR HRINGIR AMTMANN SSTIG 2 HALUDOK KKISTINSSON gullsminm — Slmi 1K979 STÚLKA ÓSKAST óskast til heimilisstarfa hálfan daginn. Til greina kemur að leigja 2ja herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 36-1-69 eftir kl. 7. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, seq^ glöddu mig með skeytum, heim- sóknum, gjöfum og annarri vinsemd á fimmtugsaf- mæli mínu, sendi ég alúðarþakkir og vinarkveðjur. Andrés Kristjánsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.