Tíminn - 26.09.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 26. september 1965 3 Nýlega var haldið hátífflegt í Bretlandi 20 ára afmæli ,,Orrustunnar um Bretland'. Þáttur í þeim hátíðahöldum var sýning á brezkri Spitfire-flugvél f Guildhall í City, miffborg Lundúna. Á myndinni sést flugvélin og mannfjöldinn, sem var viffstaddur sérstaka athöfn í sambandi viff af- mælishá'tíffina. ★ * Iranskeisari hélt upp á þaff nýlega, aff 25 ár eru liffin síðan hann varff fyrst keisari, og hefur hann setið óslitiff að mestu vi8 völd. Hér sést keisarinn ásamt dóttur sinni, Farahnaz, á göngu í garffi sínum. ★ hægt að svíkja Þig?“, en þar birtir hún nöfn allra þeirra, sem á liðnum árum hafa svik iff hana á einn eða annan hátt. ★ Um 10.000 manns hylltu Sal vador Dali nýlega í Barcelona ó Spáni, og var hann að sjálf gögðu ánægður með það. Aft ur á móti gerðist annað, sem hann er ekki sérlega hrifinn af. Eins og vitað er, hefur Sal yador Dali hið merkasta yfir skegg, og ensk stúlka, sem var jneðal þessara 10.000, gerði sér lítið fyrir og klippti það af honum öðrum meg- jn Fór hún með skeggið heim til síns gamla Englands til minja um hinn fræga mann. Páll páfi VI. slær flesta þítla út hvað pósti viðvíkur. Fær hann 800—1000 bréf á hverjum degi, og koma þau slls staðar að úr heiminum. ítalir eru iðnastir við að skrifa áfanum, Bandaríkjamenn oma næstir á eftir, og Frakk arnir í þriðja sæti. Ættbálkahöfðingi einn í Port Moresby á Nýju Guineu, Weepo Hana, að nafni, ætlaði að flytjast búferlum nýlega. |>að gekk þó nokkuð erfiðlega, sérstaklega vegna þess, að í farangri sínum hafði hann 600 höfuðleður! Eru þau af mönn um ,sem forfeður hans blifðu drepið. ★ Rannsóknarlögreglumaður í L°s Angeles, Rax Heflin að nafni tók þessa mynd fyrir nokkru, og segir, að hún sé ☆ af fljúgandi diski, eða ein- hverju álíka. Telur hann hlut1 inn vera 10 metra í þvermál, og um 2V4 metra á hæff. Kveðst hann hafa séð hlutinn i ca- 15 sekúndur. Ekki hafa vísinda mena enn treyst sér til þess að segja hvaða hlutur þetta er, enda hefur áður verið reynt að leika á þá með fölskum ljós myndum, svo ekki er að undra þótt þeir séu varkárir. Um þessar mundir er unnið að töku kvikmyndarinnar „Hotel Paradiso“, sem gerff er eftir skáld- sögu Feydeaus. Affalhlutverkin í kvikmyndinni, sem á aff gerast í París áriff 1910, leika hinir frægu kvikmyndastjörnur Gina Lollobrigida og Alec Guiness, og sjást þau hér í einu atriði myndarinnar. Slitnað hefur upp úr vin- skapnum milli söngstjarnanna Gitte Hænning og Rex Gildo frá Vestur-Þýzkalandi. Rex kveðst vera niðurbrotinn vegna þess, að Gitte hafi farið út með öðrum karlmönnum, og þá einkum jazzleikara einum, Niels Henning Örsted að nafni, en Gitte segir að hann sé „sá eini, sem skilur mig“. Gitte kveðst aftur á móti ekki hafa Þolað, hversu Rex var alltaf, einkum þó í eigin augum, full kominn og góðhjartaður! Og þar með er sú rómantíkin úr sögunni. * Hermaður nokkur í her þjóð ernissinna á Formósu, Woo Sung að nafni, var mjög leiður yfir því að geta ekki fengið pennavin. — „Og ég hef þó bæði skrifað til Tarzans, Mjall hvítar og Popeye!“, sagði hann vinum sínum, * Gestirnir á hóteli einu í Laus anne klöguðu mjög yfir kirsu berjakökum þeim, sem fram voru bornar. Kokkurinn, Ger- hard Meyer, varð mjög reiður yfir þessu vanþakklæti. Tók hann þrjár kirsuberjakökur með sér fram í sal, settist við * borð hinna óánægðu gesta og át kökurnar. Síðan leið yfir hann! Og nú er Meyer ekki lengur kokkur. Hann hefur umsjón með gistiherbergjunum á ann arri hæð. ★ Lilian Harey er nú að leggja síðustu hönd á endurminningar sínar, og kallast ritverkið, sem skrifað er á þýzku, „Das gibts nicht nur einmal das, kommt immer wieder'. Mun bók þessi vafalaust vera hin merkileg- asta, einkum þó sá kaflinn, sem kallast „Hversu oft er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.