Tíminn - 26.09.1965, Side 9

Tíminn - 26.09.1965, Side 9
SBNIQIMGÐR 26. september 1965 9 CSromyfeo fulhásaði Erlander nm, að 'Wailen'berg væri hvergi að finna í Sovétrikjumim, eng- in merfei er bentu til hins gagnstæða hefðu fundizt og fullyrðingar prófessors Svartz hlytu að stafa af misskilningi. Nofckru síðar féfck prófessor Svartz bréf frá rússneska vís- indamanninum, þar sem sagði, að hann hefði einmitt sagt í samtalinu 1961, að hann vissi ekkert um Wallenberg. 18. 3. april 1964 svaraði Nils- son utanríkisráðherra fyrir- spurn í þinginu frá Bertil Ohl- in, leiðtoga Folkpartiet. 19. Vegna fyrirhugaðrar heimsófcnar Krustjoffs til Sví- þjóðar átti Jarring, ambassa- dor Svíþjóðar £ Moskvu, við- tal við Kovaljoff, deildarstjóra skandinavísku deildarinnar í utanrífeisráðuneytmu í Mosfcvu, þann 26. mai 1964. Fór hann fram á að fram færi ný rann- sókn Wallenbergsmálsins. 11. júní 1964 var Jarring kallaður á fund Orlovs, aðstoðarutan- ríkisráðherra, sem tilkynnti að fram hefðu farið nýjar athug- anir á máli Wallenbergs, en efckert nýtt ftmdizt. Fyrir ut- an fuliyrðingar nofckurra manna, sem hefðu áhuga á að spilla vinsamlegri sambúð og Sovétríkjanna, benti ekkert til þess að Wallenberg gæti hafa verið á lifi eftir 1947. Wallen- berg hefði ekki dvalið í neinu fangelsi, heilsuhæli eða nokkr- um örðum stað í Sovétrfkjun- um eftir 1947. 20. í hinni opinberu heim- sókn Krustjoffs til Svíþjóðar 22.—27. júní 1964 var fitjað upp á umræðum lun Wallen- bergmálið hvað eftir annað. Einkum var málið ýtarlega rætt á sérstökum fundi, sem Erlander átti með Krustjoff ásamt Nilsson utanríkisráð- herra 23. júní. Erlander lagði sérstaka áherzlu á að Wallen- bergsmálið fengist upplýst og fullvissaði Krustjoffs um að hann hefði mikið traust á pró- féssor Svartz og væri þess full- viss að hún hefði skýrt sann- feðrugt frá viðtali sínu við rússneska vísindamanninn. Krustjoff sagðist ekki hafa búizt við því að sænska ríkis- stjórnin myndi enn þá á ný hefja umræður um þetta mál. Wallenberg væri alls ekki á lífi í Sovétríkjunum. Það liefði hann sjálfur sagt ambassador Sohlman þegar árið 1961. Sænska ríkisstjórnin yrði að trúa því að sovéska stjórnin myndi auðvitað afhenda Wall- enberg, ef hann væri á úfi — og skipti líkamlegt eða sáiar- legt heilsufar hans engu í því sambandi. Hvers vegna skyldi sovézka ríkisstjórnin bafa áhuga á því að hafa Wallen- berg í haldi? Fullyrðingar pro- fessors Svartz byggðust á nrein um misskilningi. Sovézki vís- indamaðurinn, sem hún vitn- aði til, hefði sannanlega aldrei heyrt Wallenberg eða séð. Hvað sovétstjómina áhrærði væri þessu mali lokið að fuliu. Ef menn hefðu hins vegar áhuga á að koma á einkaíundi umræddra tveggja vísinda- mann þá mynli sovézka stjórn in1 síður en svo vilja hindra aþð. Krustjoff sagði, að margir hörmulegir atburðir hefðu átt sér stað í Sovétríkjunum á valdatíma Stalíns. En menn skyldu efcki halda, að hann væri kominn til Svíþjóðar til þess að standa reikningsskap af því sem gerðist á Stalíns- tímanum Hann kærði sig ekk- Framhald á bls. 14 Miklar framkvæmd- ir í Kópavogshælinu I lok þessa mánaðar verður tekn ar í notkun tvær nýjar deildir á Kópavogshælinu og verður þá alls rúm þar fyrir 129 vistmenn. Ber að fagna hverjum fullbún- um áfanga í þessari nauðsynjastofn un, sem mörgum þykir seint sækjast að verði fullbyggð. Talið er, að raunveruleg lágmarksstærð hæiisins þurfi að vera um 400 rúm eigi að vera hægt að sinna þörf- um vangefins fólks, sem skilyrðis- laust þarfnast hælisvistar. Nýju byggingarnar eru einnar hæðar hús, vinkilbyggð og mynda álmurnar ágætt skjól móti suðri, þar sem lóðinni hallar niðtir að fjörunni. Þegar ég fékk að skoða húsin fyrir nobkrum dögum, var verið að gróðursetja runna með- fram grasflötum og snyrta og prýða allt utan sem innan. Hús fyrir þriðju deildina er að kom- ast undir þak. Teikningar að byggingunum hafa þeir gert Gísli Halldórsson og Jósep Reynis. Virðist vel til alls vandað, bæði að því er snertir gerð húsanna og búnað allan. Hver deild rúmar fimmtán vist- menn í þriggja, tveggja og eins manns herbergjum og er hverj- um manni ætlaður svefnbekkur með rúmfatageymslu sérstafcur fataskápur. vegghillur með tilheyr andi borði og skúffum í og nota- legur stóll. Þá er sameiginleg dag stofa og borðstofa, lítil vinnu- stofa fyrir föndurvinnu, herbergi fyrir hjúkrunarvakt, lyfjageymsda og aðrar nauðsynlegar geymslur, eldhús, sem nánast er býtibúr, því öll matreiðsla fer fram í eldhúsi gamla Kópavogshælisins, rúmgóð böð og snyrtiherbergi, auk and- dyris og ganga, sem allt er bjart og rúmlegt. Húsgögn hafa að mestu verið smíðuð hjá Kristjáni Siggeirssyni, mörg eftir sérstök- um teikningum. Framkvæmd byggingarinnar annaðist Ingibjartur Amórsson. Allt tréverk er úr ljósri eik og heildarsvipur hússins er í senn bjartur og hlýlegur. Svo sem kunnugt er, veita þau hjónin Ragnhildur Ingibergsdótt- ir læknir og Björn Gestsson kenn- ari, Kópavogshælinu forstöðu, Spurði ég þau hvaða bygginga- framkvæmdir, auk fleiri vistmanna deilda, væru mest aðkallandi fyrir hælið og nefndu þau þá fyrst vinnustofur. Sem stendur er að- eins um mjög takmarkað húsrými að ræða í kjallara annarra eldri vistmannadeildarinnar fyrir vinnu stofur, svo ógerlegt er að koma við eins mikilli og fjölþættri starf semi og kennslu og æskilegt væri. Vinnu- og kennslustofur gætu ver- yrði það einnig tilbreyting fyrir vistmenna að fara til starfa á annan stað en þar sem þeir búa. Einnig vantar tilfinnanlega hús- næði fyrir „theraphyska" meðferð vistmanna og til vísindalegra at- hugana. Á stofnun sem þessari þurfa að vera aðstæður til ýmissa rannsókna, svo að starfskennsla hælið, töldu þau bæði, þó nauðsyn- legt væri að hafa á hælinu skóla fyir þau böm er ekki geta dvalið annars staðar, þá væri almennt talið skynsamlegra að hafa svo- kallaða vanvitaskóla staðsetta annarsstaðar, m.a. til þess, að tryggt væri, að allir þeir, sem getu hafa til að starfa og lifa í sam- Myndirnar hér á síðunni tók Ijósmyndari blaðsins Guðjón Einars- son af hinum nýju deildum Kópavogshælis, gefur hér að líta hinar nýiu viðbyggingar og eitt af herbergjum fyrir dvalarbörnin, sem bæði eru björt og vistleg, og búin fallegum húsgögnum. og önnur þjálfun komi að sem fyllstum notum. Eins og ég gat um í upphafi, þá er í framtíðarskipulagi hælis- ins miðað við, að þar verði rúm fyrir um 400 manns. Af sjálfu Jeiðir, að þegar vistmannadeild- um fjölgar frá því sem nú er, þá verður nauðsynlegt að byggja nýtt og stærra eldhús, því takmarkað félagi hinna heilbrigðu, nytu þess. Forðast ber að beina öðrum inn á sérstofnanir en þeim, sem ófær- ir eru til að bjarga sér annars staðar, eða fá ekki þann stuðn- ing, sem þeim er nauðsynlegur til þess. Allt kapp ber að leggja á að hjálpa þeim, sem hæfileika hafa til að aðlaga sig hinu al- menna lífi, veita þeim lengri skóla göngu en öðrum börnum og hlúa er hve hægt er að matreiða fyrir marga í eldhúsi gamla hælisins, | að þeim með ýmsu móti þegar út en þaðan er nú matur fluttur í! í atvinnulífið kemur. Erlendis vögnum út á deildirnar. ; starfa bæði verndaðar vinnustofur Þegar ég spurði þau hjónin um | og sérstök smáheimili fyrir van- ið í tiltölulega ódýrri byggingu,: álit þeirra á því, hvort þau teldu j gefna unglinga, sem vinnu geta svo að sú framkvæmd yrði ekki \ að skólastofnun fyrir vangefin j stundað á almennum vinnumark- eins fjárfrek og vistdeildir. Þá I börn ætti að vera í sambandi við aði. En þó að framtíðarstefnan eigi að vera sú, að einangra ekki það fólk, sem að einhverju leyti er vangefið, frá því venjulegu lífi, þá væri samt hugsanlegt að skapa mætti einhverju af því starfsskil- yrði á vinnustofum við Kópavogs hadið, þegar þær verða efldar og starfsaðstaðan batnar. Byggingakostnaður hinna nýja vistmannadeilda í Kópavogi kem- ur allur úr Styrktarsjóði vangef- inna, sem hefur tekjur sínar af gjaldi af öli og gosdrybkjum. Úr sama sjóði hefur verið veitt fé til byggingar starfsmannahúss í Kópavogi, þó þar kæmi einnig að nokkru til bein framlög úr ríkis- sjóði. Auðséð er, að ef styrktar- sjóðurinn á að þjóna sínu hlut- verki í sívaxandi dýrtíð, verður að auka tekjur hans, því enn er langt í Iand með, að upp- byggingu Kópavogshælis sé lokið, svo efcki séu nefndar aðrar fram kvæmdir, sem þaðan fá bygginga- styrk. Reynt hefur verið að vanda sem bezt allan frágang hinna nýju byp-inga í Kópavogi og er það von þeirra, sem að framkvæmdum standa, að það sýni sig, að hag- kvæmara sé að kosta heldur meiru til í upphafi en að búa við mik- inn viðhaldskostnað. Sumt í þess- um nýbyggingum er dýrara en ella vegna þess, að það miðast við áframhaldandi byggingar. Má þar nefna vatns- og hitalagnir, sem eiga að tengjast fleiri húsum síð- ar meir. Á Kópavogshæli eru menntaðar stúlkur til að gæta vangefinna. Stunda þær tveggja ára bóklegt og verklegt nám og síðan eru þær, sem þess óska, aðstoðaðar til fram haldsnáms erlendis. Hefur Styrkt- arfélag vangefinna veitt sex stúlk- um námsstyrk til dvalar erlend is, er þær hafa lokið námi í Kópa- vogi. í athugun er að þetta nám verði formlega viðurkennt og lög- fest. Það er enginn órökstudd stað hæfing, að stæfcka þurfi Kópavogs- hælið sem- allra fyrst, svo að þar rúmist 400 vistmenn. Þær umsókn- ir, sem enn hefur efcki verið mögu legt að sinna, skipta mörgum tug- um og ýmsar þeirra hafa borizt fyrir mörgum árum. Reynt hefur verið að sinna þeim, sem lakasta hafa heilsuna, andlega og líkam- lega, og verstar heimilisaðstæð- umar. En það er ógaman- að eiga að vega og meta vandkvæði þeirra, sem til hælisins leita, því undantekningarlaust er um mikið persónulegt vandamál að ræða og víða hreina neyð. Það er þung raun fyrir hverja foreldra að vita bam sitt vanmegnugt í lífsbarátt unni, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hve margir þjást af til- hugsuninni um það, að þegar þeirra njóti ekki lengur við sé ó- vist um umönnun vangefinna ást vina þeirra? Að lokum vil ég þafeka frú Ragnhildi og Birni Gestssyni störf þeirra og samfagna þeim yfir þeim áfanga, sem náðst hefur með byggingu nýju vistmannadeild anna í Kópavogi. En meira átaks er þörf og það sem fyrst, svo að þessi stofnun fái valdið því erfiða hlutverki, sem henni er falið. Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.