Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR L DESEMBER1985
MPBGU^BlAÐlD.SyNN^PAG.URLDESEMBER,^
Útgefandi [tMstfrifr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agústlngi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Fullveldis-
dagurinn
Heimastjórn 1904, fullveldi
1918, lýðveldi 1944, 200 mílna
fiskveiðilandhelgi 1975. Þetta eru
söguleg ártöl, sem varða veg þjóð-
arinnar til pólitísks og efnalegs
sjálfstæðis. Fullveldi þjóðar er
hinsvegar hvorki sjálfgefið né
viðvarandi ástand, að minnsta
kosti ekki án fyrirhafnar. Það er
samsett úr réttindum, sem verja
verður af trúmennsku. Og réttindi
verða ekki varin nema með skyld-
um. Það þjónar ekki íslendingum,
eins og vonir stóðu og standa til,
ef þjóðin varðveitir ekki rætur
sínar, tungu sína, menningararf-
leifð og lífsviðhorf.
Það fer vel á því að menntamála-
ráðherra boðar til ráðstefnu um
varðveizlu og eflingu íslenzkrar
tungu í dag, fullveldisdaginn, í
Þjóðleikhúsinu, einni af menning-
arstofnunum þjóðarinnar. Ráð-
stefnan er ekki bundin við þröngan
hóp sérmenntaðs fólks, eða af-
markaða framvarðarsveit móður-
málsins, heldur er opin öllum, sem
áhuga hafa og stuðla vilja að varð-
veizlu og eflingu tungunnar.
Fyrsti desember, fullveldisdag-
urinn, hefur færzt yfir á hendur
stúdenta eftir lýðveldisstofnun.
Þjóðhátíð, sem fyrr var bundin
þessum degi, fer nú fram 17. júni,
stofndag lýðveldisins. Það er mjög
við hæfi að stúdentar, sem fóru
fyrir þjóðinni í sjálfstæðisbaráttu
hennar fyrr á tíð, haldi fullveldis-
daginn hátiðlegan. Að vísu hefur
þeim á stundum, einkum þegar
þröngsýn pólitísk öfl réðu ferð,
orðið fótaskortur á hálu svelli
einhæfni í skipulagi dagsins. Við-
fangsefni stúdenta í dag, sem bezt
er lýst með kjörorði dagsins,
“Öflugur háskóli - forsenda fram-
fara“, er hinsvegar vel grundað og
stefnumarkandi, bæði fyrir Há-
skólann og þjóðina i heild.
Háskóli Islands er æðsta
menntastofnun þjóðarinnar. Þess
er vænst að hann hafi forystu um
menntun og rannsóknir, sem vel-
ferð þjóðarinnar í næstu framtíð
byggist ekki hvað sízt á. Sú öra
framvinda í þekkingu og tækni,
sem sett hefur mark sitt í vaxandi
mæli á velferðarþjóðfélög samtím-
ans, atvinnulíf og lífskjör, undir-
strikar sannindi kjörorðanna
„Öflugur háskóli - forsenda fram-
fara“.
Það felst þegar mikill auður í
menntun, þekkingu og reynslu
íslendinga. Þekkingin er þyngsta
lóðið á vogarskálum þjóðarbú-
skaparins. Nefna má dæmi eins
og fisk- og hafrannsóknir. Gerð
veiðarfæra og rafeindatækni,
tengda veiðum og vinnslu. Reynsla
okkar og þekking á sviði fiskveiða
og fiskvinnslu er og óumdeild.
Sama má segja um reynslu okkar
og þekkingu í nýtingu jarðvarma
og virkjun fallvatna. Hún er sam-
bærileg við það bezta á þessu sviði
sem heimurinn hefur upp á að
bjóða. Þá er það ekki tilviljun að
deild úr Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna, sem byggir á þekkingu á
jarðhita- og eldfjallasvæðum,
skuli staðsett hér á landi.
Við státum þegar af margskonar
menntun, þekkingu og reynslu,
sem nýtist ekki einvörðungu i ís-
lenzku samfélagi, heldur hefur
brotið sér leið á erlenda markaði.
En mergurinn málsins er að við
getum enn bætt stórlega við þá
auðlind, sem menntun og þekking,
gróðursett í fólki, er, bæði ein-
staklingum og heild. Við náum
raunar aldrei sambærilegum al-
mennum kjörum og bezt þekkjast
annars staðar, ef við höfum ekki
í höndum vopn menntunar, þekk-
ingar, rannsókna og tækni. Um
þessa þætti, og þá eina, er hægt
að fullvirkja hugvit og framtak
þjóðarinnar til hagsældar hér á
landi í viðblasandi framtíð.
Hitt verðum við einnig að hafa
ríkt í huga, að við lifum ekki á
brauðinu einu saman, svo nauð-
synlegt sem það þó er. Okkur
nægir ekki asklok fyrir himinn.
Hamingja einstaklingsins, hverrar
manneskju, og hún er það sem
mestu máli skiptir, verður aldrei
tryggð með fullum aski, einum
saman. Þessvegna er meginmál að
rækta hvers konar menningu og
listir. Þar er lífsfyllingu helzt að
finna. Og þar er lögheimili full-
veldis okkar, ef grannt er gáð.
Hliðstæðu máli gegnir um af-
komu og öryggi fólks, sem höllum
fæti stendur í þjóðfélaginu. Þar
sem valdhafar horfa blindum
augum á bágindi samferðarfólks á
lífsgöngunni - þar hefur menning-
unni og bróðurkærleikanum verið
úthýst.
Það þjóðfélag stendur hinsvegar
betur undir menningar- og mann-
úðarstarfi, kostnaðarlega séð, sem
býr að heilbrigðu atvinnu- og efna-
hagslifi, og nýtir þær leikreglur
framtaks og samkeppni, sem
mesta og bezta ávexti gefa.
Fullvalda þjóð hefur axlað
ábyrgð eigin mála, skyldur bæði
við fortið og framtíð. Hún verður
að hlú að rótum sínum, þ.e. menn-
ingararfleifð sinni. Hún verður að
horfa fram á veginn og reyna að
sjá fyrir, hvað hennar bíður, en
ekki síður að hafa áhrif á, hvað
við tekur. Verkefni dagsins I dag
er ekki sízt að hanna morgundag-
inn. Og við þurfum að sérhæfa
okkur í þeirri hönnun. Við þurfum
að sniða skólakerfi okkar að því
höfuðverkefni.
Henrik Sv. Bjömsson
Henrik Sv. Björnsson
sendiherra var
tengdur Morgun-
blaðinu með sérstök-
um hætti. Hann var
sonur Sveins Björns-
sonar, fyrsta forseta
íslenzka lýðveldisins, og því bróðursonur
stofnanda og fyrsta útgefanda Morgun-
blaðsins, Ólafs Björnssonar, en blaðið á
rætur í ísafold, sem varð aðalmálgagn
Björns Jónssonar, ráðherra, og fylgis-
manna hans í Sjálfstæðisflokknum
gamla í baráttu þeirra fyrir fullveldi
landsins.
Allur er þessi frændgarður hinn
merkasti og hefur komið mjög við sögu
íslenzkrar sjálfstæðis- og stjórnmála-
baráttu að öðru leyti, svo að ekki sé
talað um þann skerf sem Björn Jónsson
og Ólafur Björnsson lögðu fram til ís-
lenzkrar útgáfustarfsemi — og þá eink-
um blaðamennsku. Morgunblaðið er sá
þáttur í störfum þeirra feðga og Vil-
hjálms Finsens, fyrsta ritstjóra þess,
sem enn er daglegur viðburður í þjóðlifi
íslendinga. Úr þessum jarðvegi var
Henrik Sv. Björnsson sprottinn. Hann
var mikilhæfur og stórmerkur fulltrúi
ættar sinnar en verður þó einkum og
sér í lagi minnzt vegna brautryðjanda-
starfs síns í utanríkisþjónustu landsins.
Henrik Sv. Björnsson varð aðstoðar-
maður við sendiráð íslands í Kaup-
mannahöfn að lögfræðinámi loknu, 1939,
og ritari í utanríkisráðuneyti Dan-
merkur á fyrsta ári stríðsins. Síðan varð
hann fulltrúi í utanríkisráðuneyti ís-
lands 1941-1942, sendiráðsritari við
sendiráð íslands í Washington 1942-44,
deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu
1944-47, fyrsti sendiráðsritari í Osló
1947-49, sendiráðunautur við sendiráð
íslands í París 1950-52, forsetaritari
1952-56, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins 1956-61 og sendiherra í Bret-
landi og Hollandi, svo og Portúgal og á
Spáni með aðsetri í Lundúnum, 1961-65.
Þá varð hann einnig sendiherra í Frakk-
landi, Belgíu og Lúxemborg með aðsetri
í París 1965-76, fastafulltrúi hjá NATO
til 1967 og þannig mætti lengi telja.
Hann var fulltrúi Islands í mörgum
alþjóðaráðum og viðræðunefndum,
gegndi einnig sendiherrastörfum fyrir
land sitt í fleiri löndum en nefnd hafa
verið. Hann var náinn samstarfsmaður
föður síns, vel að sér í öllu er að utan-
ríkismálum og innlendum stjórnmálum
laut og má fullyrða að hann hafi notið
mikillar virðingar, ekki sízt af þeim sem
bezt þekktu til starfa hans.
Þau hjón Gróa Torfhildur, eða Gígja
eins og hún var ávallt nefnd, og Henrik
Sv. Björnsson voru verðugir fulltrúar
lands síns. Þar sem þau voru á ferð í
erindum íslands var reisn landsins við
brugðið. Þau voru ákveðnir en viðmóts-
hlýir talsmenn íslenzku þjóðarinnar og
enda þótt þau lifðu og hrærðust mest
alla ævi i utanríkisþjónustunni urðu þau
aldrei að bráð því sem Steinn Steinarr
kallaði í frægu ljóði „skrínlagða heimsku
og skrautklædda smán“. Bjarni Bene-
diktsson sagði oftar en einu sinni við
bréfritara að þau væru eitt bezta dæmi
sem hann þekkti um það að íslenzk
sendiherrahjón hefðu komizt ósködduð
út úr þeim lífsháska sem slík störf hafa
reynzt mörgum manninum.
Alls þessa er gott að minnast þegar
Henrik Sv. Björnsson er kvaddur hinztu
kveðju. Hann var mikill vinur Morgun-
blaðsins og hafði oft samband við rit-
stjóra þess. Hann var alúðlegur og góður
ráðgjafi en þó ávallt dómgreindarmikill
og fastur fyrir. Hann bar ætt sinni og
arfleifð fagurt vitni.
Jón Kjartansson
Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins, var eftir-
minnilegur maður öllum þeim sem
kynntust honum. Hann kom mikið við
sögu heimabæjar síns, Siglufjarðar, á
yngri árum þar sem hann var verkstjóri
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins fyrir og
í striðinu, skrifstofustjóri hjá Þormóði
Eyjólfssyni hf., en rak jafnframt eigin
söltunarstöð í félagi við Hannes Guð-
mundsson vin sinn og varð loks bæjar-
stjóri í nær áratug, eða til 1958 þegar
þau hjón Þórný og hann fluttust suður
til Reykjavíkur og hann tók við fyrr-
nefndu risafyrirtæki ríkisins 1961. Jón
hafði mikil afskipti af stjórnmálum
meðan hann var á heimaslóðum og varð
forystumaður framsóknarmanna í bæj-
arfélagi sínu. Þegar hann fluttist suður
fór hann í framboð fyrir flokk sinn í
Norðurlandskjördæmi vestra og sat um
skeið á Alþingi. Þá var hann í stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins frá 1947 og í
miðstjórn Framsóknarflokksins frá
1946, auk þess sem hann var í blaðs-
stjórn Tímans og Blaðprents hf. Þá
sinnti Jón ýmsum öðrum ábyrgðarstörf-
um sem of langt væri upp að telja.
Jón Kjartansson var ekki einungis
sérstæður maður vegna afskipta sinna
af opinberum málum, dugnaðar síns á
þeim vígstöðvum og mikilli færni, heldur
— og þó einkum — vegna þeirrar per-
sónu sem hann bar og þeirra mannlegu
eiginleika sem urðu öllum eftirminnileg-
ir sem þeim kynntust. Mannkostir hans
nutu sín í ríkum mæli bæði í opinberri
sýslan og þá ekki síður á fagnaðarfund-
um með samferðarmönnum. Þá var hann
hrókur alls fagnaðar og varð hvað þekkt-
astur fyrir óvenjulegt skopskyn sitt og
mikla leikarahæfileika sem birtust á
góðum stundum í afburða frásagnar-
gáfu. Hann var með sérstæðustu húmor-
istum landsins. Hann þurfti svo sannar-
lega ekki aðstoð Bakkusar til að vera
samkvæmishæfur eins og sagt er og má
segja að í lífsstarfi hans hafi verið
nokkur mótsögn hvað þetta varðar. Jón
var vinsæll maður og vel látinn af öllum
þeim sem kynntust honum og áhrif hans
í Famsóknarflokknum voru til heilla —
og þá ekki sízt afstaða hans til varnar-
og öryggismála á örlagatímum. Jón var
undanbragðalaus og heill í afstöðu sinni
til samstarfs við önnur lýðræðisríki og
vildi óhikað efla öryggi okkar með slíku
samstarfi. Þegar Jón Kjartansson hafði
tekið afstöðu var hann ávallt hiklaus en
lífið er margþætt og einstigin vandrötuð,
það vissi Jón Kjartansson öðrum mönn-
um betur. Hann varð því ekki ágengur
vegna skoðana sinna heldur umburðar-
lyndur og ávallt fús til að hlusta á rök
sem þeir höfðu fram að færa sem voru
á öndverðri skoðun við hann og skoðana-
systkin hans. Þess vegna ekki sízt átti
Jón stóran vinahóp í öllum flokkum og
fór sjálfur ekki í manngreinarálit hvað
það snerti. Styrkur hans var mannúðar-
stefna sem hann hlaut í vöggugjöf og
þeir einir skildu til fulls sem kynntust
honum í æskuumhverfi hans. Hann var
samvinnumaður með virðingu fyrir
dugnaði og áræði einstaklingsins.
Morgunblaðið og þessi forvígismaður
Framsóknarflokksins áttu samleið í
mörgu og lá hann ekki á því er svo bar
undir. Jón setti stjórnmálabaráttuna
aldrei ofar persónulegu viðmóti og
mannlegum samskiptum, þess vegna er
hans nú minnzt sem skemmtilegs og
endurnýjandi samferðarmanns sem bar
ávallt birtu og yl og var fulltrúi glað-
værðarinnar i þrúgandi samtíð okkar.
En húmor Jóns vár ávallt græskulaus.
Hann var einungis vitnisburður um það
fagnaðarerindi lífsins að maður getur
verið manns gaman, þrátt fyrir allt.
Jón Kjartansson var óvenjulegur og
sérstæður fulltrúi æskuumhverfis síns.
Minnisstæður athafnamaður á opin-
berum vettvangi. Margvís fulltrúi Iífs-
gleðinnar meðal þeirra sem þekktu hann
bezt og voru nánustu félagar hans og
samferðarmenn.
Sósíalismi og zen
Fyrir ekki alllöngu birtist í Þjóðvilj-
anum harla athyglisvert samtal við Vé-
stein Lúðvíksson rithöfund, Frá sósíal-
isma til zen.
í samtali þessu er komið víða við en
þó vekja sinnaskipti skáldsins mesta
athygli enda útlistar hann þau af mikilli
sannfæringu. Skáldið hefur nú sagt
skilið við sósíalismann og aðra veraldar-
hyggju og hefur nú gengið búddisma á
hönd. Hér verður engin tilraun gerð til
að skýra skoðanir skáldsins en einungis
vitnað í orð hans um veraldarhyggjuna.
I samtalinu við Vé. tein segir m.a. svo:
Líturðu ennþá á þig sem sósíal-
ista?
— Nei, ég er ekki sósíalisti, a.m.k.
ekki í þeirri merkingu sem vanalega er
lagt í það orð. Sósíalisminn er ekki og
hefur aldrei verið viðhlítandi valkostur
við það kerfi sem hann hefur ætlað sér
að leysa af hólmi. Frá fyrstu tíð, í sinni
bestu mynd sem hinni verstu, hefur sós-
íalisminn verið efnishyggja. Og sem
efnishyggja hefur hann ekki í grundvall-
aratriðum verið frábrugðinn þeirri efn-
ishyggju sem er hugmyndaleg forsenda
ríkjandi skipulags. Með þessu er ég ekki
að mæla gegn samvinnu og samhjálp. Ég
er aðeins að segja að sósíalisminn risti
ekki nógu djúpt.
— Áttu við að það sé enginn megin-
munur á sósialisma og frjálshyggju?
— Frjálshyggjumenn og sósíalistar
nútímans eiga sameiginlega þá bjarg-
föstu sannfæringu, að lifshamingjan sé
fólgin í hámarksfullnægju sem flestra
þarfa með sem minnstum tilkostnaði.
Þá greinir aðeins á um leiðir. Frjáls-
hyggjumenn vilja láta markaðslögmálin
um þetta, hinir vilja hafa stjórn á því.
Sá einn er munurinn. Og hér er að finna
skýringu á því hvað vinstri menn hafa
átt fátækleg rök gegn frjálshyggjunni.
Þeir hafa í raun verið að gera óvin úr
elskunni sinni fyrir það eitt að hún vill
engar hömlur ...
Vissulega er auðvelt að sýna fram á
að Karl Marx hafi haft dýpri skilning á
mannlegum þörfum en marxistarnir
almennt. Það breytir því ekki að hann
stóð á því fastar en fótunum alla sína
tíð að heimurinn væri í grunninum
efnisheimur og öll tilvera manna réðist
af þessari staðreynd. Með því að einblína
á manninn sem starfandi félagsveru
komst hann svo að þeirri niðurstöðu, að
forsendan fyrir velsæld einstaklings og
heildar væri réttur grunnur á efnis-
heiminum, fyrirkomulag án kúgunar og
arðráns sem gerði mönnum mögulegt
að vera skapandi i umbreytingu sinni á
náttúrunni, efninu. Á þessu módeli hvíl-
ir tröllatrú sósíalista á efnahagslegum
heildarlausnum. Nýir framleiðsluhættir
eiga að færa fólki hamingjuna. Og á
svipuðu módeli hvílir tröllatrú frjáls-
hyggjumanna á blessun óhefts markað-
ar. Hvorugt fær staðist, þó ekki sé nema
vegna þess að heimurinn er efnisheimur
í grunninum. Og maðurinn er öllu meira
en skapandi félagsvera, eins og Marx
hélt, svo ekki sé minnst á draumsýn
frjálshyggjunnar um mannlega full-
komnun, hinn hagsýna neytanda og
atorkusama framkvæmdamann í einni
persónu.
Með þessu er ég ekki að leggja Marx
og frjálshyggjumenn okkar tíma að
jöfnu. Marx var mannvinur. Hinir eru
bara vinir hinna eignaglöðu."
Vafalaust hafa ýmsir margt við þetta
að athuga en það skiptir ekki höfuðmáli
heldur hitt hvernig Vésteinn Lúðvíksson
hefur turnazt til hughyggju í því hafróti
válegra atburða sem hvarvetna blasa
við. Hér skal einungis gerð sú athuga-
semd að það virðist vera einhver lenzka
að leggja marxista og frjálshyggjumenn
að jöfnu en það er fráleitt, m.a. vegna
þess að enginn getur verið frjálshyggju-
maður sem þykist vita allt um það hvað
frjálshyggja er. Hún leysir sjálfa sig upp
vegna þess hún kallar beinlínis á and-
stæðar skoðanir og umfjöllun um marg-
víslegar leiðir að frelsi einstaklingsins
í þjóðfélaginu. En marxisminn hefur
sýnt, svo ekki verður um deilt, að hann
leiðir ávallt til glötunar, þ.e. hann leiðir
til ófrelsis og ánauðar. Það sjáum við
allt í kringum okkur. Frjálshyggja hefur
aftur á móti hvergi verið reynd. Hún
REYKJAVÍKURBRÉF
1
laugardagur 30. nóvember
er einungis umræðuefni enn sem komið
er. Ekkert þjóðfélag býður upp á það
takmarkalitla frelsi einstaklingsins sem
hún stefnir að. Auk þess er hún mannúð-
arstefna að því leyti að hún sækir sögu-
legar forsendur í stjórnarbyltinguna
miklu þegar borgararnir kröfðust mann-
réttinda og stofnuðu almennan sjóð til
verndar og öryggis fátæku fólki og
þurfalingum. Það eru þvi sögulegar
forsendur fyrir því að frjálshyggjumenn
styðji velferðarríkið, þó með sterku
aðhaldi. Bréfritara er kunnugt um, að
um þetta er m.a. fjallað í næsta hefti
Frelsisins og færð rök að því að enginn
getur verið frjálshyggjumaður á sögu-
legum forsendum án þess að slá skjald-
borg um þann sameiginlega sjóð sem
borgararnir stofnuðu uppúr 1780 og er
söguleg forsenda velferðarríkisins,
ásamt öðrum þáttum mannúðarstefnu
lýðræðisríkjanna.
Þá skal að lokum einnig dregið í efa
að Karl Marx hafi verið sá mannvinur
sem oft er tönnlazt á. Hugmyndir Hall-
dórs Laxness um hann sem lýst er j
Skáldatíma eru líklega nokkuð nærri
lagi. Marxistar héldu frönsku stjórnar-
byltingunni áfram eftir að borgararnir
náðu markmiðum sínum og ófyrirleitn-
ustu byltingarsinnarnir í Frakklandi,
Robespierre og jakobínarnir, urðu fyrir-
myndir Leníns og Stalíns, til þeirra sóttu
þeir aftökusveitirnar. En þannig má
segja að byltingar borgaranna séu einn-
ig e.k. söguleg forsenda byltinga marx-
fyrir löngu hefur þó áreiðanlega valdið
þeim öllu meiri vonbrigðum. Það var
samtal við Guðberg Bergsson eftir Tóm-
as R. Einarsson, íslendingar losna ekki
við lútherskuna.
í þessu samtali er dálítill kafli sem
hlýtur að hafa orðið marxistum verulegt
áfall. Guðbergur er búinn að uppgötva
það af alkunnri kerskni sinni að Krist-
mann Guðmundsson hafi verið hinn eini
og sanni marxisti meðal íslenzkra rit-
höfunda en enginn maður var þeim
meiri þyrnir í augum meðan hann lifði
en Kristmann. Hann var talinn óalandi
og óferjandi! Kristmann mundi áreiðan-
lega hlæja ef hann væri ekki dauður —
og samkvæmt hugmyndum hans sjálfs
er hann nú eins sprelllifandi og hann
hefur nokkurn tíma verið og fylgist þá
vafalítið með þessum umræðum í leik-
húsi fáránleikans. Þá skemmtir hann
sér áreiðanlega konunglega. Sjálfur
hafði hann ofnæmi fyrir marxistum eins
og kunnugt er. Og hann var svo sannar-
lega látinn gjalda þess grimmilega. En
nú kemur Guðbergur Bergsson eins og
persóna út úr skáldsögu eftir Cervantes
og segir: Ég get nú eiginlega ekki séð
marxistann í ritum Halldórs Laxness,
„hann er of mikill sögumaður til að
verklag hans verði fyrir áhrifum frá
einhverri fræðikenningu", en sá eini
sanni marxisti meðal rithöfunda er
Kristmann (!) Guðbergur segir: „Maður
tekur eftir samruna skáldskapar og hins
þjóðfélagslega hjá mörgum eldri rit-
ista á okkar öld enda virðist allt benda
til þess að kommúnistaríkin verði borg-
aralegustu þjóðfélög sem þekkjast þegar
upp verður staðið — ef þau drukkna
ekki í eigin blóði. Stalín dýrkaði enga
meir en blóðþyrsta rússneska keisara
eins og Ivan grimma og Robespierre og
franska jakobína með sínar flekkuðu
hendur. Vonandi á marxisminn eftir að
taka mið af mannúðarfyllri fulltrúum
borgarastéttarinnar en þeim sem
minnzt var á, svo og fyrirrennurum
þeirra Voltaire og Rousseau, en ekki
síður þeim sem stjórnuðu þróuninni
austan og vestan hafs á 19. öld.
Nátttröllið glottir
Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóð-
viljans skrifaði samtalið við Véstein
Lúðvíksson. Það er undanbragðalaust
og ágætlega stílað. En af orðum Össurar
er engu líkara en honum hafi legið við
yfirliði í miðju samtali. Það er engin
furða. Þeir Þjóðviljamenn eru einatt of
góðu vanir í samstarfi við rithöfunda
og aðra listamenn, a.m.k. þá sem eru á
vinstri vængnum. Þeim er of gjarnt að
„reikna með þeim“ enda stundum notað-
ir sem brúkunarklárar í pólitíska feninu.
En góður rithöfundur ruglar ekki saman
reitum listar og stjórnmála. Hann er
sjálfstæður. Hann er í eðli sínu endur-
skoðunarsinni. Hann er aldrei hinn
sami, hann er ávallt nýr. Þess vegna er
samtalið við Véstein Lúðvíksson áreið-
anlega þeim Þjóðviljamönnum þó nokk-
urt áhyggjuefni. Ánnað samtal sem
einnig birtist í blaði þeirra ekki alls
höfundum, t.d. í Nátttröllið glottir eftir
Kristmann Guðmundsson sem er af-
skaplega marxísk saga og Kristmann
Guðmundsson var einhver angi af
marxískum höfundi." En það var Lax-
ness ekki, að dómi Guðbergs, sem heldur
áfram: „Hjá Kristmanni kemur marx-
isminn miklu glöggar í ljós. En lesendur
taka ekki eftir því vegna þess að þeir
eru ekki frjálsir í hugsun. Það er búið
að flokka fyrir þá og þeir fylgja þeirri
flokkun. Þeir gera sér ekki grein fyrir
því að þegar Nátttröllið er sprengt upp
þá er fortíðin sprengd upp. Það er meiri
byltingarandi í þeirri bók en í bókum
eftir hina svokölluðu marxísku höfunda
sem voru oft ekkert marxískir í verkum
sínum. Þeir voru dálítið eins og kristnir
menn, fylgdu einhverri stefnu en höfðu
aldrei lesið biblíuna."
Marxistar hafa áreiðanlega átt von á
dauða sínum, en ekki þessu! En það eru
gömul sannindi og ný að það sem helzt
hann varast vann, varð þó að koma yfir
hann! Og nú er sú stund upp runnin í
herbúðum íslenzkra marxista. Vonandi
verður þetta til þess að þeir flykkjast
nú á bókasöfn, fá ritsöfn og aðrar skræð-
ur Kristmanns lánaðar — og hakka í
sig Nátttröllið á meðan skáldið glottir
yfir öxl þeirra — og gamli tíminn spring-
ur í loft upp!
En fleira er matur en feitt kjöt. í
þessu sama samtali við Guðberg Bergs-
son bendir hann á aðra þætti harla
athyglisverða. Hann segir að hann telji
að höfundar eigi ekki að ieiða manninn
inn í neina vímu. „Ég held að höfundar
eigi fremur að leiða manninn til fundar
við sjálfan sig.“. Þetta er vel sagt og
eftirminnilegt. Og þessi orð gætu svo
sannarlega verið töluð út úr hvaða
frjálshyggjuhjarta sem væri. Það er í
mótsögnunum sem miklir hlutir gerast.
Það leiðir einnig hugann að þeim orðum
Guðbergs að allt þjóðfélagið snúist um
það „að gera eitthvað fyrir vondu ver-
urnar, gera eitthvað fyrir þá sem þurfa
á aðstoð að halda. Þetta er mjög áber-
andi í hinum svonefndu velferðarþjóð-
félögum. Þar eru ótal sjúkrahús fyrir
hina sjúku og fyrir þá sem farið hafa í
áfengi, borið af „réttri" braut, en það
er ekkert hugsað um góða fólkið. Þetta
er það sem konunum svíður ákaflega
mikið og er ein ástæðan fyrir þeirra
uppreisn. Þær hafa ekki fengið þakklæti
fyrir sitt starf. Það hefur verið vanda-
mál móðurinnar alla tíð að hún fær
ekki það þakklæti, þá fullnægingu sem
hún ætti að fá fyrir sitt erfiði. Og því
segja þeir sem telja sig vera góða: það
er verið að taka af okkur í skatta til að
bjarga áfengissjúklingum og öðrum, en
það er ekkert gert fyrir okkur, gæða-
skinnin."
Athyglisverð orð og einnig það sem
rithöfundurinn segir um skáldskap og
frumstætt líf alþýðufólks, t.a.m. á Spáni.
Ef hann hefur rétt fyrir sér væri óskandi
að við yrðum aldrei það sem kallað er
„iðnaðarþjóð". Guðbergur segir:
„En við höfum ekkert lært af honum
(þ.e. menningararfi okkar) þótt við séum
alltaf að tala um Eddurnar og sögurnar.
íslendingar eru aldrei á verði gagnvart
sjálfum sér. Þess vegna hugsa þeir: ég
er dýrðleg vera, þetta land er dýrðlegt,
allt er dýrðlegt. Það er kannski hægt
að segja að það hafi verið aðdáunarvert
að lifa af hér á landi, en ég held að það
hafi ekki verið neitt erfiðara en bara
yfirleitt í heiminum. Við höldum það
vegna þess að við erum einangraðir, en
skoðunin er bara vanþekking á lífs-
baráttu annarra. Og það fyrirbrigði, t.d.
að Islendingar kunni ósköp af ljóðum
og annað þvíumlíkt og slíkt sé einstætt,
það er vitleysa. Fyrirbrigðið er algengt
hjá fólki sem stundar kvikfjárrækt jafn-
vel í Afríku þar sem menn hafa ekki
komist i nein kynni við íslendingasög-
urnar eða rímur eða í fjöllum á Spáni,
þar eru til konur sem gætu verið að
þylja ljóð allan guðslangan daginn.
Þetta er bara einkennandi fyrir menn
sem eru enn í tengslum við náttúruna.
Síðan hverfur þetta hjá iðnaðarþjóðum."
Frjálshyggja hef- r
ur aftur á móti
hvergi verid
reynd. Hún er
einungisum-
ræöuefni enn
sem komið er.
Ekkert þjóðfélag
býður upp á þaö
takmarkalitla
frelsi einstakl-
ingsins sem hún
stefnir að. Auk
þess er hún *
mannúðarstefna
ad því leyti ad
hún sækir sögu-
legar forsendur í
stjórnarbylting-
una miklu þegar
borgaramir
kröfðust mann-
réttinda og
stofnuðu al-
mennan sjóð til
vemdar og ör-
yggis fátæku
fólki og þurfal-
ingum.
v.