Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 „Þakka yður fyrir að ég kom“ Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um Jóhannes S. Kjarval í tilefni af aldarafmæli listamannsins og ýmsar sögur verið rifjaðar upp af honum. Hér fer á eftir frásögn Péturs Eggerz, þáver- andi ríkisstjóraritara, er Kjarval heim- sótti ríkisstjóra íslands, Svein Björns- son, á skrifstofu hans, sem verið var að útbúa í Alþingishúsinu. Frásögnin birtist fyrst í bók Péturs, „Minningar ríkis- stjóraritara“, sem Skuggsjá gaf út. Þegar búið var að kaupa nauðsynleg húsgögn í skrifstofu ríkisstjóra, var komið að veggskrautinu. Ríkisstjóri leyfði mér að velja sjálfur málverk á veggina í minni skrifstofu. Eins og málverkin á Bessastöð- um voru þau fengin að láni hjá ríkinu. íslenzka ríkið átti mikið af málverkum. Ekki var þá nein Selma til að gefa upplýs- ingar um hin ýmsu málverk ríkisins. Hins vegar sneri ég mér til Björns Rögnvalds- sonar húsameistara og sagði hann mér að í kjallara Arnarhvols væru geymd mörg falleg málverk, sem ríkið ætti. Að fengnum nauðsynlegum leyfum fór ég með Birni í þessa geymslu og þar voru málverkin stökkuð í römmum, rétt eins og fiskur. Valdi ég mér nokkur málverk, sem síðan voru hengd upp í skrifstofu ríkisstjórarit- ara. Eitt þeirra var málverk eftir Kjarval og tók ég eftir að í því var rispa, rétt eins og það hefði orðið fyrir hnjaski. Ég tal- færði það við ríkisstjóra, að ég myndi biðja Kjarval að bæta úr þessu, næst þegar ég sæi hann. En Kjarval og faðir minn voru góðir vinir til margra ára, og hófst sú vinátta löngu áður en þjóðin var búin að viðurkenna hann sem þann mikla lista- mann, sem hann er. Auk þess hafði ég sjálf- ur eins og aðrir Reykjavíkurstrákar alizt upp með Kjarval. Kjarval var maður, sem alltaf hafði sett lit á bæinn. Ég hitti hann fyrir utan Landsbankann í Austurstræti. Heilsaði honum og sagði honum söguna af rispunni í málverkinu og spurði, hvort hann væri fáanlegur til þess að bæta úr. „Heyrðu góði,“ sagði hann, „hvenær kemur rfkisstjóri til vinnu á morgnana?" „Hann kemur um tíuleytið," sagði ég. „Jæja góði, þá kem ég á morgun, stund- víslega klukkan tíu.“ Svo liðu vikur, mánuðir og ár og ekki kom Kjarval. En svo er það um tíuleytið einu sinni, að við Sveinn Björnsson erum að tala saman á skrifstofu hans, sem veit út að Austurvelli. Er þá barið fast í gluggann. „Hver skyldi þetta vera?“ spyr Sveinn Björnsson. „Það skyldi þó aldrei vera Kjarval," segi ég og geng fram. Ég heilsa honum og hann þérar mig. „Komið þér sælir," segir hann. Þetta þótti mér ekki góðs viti, og ekki benda til þess, að hann ætlaði sér að vera alvarlegur þessa morgunstund. „Vilduð þér sýna mér málverkið," segir hann og stingur tveimur vindlingum upp í sig og kveikir í þeim báðum í einu, en leggur þá svo frá sér og fer að athuga rispuna í málverkinu. Hann gengur þétt upp að málverkinu, svo gengur hann aftur á bak og skyggnir fyrir augun. Síðan geng- ur á ýmsu, sem mér fannst einna helst minna á eitthvað dulrænt. Loks tekur hann til máls og segir: „Ég skal segja yður nokkuð, þessi rispa er svo falleg að ég ætla að mála svona rispur í öll mín mál- verk.“ „Jæja,“ sagði ég. En nú kemur ríkisstjóri inn í herbergið til okkar og segir: „Komið þér sælir Kjarval, má ekki bjóða yður inn á skrifstofuna til mín og sýna yður húsgögnin?" Kjarval gengur nú inn í skrifstofu ríkis- stjóra og um leið og hann stígur á gólftepp- ið, þá segir hann: „Ljómandi er þetta fal- legt teppi og minnir mig á gamla Fjall- konu-kaffibætinn.“ „Hvernig líst yður á þessa Gobelin- stóla?" spyr ríkisstjóri. Kjarval skyggnir fyrir augun, gengur aftur á bak og áfram: „Þessir stólar eru stórkostleg listaverk, hr. ríkisstjóri og líklegast hefur enginn skilið þetta listaverk nema listamaðurinn sjálfur eitt augnablik. En svo hefur hann strax gleymt því, hvað Jóhannes S. Kjarval vakti fyrir honum. En þessum stólum á að stilla út, hr. ríkisstjóri, svo að öllum sé ljóst, að svona listaverk megi búa til.“ Nú beinist athygli Kjarvals að skrif- borðinu, sem eitthvað var farið að losna í límingu. Hann styður hendi á skrifborðið, og það riðar við. „Mikill ljómandi kjörgripur er þetta skrifborð," segir Kjarval, „hreyfist, þegar maður styður á það hendi. Það þarf að senda íslenzka húsgagnasmiði til London til þess að læra að búa til skrifborð, sem hreyfast við snertingu." Ríkisstjóri tók þessu öllu með hinu mesta jafnaðargeði, og nú göngum við þrír inn í skrifstofuherbergi mitt og setjumst þar við hringlaga mahoganyborð og spjöllum saman. „Okkur hjónum þætti vænt um, ef þér vilduð þiggja kaffiboð hjá okkur að Bessa- stöðum,“ segir ríkisstjóri. „Ég get ekki þegið þetta boð nema að sveinum þeim, sem fylgja mér, sé einnig boðið. Það er nefnilega þannig, herra ríkis- stjóri, að ef mér fellur á einhverjum stað, þá vil ég ekki fara þaðan aftur. Nú kynni mér að falla svo vel á Bessastöðum, að ég vildi ekki fara aftur til Reykjavíkur. Þá þarf ég að hafa með mér menn, sem langar meir til Reykjavíkur en mig langar sjálfan og þessir sveinar sem fylgja mér þrífast hvergi nema í Hafnarstræti í Reykjavík." Það komst einhvern veginn aldrei nein alvara í þetta samtal, og nú var því lokið, Kjarval stóð upp og kvaddi ríkisstjóra með þessum orðum: „Verið þér sælir, herra ríkisstjóri, og þakka yður fyrir að ég kom.“ Mig kvaddi hann sömu kveðju og eins skrifstofustúlkuna. Maður, sem ég sagði þessa sögu, sagði, að á bak við þetta háttalag Kjarvals hefði búið eitthvað, sem ekki liggur í augum uppi. En á það er ég ekki dómbær. Aðeins það besta fyrir barnið PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum Þurrbleyjan næst baminu heldur raka frá húðinni og tryggir hámarks vellíöan. Innri lögin í bleyjunni taka á móti miklum raka. Hliðarlásar, sem hægt er að loka og opna, auðvelda bleyjuskipti. Rykking á hliðiun kemur í veg fyrir leka. Pampers bleyjur eru ofnæmisprófaðar PAMPERS, EKKI BARA BESTAR. Þær eru líka hagkvæmar, því þú notar færri Pampers bleyjur. 4 stærðir. Pampers á mun lægra verði en þig grunar PAMPERS fást íverslunumum land allt D. . . í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.