Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Viðgerð á Dómkirkjunni lokið EINS OG lesendum Morgunblaðsins er kunnugt, þá verður hið nýja orgel Dómkirkjunnar vígt í dag f mes.su kl.lir.h. Orgelið hefur 31 rödd, er með þremur hljómborðum og fótspili. Það er smíðað af Orgeiverksmiðju Karls Schuke í Vestur-Berlín, en það fyrir- tseki er þekkt fyrir vönduð og góð hljóðfæri. Orgelið var sett upp fyrstu vik- urnar í september en síðan hefur verið unnið að stillingu þess, sem eðlilega er mikið verk, þegar um svo stórt hljóðfæri er að ræða. Þegar ákveðið var að kaupa nýtt og vandað hljóðfæri, var ljóst að jafnframt yrði að gera allt, sem unnt væri, til að bæta hljómburð- inn í kirkjunni. Eftir athugun á öllum aðstæðum var ákveðið að setja nýtt gólf í kirkjuna alla, furugólf, eins og var í upphafi, er kirkjan var byggð í núverandi mynd 1848. Jafnframt var ákveðið að klæða þetta gólf ekki með tepp- um, nema á gangi inn kirkjuna niðri, inn að kórtröppum. Hafa þessar framkvæmdir bætt hljóm- burðinn mikið. Ýmsar endurbætur aðrar hlutu að koma í kjölfar þessara fram- kvæmda. Eru þær nokkrar á söng- palli við orgelið, stúkur biskups og ráðherra voru endurgerðar, handrið við kórtröppur fært til upprunalegs horfs, lýsing öll end- urbætt og aukin og kirkjan máluð að mestu. Þá hafa allar leiðslur verið endurnýjaðar, bæði hita- og raflögn, og sérstakar leiðslur lagð- ar vegna útvarps og sjónvarps. Loks hefur snjóbræðslukerfi verið sett í gangstéttina kringum kirkj- una. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt kirkjunnar hefur í samráði við sóknarnefnd, hannað útlit allt og valið efni. Hann hefur t.d. teiknað útlitorgelsins. ístak hf. tók að sér viðgerðina á kirkjunni og hefur unnið það verk einstaklega vel. Hafa þar allir lagst á eitt, Tómas Tómasson verk- fræðingur, Magnús Stephensen tæknifræðingur og þeirra ágætu iðnaðarmenn undir forystu Guð- mundar Jónssonar verkstjóra, sem oft hefur mikið mætt á, t.d. við að samræma vinnu annarra verk- taka, sem einnig hafa unnið afar gott verk. Eru það þeir málara- meistararnir Sighvatur Bjarnason og Jón Ólafsson, Kristinn Auðuns- son pípulagningameistari, Guð- mundur H. Halldórsson rafverk- taki og Pétur Kristjánsson raf- eindavirkjameistari. Ríkisútvarp- ið hefur séð um lagnir, sem gerðar voru í þess þágu. Rafteikning hf. sá um teikningu raflagna og Kristján Flygenring verkfræðing- ur um teikningu pípulagna. Frank Ponzi listfræðingur hreinsaði og strekkti altaristöfluna. Öllum þessum ágætu mönnum kann Dómkirkjan bestu þakkir Sími 22140 Jólamyndin 1985: Jólasveinninn Ein dýrasta kvikmynd sem gerð hef- ur veriö og hún er hverrar krónu viröi. Ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Leikstjóri: Jeannot Szwarc. Aöalhlutverk: Dudley Moore, John Lithgow, David Huddleston. Sýnd kl. 5 og 7. Hækkad verð. sem og þeim öðrum, er að viðgerð- inni hafa starfað á þeirra vegum eða með öðrum hætti. Oft er talað um að Dómkirkjan sé ásamt Alþingishúsinu, horn- steinn Reykjavíkur. Hún er og þjóðarhelgidómur, dýrgripur, hvort heldur við skoðum hana frá sögulegu, byggingarlegu eða trúar- legu sjónarhorni. Orgelinu nýja og þeirri viðgerð, sem nú er lokið, er ætlað að efla þennan dýrgrip og gera hann enn hæfari en fyrr til að gegna hlutverki sínu i íslensku þjóðlífi. Dómkirkjan er nú stfl- hreinna hús. Orgelið er tilkomu- mikið að sjá og heyra og aðstæður þar allar eins góðar og unnt er að skapa í þessu gamla húsi. Þar er í dag efnt til aðventuhá- tíðar, orgelvigslu og kirkjukvölds sem timans vegna hljóta að hafa yfirskriftina „Kristur kemur". Hann lifir og kemur til móts við einstaklinginn á svo margan veg í lífi hans. Þeim boðskap hefur sóknarnefnd Dómkirkjunnar vilj- að búa sem besta aðstöðu, og hún biður um að það starf megi til blessunar verða. Frá Dómkirkjunni lestuþessa. C-VIMIN er C-vítamín í sykurlausum freyðitöflum sem þú kaupir með appelsínu- eða sítrónubragði. Sláðu tvær... og fáðu þér ferskan svalandi drykk í fyrramálið. -þú leysir bara eina C-VIMIN töflu í ísköldu vatni og færð eitt gramm af C-vítamíni, - ekkert mál! Jae&i AFÓTEKINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.