Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 1
3Bt>rguubTaí»tí>
MENNING
LISTIR
n
PRENTSMIÐJA MORG UNBLA ÐSINS LA UGARDAGUR14. DESEMBER1985 BLAD JLÞ
ÞÓRARINN ELDJÁRN
ÓKVÆÐA
VIÐ
„En strax þegar ég var búinn að
líta lauslega yfír yrkingar Gunnars
varð mér Ijóst, að ef eitthvað var
hægt að gera til að sverta og ván-
helga minningu míns kæra vinar,
þá var það einmitt aö koma á fram-
færi þessum ömurlegu hugarfóstr-
um hans. Ýmist var hér um að ræða
gjörsamlega mislukkaðar og rangt
kveðnar hagyrðingavísur, marflöt
spakmæli og hundavéfréttir eða
„heimspekilegar“ hugleiðingar og
lífsvisku á Norman Vincent Peale-
plani.“
B8
HALLDOR LAXNESS
Brot úr
ferðasögu
Morgunblaðið birtir hér kafla úr bók nóbelsskáldsins, í Austurvegi,
sem nýverið kom út hjá Vöku-Helgafelli. Þetta er önnur útgáfa. í
formála bókarinnar segir Ólafur Ragnarsson, útgefandi, að þetta sé bók
tengd sínum tíma: alþjóðlegri baráttu fólks fyrir bættum kjörum í von
um fyrirmyndarþjóðfélag á næstu grösum. Hún hafi verið þáttur í
umræðum áranna milli stríða, fróðlegt plagg í Ijósi þróunar sem orðið
hafi síðan. í frétt frá forlaginu kemur fram að Halldór hefur lagfært
allmargt í textanum og gert ýmsar brey tingar, en í heild sé hér komið
aftur kverið sem hann tók saman fyrir 53 árum.
Á bókarkápu segir: Margt sem síðar kom á daginn breytti afstöðu
skáldsins til fyrirmyndarríkis Leníns og Stalíns. En Halldór hefur engu
að síður samþykkt endurútgáfu þessarar umdeildu bókar. „Þær hug-
myndir sem ég hef haft eru og verða fróðlegur partur af sjálfum mér
eins fyrir því þó fyrri skoðanakerfi hafi að einhverju leyti eða í heilu
lagi verið gerð upp gjaldþrota andspænis staðreyndum,“ segir hann.
1. Yfir landamærin
Ég ferðaðist frá Helsíngfors í
svefni um nótt. Um morguninn
eftir að ég kom á fætur settist ég
við gluggann í svefnklefa mínum
og virti fyrir mér landið. Eitt af
sérkennum finnskra sveita, einsog
þær birtast auga ferðamanns, er
hrörnun og hreyfíngarleysi. Það
er einsog hvergi verði vart við
verulegt lífsmark. Timburhús
sveitabýla og þorpa standa gisin
skæld og veðurbarin með brostn-
um rúðum eða hleraslegnum
gluggum meðfram brautinni, en
önnum kafið líf, verkfærahljóð eða
vélagnýr, fjörgar landslagið hvergi
í dapurleik haustsins. Rolulegir
sveitamenn híma á stángli undir
B2
CRYMOGÆA
ÚR INNGANGI
Arngrímur samdi Crymogæu framar
öllu með erlenda lesendur í huga, og
því er eðlilegt að spurt sé hver áhrif hennar
urðu utan lslands. Því er fljótsvarað; hún
ásamt öðrum ritum hans varð kveikjan að
áhuga erlendra manna á íslenskum fræð-
um og sá grundvöllur sem rannsóknir
þeirra voru reistar á um langt skeið. Þar
fengu erlendir menn fyrst vitneskju um
að á Islandi væru til merkilegar bókmennt-
ir sem veitt gætu nýstárlega fræðslu um
fornsögu Norðurlanda og jafnvel annarra
þjóða. Enn fremur var þar vakin athygli
á því að íslendingar ættu sér sína menn-
ingu og sérstæðu sögu, þeir hefðu átt sínar
hetjur sem unnið hefðu mikil afrek og
merkileg, þeir væru allt annað en siðlausir
fiskimenn á hjara veraldar.
Danskir fræðimenn urðu fyrstir fyrir
beinum áhrifum af Crymogæu. Sagnaritar-
arnir sem Arngrímur hafði ætlað heim-
ildasöfn sín höfðu þeirra sama sem engin
not. Krag og Venusin dóu báðir á miðjum
aldri og áður en þeir hefðu samið neitt um
sögu Norðurlanda þar sem rit Arngríms
hefðu getað komið þeim að haldi. En í
næstu kynslóð risu upp tveir menn sem
öðrum fremur hófu afskipti af íslenskum
BIO
CRYMOGAEA
rerum" islan<
D IC A R V M
L I B R I III.
Pct
^ÍKNGKIMP'M ] ONAM
t S L A N D V M
Prov«b. tt.
Divtt ÍS'paupcr ob vuverunt fili: utmn& optrá-
tor cfl T3ommm.
HAMBURGI.
Tjpi Puiíirrt sí Our.
TITILSÍÐA CRYMOGÆU 1609
Sögufélagið gefur nú út hið
fræga rit Arngríms lærða
CRYMOGÆA sem hann
skrifaði á sínum tíma á lat-
ínu. Ritið var saman sett til
varnar Islandi en þá höfðu
útlendingar margvíslegar
ranghugmyndir um land og
þjóð, ekki síður en nú. Jak-
ob Benediktsson skrifar
inngang og þýðir ritið á ís-
lensku. Hér á eftir fara
kaflar úr inngangi Jakobs
og riti Arngríms lærða.