Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ,LAUGARDAGUfc 14. DESEMBER1985 Brot úr ferðasögu . . . HALLDÓR LAXNESS Ljósmynd/TroelsBendtsen „Ég kom til RáAstjórnarríkjanna meft svipuóu hugarfari eins og ég ætlaói aó fara aó kynna mér umhverfi undir nýja sögu. Af ótal smáatrióum reyni ég síóan aó gera Ijóst hver sé kjarni hins séóa.“ húsveggjum eða drattast hægfara um slæma vegi milli dapurlegra býla og eyðilegra niðurníddra þorpa. í stærri þorpum stíga fáein- ir vel haldnir farandsalar eða embættismenn inní lestina okkar og ferðast dálítinn spöl, til næsta eða næstnæsta þorps, einsog flug- ur sem eru að safna hunángi úr síðustu blómum haustsins, og líta hálfólundarlega á hina erlendu lángferðamenn sem fyrir eru í járnbrautarklefunum. Förunautar mínir frá Helsíngfors eru mest- megnis enskumælandi borgarar af betratagi og frúr þeirra; það er töluvert hispursmikið fólk, áreið- anlega mjög þýðíngarmikið fólk og ég get ekki að því gert að ég kenni dálítið í brjósti um það, að vera nú að yfirgefa sinn heim þar sem það á alskostar, og fara yfir í annan heim þar sem borgarinn hefur ekki réttindi. Mér finst að þau landamæri sem nú eru að nálg- ast hljóti að vera mjög óviðkunn- anleg fyrir þetta fólk. Milli landamærabæjanna, Rajajoki finnlandsmegin og Beló- ostro ráðstjórnarmegin, rennur lítill lækur, og áður en hraðlestin rennur útá trébrúna yfir lækinn hverfur finski lögregluvörðurin á burt úr járnbrautinni, síðasti út- vörður borgaralegs ríkis. En á brúnni yfir lækinn standa nokkrir úngir hermenn í skósiðum gráum kápum og ber hendurnar uppað húfunni í kveðjuskyni. Framaná húfum þeirra er stjarna með hamri og sigð, ráðstjórnarmerkið. Þetta eru bolsarnir, í landfræðileg- um skilníngi hinir fyrstu útverðir verkalýðsríkisins. Og óðar en við vorum komnir inná brúna þustu fulltrúar stjórnmálalögreglunnar rússnesku, GPU-mennirnir, inní klefana okkar, klæddir í stakka úr brúnum hermannadúki með græn- ar húfur, og tóku að rannsaka farángur okkar, vegabréf og pen- íngabirgðir. Það tók lángan tíma; ég hef sjaldan orðið var við jafn nákvæma tollrannsókn á landa- mærum. Hljómplötur einnar amr- isku tilhaldsfrúarinnar voru meira að segja nákvæmlega hlustaðar á einhverju verkfæri sem lögreglu- mennirnir höfðu meðferðis. Þessi hnýsni bolsalögreglunnar vakti ýmsar miður ljúfar athuga- semdir hjá förunautum mínum, þótt allir skildu að hér var verið að framkvæma eftirlit með því að eingin andbyltíngargögn væru flutt inní land byltíngarinnar í hljóðrituðu formi. Það er andi byltíngarinnar sem þetta verk- lýðsríki geymir í bókstaflegri merkíngu einsog sjáaldur auga síns, og þessa sjáaldurs er stjórn- málalögreglan sett til að gæta. Slík móðgandi grannskoðun var sem sagt fyrsta reynslan sem kom fyrir hina hispursmiklu förunauta mína á þessum óviðkunnanlegu landamærum. En eftir að við vorum komin af stað áleiðis til Leníngarðs reynd- ust þessir meðlimir stjórnarlög- reglunnar ekki eins miklir harð- hausar og útlit var á í fyrstu; þeir tóku sér sæti í vagnklefunum ein- sog hverjir aðrir samþegnar, án alls hernaðarbragðs og embættis- heilagleika, reyktu „pappírskur" sínar i makindum (rússar kenna vindlínga sína við pappírinn) og svöruðu á ensku eða þýsku þeim sem á þá yrtu; voru yfirleitt allra viðkunnanlegustu bolsar. Seinna staðreyndi ég daglega í Ráðstjórn- arríkjunum að hermenn og lög- regla hafa ekki sérstéttarsnið né siðu sem banna þeim samþegna- lega umgeingni við almenníng né aðskilja þá almenníngi; þeir eru ekki aðeins bestu vinir almenníngs í Ráðstjórnarríkjunum, heldur eru þeir allir verkamenn að ætt og uppeldi og samneyta öðrum verka- mönnum á sama hátt og verka- menn úr ólíkum atvinnugreinum umgángast hverjir aðra. Jafnvel hin hærri stig í hernum eru ekki til í þeim skilníngi að þau myndi skilvegg milli stighafans og hinna sem við nefnum í borgaralegum löndum „óbreytta menn“. Mér er til dæmis minnistætt að i veislu einni sem ég sat ásamt nokkrum útlendíngum með verkamönnum í nýiðjuborginni Makejefka í Úkra- ínulýðveldinu, þar sat hershöfðíngi undir borðum mitt á meðal hinna óbreyttu verkamanna, og þetta virtist ekki vekja undrun hjá nein- um nema okkur útlendíngum, ekki síst þjóðverjum, því í Þýskalandi er ekki siður að hershöfðíngi, t.d. Hindenbúrg, sitji í almennu sæti meðal óbreyttra verkamanna að snæðíngi. En það var fyrst eftir að ég var kominn innyfir ráðstjórnarlanda- mærin að ég gerði mér fulla grein fyrir því hvað Finnland hafði verið hreyfíngarlaust og þögult. í einu vetfángi var ég kominn úr atvinnu- leysisjarmi og landbúnaðarkreppu auðvaldslandanna yfir í vélagný hinnar samvirku uppbyggíngar, og fyrsta hljóðið sem ég heyrði í þessu nýa landi var skark í dráttarvél, þessari vél sem í vitund heimsins hefur staðið sem tákn hins „vakn- andi Rússlands" á síðustu árum. Og strax í fyrsta þorpinu gat að Iíta þetta undarlega samkrull hins forna og nýa sem auðkennir verk- lýðsríkin á þessum aldahvörfum: í einni sjónhendíngu birtust jakka- klæddar kellíngar með sjöl um höfuð sem báru milli sín kalk á handbörum, tröllauknir vörubílar undir þúngum múrsteinsækjum, sveitamenn með malaræki á hest- vögnum, piltar og stúlkur með lánga glófa og rykgleraugu við stýri á dráttarvélum og vagnar í taumi hlaðnir byggíngarefni, en í nokkrum fjarska stórhýsi í smíð- um. 2. Fyrsti dagurinn minn í Ráðstjórnarríkjum En þegar Intúrist tók við okkur lángferðamönnum á járnbrautar- stöðinni í Leníngarði, kipti okkur Vasaúr Viö bjóöum margar geröir af vasaúrum meö eða án loks. Úrin eru meö óvenju þykkri 14k gullhúö. Tilvalin gjöf viö merk tímamót. Áletrun á staönum. Garðar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi — s. 10081. Edda Erlendsdóttir píanóleikari Á förum í tónleikaferð til Rússlands í boði Rússa Edda Erlendsdóttir píanóleikari, sem búsett er í París, gerir það gott þessa dagana, því hún hefur haldið hverja tónleikana á fætur öðrum í haust við mjög góðar und- irtektir og fengið lofsamlega gagn- rýni fyrir. Nú er Edda á fórum tii Sovétríkjanna, í boði sovéska ríkis- fyrirtækisins Goskonsert, sem skipuleggur tónleikahald erlendra listamanna víðsvegar um Sovétrík- in. Edda fer áleiðis frá París til Moskvu á sunnudag og heldur á næstu 10 dögum fjóra eða fimm tónleika. Fyrr í haust var Edda sérstakur gestur á tónlistarhátíð í Stokkholms kulturhus, í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli Alban Berg. Var Eddu afar vel tekið er hún flutti dagskrá sína, og Islandsvinurinn Göran Berg- endal, dagsskrárstjóri Rigskon- sert i Stokkhólmi, sagði í umsögn um hana að hún hefði heillað viðstadda með þroskuðum ljóð- rænum píanóleik sínum, og vald hennar á tækninni væri ótvírætt. Hann sagði jafnframt að lokaat- riðið á dagskrá hennar, Píanósón- ata opus 1 eftir Alban Berg hefði kórónað velheppnaða tónleika og Edda Erlendsdóttir píanóleikari. að þar hefði hún leikið meistara- lega vel. Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til Eddu í París, og spurði hana hvernig Rússlands- förin legðist í hana: „Hún leggst mjög vel í mig. Ég fer á sunnudag, á vegum Goskonsert, og mun halda fjóra eða fimm tónleika þar. Sennilega verða flestir þeirra einhvers staðar í Úkraínu, en svo stendur til að ég haldi eina tón- leika í Moskvu." Edda sagði að þetta boð hefði borist sér frá Goskonsert fyrir hálfu öðru ári, en ekki hefði orðið af förinni austur fyrr en nú. Edda var spurð hvort það væri ekki mikil upphefð fyrir píanóleikara að fá slíkt boð frá Sovétríkjunum: „Jú, mér finnst þetta vera mikill heiður. Ég finn það hér í Frakk- landi að mönnum finnst þetta vera mikil upphefð fyrir mig, en auðvitað á ég eftir að sjá hvernig Rússarnir standa að málum og skipulagningu. Mér finnst það vera mjög spennandi að fá að fara þangað." Edda sagðist verða með sam- sett prógramm af Schönberg, Berg, Hafliða Hallgrímssyni, Schubert og Schuman. „Þetta er prógramm sem ég hef spilað núna í haust, t.d. í Berlín í Þýskalandi og víða í Frakklandi í tilefni Músíkárs Evrópu, sem er árið í ár.“ Edda sagðist ætla að taka sér gott frí að lokinni Rússlands- ferðinni, og eyða jólahátíðinni í faðmi fjölskyldunnar í París, en eftir það hæfist tónleikahald að nýju hjá henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.