Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 4
4 B
MORGUNBLALHÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985
SERSTAÐA
ÉSLENDINGASAGNA
EFTIR BJÖRN JÓNASSON
I»aó er mér ánægjuefni að verða
við þeirri bón Morgunblaðsins að
gera grein fyrir hinni nýju tveggja
binda útgáfu Svarts á hvítu áTs-
lendinga sögum.
Með þessari útgáfu rætist
gamall draumur okkar á forlag-
inu, að gefa út íslendinga sög-
urnar með nútímastafsetningu á
lægra verði en áður hefur þekkst.
Áhuginn á þessum bókmenntum
hefur farið vaxandi nú hin síðari
ár. Það er hins vegar ljóst að hátt
verð og fornleg stafsetning hafa
fælt fólk frá sogunum nú um
nokkurt skeið.
Margar þjóðir eiga sér forn-
bókmenntir, sígildar bækur sem
kenndar eru í skólum og rann-
sakaðar í háskólum. íslendinga
sögur eru vissulega í þeim flokki,
þær hafa það hins vegar fram
vfir aðrar slíkar bókmenntir að
þær eru ritaðan nútímalesend-
um, þær eru að sönnu sameign
þjóðarinnar. Þær eru bókmennt-
ir sem allir kunna að meta, óháð
þjóðfélagsstöðu, aldri og mennt-
un.
Sérstaða íslendinga sagna
felst í því að þær eru enn lifandi
bókmenntir, í engar bækur er
jafn oft vitnað og engar bækur
eru jafn mikið lesnar hér á landi.
En sérstaða þessara bóka lýsir
um leið sérstöðu þjóðarinnar.
Það er ævintýri líkast að þessari
litlu þjóð skuli hafa tekist að
varðveita sérkenni sín og halda
tungumáli sínu óbrengluðu í
aldanna rás.
íslendinga sögur eru einn rík-
asti þátturinn í þessu ævintýri.
í þeim er að finna allt sem
hugurinn girnist. Þær eru spenn-
andi, ógnvekjandi, rómantiskar
og raunsæjar. í þeim er að finna
djúpsæja hugsun í leikrænum
búningi. Þær spanna allt litróf
mannlífsins. Þar fer saman
gaman og alvara. Þar er sagt
frá átökum upp á líf og dauða.
Þar er lýst valdabaráttu, heitum
ástum og ástum í meinum, sæmd
og orðstír eru hreyfiafl atburða.
Þær eru bókmenntir sem láta
engan ósnortinn.
Mörgum hefur þótt sem ís-
lenskar fornbókmenntir hafi
lengi verið einkamál fræði-
manna, almennir lesendur og
áhugamenn jafnvel litnir horn-
auga fyrir að vilja veg sagnanna
sem mestan, aðgengilegar út-
gáfur fáar og oft hamrað á því
að venjulegu fólki sé ekki fært
að lesa íslendinga sögur skýr-
ingalaust eða án ítarlegra for-
mála. Það stangast á við þá stað-
reynd að islenskt mál er sérstætt
í heimsbyggðinni fyrir að hafa
breyst lítið frá örófi alda. Sú
sérstaða kann þó að vera í hættu
um þessar mundir. Yfir okkur
flæðir í vaxandi mæli erlent efni
óþýtt eða illa þýtt, og tungutak
yngra fólks dregur dám af þess-
um menningaráhrifum. Vissu-
lega eru þarna stundum á ferð-
inni ótvíræð listaverk sem auðga
innlenda menningu. Hinu meg-
um við ekki gleyma að við eigum
sjálf lifandi menningararfleifð,
lifandi sagnaheim, sem stendur
hinum erlendu verkúm síst á
sporði og mega ekki víkja fyrir
þeim.
Ég tel að íslendinga sögur og
aðrar merkilegar fornbókmennt-
ir séu almenningseign, fræði-
menn þurfa vissulega að rann-
saka þær og reyna að skýra það
einstaka menningarafrek sem
þær eru. Þeir þurfa að varpa ljósi
á sögu þeirra, tengja þær erlend-
um samtíma og þar fram eftir
götum. En fólk þarf ekki að setja
sig í stellingar fræðimannsins til
þess að njóta íslenskra forn-
bókmennta. læsendur þurfa ekki
að vera miðaldafræðingar til að
hafa ánægju af íslendinga sög-
um, þær eru heillandi heimur
sem öllum læsum íslendingum
er aðgengilegur.
Ég sagði hér að framan að
þessar bókmenntir hefðu ef til
vill lokast inni hjá fræðimönn-
um. Og þar er ekki við þá að
sakast. Nú hin síðari árin þykist
ég hafa orðið var við vaxandi
áhuga. Unglingar í framhalds-
skólum telja Njálu, Eglu og aðrar
Islendinga sögur í flokki bestu
afþreyingarsagna, þeim finnst
gaman að lesa þessar sögur.
Hagur þjódarinnar,
hagur tungunnar
Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Sjálfstæðis-
barátta okkar íslendinga út-
heimti drjúga orku á sínum tíma.
Það verður sjaldan of oft skýrt
fyrir ungu fólki hvað i þvi felst
að vera sjálfstæð þjóð í frjálsu
landi. Hægt er að benda á dæmi
af nágrannaþjóðum okkar sem
tapað hafa sjálfstæði sínu. Og
alltaf skal það fylgjast að, sjálf-
stæði tapast og tungan týnist.
Lítum á Wales og Skotland.
Grænlendingar hafa átt í vök að
verjast sem og Færeyingar og
Samar.
í ágætu ávarpi sem Baldur
Jónsson forstöðumaður íslenskr-
ar málstöðvar flutti á ráðstefnu
í þjóðleikhúsinu 1. desember
síðastliðinn, um varðveislu og
eflingu íslenskrar tungu, sagði
hann meðal annars:
„Hagur þjóðarinnar og hagur
íslenskrar tungu fara saman. Því
er vel til fundið að ræða málefni
tungunnar, um leið og fullveldis-
ins er minnst. Án eigin tungu
hefðum við aldrei orðið fullvalda
þjóð aftur og ekki einu sinni
reynt að verða það. Engar líkur
eru til þess, að íbúar þessa lands
— svo fáir sem þeir eru — gætu
til lengdar verið sjálfstæð þjóð
án sérstakrar þjóðtungu. Ef við
glötum henni og tökum upp
annarra mál, glötum við brátt
sjálfsforræði okkar líka. Og ef
við glötum því, missum við meðal
annars af óteljandi tækifærum,
sem við höfum nú til þess að
hafa áhrif um alla heimsbyggð-
ina. ... Blindur má sá maður
vera, sem heldur, að umræða um
varðveislu og eflingu íslenskrar
tungu sé sprottin af tómri til-
finningasemi. Við erum að vísu
að tala um tilfinningamál, en
ekki síður blákalt hagsmuna-
mál.“ Baldur sagði einnig: „Þá
má vekja athygli á því, þótt það
hafi oft verið gert áður, að ís-
lendingar eru læsir á bækur
sínar lengra aftur í tímann en
nokkur önnur þjóð, sem mér er
kunnugt um. Sá, sem kann ís-
lensku, hefir í hendi sér lykil að
öllum ritverkum, sem fyrri kyn-
slóðir hafa eftir sig látið, síðan
mannabyggð hófst á íslandi."
Sjálfstæðisbarátta
smáþjóðar
Við íslendingar höfum jafnan
leitað til íslendinga sagna þegar
á hefur bjátað, og þær hafa
aldrei brugðist okkur. Á ofan-
verðri síðustu öld varð þjóðin að
þola ýmsar hörmungar. Baráttan
gegn ofríki Dana hafði ekki enn
fært okkur sjálfstæði. Það var
þá sem Sigurður Kristjánsson og
Valdimar Ásmundsson tóku sig
til og hófu að gefa íslendinga
sögurnar út í alþýðuútgáfu.
Bækurnar fóru eins og eldur í
sinu um allt land. Unga fólkið
gleypti sögurnar í sig. Menn
flykktust í nám í íslenskum
fræðum. Vakning átti sér stað.
Þjóðin öðlaðist aukinn kraft í
sjálfstæðisbaráttunni. Enn á ný
höfðu íslendinga sögur sannað
að gildi sitt, að kraftur þeirra
er óháð tíma og tækni.
Halldór Laxness segir svo í
Minnispunktum um fornsögur.
„Gegnum myrkur lángra alda
voru þessar sögur aleiga þjóð-
ar sem þreyði vesturí hafi nær
útsloknan, eftivill í meiri eymd
en nokkur önnur vestræn þjóð.
Sú öld, sem hafði bjargað lífi
sínu með því að seljast í hend-
ur erlendu konúngsvaldi gegn
loforði um sex skipa siglíngu
á ári, gaf niðjunum þessa gjöf
í vegarnesti á hinni þúngu
braut: fornsögurnar með
minníngum sínum um hetjur
og örlög bókfestar á sjálfu
móðurmáli skáldskaparins. Á
þessari gjöf nærðist þjóðin.
Þessi gjöf var fjöregg hennar,
líf hennar í dauðanum. Trúin
á hetjuna sem bregður sér
hvorki við sár né bana og kann
ekki að láta yfirbugast, þessi
manndómstrú var okkar líf. 1
lífsháskum aldanna var hún
aflið sem deyddi dauða okkar.
Og málið, hið fullkomnasta
sem ritað hafði verið á Vest-
urlöndum, mál sem eignaðist
sígild listaverk áður en Evrópa
fæddist til menníngar sinnar,
það varð gimsteinn okkar.
Þannig varð fornsagan fræið
sem átti að lifa, græðlíngurinn
í klakaþelanum, sem átti að
skjóta sprotum á nýju þjóð-
vori. Hetjuskáldskapur 13du
aldar varð uppistaða þjóðar-
sálarinnar. Á þeim tímum sem
niðurlægíng okkar var dýpst
kendi fornsagan að við værum
hetjur og kynbornir menn.
Fornsagan var okkur óvinnan-
leg borg, og það er hennar verk
að við erum sjálfstæð þjóð í
dag.“
Ný útgáfa
Ég ætla að víkja nokkrum
orðum að útgáfu bókaforlagsins
Svarts á hvítu á íslendinga sög-
um.
I samráði við ritstjóra út-
gáfunnar var ákveðið að gefa
sögurnar út með nútímastafsetn-
ingu. Það er í anda þess viðhorfs
að sögurnar séu lifandi bók-
menntir, sígildar bókmenntir,
sem eigi erindi til fólks nú á
tímum. Svipað viðhorf ríkti
reyndar hérlendis fyrr á öldum.
Jón Helgason segir í Handrita-
spjalli:
„Síðan fornsögur voru fyrst
skrifaðar upp á íslandi hefur
verið hafður á þeim sá rit-
háttur sem skrifurum sjálfum
og lesendum þeirra var tam-
astur. Fjórtándu aldar menn
skrifuðu eins og þeim var lagið,
fimmtándu aldar menn sömu-
leiðis, og svo koll af kolli. ...
Enginn þekkti það sem nú er
kallað „samræmd stafsetning
forn“, enda var þess engin von,
því að hún var ekki búin til
fyrr en á 19du öld og allsendis
ókunn fornmönnum sjálfum.
Þeir sem nú láta prenta ís-
lenzkar fornsögur með rit-
hætti vorra daga, breyta í fullu
samræmi við þá venju sem
tíðkazt hefur á Islandi frá alda
öðli.“
Við þetta er að bæta, að fornleg
stafsetning á íslendinga sögum
hefur átt sinn þátt í því að skapa
gjá milli þeirra og almennra
lesenda. Ennfremur hafa menn
að minni hyggju verið óþarflega
örlátir á skýringar, því skýringar
geta einnig haft þau áhrif að
lesandinn sannfærist um að úti-
lokað sé að lesa textann skýr-
ingalaust. Víst er að okkur er
snöggtum hægara að lesa íslend-
inga sögur skýringalaust en allar
þær byrðar amerískra og enskra
reyfara sem hér eru bornar út úr
bókaverslunum. Um vísnaskýr-
ingar gilda önnur lögmál þar sem
vísurnar eru oft dálítið snúnar,
enda er vísnaskýringar einnig að
finna í þessari nýju útgáfu.
Markmiðið með nýrri útgáfu á
íslendinga sögum er að fá fólk
504
tHLENDINCA SOCUR
ECILS SAGA
akuli þar vaka jrfir og yrkja um skjóld hans7 Nú takið hest minn. Skal
eg rlða eftir honum og drepa hann "
Honum var þé aagt að Einar hafði riðiðanemma um morgunmn „mun
hann nú kominn vestur til Dala "
Slðan orti Egill drápu og er þetta upphaf að:
Méltrmðlýmo Htmn bjartm ékjoid rrtgþá
orlála manmt lEimani banl betm hl mlm.
Mtr tkula tkki vtrka muftagntr stýru
taumar á tkipt dverga Imitlagðar hendmr
tndtkáldtkaptnnl Hlyátö til oráa minna
54 Mál er lofs að lýaa
Ijóogarð, er þá eg. barða.
már kom heim að hendi
hoddændu boð, enda
Skalat að grundar Gylfú
glauma misfengnir taumar,
hlýðið ér til orða,
erðgröina, mér verða
Egill og Einar héldu vináttu ainni meðan þeir lifðu báðir. En avo er
aagt að f*en akjöldurinn um afðir að Egill hafði hann með aér f brúðfor
þá er hann fór norður á Vfðimýri með Þorkatli Gunnvaldaayni og þeir
Rauða-Bjamaraynir. TrefUI og Helgi. Þá var apillt akildinum og kastað
f sýruker. En afðan lét Egill taka af búnaðinn og voru tólf aurar gulls í
apöngunum.
QO Þorateinn,aon Egila, þá er hannóx upp, var allra manna frfðast-
ur aýnum, hvftur á hár og bjartur álitum. Hann var mikill og
aterkur og þó ekki eftir þvf sem faðir hans. Þorsteinn var vitur maður og
kyrrlétur, hógvar, stilltur manna beat Egill unni honum litið. Þor-
steini var og ekki við hann áatóðigt en þau Asgerður og Þorsteinn unn-
uat mikið Egill tók þé að eldast mjbg
Það var eitthvert lumar er Þorsteinn reiö til alþingis en Egill aat þá
heima En áður Þoratemn f«n heiman stilltu þau Aagerður um og tóku
úr kistu Egils ailkislæður Arinbjamarnauta og hafði Þorateinn til
þinga. Og er hann hafði á þinginu þá voru honum dragafðar og urðu
aaurgar neðan þá er þeir voni f Lögbergagóngu Og er hann kom heim
þá hirti Aagerður siaðumar þar aem áður voru. En n\jög miklu aíðar þá
er Egill lauk upp kiatu sfna þá fann hann aðspillt var slsaðunum og leit-
aði þá mála um við Aagerði hverju það gegndi. Hún aagði þá hið sanna
til. Þá kvað Egill:
55. Átti eg erfinytja, 6g ám trfingja, toa Ittm var) mér tkkt of
arfa mér til þarfan þarfarlóþarfuri Sonmrlminn) ktfurtmk
Mig hefr sonr of svikið, iá mug Ufandt Maáunnn mttttt vtt biáa
avik tel eg f þvf, kvikan. þtttaðmtnn klMámgrjótiyflrmiglheygðu
Vel mjrtti þeae vatna migj.
viggriðandi bfða
þintr hljód 0/1 tkal km
im Hóráaland. *
er hafakfða hlæði
hljótendr of mig grjóti.
Þorsteinn fékk Jófrfðar dóttur Gunnars Hlifarsonar. Móðir hennar
var Helga dóttir ólafs feilans, systir Þórðar gellis. Jófrfði hafði átt fyrr
Þóroddur son Tungu-Odda.
Litlu eftir þetta andaðist Asgerður Eftir það brá Egill búi og seldi f
hendur Þorsteini en Egill fór þá suður til Mosfeils til Grfms mágs sfna
þvf að hann unni mest Þórdfsi stjúpdóttur sinni þeirra manna er þá voru
á lífí
Það var eitt sumar að skip kom út f Leiruvogi og stýrði sá maður er
Þormóður hét. Hann var norraenn og húskarl Þorateins Þórusonar
Hann hafði með að fara skjöid er Þorsteinn hafði sent Agli Skalla-
Grímasyni og var það ágaetagripur. Þormóður færði Agli skjöldinn en
hann tók við þakksamlega. Eftir um veturinn orti Egil) drápu um
skjaldargjöfína er kölluð er Berudrápa og er þetU upphef að:
56. Heyri fúra á forsa HlýA þ
fallhadda vinar stalla, Gtfi m<
hyggi, þegn, til þagnar *<
þinn lýðr, konungs, mína
Oft akal amar kjafta
örð góð of tröð Hörða,
hrafnatýrandi hraera
hregna, mfn of fregnaat.
Þorsteinn Egilaaon bjó að Borg Hann átti tvo laungetna sonu, Hnflu
og Hrafn, en síðan hann kvongaðist áttu þau Jófrfður tfu bóm. Helga
hin fagra var þeirra dóttir, er þeir deildu um Skáld-Hrafn og Gunnlaug-
ur ormstunga Grfmur var elstur sona þeirra, annar Skúli, þriðji Þor-
geir, fjórði Kollsveinn, fímmti Hjorleifur, aétti Halli, sjöundi Egill, átti
Þórður Þóra hét dóttir þeirra er átti Þormóður Kleppjámason Frá
bömum Þorsteina er komin kynslóð mikil og mart atórmenni. Það er
kallað Mýramannakyn allt það er frá Skalla-Grlmi er komið.
Q O önundur sjóm bjó að Ánabrekku þé er Egill bjó að Borg. önund
ur sjóni átti Þorgerði dóttur Bjarnar hins digra af Sncfells-
strönd. Bóm þeirra Onundar voru þau Steinar og Dalla er átti Ogmund-
ur Galtaaon, þeirra synir Þorgils og Kormákur Og er önundur gerðist
gamall og sýndur Ktt þá seldi hann af hendi bú. Tók þá við Steinar son
hana. Þeir feðgar áttu auð fjár Steinar var allra manna mestur og
rammur að afíi. Ijótur maður, bjúgur f vexti, fóthár og miðakammur
Steinar var uppivöðalumaður mikill og Akafamaður, ódæll og harðfeng-
ur, hinn mesti kappsmaður
OPNA ÚR HINNI NÝJU ÚTGÁFU ÍSLENDINGASAGNANNA.
Kaflinn er úr Egils sögu og eins og sjá má eru vísnaskýringar á nútímamáli viö hlift hverrar vísu.