Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1986 JÓLASYRPA Myndlist » Bragi Ásgeirsson Víða í stórborgum erlendis rekst maður á litla sýningarsali, sem hafa á boðstólum hvers konar listvarning — myndlist, listiðnað og heimilisiðnað. Sums staðar eru þessar verslanir næst- um hlið við hlið í listamanna- hverfum og maður tekur eftir því, að stöðugur straumur fólks er í þær. í þessum sýningarsölum er nefnilega einungis höndlað með handunninn varning, sem verður æ vinsælli á þeirri plast- öld sem við lifum og hrærumst í. Fyrir jólin er sérstaklega gaman að koma á þessa staði, þvi að þá er mikil áhersla lögð á að færa þá í hátíðarbúning — kertaljós loga víða og boðið er upp á góðgæti og jafnvel jóla- glögg á stundum. Innandyra er vingjarnlegt fólk og brosandi, og þó ríkir þar engin átroðningur um sölu á varningnum. Maður er kvaddur með sömu alúðinni, hvort sem maður kaupir eða ekki. Þetta eru vissulega verslanir, sem fólki líkar við og eru mjög svo frábrugðnar stórmörkuðum nútímans með öllum þeim hraða, er þar ríkir, rafmagnströppum og manngrúa. í litlu sýningarsöl- unum og listmunaverslununum liggur ekkert á — fólk er einung- is ánægt og glatt, sátt við lífið og tilveruna og vill lýsa upp sál- artetur þeirra er inn rekast. TRÖLLEYKIÐ Þegar Desmond Bagley lést fyrir tveim árum kom á daginn að hann átti nokkur handrit í fórum sínum. í fyrra kom út í nætur- villu, sem seldist upp viku fyrir jól, en hefur verið endurprentuð í takmörkuðu upplagi. Nú kemur Trölleykið, sem dregur nafn af feiknastóru farar- tæki, sem er notað til flutninga í Nyala, ríki í V. Afríku. í Trölleykinu nær Desmond Bagley hámarki í frásagnasnilld sinni; hraða í frásögn, baktjalda- makki og unnum sigri. Trölleykið er hörkuspennandi Bagleybók. SUÐRI Sumir sýningarsalir hér í borg hafa reynt að bregða sér í hátíð- arbúning á undanförnum árum og nú hefur þeim fjölgað í þeim mæli, að Reykjavík er að fá yfir sig eins konar stórborgarbrag að þessu leyti og vil ég í þessum línum geta nokkurra þeirra. - O - í gallerí Langbrók getur að líta fjöldann allan af listmunum, grafíkmyndir, leirmuni, skart- gripi, teikningar og smámyndir hvers konar. I nýopnuðu útibúi gallerísins á horni Bókhlöðustígs og Laufásvegar hefur verið opn- uð textíldeild, og þar sýnir m.a. Steinunn Bergsteinsdóttir mjög listilega hannaðar flíkur, sem eru módelverk hver og ein. Vil ég vekja sérstaka athygli á þeim, því að hér blómstrar íslenzk list- hönnun og myndi ég umsvifa- laust festa mér eina, væri ég af „sterkara" kyninu ... - O - Það var sérstök jólastemmn- ing er mig bar að garði í Gallerí Borg á dögunum. Galleríið er nú eitt um það að halda uppi merki sölugalleríis á alþjóðamæli- kvarða, síðan Listmunahúsið lokaði dyrum sínum fyrir fullt og allt. Þar eru á boðstólum grafikmyndir, vatnslitamyndir, krítarmyndir og olíumálverk ásamt gleri og keramik. Um leið stundar það umfangsmikla um- boðssöiu á myndverkum, og þar er að finna verk eftir marga helstu málara þjóðarinnar af eldri og yngri kynslóð og þarf Eruð þið hagsýn? Hytsamar gjafir Þeir eru margir sem í gegn um árin hafa notið góðrar þjónustu Vogue. Tökum daglega upp nýjar tískuvörur í miklu úrvali. Jóladúkar, jólaefni. Gardínu- og fataefni. Rúmfataefni úr bómull og damaski. Rúmteppi og efni úr indverskri bómull, einnig vattstungin rúmteppaefni. Dúkar úr bómull og púðar úr bómull og silki. Rúmföt, veggteppi og gólfmottur. Södahl dúkar, diskamottur og ýmsir smáhlutir eins og kökubox, kertastjakar, glasabakkar og fleira. búðirnar digra sjóði til að festa sér sum þeirra. - O - Þá ber að nefna Verkstæði V í Þingholtsstræti 28, þar sem fimm einstaklingar vinna á staðnum að gerð textílverka hvers konar, aðallega ofin og þrykkt. Þar getur að líta fatnað, gluggatjöld, dregla og myndverk. Nokkrir vefstólar eru á staðnum og er einkar skemmtilegt að líta þar inn, því að stemmningin er svo hlýleg. Ég hef ekki getað komið því við að geta þessa ágæta framtaks fyrr og vil hér upplýsa, að eigendurnir eru allir nýútskrifaðir nemendur úr text- íldeild Myndlista- og handíða- skóla íslands. Er hér um sjálfs- bjargarviðleitni að ræða, sem fróðlegt verður að fylgjast með, hvernig gengur, en víst er, að hún á fullan rétt á sér og varningur- inn er hinn girnilegasti. Svo vil ég minna á verzlanir ís- lenzks heimilisiðnaðar, þar sem fá má mikið úrval hvers konar list- og heimilisiðnaðar, sem íslenzk- ar hendur hafa farið um og mót- að af alúð og listfengi. — Það sem máli skiptir og er kveikjan að þessu skrifi er mikil- vægi þess, að fólk geri sér ljóst, hve mikilvægt er að lyfta undir og styrkja íslenzka list — listiðn- að svo og heimilisiðnað til að þetta allt verði það, sem stefnt er að, — á heimsmælikvarða að gæðum. Hér hefur markinu verið náð í sumum tilvikum, en við þurfum að gera betur, langtum betur og getum gert betur. - O - Loks vil ég geta þess í leiðinni, að inn úr dyrunum var að berast dagatal Eimskips 1986 með for- kunnarfögrum ljósmyndum í lit eftir hinn nafnkennda listamann í því fagi Rafn Hafnfjörð. Mynd- irnar eru hugsaðar sem eins konar óður til landsins, og það eru þær sannarlega og eru höf- undinum, útgefandanum og prentverkinu, sem er Kassagerð Reykjavíkur, til mikils sóma. esið reglulega af ölmm fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.