Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 B 9 GUNNAR STEFANSSON, nýr ritstjóri næstelsta tímarits á Islandi „Andvari hefur miklu hlutverki að gegna“ Texti: ILLUGIJOKULSSON ■ 1985 SIGUHÐUR MORARINSSON Siflurð S&nþónfian Adrir hírfuodar: Öiahir Jóhítnn Skjurðsson Oin Olalsson Krístjan Karlsson Gils Guömundsson Baiduf Óskarsson HösKuWur rirékmon Malthiaa Johanftosson horstemn Gyltason SMfán Snævarr Jon Hxm Haraklsaon Gunnar Stotánsson Kápa 110. árgangs Andvara. Útliti tímaritsins hefur verið breytt og eins og sjá má er ævisaga þessa heftis um Sigurð Þórarinsson jarð- fræðintr. Gunnar Stefánsson er kunnur fyrir margvísleg störf sfn að íslenskum menntum og menning- armálum. Hann er nú dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins og skrifar þar að auki leiklistargagnrýni í dagblaðið NT. Enn ein ábyrgðar- staða bættist honum á árinu sem er að líða; hann var ráðinn ritstjóri Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, og er 110. árgang- urinn — hinn fyrsti undir ritstjórn Gunnars — nú nýkominn út og kennir þar að venju margra grasa. Andvari er næstelsta timarit landsins, það er enn er gefið út; Skírnir einn er eldri. Óhætt mun segja að Andvari sé sprottinn upp úr Nýjum félagsritum sem Jón forseti Sigurðsson gaf út í Kaup- mannahöfn árum saman, og segir Vilhjálmur Þ. Gíslason í bók sinni Blöð og blaðamenn að fyrstu árin hafi Andvari vart verið annað en Ný félagsrit með breyttu nafni. Blaðið var, eins og Félagsritin, gefið út í Kaupmannahöfn til að byrja með og var jafnan kallað málgagn Jóns Sigurðssonar, enda var hann fyrsti ritstjóri þess. f fyrstu ritnefndinni sátu þó engir aukvisar: Björn Jónsson, Björn M. Olsen, Eiríkur Jónsson og Sig- urður L. Jónasson. Fyrsta bindi Andvara kom út þjóðhátfðarárið 1874 og setti rit- stjórinn mjög mark sitt á það. Hann skrifaði langa grein um stjórnarskrána og bjó einnig til prentunar nokkur bréf Eggerts Ólafssonar. Stjórnmál voru áber- andi í Andvara til að byrja með en smátt og smátt varð efnið fjöl- breyttara. Auk þess að sinna menningarmálum nokkuö varð Andvari alhliða fræðirit og beitti sér einkum fyrir framförum í vís- indum og félagsmálum, þótt póli- tík og sjálfstæðismál hafi fráleitt orðið útundan. Gegndi Andvari miklu hlutverki á þessum árum og skrifuðu flestir andans og vís- indamenn þjóðarinnar greinar í ritið. Má til dæmis taka hér með upptalningu sem birtist í fyrr- nefndri bók Vilhjálms B. Gíslason- ar. „í Andvara skrifar Jón ólafsson um ráðherra ábyrgðarlög, Arnljót- ur Ólafsson um sveitastjórnarmál, Páll Briem um fátækramál og um skattamál, Benedikt Sveinsson um stjórnarskrármál, Sigurður Stef- ánsson í Vigur um sjálfstjórnar- kröfur, Guðmundur Björnsson um endurbætur á læknaskipun, Jón Magnússon um fátækralöggjöf erlendis, Sigurður Thoroddsen um vegi og Eiríkur Briem um að safna fé. Svo eru greinar um atvinnumál. Þorvaldur Thoroddsen og Bjarni Sæmundsson birta þar rannsókn- arskýrslur sínar og koma víða við. Þorvaldur skrifar líka um sólina og ljósið og um jarðskjálfta og er í senn hinn ötulasti rannsóknar- maður og fjörugasti alþýðufræðari og áhugamaður um framfaramál." „Mcnningarmál eru mér hugleikin“ Seinna bættist til að mynda Þorkell Jóhannesson prófessor í þennan fríða flokk Andvarahöf- unda, en Þorkell var einn helsti menntamaður þjóðarinnar á sinni tíð. Þorkell var raunar ritstjóri tímaritsins um skeið. Áberandi þáttur í Andvara hef- ur verið sú röð ævisagna um merkismennn sem þar hefur birst allar götur síðan árið 1880. Ævi- sögur þessar — eða æviágrip öllu heldur — hafa ætíð verið með vinsælasta efni ritsins og fjalla þær um menn af öllum sviðum íslensks þjóðlífs: menningu, vís- indum, stjórnmálum og athafna- lífi. Það var vel við hæfi að fyrsta ævisaga Andvara skyldi vera um stofnanda ritsins og sjálfstæðis- hetju íslendinga, Jón Sigurðsson. í gegnum árin hafa ýmsar breyt- ingar orðið á efni Andvara eins og gerist og gengur en alltaf hefur þó verið lögð áhersla á að efnið sé hið vandaðasta. Skrá yfir efni Andvara fyrstu hundrað árin gef- ur þetta glöggt til kynna en skrá þessa tók Guðrún Magnúsdóttir saman árið 1978. Fæst hún á skrif- stofu Hins íslenska þjóðvinafélags. Síöustu árin og áratugina má segja að menningarefni ýmiss konar hafi verið burðarásinn í Andvara og svo verður áfram, að sögn nýja ritstjórans, Gunnars Stefánssonar. „Vitaskuld hlýtur hvert tímarit að draga dám af sínum ritstjóra," sagði Gunnar þegar ég ræddi við hann á skrifstofu hans í útvarps- húsinu nýlega, „og ég dreg enga dul á það að hvers konar menning- armál eru mér afar hugleikin en þó einkum og sér í lagi bókmennt- ir. Það má því vænta þess að bók- menntalegt efni setji svip sinn á Andvara meðan ég er ritstjóri þó öðrum efnum verði aö sjálfsögðu gerð skil þegar svo ber undir.“ Gunnar Stefánsson ritstjóri hefur hug á því að fjölga heftum Andvara en nú kemur ritið út einu sinni á ári. „Tónlist, réttlæti og sannleikur Efni þess 110. árgangs Andvara sem nú er nýútkominn er af ýmsu tagi. örn Olafsson skrifar um Guðmund G. Hagalín og ber rit- gerð hans undirtitilinn „Nokkrar athuganir á ritferli hans fyrsta aldarfjórðunginn". Er í ritgerðinni einkum fjallað um viðhorf Guð- mundar til skáldskapar, móttökur þær er hann fékk framan af ferli sínum svo og störf hans að félags- málum rithöfunda. Örn segir í niðurlgi: „Það væri óskandi að menn hættu að láta deilumál gærdagsins skyggja á það sem Guðmundur Hagalín hfur best gert. Menn skyldu ekki missa sjón- ar á bestu ritum hans vegna þess eins hve mikið hann skrifaði og misgott. Sé hann metinn eftir því sem hann gerði best, þá hlýtur hann að teljast til merkari höf- unda á fyrri hluta tuttugustu ald- ar.“ Þá ritar Gils Guðmundsson um Jónas Jónsson frá Hriflu og afskipti hans af stofnun Menning- arsjóðs sem sporna skyldi gegn bókaútgáfu vinstri manna. Segir Gils að Menningarsjóður og Menntamálaráð „hafi verið meðal þeirra „barna“ Jónasar sem honum voru hugleikin og hann lét sér annt um allt síðustu stundar." Enn má nefna að Höskuldur Þráinsson birtir í Andvara grein „Um athugun á framburði og eðli- legt mál“ eins og hann nefnir rit- smíð sína. Höskuldur vekur at- hygli á því að við Háskóla fslands er nú unnið að undirstöðurann- sóknum í málfræði sem þegar er unnt að hagnýta í skólastarfi. Mörg línurit og töflur fylgja grein hans. Þorvaldur Gylfason birtir í Andvara erindi sem hann hefur áður flutt bæði hér heima og er- lendis og nefnist „Tónlist, réttlæti og sannleikur". Efnis erindisins verður ekki tíundað í stuttu máli en geta má þess að það er tileinkað þeim hjónum Sigríði J. Ragnar og Ragnari H. Ragnar á ísafirði. Þá má nefna að Jón Thor Haraldsson skrifar stutta grein um „Ólaf Frið- riksson, eins og ég mann hann“ og Gunnar Stefánsson skrifar um nokkrar nýjar ljóðabækur eftir þá Jón úr Vör, Kristján Karlsson, Sigvalda Hjálmarsson og Þorstein frá Hamri. Æviágripin verða áfram bnurðarásinn Töluvert er um skáldskap í rit- inu. Matthías Johannessen á þar smásögu er heitir „Konungur af Aragon" og Stefán Snævarr „Tvær örsögur”. Ný ljóð eru eftir ólaf Jóhann Sigurðsson og Kristján Karlsson og Baldur Óskarsson birtir þýðingar sínar á þremur kínverskum ljóðum. Þá er aðeins ótalin lengsta grein heftisins, æviágrip Sigurðar Þór- arinssonar jarðfræðings eftir Sig- urð nafna hans Steinþórsson. Æviágrip þetta er um 50 blaðsíður að lengd og allt hið vandaðsta, að sögn ritstjóra Andvara. „Við munum halda áfram að birta þessar ævisögur," sagði Gunnar Stefánsson. „Það er al- kunna hversu mikinn áhuga ís- lendingar hafá á ævisögum og enda þótt æviágripin í Andvara séu ekki ýkja löng tel ég að þau séu mjög aðgengileg þeim sem þurfa á að halda samþjöppuðum fróðleik um einhvern merkis- manninn. Frásögn Sigurðar Stein- þórssonar um nafna sinn er mjög gott dæmi um hvernig þessar ævisögur geta bestar orðið, enda þekkir Sigurður mjög vel til vís- indastarfa nafna síns og er ritfær maður." Varðandi frumsaminn skáld- skap í Andvara sagði Gunnar Stefánsson að enda þótt hann yrði sennilega aldrei uppistaðan í rit- inu, „það verður eftir sem áður sögulegt efni af ýmsu tagi“, þá væri hann fús til þess að halda áfram að birta slíkt efni, bæði ljóð og smásögur. „Tímaritaleysið mjög bagalegt“ „Raunar er tímaritaleysið hér mjög bagalegt," sagði Gunnar. „Tímarit Máls og menningar er í raun eina ritið, auk Andvara, sem birtir vandað bókmenntaefni við alþýðuskap; Skírnir er meira fyrir fræðimenn. Ég tel að tímarit á borð við Andvara hafi miklu hlut- verki að gegna og ætla meðal annars að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að gefa ritið út oftar en einu sinni á ári. Á árunum 1959—67 komu út tvö til þrjú hefti á ári, en frá því var síðan horfið. Mig langar til þess að fjölga heft- um á ný eða að minnsta kosti stækka þetta eina hefti sem nú kemur út á ári. En þetta fer að sjálfsögðu eftir undirtektum les- enda enda er útgáfa af þessu tagi dýr.“ Óhætt mun að fullyrða að ekki hafi mikið farið fyrir útgáfu Andvara hin síðustu ár og sagðist Gunnar Stefánsson hafa fullan hug á að breyta því. „Þetta er kannski fyrst og fremst spurning um auglýsingu," sagði Gunnar, „því efni tímaritsins stendur fylli- lega fyrir sínu og ég hef tekið eftir því að það er tiltölulega auðvelt að fá gott efni til birtingar, bæði fræðilegs eðlis og skáldskap. Ég nýt líka góðs af starfi mínu hér hjá Ríkisútvarpinu því hingað koma menn með margvíslegt efni til flutnings. Þá á ég ekki við að ég muni fara að birta útvarpserindi í Andavara heldur hitt að hér veitist mér létt að fylgjast með því sem menn eru fást við, hver á sínu sviði.“ Að lokum spurði ég Gunnar Stefánsson hvort það væri tíma- frekt starf að ritstýra Andvara. „Þetta verður náttúrlega aldrei anr.að en hjáverk en jú, þetta er nokkuð tímafrekt. Það má scgja að ritstjórinn þurfi alltaf að vera á vakt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.