Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 7

Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 7
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 7 Áskirkja: Kammersveit Reykja- víkur heldur jólatónleika Kammersveit Reykjavfkur efnir til jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 29. desember klukkan 17. Á tónleikunum veróa einungis flutt verk eftir Georg Friedrich Hándel, sem er eitt hinna frægu afmælisbarna tónlistar- innar á þessu ári. Tveir einleikarar koma fram með Kammersveitinni á jólatón- Ieikunum. Ann Toril Lindstad frá Noregi, sem starfar hér á landi, m.a. sem orgelleikari í Laugarneskirkju, er einleikari í konsert í B-dúr. op. 4, nr. 6, fyrir orgel og kammersveit. Unnur Sveinbjarnardóttir, sem er bú- sett í Bamberg í Þýskalandi, leik- ur einleik í konsert í h-moll fyrir lágfiðlu og kammersveit. Þá flytur kammersveitin Con- certo grosso í D-dúr, op. 6, nr. 5 og Vatnasvítu nr. 1, í G-dúr. Þetta eru fyrstu áskriftartón- leikar á þessu starfsári Kammer- sveitar Reykjavíkur, en hún hef- ur starfað í 11 ár. (FrétUtilkynning) Skírnir kominn út SKÍRNIR, Tímarit hins ísienzka bók- menntafélags 159. árangur er kominn út. Ritstjórar eru Kristján Karlsson og Siguröur Líndal. í fréttatilkynningu frá Hinu ís- lenzka bókmenntafélagi segir svo um efni Skírnis: „Skírnir hefst að þessu sinni á æviágrípi Einars Ólafs Sveinssonar sem lézt 18. apríl 1984, en hann var ritstjóri Skírnis 1944—1953 og forseti Hins íslenzka bókmenntafé- lags 1962—1968. Er Jónas Krist- jánsson prófessor höfundur þess. Þá tekur við kvæðabálkurinn Á spítala eftir Matthías Johannessen. Á þessu ári eru liðin 150 ár frá því að tímaritið Fjölnir hóf göngu sína. Af því tilefni ritar Aðalgeir Kristjánsson ýtarlega ritgerð þar sem hann segir frá efni Fjölnis, tilgreinir höfunda og hvert þeir sóttu efniviðinn, meðal annars hvaðan þýtt efni var fengið. í ritgerðinni Verkefni íslenzkrar heimspekisögu freistar Gunnar Harðarson að gera grein fyrir því hvers konar rannsóknir þyrfti að gera á sviði íslenzkrar heimspeki- sögu og reifar hið helzta sem vitað er um heimspekiiðkun íslendinga fyrr á öldum, en víkur loks að þeirri spurningu hvort fslendingar eigi sér heimspekihefð. Tvær ritgerðir tengjast verkum Halldórs Laxness. Hin fyrri er eftir Örn ólafsson og nefnist Únglíngur- inn í skóginum og Alþingi. Þar leitar hann svars við þeirri spurningu hvort það hafi verið vegna hneyksl- unar þingmanna á þessu fræga kvæði að Halldór var sviptur starfslaunum á Alþingi 1925, eða voru ástæður aðrar? f hinni síðari, Takmörk og takmarkanir þýðinga, gerir Sigfús Daðason ýmsar at- hugasemdir við ritgerð Ástráðs Eysteinssonar Bókmenntir og þýó- ingar, sem birtist í Skírni 1984, og ræðir af því tilefni nokkuð um þýð- ingar almennt. Jorgen Selst rannsóknarbóka- vörður við Ríkisbókasafnið í Árós- um á ritgerðina Sveröió og hin myrku öfl, þar sem hann gerir grein fyrir skáldsögu Agnars Þórðarson- ar, Ef sverð þitt er stutt. Er niður- staða höfundar sú að þeir sem ritað hafi um islenzkar bókmenntir eftir síðari heimsstyrjöld hafi ekki gefið þessari bók gaum sem skyldi. í heimi þar sem ragnarök séu ekki lengur aðeins goðsögn, heldur yfirvofandi áhætta, sé sagan „ógn- vekjandi nærgöngul". Höfundur áræði að „kljást við stóru vanda- málin sem varða rök tilverunnar og afhjúpa hin myrku öfl í mannin- um“, öfl sem hafi ekki verið skýrð fyrr en með síðari tíma sálfræði- rannsóknum. Blót og þing nefnist ritgerð eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Þar er rætt um trúarlegt og félagslegt hlutverk goða á tíundu öld. Er niðurstaða hans á þá leið að hlut- verk goðanna hafi verið alhliða og tekið jafnt til þeirra þátta sem síðar voru kallaðir trúarlegir ann- ars vegar og félagslegir hins vegar. Þetta tvennt hafi varið samofið, hvort heldur þeir stýrðu sakferli á þingum eða blótveizlu í hofi. Þá tekur við ritgerð eftir Sveinbjörn Rafnsson, Um Staöarhólsmál Sturlu Þóröarsonar og íslenzka valds- mennsku um hans daga. Höfundur telur nær víst að Sturla Þórðarson hafi hnikað til gömlum Landnámu- texta um Saurbæ til samræmis við valdaaðstöðu og kirkjuskipan samtíma síns. Þá setur hann fram nýjar ábendingar um uppruna Melabóka og ritun Eyrbyggja sögu á 13. öld og loks bendir hann á samfélagslegar og efnahagslegar valdastofnanir á Islandi á 13. öld og ber þær iauslega saman við rannsóknir í öðrum Evrópulöndum. Tvær ritgerðir fjalla um lista- sögu. Bera Nordal skrifar um Lög- bókarhandritiö Gks. 1154 I folio sem jafnan gengur undir nafninu Codex Hardenbergensis. Hefur handritið að geyma þá gerð landslaga Magn- úsar lagabætis sem kennd er við Gulaþing og Kristinrétt. Flestir hafa talið handritið frá fyrri hluta 14. aldar, ritað í Vestur-Noregi, nánar til tekið í Björgvin. Handrit þetta hefur löngum verið talið höfuðprýði norskra miðaldahand- rita og raunar eini vitnisburðurinn um norskar handritalýsingar frá miðöldum, en það er nýkomið út í ljósprentaðri útgáfu. En er hand- ritið norskt? Því leitast rigerðar- höfundar við að svara. Gunnar Kvaran á ritgerðina Rými / tími í verkum Errós. Hún hefst við árið 1963, en þá var að fæðast nýtt myndmál sem æ síðan hefur einkennt alla listsköpui Errós. „Ný frásagnahugmynd kon fram á sjónarsviðið, sem byggðis umfram allt á ljósmyndaávisunun og samhrúgun mynda. Þessi hug mynd átti eftir að beina listamann inum inn á aðrar brautir í mynd byggingu: rými fyllt upp af fjöldí tímavísana varð miðpunkturinn myndrænum hugleiðingum Errós.‘ Síðan rekur höfundur og skýrir listferil Errós út frá þessum for- sendum. í greininni Háskólakennari i París kynnir íslenzkar bókmenntir segir Jón Óskar frá starfi Régis Boyer í þágu íslenzkra bókmennta. Loks ritar Þorsteinn Antonsson um Utangarðsskáldiö Jóhannes Birkiland sem hann telur vera ein- hvern sérstæðasta einstakling ís- lenzkrar bókmenntasögu á þessari öld. Lýsir hann lífshlaupi hans, sem varla á sinn líka, og greinir frá verkum hans. Loks eru ritdómar eftir Árna Sigurjónsson, Bernhard Scudder, Einar Guðjohnsen, Jón Hilmar Jónsson, Jón Örn Marinósson, Kristján Árnason, Lýð Björnsson, Magnús Pétursson, Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur, Vilhjálm Skúlason, Örn Helgason og Örn ólafsson." fA jtfPT, Nýárskvöld l.janúarl986 Lifandi listahátíö Hótels Borgar Þaö er ekki oft sem svona hlutir gerast. Menningarviöburö mundu sumir kalla þessa uppákomu. En viö létum okkur nægja ^ aö kalla þetta konfekt fyrir eyrun, sælgæti fyrir augun og hunang fyrir magann / Hvaö er betra fyrir sálina í skammdeginu en fagrar listir, góöur matur og fallegir skrokkar. Ljúfmeti fyrir Öll skynfæri. Matseðill: Tilbrigöi viö 1001 nótt. Fjórréttaöur ævintýrakvöld- verður. Diskur eitt: Kanadahumar í skel. Diskur tvö: Roast-beef-rós. Diskur þrjú: Lax og skötuselur í sjávarréttahlaupi. Diskur fjögur: Innbakað lamba- fillet meö sveppa- og skinku- dúett. Kaffi og konunglegt konfekt. Ath.: fjórir kaldir réttir bornir fram í einu lagi meö heitum og köldum sósum. Léttvín m. mat. Fordrykkur. Fjöldi listamanna byrja listahátíðarárið á Hótel Borg. Haukur Morthens • Bubbi Morthens • Megas • Grafík • Dútl • Voice • og Djassófétin • Kvartett Arnþórs Jónssonar. Dansarar frá Kramhúsinu sýna sígilda og framandi dansa. Klassísk tónlist, djass, rokk, framúrstefnutónlist, popp og dægurtónlist. Skáld lesa úr verkum sínum: Einar Már • Einar Kára • Þórarinn Eldjárn • Dagur Sigurösson • Sjón • Jóhamar • Einar Melax • Þorri. Veislustjórar: Megas og Bubbi Morthens. f. íífíLl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.