Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
BÚR-skatturinn
kr. 6oo
o-f
BÚR Skatturinn
1947—1985
00 05
Ar
(Kostnaður á borgarbúa, meðalverúlag ársins 1985)
eftir Arna Arnason
í síðasta mánuði hætti Reykja-
víkurborg rekstri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur sem kunnugt er. Sú
ákvörðun varð tilefni töluverðra
umræðha. í einni blaðagreininni,
eftir Björgvin Guðmundsson,
fyrrv. borgarfulltrúa, mátti m.a.
lesa eftirfarandi fullyrðingu:
„Ráðamenn Reykjavíkur hafa
ekkert leyfi til þess að ráðskast
með eignir borgarinnar, () í þessu
tilviki Bæjarútgerð Reykjavíkur
og afhenda þær hlutafélagi, sem
yrði komið úr tengslum við borgina
innan skamms."
(Eigið fé BÚR náði rétt 2 milljón-
um kr. í lok síðasta árs.)
Samkvæmt þessum orðum hefur
BÚR breyst í nokkurs konar heil-
aga kú, sem ekki má snerta. Ekki
var það þó ætlun mín að ræða
þennan nýja átrúnað, heldur það
sem höfundur gefur sér sem sjálf-
sagðan hlut, nefnilega að það sé
ekkert athugavert, að ráðamenn
Reykjavíkur stofni til á hættusams
atvinnurekstrar með ótakmark-
aðri ábyrgð borgarsjóðs. M.ö.o.
ráðamönnum mun vera algjörlega
frjálst að gera út á buddu borgar-
búa.
Gallinn er sá, þegar stjórn-
málamenn stofna til atvinnu-
rekstrar, að þeir bera ekki sjálfir
ábyrgð, ef illa gengur. Þá er tapið
sótt í vasa skattgreiðenda. Ef
borinn er saman rekstur á BÚR
og t.d. ísbirninum hf. í gegnum
árin, kemur í ljós, að báðum fyrir-
tækjunum bar að greiða opinber
gjöld til borgarsjóðs. Munurinn er
bara sá, að BÚR hefur allar götur
síðan 1947 notið framlaga úr borg-
arsjóði. Samtals nema framlögin
á meðalverðlagi ársins í ár um
1.211 milljónum króna, sem sam-
svarar nær 16.000 krónum á hvern
íbúa í bænum. Meðfylgjandi línurit
sýnir árleg framlög til BÚR á
hvern íbúa í Reykjavík 1947—1985.
Að jafnaði nam árlegur skattur
rúmum 400 krónum á íbúa og
uppsöfnuð er fjárhæðin orðin
ámóta og heildarútsvör borgarbúa
á heilu ári (tekjuskattar til
Reykjavíkur 1984 voru 1.151 millj-
ón króna).
Af þessu sést, að það getur verið
skattgreiðendum í bæjarfélagi
dýrkeypt, að ráðamenn stofni fyr-
irtæki, sem bæjarfélagið, íbúarnir,
bera ótakmarkaða ábyrgð á. Bæj-
arfélag gæti t.d. hreinlega orðið
gjaldþrota, ef það réðist í nægilega
umfangsmikinn atvinnurekstur.
Fiskveiðasjóður er nú t.d. að
hluta að afskrifa lán, sem hvíla á
nokkrum skuttogurum. Þar á
Árni Árnason
„Af þessu sést, ad það
getur verið skattgreið-
endum i bæjarfélagi dýr-
keypt, að ráðamenn
stofni fyrirtæki, sem
bæjarfélagið, íbúarnir,
bera ótakmarkaða
ábyrgð á. Bæjarfélag
gæti t.d. hreinlega orðið
gjaldþrota, ef það réðist
í nægilega umfangsmik-
inn atvinnurekstur. “
meðal er sennilegt tap á láni vegna
eins einasta togara, Kolbeinsey,
að fjárhæð hátt í 200 milljónir
króna. Sú upphæð næmi 200.000
krónum á mann, ef henni væri
jafnað niður á 1.000 manna byggð-
arlag.
Þetta sýnir, að það getur verið
mjög varasamt að leyfa ráðamönn-
um Reykjavíkur og bæjar- og
sveitarsjóða yfirleitt, að ráðskast
með eignir borgaranna með þess-
um hætti. Því væri rétt að tak-
marka það með lögum, að bæjarfé-
lag geti stofnað til atvinnurekstrar
með ótakmarkaðri ábyrgð. Sömu-
leiðis væri rétt að takmarka
skuldabréfaútboð bæjar- og sveit-
arsjóða við þær lántökur, sem íbú-
arnir samþykkja í aimennri at-
kvæðagreiðslu. Virðist nægja þeir
baggar, sem ríkissjóður hefur
bundið komandi kynslóðum í inn-
lendum og erlendum lánum, þótt
bæjar- og sveitarfélög bæti ekki á
byrðarnar.
Höíundur er framk væmdasíjóri
Verzlunarráðs íslands.
Bernharð skólameistari afhendir Þorvaldi Jónssyni, fyrsta vetrarstúdent
skólans, prófskírteini. Þorvaldur útskrifaðist af viðskiptasviði.
15 útskrifaðir frá
Verkmenntaskólanum
— þ. á m. fyrsti vetrarstúdentinn
Akureyri, 20. desember.
Háskólaráð krafið sagna
FYRSTI vetrarstúdentinn var út-
skrifaður frá Verkmenntaskólanum
á Akureyri í dag, og auk hans voru
brottskráðir 10 undanþáguvélstjórar,
1 nemi í rafiðn og 3 úr vélstjórnar-
námi, 2. stigi.
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari Verkmenntaskólans, af-
henti þeim 15 nemendum sem út-
skrifuðust prófskírteini og sagði
m.a. við það tækifæri að margir í
hópnum væru sjóaðir í þess orðs
fyllstu merkingu. „10 þessara sól-
stöðusnáða okkar hafa verið hér
aðeins eina önn til að fá atvinnu-
réttindi sín sem vélstjórar. Aðrir
hafa verið hér lengur — þetta er
mislitur hópur og aldursmunur
mikill. Sá elsti gæti gengið þeim
yngstu í föður stað.“
— eftir Karl Arnason
//
Háskólarektor Sigmundur Guð-
bjarnason játar með grafarþögn
sinni við svari mínu til hans þann
11. desember síðastliðinn að hann
og Háskólaráð hafi markað hinni
„sannleiksleitandi vísindastofnun"
Háskóla íslands m.a. eftirfarandi
stefnu gagnvart álitsgerðum dóm-
nefnda sem Háskólinn skipar:
1) Háskólinn greiði að fullu fyrir
meiðyrði í dómnefndarálitum.
2) Niðurstöður dómnefnda Há-
skólans sem m.a. byggja á
meiðyrðum hafa vísindalegt
gildi.
3) Dómnefndir Háskólans mega
ærumeiða þá höfunda sem
leggja rit sín fram til dóms við
Háskólann án þess að Háskól-
inn aðhafist nokkuð.
4) Dómnefndir Háskólans teljast
hlutlausar gagnvart riti höf-
undar og höfundinum sjálfum
þótt þær ærumeiði hann fyrir
sumt sem í riti hans stendur.
5) Prófessorar Háskólans sem
dæmdir hafa verið fyrir meið-
yrði eru kjörgengir í rektors-
embætti.
Dauðaþögn háskólarektors þýð-
ir að siðferðisafbrot dómnefnda
Háskólans skipta hann engu máli.
Þau eru Háskólanum algerlega
óviðkomandi að öðru leyti en því
að Háskólanum ber einnig að
„Dauðaþögn háskóla-
rektors þýðir að siðferð-
isafbrot dómnefnda Há-
skólans skipta hann
engu máli. Þau eru Há-
skólanum algerlega
óviðkomandi að öðru
leyti en því að Háskól-
anurn ber einnig að
borga fyrir þá vinnu
sem í þau eru lögð.“
borga fyrir þá vinnu sem í þau eru
lögð. Slíkar siðareglur setur æðsta
menntastofnun íslensku þjóðar-
innar sér eða a.m.k. forystumenn
hennar. Hvers virði er stofnun sú
forysta sem lætur sig siðferði
hennar engu skipta? Hvers virði
eru nemendum próf frá slíkri
stofnun? Rektor segir í sínu fátæk-
lega undanbragðasvari að ekki sé
unnt að ómerkja dóm dómnefndar
þótt hann meðal annars byggist á
meiðyrðum. Hér þarf rektor ekki
annað að gera en að vísa málinu
til dómstóla og láta þá skera úr
um réttmæti dómsins. Þetta vita
allir, líka þeir sem unna meiðyrð-
um dómnefndarinnar. Vegna þessa
er það krafa mín sem skattþegns
að allir Háskólaráðsmenn svari
því strax og undanbragðalaust
hvort þeir eru samþykkir rektor í
fyrrgreindum atriðum eða ekki.
Einn af frambjóðendunum til
rektorsstarfs síðast, Páll Skúia-
son, sagði í tilefni af framboði
sínu: „Háskólinn er hugsjón mín.“
Finnst mönnum ekki að hugsjóna-
eldurinn logi glatt? Varla telja
Háskólaráðsmenn að siðferðilegt
þrotabú sé hugsjón? Telur kannski
lagaprófessorinn Gaukur Jörunds-
son að æra manna sé ómerkari
öðrum eigum og að þeir sem reyna
að ræna henni af mönnum séu ofar
standi annarra „aflamanna"? Við
athugun mína kom í ljós að Einar
Sigurbjörnsson prófessor á sæti í
Háskólaráði fyrir hönd guðfræði-
deildar. Ég vil taka það fram strax
að ég vil ekki óneyddur trúa því
að hann uni framgöngu rektors í
þessu máli. Siðferðisþrek hans og
hans fólks er að mínu mati af allt
öðrum toga, en það verður að sjálf-
sögðu hann sem sker úr um rétt-
mæti þeirrar skoðunar minnar.
Háskólaráðsmenn, ég krefst sem
skattþegn svara við þessum atrið-
um. Taki ráðið upp hátt háskóla-
rektors, dauðaþögnina, þá verður
að telja að ráðið hafi sjálft sett
sig siðferðilega bak við lás og slá
— gefið siðferðilega upp andann.
Höfundur er glerslípunarmeistari.
Mor^unblaðiA/Skapti
Hópurinn sem útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum ásamt Bernharó Haraldssyni, skólameistara, lengst til vinstri.
Samband íslenskra loódýraræktenda:
Uppboð á refaskinn-
um í Finnlandi
FYILSTA skinnauppboðið á þessari
vertíð var haldið í uppboði Finnska
loðdýrasambandsins í Helsingfors í
Finnlandi 5. og 6. des.
Aðeins voru seld refaskinn á
þessu uppboði með eftirfarandi
árangri;
Blárefur seldist á svipuðu verði
í dollurum og á desember upp-
boðinu í fyrra. Shadow hækkaði
hins vegar um 10% í dollurum.
FrétUtilkynning
Fim ísl.kr. Sölu% Fjöldi
Blárefaskinn 276 2.100 83 220.000
Shadow refir 333 2.530 93 70.000
Blue Silver 486 3.690 97 14.000