Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 Náttúrufræðidagur/ fuglatalningardagur Fuglaskoðarar við talningu á Garðskaga Sunnudaginn 29. desember 1985 verður haldinn síðasti náttúru- fræðidagur ársins, sá 8. á þessu ári. Áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns hefur staðið að þessum kynningardögum, þar sem teknir eru fyrir ýmsir þættir úr ríki náttúrunnar, svo og dæmi um starfsemi væntanlegs safns. Til dæmis má telja sýningar, fræðslu- ferðir og eins og nú, samstarf áhugamanna og vísindamanna við rannsóknir. Tilgangurinn með náttúrufræðidögunum er að vekja athygli ráðamanna og almennings á nauðsyn þess, að byggt verði alhliða, nútímalegt náttúrufræði- safn, þar sem aðstaða er til sýn- inga á ýmsu því sem við kemur náttúrunni, svo og til ýmissa rann- sókna. Að þessu sinni ber náttúrufræði- daginn upp á sama dag og fugla- áhugamenn halda árlegan talning- ardag. Fuglatalningardagar eru haldnir ár hvert, oftast milli jóla og nýárs. Hefur svo verið síðastlið- in 33 ár, eða frá árinu 1952. Þetta er eini dagurinn sem segja má að sé almennt útkall meðal fuglaskoð- ara á öllu landinu í einu. Alls taka 50—60 áhugamenn þátt í þessum talningum. Hvers vegna fuglatalningar? Tilgangur þess að telja fugla að vetrarlagi er einkum þríþætttur: 1) Að kanna hvaða fuglategundir lifa í landinu um hávetur. 2) Að kanna hversu algengar hinar ýmsu tegundireru. 3) Að fylgjast með ástandi fugla- stofna, hvort fuglum fækki, fjölgi eða hvort stofnar standi í stað. Fuglatalningar af þessu tagi gefa þverskurð af því fuglalífi sem hér er á þessum árstíma. Sá mis- skilningur hefur komið upp meðal þeirra sem þekkja ekki nægilega til, að taldir séu allir fuglar í landinu. Slíkt er vitaskuld ógjörn- ingur, enda athugendur sárafáir, landið stórt og hver talningarmað- ur kemst aðeins yfir takmarkað svæði. Hvernig fara talningar fram? Talningar fara þannig fram: Valinn er hentugur dagur, en talið er sama daginn um land allt. Tekið er mið af því, hvenær flestir at- hugendur eiga frí frá sínum dag- legu störfum. Talningarsvæðin eru ákveðin fyrirfram. Birtan tak- markar hversu lengi er hægt að telja hinn valda dag, en birtu- tíminn er ekki nema 5—6 klukku- stundir á þessum árstíma. Talning hefst í dagrenningu og talið óslitið fram í myrkur. Veður ræður að sjálfsögðu miklu um hvernig til tekst, og oft er kalsasamt við þessa iðju. Stundum verður að telja á öðrum degi en þeim sem hafði verið ákveðinn vegna veðurs. Á þessum tíma komast menn yfir um 3—8 kmz svæði. Hvað á e.ð gera á Náttúrufræðidag- inn? Á náttúrufræðidaginn 29. des- ember er öllum sem vilja boðin þátttaka í fuglatalningu. í stað þess að leita langt yfir skammt, skulu þátttakendur taka upp kík- inn og skoða fuglana í næsta ná- grenni sínu. Þátttakendur skulu hafa eftirfarandi hluti við hönd- ina: kíki, fuglabók (besta bókin sem til er á íslensku til að greina fugla er Fuglar íslands og Evrópu, öðru nafni Fuglabók AB), vasabók (eða blað) og blýant. Þátttakendur skoða ákveðið afmarkað svæði í nágrenni síns heima, t.d. garðinn við húsið, næsta nágrenni sveitabýlis, ströndina neðan við húsið. Á þessu svæði er leitað að öllum fuglum og reynt að finna hvað þeir heita. Rita skal i bókina allar fuglateg- undir sem sjást og hve margir eru af hverri tegund. Ef fuglahópur er svo stór að ekki er hægt að telja fuglana, má giska á hve margir þeir eru. í stað þess að telja allan tímann meðan birta endist (eins og margir fuglaskoðarar gera) skal aðeins talið tvisvar sinnum meðan bjart er, kl. 12 og kl. 15. Þeir sem taka þátt í talningunni skulu rita athuganir sínar skipu- lega á blað á þennan hátt: Fugla- talning 29.12.1985 og síðan 1) lýsa svæðinu sem var athugað, hvar það sé og hvað stórt, 2) gera lista yfir allar fuglateg- undir sem sjást og hve margir fuglar (ef þeir eru taldir), 3) rita nafn sitt og heimilsfang. Blaðið er sfðan sent til Náttúru- fræðistofnunar íslands, Pósthólf 5320, 125 Reykjavík. Þeir sem senda inn athuganir sínar munu fá sent yfirlit yfir fuglatalninguna, þegar allar skýrslur hafa borist og búið er að taka upplýsingarnar saman. Er fjölskrúðugt fuglalíf hér á vet- urna? Margir halda, að þegar sumarið er búið og vetur gengur í garð, hverfi nánast allir fuglar brott til suðlægari landa og sjáist ekki fyrr en næsta vor. Þessi hugmynd á eflaust rætur sínar að rekja til þess tíma, er flestir bjuggu á sveitabýlum inn til landsins áður fyrr. Þar er vissulega fábreytt fuglalíf á veturna, nema þar sé opið vatn. Ef það er ekki til staðar, má nánast segja að þar sjáist varla fleiri tegundir en rjúpa, hrafn og snjótittiingur, e.t.v. einmana fálki. Út til sjávarins og þar sem vatn helst íslaust er hins vegar mun meiri fjölbreytni og fuglafjöldi langtum meiri. Það kemur víst ýmsum á óvart, að alls hafa sést í þessum talningum um 100 fugla- tegundir. Þó eru aðeins liðlega 70 tegundir sem verpa hér á landi reglulega. Því er þó við að bæta, að meiri hluti þessara tegunda er sjaldgæfur og skipta því litlu í fuglalífi íslands. Það eru engu að síður rúmlega 40 tegundir sem fuglalíf íslands að vetrarlagi bygg- ist á. Þær tegundir sem helst er von á að sjá eru taldar hér á eftir, en það fer mjög eftir hvar skoðandinn á heima (inni í landi, út við sjó, í þéttbýli): lómur, himbrimi, flór- goði, fýll, dílaskarfur, toppskarfur, álft, stokkönd, urtönd, rauðhöfða- önd, húsönd, hávella, straumönd, æðarfugl, gulönd, toppönd, fálki, smyrill, rjúpa, tjaldur, fjöruspói, stelkur, tildra, hrossagaukur, sendlingur, silfurmávur, svart- bakur, hvítmávur, bjartmávur, hettumávur, rita, teista, músar- rindill, svartþröstur, gráþröstur, skógarþröstur, snjótittlingur, auðnutittlingur, stari, hrafn. Að endingu hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til þess að taka þátt í fuglatalningunni. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir unga sem aldna að líta upp úr jólabókunum stutta stund og fá sér ferskt loft. Ekki má gleyma því, að börnin geta líka hjálpað til. Ahugahópur um byggingu náttúríræðisafns. Fuglaskoðarar við talningu i Garðskaga. Gamli Garðskagavitinn í baknýn. Neðstaleiti 2—4 í nýja miöbænum. Verkamannabústaðir í Reykjavík: Fyrstu íbúðirnar í Neðstaleiti afhentar STJÓRN Verkamannabústaða í Reykjavík afhenti fyrstu átta íbúð- irnar í Neðstaleiti 2—4 í nýja mið- bænum sl. föstudag, en þar hafa vcrkamannabústaðir byggt 31 íbúð. íbúðirnar voru afhentar fullfrá- gengnar að utan og innan með frá- genginni lóð og bílskýli í kjallara Áætlað söluverð tveggja her- bergja íbúða er um 2 milljónir króna, þriggja herbergja íbúða um 3,3 milljónir og fjögurra herbergja um 3,6 milljónir. Fyrir stæði í bílskýli greiðist 200 þúsund krón- ur. Rétt til íbúðakaupa hafa þeir einir sem eiga lögheimili í Reykja- vík, eiga ekki íbúð fyrir, og fara ekki yfir tekjumörk sem eru kr. 318.000 þ.e. meðaltal nettótekna sl. þriggja ára að viðbættum kr. 29.000 fyrir hvert barn innan 16 áraaldurs. Greiðslukjör eru með þeim hætti að kaupandi greiðir 10% af íbúðar- verði fyrir afhendingu, en 90% sem eftir eru greiðast á 43 árum með 1 % vöxtum og verðtryggingu. Hönnun íbúðanna annaðist Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Útboð, umsjón og bygg- ingaeftirlit önnuðust verkamanna- bústaðir. Aðalverktaki við bygg- ingunaerRöst hf. Aðrar framkvæmdir verka- mannabústaða eru 137 íbúðir á Ártúnsholti og er afhending þeirra vel á veg komin. Vinna er hafin við 108 íbúðir í Grafarvogi og verða fyrstu íbúðir þar væntanlega af- hentar seinnipart árs 1986. 15 styrkjum úthlutað til framhaldsnáms í Bretlandi FIMMTÁN íslenzkir nemcndur stunda nú framhaldsnám í háskólum og öðrum æðri mcnntastofnunum í Bretlandi án þess að þurfa að greiða skóla- gjöld. Af þeim hlutu 13 styrk frá FCO (utanríkisráðuneytinu brezka) en hinir tveir eru styrktir af British Council. í öllum tilfellum nema styrkirnir upphæð sem nægir til að greiða öll skólagjöld í heilt skólaár og sparast þannig að jafnaði £3.800 eða um kr. 230. Heildarupphæð styrkja sem brezk stjórnvöld veita að þessu sinni er £56.613 eða um 3,4 milljón- ir króna. Námsgreinar sem styrkþegar stunda spanna breitt svið, frá fisk- eldi til flugréttar svo og frá klín- ískri sálarfræði til kvikmynda- tækni. Styrkþegarnir eru: Elísabet Sigríður Magnúsdóttir — £4.350 eða um 261.000 ísl. kr. til að nema næringarfræði við Lundúnahá- skóla. Sigurður Örn Hansson — £4.350, eða um 261.000 ísl. kr., kjötvísindi, Bristolháskóla. Sig- urður Grendal Magnússon — £4.925 eða um 297.500 ísl. kr., fisk- eldi og eldisstjórnun, Stirling- háskóla. Birgir Ómar Haraldsson — £3.700 eða um 222.000 ísl. kr., skipaútgerð og fjármál, Cityhá- skóla. Guðrún Nordal — £4.301 eða um 258.060 ísl. kr., enskar bók- menntir og fornnorræna, Oxford- hásk. Gunnar Ágúst Gunnarsson — £3.150 eða um 189.000 ísl. kr., stjórnarfar, LSE. Björg Bjarna- dóttir — £3.300 eða um 198.000 ísl. kr., sálarfræði, Stirlinghá- skóla. Ásthildur Kjartansdóttir — £3.627 eða um 217.620 ísl. kr., kvikmyndun og sjónvarp, Middle- sex Polytechnic. Ingvar Sigur- geirsson — £3.700 eða um 222.000 ísl. kr., kennslufræði, Sussexhá- skóla. Laufey Arnardóttir — £3.310 eða um 198.600 ísl. kr., nú- tímaenska, Lundúnaháskóla. Nína Margrét Grímsdóttir — £3.500 eða um 210.000 ísl. kr., píanónám ( einkakennslu. Elín Jórunn Bjarna- dóttir — £3.410 eða um 204.600 ísl. kr., fornmál og fornsagnfræði, St. Andrewsháskóla. Jón Þorarins- son — £3.310 eða um 198.600 ísl. kr., flug- og geimréttur, Lundúna- háskóla. Ivar Jónsson — £3.600 eða um 216.000 ísl. kr., félagsfræði, Sussexháskóla. ,000 hjá hverjum og cinum. Um þessar mundir er auglýst eftir umsóknum um styrki vegna skólaárs 1986—87, en umsóknir eiga að berast brezka sendiráðinu fyrir 15. mars nk. Styrkirnir eru ætlaðir til greiðslu kennslugjalda, að hluta eða að fullu, vegna fram- haldsnáms eða rannsókna við brezka háskóla, fjölfræðastofnun (polytechnic) eða aðra æðri menntastofnun. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og skulu útvega sér námspláss sjálfir. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar fást í sendiráðinu. Nefnd háskólarektora í Bret- landi úthlutar á hverju ári styrkj- um vegna ' rannsókna erlendra fræðimanna. Upplýsingar um styrki þessa (sem nefnast „ORS- styrkir") fást í Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands, í menntamálaráðuneytinu svo og í sendiráðinu. (FrétUtilkynning) Flugelda- sýning hjá KR ÁRLEG flugeldasýning KR verður haldin á KR-svæðinu laugardaginn 28. desember kl. 17.30 og hafa verið fluttir inn sérstakir flugeldar fyrir sýninguna. Sýningin hefst stundvíslega kl. 17.30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega því ekki verður hægt að hleypa áhorfendum inn á gras- vellina vegna umgangs sýningar- innar. (KrótUCilkTnninK) •nsrv w»n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.