Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
Vestur-Þýskaland:
Tuttugu Pólverj-
ar báðust hælis
á aðfangadag
Hamborg, Vestur l*ý.sk*landi, 27. desember.
AP.
TUTTUGU Pólverjar, sem voru á orlofsferd í Vestur-Þýskalandi, báóust
hælis þar á aðfangadag sem pólitískir
í gær, fimmtudag.
Talsmaður lögreglunnar, Ger-
hard Ratge, sagði, að Pólverjarnir
hefðu komið með ferju til Trave-
munde í síðustu viku, frá Svíþjóð
og Póllandi, og haldið til Ham-
borgar.
„Við erum ekki alveg vissir um,
hversu margir ætla að verða eftir,"
sagði Ratge, „en það eru í kringum
20 manns.
flóttamenn, að því er lögreglan sagði
Ratge sagði, að á undanförnum
mánuðum hefðu „tveir til þrír“
Pólverjar sóttu um hæli í Ham-
borg í viku hverri. „Það er engin
nýlunda hérna hjá okkur."
Mikið er um það, að Pólverjar
ferðist með ferjum frá hafnar-
borgum í Norður-Póllandi til
Travemiinde í Vestur-Þýskalandi.
Einvígi Timmans og
Yusupovs 15. janúar
Suður-afrískir hermenn leita að jarðsprengjum í Transwaal-héraði eftir að sex manns létust í sprengingum þar.
Luzern, 28. desember. AP.
ALÞJÓÐA skáksambandið (FIDE)
hefur tilkynnt, hvar og hvenær
Renault:
Bifreiðir
athugaðar
París, 27. desember. AP.
RENAULT- bifreiðaverksmiðjurnar
hafa tilkynnt að þær muni innkalla
allar bifreiðir af gerðunum Renault 9
og 11, sem framleiddar voru fyrir 1.
júlí í ár, til þess að sérstök athugun
geti farið fram á stýrisbúnaði þeirra.
Segja verksmiðjurnar að sumar
hinna 850 þúsund bifreiða af þess-
um gerðum í Frakklandi kunni að
sýna merki um óeðlilega mikla
tæringu í stýrisbúnaði, einkum á
svæðum þar sem mikið er um salt-
burð. Renault- bifreiðir í Norður-
Ameríku hafa þegar verið athugað-
ar. Sett verður plasthúð utan um
þann hluta stýrisbúnaðarins, sem
nauðsynlegt er að verja, en þar sem
tæringin er of langt á veg komin,
verður skipt um hann.
undaneinvígin um heimsmeistaratit-
ilinn í skák eiga að fara fram. Hol-
lenzki skákraeistarinn Jan Timman
teflir við Rússann Artur Yusupov í
Tilburg í Hollandi og á einvígi
þeirra að hefjast 15. janúar nk.
Verðlaunaféð þar verður 80.000
svissneskir frankar (um 1,6 millj.
ísl. kr.)
Sovézku stórmeistararnir Rafa-
el Vaganian og Andrei Sokolov
leiða saman hesta sína í Minsk í
Sovétríkjunum og á einvígi þeirra
að hefjast 8. janúar nk. Verðlauna-
féð þar verður 25.000 svissneskir
frankar (um 500.000 ísl. kr.).
Sigurvegararnir í þessum ein-
vígjum tefla síðan sín í milli í
einvígi, sem haldið verður í marz
eða apríl, en staðurinn fyrir það
hefur ekki verið ákveðinn enn. Sá
sem þar sigrar, teflir síðan við
þann, sem tapar í fyrirhuguðu
einvígi þeirra Garri Kasparovs
heimsmeistara og Anatoly
Karpovs fyrrum heimsmeistara,
um réttinn til að tefla við heims-
meistarann og á það einvígi að
fara fram síðari hluta árs 1986.
Suður-Afríka:
Hermenn sakaðir um
innrás í Swaziland
Jóhannesarborg, 27. desember. AP.
LÖGREGELAN í Swazilandi hefur haldið því fram að suður-afrískir her-
menn ráðist inn í suðvesturhluta landsins á aðfangadag og varað íbúa við
að skjóta skjólshúsi yfir skæruliða, sem berjast gegn aðskilnaðarstefnunni
í Suður-Afrfku. Talsmaður suður-afríska hersins kvaðst í dag ekki geta
staðfest frásagnir lögreglunnar í Swazilandi.
Að sögn lögreglunnar í Swazi-
landi vöruðu hermennirnir þorps-
búa við að hýsa skæruliða og hót-
uðu þeim með árásum ef grunur
léki á að skæruliðar reyndu að
laumast inn í Suður-Afríku frá
Swazilandi.
Suður-Afríska varnarmálaráðu-
neytið hefur ekki neitað þessum
ásökunum. í tilkynningu þess
sagði: „Allar hugsanlegar fyrir-
spurnir hafa verið gerðar án þess
að staðfesting hafi fengist á þess-
um ásökunum. Ef ný sannindi líta
dagsins ljós er varnarmálaráðu-
neytið reiðubúið til að rannsaka
málið frekar.“
Lögregla í Suður-Afríku reynir
nú að koma á friðarviðræðum milli
leiðtoga ættbálka á svæðunum við
hafnarborgina Amanzimtoti,
sunnan af Durban, eftir að 58
svertingjar voru drepnir í átökum
24. og 25. desember.
Búist er við að lík fleiri finnist
þegar lögreglan hefur leit í þykk-
um runnagróðrinum á svæðinu.
Leiðtogar Zulu og Pondo ættbálk-
anna neituðu í gær að hittast undir
verndarvæng lögreglunnar, en hún
hefur ekki gefist upp á að miðla
málum.
Til átaka kom á baðströnd við
Durban þegar svertingjar réðust
inn á baðsvæði asíumanna vopnað-
ir járnstöngum og kylfum til að
lumbra á strandgestum og meidd-
ust tveir.
„Þeir báru margs konar vopn og
slógu hvern þann, sem var í vegi
fyrir þeim. Meira að segja börn
urðu undir,“ sagði Krish Naidoo,
sem stödd var á strandsvæði asíu-
manna.
Skjóttu
þínum manni
Jón Baldvin
Hannibalsson
á stjörnuhimininn
12 geröir af flugeldum
semtileinkaöireru
stórsprengjum stjórnmálanna.
Skjóttu þínum uppáhalds stjórnmálamanni
upp á stjörnuhimininn.
1TLT
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁIA
Matthías Á.
Mathiesen
Steingrímur
Hermannsson
Albert
Guðmundsson