Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 Afmæliskveðja: Gísli Benedikts- son, Reyðarfírði Hversu örhratt liða árin hjá. Horft til baka þykir mér enginn óratími liðinn frá því að ég fékk að trítla með frænda mínum um fjallið heima, njóta leiðsagnar hans og ótrúlegrar þolinmæði, að ógleymdri elskuseminni, sem ævinlega hefur verið þar í öndvegi. En þó eru árin víst ærið mörg. Og nú er sjötugsaldurinn víst stað- reynd hjá Gísla frænda mínum í gær 27. desember og fáeinar af- mælisóskir skulu honum fluttar af því tilefni. Gísli er húnvetnskrar ættar, fæddur norður þar og sleit þar barnsskónum, en betri Austfirðing þekki ég ekki. Systkinahópurinn var stór, hann var einn tólf systk- ina, sem upp komust og enginn auður var í garði barnmörgu hjón- anna norður þar, nema auðlegð hjartans og hún dugði skammt í hörðum heimi. Við Gísla brosti Húnvetninga- félagið heldur jólagleði Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur jólagleði í félagsheimilinu Skeifunni 17 laugardaginn 28. desember kl. 21.00. (FrétUtilkynning) INNLEN-T ekki bernska léttra leikja og Ijúfra stunda. Sem barn urðu foreldrar hans að senda hann að heiman og þar var það erfiðisokið, sem beið barnsherðanna ungu, ótrúlegt erf- iði í augum okkar nútímafólks. En Gísia var í vöggugjöf gefin góð hreysti, sérstök seigla, létt lund og þrotlaust þolgæði. Hann hefur alla tíð verið maður þessara ágætu eðliskosta, erfiðisvinnan hefur verið hlutskipti hans, en hverju verki hefur hann skilað óvenju vel, því dugnaðurinn og kappið að hverju sem gengið er eru farsælir fylginautar hans. Eg ætla ekki að rekja lífshlaup hans, en yfir tuttugu ár var bú- skapurinn hans aðalstarf, en ætíð var unnið mikið utan heimilis, svo tveir vinnudagar fólust í hverjum einum og oft ríflega það. Hann var afbragðs fjármaður, átti fallegt og afurðagott fé, natni hans við það var mikil, hann var fjárglöggur svo af bar og hafði yndi af umgengni við féð sitt og það með mörgu öðru tengdi okkur frændur fast saman. Gísli var mikill göngumaður á þessum árum, eftirsóttur til að fara í eftirleitir og ná fé úr ófærum og tókst það giftusamlega, þó oft væri teflt á tæpasta vað. Mér er í ríku minni, hversu þolinn hlaupari hann var, þrek hans í því sem öðru var sérstakt og einn barnsdraumur minn var sá að geta nálgast frænda minn í þessari list, en það brást sem fleira. Gísli er einstakur félagshyggju- maður, félagslyndur og hefur af ' því yndi að blanda geði við aðra, gamansamur og hlýr, glettinn í tilsvörum án þess að meiða nokk- urn, athugull vel og greindur. Sem verkstjóri yfir unglingum sýndi hann hvoru tveggja, mikla lagni og umhyggjusemi, sem ungling- arnir kunnu vel að meta, hann varð' vinur þeirra og félagi en hélt þó ágætum aga. Ógetið er enn þess þáttar sem ég hefi reynt hvað ríkastan í skapferli frænda míns, en það er greiðvikni hans og hjálp- semi við náungann. Aldrei hefur hann verið svo önnum kafinn, að ekki hafi verið fundinn tími fyrir aðra til aðstoðar og hjálpar og sjaldan um endurgjald spurt. Þessa hefur undirritaður og hans fólk notið ótæpilega í gegnum tíð- ina. Ég minnti áðan á félagslyndi Gísla. Hann er einlægur verka- lýðssinni, enda var hann um fjölda ára varaformaður í verkalýðsfé- laginu heima og sat m.a. sem full- trúi þess á þingi ASÍ. I því sem öðru reyndist hann hinn traust- asti, sem hverju því er trúnaður fylgdi. Frændi minn eignaðist mikla öndvegiskonu í Guðrúnu Björgu Elíasdóttur, en hún lézt löngu fyrir aldur fram og var honum harm- dauði mikill. Engin óskyld mann- eskja hefur verið mér kærari, enda kona kærleika og heilinda í hví- vetna. Blessuð veri minning henn- ar. Sólargeisli þeirra í lífinu og Gísla nú er fóstursonurinn Þórir, sem er fjölhæfur og listrænn og hefur marga listina leikið á sviðinu heima og annars staðar, gaman- leikari og söngvari af Guðs náð. Eftir erilsaman og langan vinnudag ærins erfiðis, hefur heilsan nokkuð látið sig og nú hefur Gísli að mestu sezt í helgan stein, grípur þó í orf og hrífu á sumrin, en er hættur fastri vinnu. Hlýjar óskir munu honum ber- ast í dag frá samferðafólki og vinum með þökk fyrir góð kynni og kæra samfylgd. Við sendum honum árnaðaróskir sem allra beztar. Megi framtíðin færa hon- um ótaldar ánægjustundir. Fjöl- skylda mín samfagnar honum með áfangann, en efst í huga er alúðar- þökk fyrir allt hið góða, sem frændsemi og vinátta áranna hafa fært okkur. Systir hans og mágur senda sérstakar þakkir og hlýjustu heillaóskir. Megi vorsins birta og angan verða í för með þér frændi minn kærumótalinár. Helgi Seljan. Eigendurnir Birgir Aspar og Sigrún Grímsdóttir í einu af herbergjum Hótel Jaröar. Hótel Jörð — nýtt gistiheimili GISTIIIEIMILH) Hótel Jörð var nýlega opnað. Gistiheimilið er á Skólavörðustíg 13 a, mitt í verslunar- svæði gamla miðbæjarins. Boðið er upp á ódýra gistingu í eins og tveggja manna herbergjum. I frétt frá Hótel Jörð segir að nú bætist við ódýrt gistirými á höfuðborgarsvæðinu. Gistiheimil- ið sé þannig staðsett að þaðan sé stutt að fara á flesta staði fyrir þá sem sinna þurfa erindum í Reykjavík. Gisting í einn sólarhring kostar kr. 750 fyrir eins manns herbergi og kr. 1100 fyrir tveggja manna herbergi. Eigendur gistiheimilisins eru Birgir Aspar og Sigrún Gríms- dóttir. Haustfundur dýralækna: Komið verði á endur- menntunarnámskeið- um í físksjúkdómum A HAUSTFIJNDI Dýralæknafélags íslands sem haldinn var fyrir skömmu var fjallað sérstaklega um fisksjúkdóma. M.a. var samþykkt tillaga þar sem þess var farið á leit við landbúnaðarráðuneytið og dýra- læknir fisksjúkdóma að komið yrði á endurmenntunarnámskeiði fyrir dýralækna um þessi mál, til þess að sú menntun sem dýralæknar hefðu, nýttist sem best fiskeldinu til fram- dráttar. Árni M. Matthiesen nýskipaður dýralæknir fisksjúkdóma flutti erindi um sérgrein sína og starf á þessu sviði, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá dýralæknafélaginu. Kom það fram í máli hans að mikil þörf væri á mjög aukinni starfsemi á sviði heilbrigðiseftirlits með öllu sem við kæmi fiskeldi hér á landi, ef ekki ætti illa að fara fyrir þessari ungu búgrein. í framhaldi af er- indi Árna var sýnt norskt mynd- band um heilbrigðiseftirlit dýra- lækna með slátrun á eldisfiski, en við slíka slátrun gilda í aðaiatrið- um sömu lögmál um hreinlæti og góða meðferð, eins og um slátrun búpenings sem dýralæknar eru sérhæfðir í að hafa umsjón með. Peningamarkaðurinn r GENGIS- SKRANING Nr. 244 - - 23. desember 1985 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi Dollarí 42360 42380 41,660 SLpund 60,326 61361 61361 Kan.dollan 30315 30,401 30,161 Donskkr. 4,6630 4,6462 4,5283 Norsk kr. 53030 53186 5,4611 Sænskkr. 5,4865 53021 5,4262 Fi. mark 7,6892 7,7111 7,6050 Fr. franki 5,4856 5,5012 53770 Belg. franki 03235 03259 0,8100 Sv.franki 20,0189 20,0758 19,9140 lloll. gyllini 14,9315 14,9739 14,5649 V-þ. mark 16,8282 163761 16,.3867 ÍLlíra 0,02466 0,02473 0,02423 .Vusturr. sch. 2,3949 2,4017 23323 Portesoido 0,2650 03657 0,2612 Sp. peseti 03702 03710 0,2654 Jap.yen 030828 0,20887 0,20713 Irskt pund 51,612 51,759 50,661 SDR(Sérst 45,9963 46,1267 453689 INNLÁNSVEXTIR: Sparísjóðvbækur.................. 22,00% Spariijóðsreikningar með 3ja mánaða uppaögn Alþýðubankinn.............. 25,00% Búnaðarbankinn............. 25,00% Iðnaðarbankinn............. 23,00% Landsbankinn............... 23,00% Samvinnubankinn............ 25,00% Sparisjóöir................ 25,00% Útvegsbankinn.............. 23,00% Verzlunarbankinn........... 25,00% með 6 mánaða uppeögn Alþýöubankinn.............. 30,00% Búnaðarbankinn............. 28,00% lönaöarbankinn............. 28,00% Samvinnubankinn.........„.... 30,00% Sparisjóöir................ 28,00% Útvegsbankinn............. 29,00% Verzlunarbankinn............31,00% með 12 mánaða upptögn Alþýðubankinn.............. 32,00% Landsbankinn................31,00% Útvegsbankinn.............. 32,00% Innlanaakirtemi Alþýðubankinn.............. 28,00% Sparisjóöir................ 28,00% Verðtryggðir reiknmgar miðað við lának jaravísitölu með 3ja mánaða uppaögn Alþýðubankinn................ 1,50% Búnaðarbankinn............... 1,00% lönaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn................. 1,00% Samvinnubankinn.............. 1,00% Sparisjóöir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn............. 2,00% með 6 mánaða upptögn Alþýöubankinn................ 3,50% Búnaðarbankinn............... 3,50% Iðnaðarbankinn............... 3,50% Landsbankinn................. 3,50% Samvinnubankinn.............. 3,00% Sparisjóöir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn ............ 3,50% með 18 mánaða uppaögn: Utvegsbankinn................ 7,00% Ávítana- og hlaupareikningar: Aiþýöubankinn — ávisanareikningar....... 17,00% — hlaupareikningar.......... 10,00% Búnaðarbankinn............... 8,00% lönaöarbankinn............... 8,00% Landsbankinn................. 10,00% Samvinnubankinn.............. 8,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn............... 8,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% Stjömureikningar I, II, Hl Alþýðubankinn................ 9,00% bamwn - netmwsian - RMan - pus«n með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaöarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur lönaöarbankinn............... 26,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Innlendir gjaldeyritreikningar: Bandarikjadollar Alþýðubankinn................ 8,00% Búnaðarbankinn............... 7,50% lönaöarbankinn............... 7,00% Landsbankinn................. 7,50% Samvinnubankinn.............. 7,50% Sparisjóöir.................. 8,00% Útvegsbankinn................. 730% Verzlunarbankinn............. 7,50% Sterlingapund Alþýðubankinn.............. 1130% Búnaöarbankinn ............. 11,00% lönaöarbankinn............. 11,00% Landsbankinn............... 1130% Samvinnubankinn..............1130% Sparísjóðir..................1130% Útvegsbankinn...............11,00% Verzlunarbankinn............11,50% Veatur-þýak mðrk Alþýöubankinn................ 4,50% Búnaöarbankinn................ 435% lönaðarbankinn............... 4,00% Landsbankinn.................. 430% Samvinnubankinn............... 430% Sparisjóöir................... 430% Útvegsbankinn................. 430% Verzlunarbankinn............. 5,00% Oanakar krónur Alþýðubankinn................. 930% Búnaðarbankinn............... 8,00% lönaöarbankinn............... 8,00% Landsbankinn................. 9,00% Samvinnubankinn.............. 9,00% Sparisjóöir.................. 9,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextir: Landsbankinn................ 30,00% Útvegsbankinn............... 30,00% Búnaöarbankinn.............. 30,00% lönaöarbankinn.............. 30,00% Verzlunarbankinn............ 30,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Alþýöubankinn............... 29,00% Sparisjóðir................. 30,00% Viöskiptavíxlar Alþýöubankinn............... 3230% Landsbankinn................ 3230% Búnaöarbankinn.............. 34,00% Sparisjóðir................. 32,50% Yfirdráttarlán af hlaupareikningum: Landsbankinn................ 3130% Útvegsbankinn............... 31,50% Búnaöarbankinn...............3130% Iðnaðarbankinn.............. 3130% Verzlunarbankinn............ 31,50% Samvinnubankinn..............3130% Alþýöubankinn............... 31,50% Sparisjóðir................. 3130% Enduraeljanleg lán fyrír innlendan markað............ 2830% lán í SDft vegna útfl.framl......... 930% Bandaríkjadollar.............. 930% Sterlingspund............... 12,75% Vestur-þýsk mörk............. 6,25% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn................ 32,00% Útvegsbankinn............... 32,00% Búnaöarbankinn.............. 32,00% lönaöarbankinn.............. 32,00% Verzlunarbankinn............. 32,0% Samvinnubankinn............. 32,00% Alþýöubankinn............... 32,00% Sparisjóöir................. 32,00% Viðtkiptaakuldabráf: Landsbankinn................ 33,00% Búnaöarbankinn.............. 35,00% Sparisjóöirnir.............. 35,00% Verðtryggð lán miðað viö lánakjaraviaitölu ialltaö2%ár............................ 4% lengur en 2V4 ár....................... 5% Vanakilavextir........................ 45% Óverðtryggð akuldabréf útgefin fyrir 11.08. ’84 .......... 32,00% Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkia- ins: Lánsupphæö er nú 400 þúsund krón- ur og er lánið vísitölubundiö meö tánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Greiöandi sjóösfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóönum ef þeir hafa greitt iögjöld til sjóösins í tvö ár, miöaö viö fullt starf. Biötími eftir láni er sex mánuöir frá því umsókn berst sjóðnum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú, eftir 3ja ára aðild aö lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 18.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aðild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaðild bætast viö höfuöstól leyfilegar lánsupphæöar 9.000 krón- ur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóðsaöild er lánsupphæöin oröin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 4.500 krónur fyrir hvern ársfjóröung sem líður. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuðstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sina fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir desember 1985 er 1337 stig en var fyrir nóv- ember 1301 stig. Hækkun milli mán- aöanna er 2,76%. Miðaö er viö vísi- töluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir október til desember 1985 er 229 stig, og er þá miðað viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Sérboð Nafnvextir m.v. Höfuðstóls- óverötr. verðtr. Verðlrygg. færslurvaxta Óbundiðfé kjör kjðr tímabil vaxtaáári Landsbankl, Kjörbók: 1) Utvegsbanki, Abót: 7-36,0 1,0 3mán. 1 22-34,6 1,0 1 mán. 1 Búnaðarb., Sparib: 1) 7-36,0 1,0 3mán. 1 Verzlunarb., Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3mán. 2 Alþýöub., Servaxtabok: 27-33,0 4 Sparisjóðir, Trompreikn: 32,0 3,0 1 mán. 2 lönaöarbankinn: 2) Bundiðfé: 28,0 3,5 1mán. 2 Bunaöarb . 18 mán. reikn: 39,0 3,5 6mán. 2 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7%hjáLandsbankaog Bunaöarbanka. 2) Tvær uttektir heimilaöar á hverju sex mánaöa tímabili án, þes aö vextir lækki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.