Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
27
í
ári
tilefni af
æskunnar
eftir VUborgu G.
Guðnadóttur
Nú er árið sem tileinkað hefur
verið æskunni að enda. Ekki getur
farið hjá því að upp vakni ýmsar
spurningar varðandi æskufólk og
stöðu þess í þjóðfélaginu í dag.
í tilefni af þessu fyrrgreinda ári
var fyrir stuttu umræðuþáttur í
sjónvarpinu, þar sem Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra og
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra sátu fyrir svörum.
Spyrjendur var hópur æskufólks
víðsvegar að af landinu. Að mínum
dómi var þessi þáttur nokkuð góð-
ur í heild. Unga fólkið kom fram
með margar áhugaverðar spurn-
ingar, en fékk oft á tíðum ekki
tækifæri til að fylgja þeim eftir,
þó að svörin fullnægðu þeim ekki.
Það er e.t.v. ekki við neinn að
sakast, en ég hefði kosið að stjórn-
andi þáttarins aðstoðaði þau betur.
Mjög áhugaverð mál bar þarna á
góma og langar mig aðeins að velta
vöngum yfir nokkrum atriðum.
Sum komu fram í fyrrnefndum
þætti en önnur ekki.
Mjög oft í ræðu, riti og manna
á meðal er verið að velta fyrir sér
hinu svokallaða „unglingavanda-
máli“. Aldrei hef ég fengið neina
fullgilda skýringu á því hvaða sér-
stakt vandamál er á ferðinni. Ég
hef þó komist næst því að þetta
séu einhvers konar hegðunarörð-
ugleikar sem einkenni marga
unglinga og samræmist ekki þeim
kröfum sem fullorðna fólkið gerir
til þessa aldurshóps. Aldrei svo ég
viti er minnst á „fyrirbærið full-
orðinsvandamál" og sjaldan er
minnst á hegðun þeirra á sama
hátt og unglinganna. Þó læðist að
mér sá grunur að vandamál okkar
sem eldri erum séu mun viðameiri
og erfiðari. Eins er hegðun okkar
oft á tíðum ekki til fyrirmyndar
né eftirbreytni. Gæti ekki líka
verið að orsakirnar fyrir miklum
hluta þeirra vandamála er koma
upp hjá unglingum í dag megi
rekja til okkar hinna eldri.
Helst er að heyra að fólk á aldr-
inum 13—20 ára, þ.e. unglingar,
séu eitthvað afmarkað fyrirbrigði
í þjóðfélaginu, en ekki eðlilegur
hluti af því. Þessi hópur hefur lítið
að gera, er hreinlega settur til
hliðar. Fær ekki að bera ábyrgð
og skyldur með fullorðna fólkinu,
en hefur heldur ekki ábyrgðarleysi
barnsins. Hér virðist vera um eitt-
hvert millibil í ábyrgð að ræða,
sem algerlega er komið undir
duttlungum þeirra sem eldri eru.
Sverrir Hermannsson minntist
*• |
á það í fyrrnefndum þætti, hversu
gott það væri fyrir unglinga að
hafa næga vinnu og þar er ég
honum alveg sammála. Hvernig
líta þá atvinnumálin út í dag.
Hversu auðvelt er fyrir unglinga
að fá sumarvinnu? Hér á suðvest-
urhorni landsins er það alla vega
mjög erfitt, nema gegnum klíku-
skap. Nær ógerningur er þó að fá
vinnu fyrir unglinga undir 16 ára
aldri. Hér í Reykjavík er að vísu
starfræktur vinnuskóli, eða „ungl-
ingavinnan" eins og þessi skólavist
er almennt kölluð. Eins og málum
er háttað í dag finnst mér þetta
lélegur skóli og algert neyðarúr-
ræði fyrir foreldra og unglinga að
þurfa að leita þangað. Fyrir þess-
um fullyrðingum vil ég nefna 3
ástæður:
1. Verkstjórn er í molum, sem
e.t.v. er ekki nema von, því hana
annast oft ungmenni sem eru lítið
eldri en þau sem stjórna á. Geta
þau þess vegna ekki leiðbeint sem
skyldi, né veitt það aðhald við
vinnuna sem nauðsynlegt er.
Þannig er því árangurinn oft sára-
lítill og mikill hluti dagsins fer í
hangs.
2. Oft sjá unglingarnir lítinn til-
gang í þessari vinnu. Þetta er eins
konar atvinnubótavinna í þeirra
augum og skiptir engu máli hvern-
ig hún er unnin, því enginn tekur
„Megum við vera ad því
að sinna börnunum
okkar í dag? Býður þetta
þjóðfélag upp á mikið
fjölskyldulíf eins og
málurn er nú háttað?
Hvaða kröfur gerum við
til hinna svokölluðu lífs-
gæða. Heimilin eru orð-
in eins og biðstöð, þar
sem fólk hittist rétt
augnablik en þekkist
raunar ekkert og á lítið
orðið sameiginlegt.“
eftir því hvort sem er.
3. Launin eru skammarlega lág.
Hef ég aldrei getað skilið út frá
hvaða forsendum þau eru reiknuð.
Ég veit að atvinnumál unglinga
eru í mun betra horfi víða annars
staðar á landinu og er það vel.
í dag virðast unglingsárin vera
orðin að einhvers konar biðtíma
eftir að komast í heim hinna full-
orðnu. Hvernig lítur svo sá heimur
út? Er eftir einhverju að sækjast
fyrir unga fólkið? Hvað einkennir
hann að of miklu leyti? Mikil vinna
— eigingirni — skortur á náunga-
kærleika — svik — drykkjuskapur
og svo mætti lengur telja.
Megum við vera að því að sinna
börnunum okkar í dag? Býður
þetta þjóðfélag upp á mikið fjöl-
skyldulíf eins og málum er nú hátt-
að? Hvaða kröfiir gerum við til
hinna svokölluðu lífsgæða. Heimil-
in eru orðin eins og biðstöð, þar
sem fólk hittist rétt augnablik en
þekkist raunar ekkert og á lítið
orðið sameiginlegt. Fjölskyldu-
tengslin eru að rofna eða eru mjög
ópersónuleg. Foreldrarnir þurfa
yfirleitt báðir að vinna utan heim-
ilisins til að fjárhagsdæmið gangi
upp, ef það þá gengur upp. Aðeins
örfá heimili geta veitt sér þann
munað að húsmóðirin sé heima-
vinnandi. Það eru mikil forréttindi
sem sú kona hefur að þurfa ekki
að vinna utan heimilis meðan
börnin eru lítil. í dag komast flest
heimili ekki af nema með vinnu
tveggja. Það er algerlega ofvaxið
mínum skilningi hvernig fjöldi
einstæðra foreldra fer að því að
lifa.
Kjarnafjölskyldan er að leysast
upp. Nær helmingur hjónabanda
endar með skilnaði. Það er mikið
starf sem felst bak við góða fjöl-
skyldu. Það er mikið starf að
kynnast annarri persónu, skilja
þarfir hennar, óskir og langanir.
Geta gefið af sjálfum sér án þess
að vera sífellt að hugsa um endur-
gjald. Vera tilbúinn að uppörva,
hrósa, hugga og veita hvert öðru
styrk og stuðning. Það er e.t.v.
ekki hægt að ætlast til þess að við
getum sinnt þessu sem skyldi ofan
á allt brauðstritið og hlaupin eftir
lífsgæðum og hamingju. Eitt verð-
um við þá að hafa í huga, við getum
ekki allt í einu gripið í börnin
okkar á unglingsárunum, hvorki
með boð og bönn, né til þess að
vera félagar og trúnaðarvinir. Þá
er það yfirleitt orðið of seint, því
grunnurinn að öllu þessu er lagður
í æsku.
Unglingur sem ekki fær full-
nægt þörfinni fyrir ást, tengsl, og
trúnað á heimilinu, leitar til félag-
anna eftir þessum hlutum. Því
miður hittir hann þá oft fyrir
unglinga sem eins er ástatt fyrir,
þannig að allir eru að leita en
enginn er fær um að gefa neitt.
Þá vilja spretta upp alls konar
vanamál og sálarflækjur. í dag er
það sennilega vímuefnavandamál-
ið sem rís hæst. Alveg er ég sam-
mála því sem komið hefur fram
undanfarið, að allt þarf að gera
sem hægt er í þeirri baráttu. Stór-
efla þarf fíkniefnalögregluna, taka
harðara á fíkniefnasmygli o.fl.
Einnig er mjög lofsvert framlag
Rauða krossins, þar sem neyðarat-
hvarf unglinga er. Það er grátlegt
en satt að þörfin fyrir svona at-
hvarf er sennileg mikil.
I allri þessari umræðu um vímu-
efni, notkun þeirra og afleiðingar
finnst mér ein mikilvæg staðreynd
hafa gleymst. Ef við líkjum þessu
við sjúkdóm, sem það vissulega er
í vissum skilningi, þá er vímuefna-
neyslan sem slík ekki sjúkdómur-
inn, heldur eingöngu einkenni og
afleiðingar hans. Þetta eru oft
hættuleg einkenni og skelfilegar
afleiðingar, vegna þess hve sjúk-
dómurinn sjálfur er slæmur. Til
þess að hægt sé að ráðast að rótum
sjúkdómsins verðum við að þekkja
hann. Hver er hann og hver eru
einkennin? Mín skoðun er sú að
meinið liggi í okkur sjálfum, hug-
arfari okkar og lífsmati. Meðan
það er svona neikvætt og sýkt er
lítil von um lækningu. Við verðum
að öðlast jákvæðara lífsviðhorf og
gera lífið eftirsóknarverðara án
aðstoðar vímuefna.
Ég hef enga snjalla allsherjar-
lausn fyrir framan mig, en væri
það ekki verðugt og brýnt verkefni
fyrir þjóðina alla, að setjast niður
og virkilega reyna sameiginlega
að finna einhverja færa leið út úr
þeim ógöngum sjálfselsku og eigin-
hagsmunasemi sem við virðumst
vera föst í. Fyrr en þetta tekst
getum við ekki boðið börnum okkar
eftirsóknarverða framtíð.
Ég get ekki skilið svo við þessar
hugleiðingar mínar, að ég minnist
ekki aðeins á kynfræðslumálin.
Eftir því sem ég kemst næst eru
þau víðast hvar í miklum molum.
Æskilegast væri að grunnurinn að
þessari fræðslu væri í höndum
foreldra. Síðan tæki skólinn við
og búið væri þannig um hnútana
að þessi fræðsla yrði eðlileg og
sjálfsögð, svo sem annað nám i
skólanum. Það er e.t.v. óraunhæft
að ætlast til þess að megnið af
foreldrum geti annast þessa
fræðslu nema að litlu leyti, þar
sem þeir hafa oft á tíðum fengið
litla sem enga fræðslu sjálfir.
Einnig eru þessi mál oft mjög
viðkvæm, þannig að foreldrar
treysta sér hreinlega ekki til að
ræða þau við börn sín.
Hvers vegna standa flestir skól-
ar sig ekki betur í kynfræðslu en
raun ber vitni? Að minum dómi
eru kennslugögnin ekki nógu góð.
Að vísu er til nægjanlegt úrval af
aðgengilegu efni um uppbyggingu
kynfæranna og starfsemi þeirra.
Þeirri fræðslu er líka vfðast komið
vel til skila, en er þetta nægjan-
legt? Hvað með tilfinningalegu,
siðferðilegu og félagslegu hliðina
á kynlífinu?
Það er hún sem er vanrækt. Þar
vantar sárlega einhvern stuðning
fyrir kennarana. Hvernig eru þeir
í stakk búnir til að svara hinum
margvislegu spurningum sem
vakna hjá nemendum?
Vegna alls þessa bind ég miklar
vonir við bókina Þú og ég, sem kom
út fyrir skömmu, eins og varla
hefur farið fram hjá mörgum. Það
er skiljanlegt að bók sem fjallar
um svo viðamikið og viðkvæmt
mál sem kynlíf er i víðtækustu
merkingu, veki upp deilur og
umræður. í þessari bók sé ég þann
grun sem' vantar fyrir kennara til
að byggja sína fræðslu á. Þannig
að hún höfði til nemenda og komi
þeim að gagni. Ég vona sannarlega
að kennarar og skólahjúkrunar-
fræðingar taki nú höndum saman
og vinni í sameiningu að upp-
byggingu þessarar fræðslu, með
það að leiðarljósi, að heilbrigt
kynlíf sé helgidómur og beri að
fjalla um það fordómalaust og af
nærfærni og skilningi.
Höíundur er skólahjúkrunaríræö-
ingur / Keykjarík.
Haskóli íslands:
ÚthlutaÖ úr Minningarsjóði
Þorvalds Finnbogasonar
LAUGARDAGINN 21. desember
fór fram úthlutun námsstyrks úr
Minningarsjóói Þorvalds Finnboga-
sonar stúdents. Sjóðurinn var stofn-
aður af foreldrum Þorvalds Finn-
bogasonar, Sigrfði Eiríksdóttur og
Finnboga Rúti Þorvaldssyni, pró-
fessor við verkfræðideild, á 21 árs
afmæli Þorvalds sonar þeirra, 21.
desember 1952. Er tilgangur sjóðs-
ins að styrkja stúdenta til náms við
verkfræðideild Háskóla Íslands eða
til framhaldsnáms f verkfræði við
annan háskóla að loknu prófi hér
heima.
Að þessu sinni hlaut styrkinn
Jóhanna V. Gisladóttir, Búlandi,
24, Reyjavík, nemandi á 4. ári í
rafmagnsfræði við verkfræðideild
Háskóla íslands. Mælti verkfræði-
deild með þvi við sjóðsstjórnina,
að Jóhönnu yrði veittur styrkurinn
vegna frábærs árangurs f námi en
hún mun ljúka verkfræðiprófi i
vor.
Stjórn minningarsjóðsins skipa
nú Sigmundur Guðbjarnason,
rektor Hl, Valdimar K. Jónsson,
forseti verkfræðideildar, og forseti
ísiands, Vigdís Finnbogadóttur,
sem er systir Þorvalds Finnboga-
sonar.
(Fréttatilkynning)
Frá vinstrí, foreldrar styrkþegans, Gísli Guðmundsson og Guðríður Erlendsdóttir, forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, styrkþeginn, Jóhanna Vigdís Gisladóttir, síðan kemur háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarnason, og
forseti verkfræðideildar, Valdimar K. Jónsson.