Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 33 Minning: Þórhallur Jónas- son Akureyri í dag er jarðsettur frá Akur- eyrarkirkju Þórhallur Jónasson fyrrverandi bifreiðastjóri. Hann lést eftir langa sjúkdómslegu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hann var mér ekki aðeins góður afi heldur einnig félagi og vil ég hér minnast hans í nokkrum orðum. Afi fæddist 3. mars 1909 í Syðri- Villingadal í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Foreldrar hans voru Jónas Tómasson frá Goðdölum í Skagafirði og Margrét Valdimars- dóttir frá Brekku í Eyjafirði. Afi var fjórði af níu alsystkinum en einnig átti hann tvær eldri hálf- systur. Átta ára gamall fer hann að Hleiðargarði í sömu sveit þar sem hann dvelur fram yfir ferm- ingu. Síðan er hann heima og í vinnumennsku, eins og það gerðist á þessum tíma. Um 1935 flyst hann ásamt foreldrum að Leyningi þar sem hann bjó í þrjú ár. Byrjaði þá starfsferill hans sem bifreiða- stjóri og keyrði hann vörubíl allt fram til ársins 1977 og þar af á vörubílastöðinni Stefni í 30 ár. Eftir 1977 starfaði hann í rúm þrjú ár hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri. Árið 1941 flyst afi í Hafnar- stræti 33 á Akureyri, þar sem hann síðan bjó til æviloka. Hann gekk að eiga Lilju Guðrúnu Þ. Guð- laugsdóttur frá Ánabrekku, Mýra- sýslu, árið 1944. Þau eignuðust fimm börn: Margréti, Þórhöllu, Valdimar, Gylfa og Eyþór. Afi þótti hörkumaður, duglegur, ósérhlífinn og lét sér ekkert vaxa í augum. Fyrstu kynni mín af afa eru alveg frá því fyrst er ég man eftir mér. Áður en ég náði skólaaldri kom afi oft heim í Birkilundinn og tók mig með sér í vörubílnum í vinnuna. Þá fékk ég að fylgjast með stórum vinnuvélum að starfi eins og allir forvitnir drengir hafa gaman af. En það sem ég hafði meira gaman af í þessum ferðum var afi. Við spjölluðum þá um heima og geima og sungum ýmis gömul barnakvæði. 1 kaffitímun- um tók afi upp nestistöskuna og það brást aldrei að þar var sérút- búinn pakki og mjólkurflaska fyrir mig. Er leið á daginn skilaði afi mér heim og borgaði mér hundrað krónur í laun fyrir daginn. Síðan bað ég hann að koma aftur daginn eftir. Frá því ég varð nógu gamall til, þá þótti mér fátt skemmtilegra en að hlaupa niður í Hafnarstræti 33 og heimsækja afa og ömmu. Ég kom þá ávallt niður brekkuna fyrir ofan húsið þeirra. Þar á brekku- brúninni staldraði ég oftast við og athugaði hvort vörubíllinn hans afa stæði ekki á bílastæðinu við húsið og hvort amma sæist ekki á sveimi fyrir innan eldhús- gluggann. I þessum heimsóknum var spilað á spil, teflt eða bara rætt saman. Afi var þá ávallt hress og kom mér ótal oft til að hlæja með kímnigáfu sinni og léttri stríðni. Þegar síðan leið á daginn og það var komið framyfir hátta- tímann hjá litlum drengjum keyrði afi mig heim á vörubílnum. Um 1980 komu nokkur skilnað- artímabil er ég fluttist með for- eldrum mínum til útlanda. En afi og amma komu í heimsókn til okkar fyrsta sumarið við mikil fagnaðarlæti okkar systkina. Rúmu ári seinna er ég kom einn heim til íslands dvaldi ég hjá afa og ömmu um jólin. Þá var afi hættur að vinna og var hann ekki eins hraustur lengur en þó var hann jafn kátur og glaðvær eins og ég mundi eftir honum. Síðan sá ég ekki afa fyrr en tæpum þrem árum seinna, sumarið 1984, þegar við fluttum aftur til íslands. Þá var mjög dregið af honum en samt varð ég var við gömlu kímnigáfuna og baráttuþrek hans. Hann afi minn lést svo snemma sunnudagsmorguninn þann 15. desember síðastliðinn. Ég þakka honum allar ánægjustundirnar er við áttum saman. Megi guð og gæfan styrkja elsku ömmu. Þórhallur Hjartarson t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móöir, systir, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN AXELSDÓTTIR, Grensásvegi 60, lést í Landspítalanum aö kvöldi 23. desember. Jarösungiö veröur frá Fríkirkjunni mánudaginn 30. desember kl. 10.30. Ólafur Jón Sigurjónsson, Rakel Guömundsdóttir, Helga Axelsdóttir, Rakel S. Ólafsdóttir, Tómas Tómasson, Sigurjón Ólafsson, Margrét Einarsdóttir, Guömunda Ólafsdóttir, Sævar Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. erusölu 'staðir okkar Reykjavík: Skátabúöin, Snorrabraut 60 Fordhúsið, Skeifunni 17 Seglagerðin Ægir, Grandagarði Alaska, Breiðholti Við Miklagarð Við Vörumarkaðinn, Eiðistorgi Á Lækjartorgi. Garðabær: Hjálparsveitarhúsið, v/Bæjarbraut. Akureyri: Stórmarkaður í Lundi, v/Viðjulund Verslunarmiðstöð í Sunnuhlíð Skúrv/Hagkaup Skúr v/suðurenda á íþróttavelli. ísafjörður: Skátaheimilið. Aðaldalur: Hjálparsveit skáta, Aðaldal. Fljótsdalshérað: Slátursala K.H.B. Olís, Fellabæ. Vestmannaeyjar: Skátaheimilið, Faxastíg 38 og í Gömlu Völundarbúð. Dalvík: Flugeldamarkaður, Gunnarsbraut 4-6. Hveragerði: í Hjálparsveitarhúsinu. Njarðvík: V/Sparisjóðinn, v/Reykjanesbraut. Blönduós: Hús Hjálparsveitar skáta, v/Melabraut. Flúðir: Hjálparsveitin Snækollur. Kópavogur: Saurbæjarhreppur Toyota, Nýbýlavegi 4 r . Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7 • CyJclllíOI. Kaupgarður, v/Engihjalla. Hjálparsveitin Dalbjörg. Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM A FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA r> ■ itölvugagna -"^peninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.