Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 Jóna Hallsteins- dóttir frá Skorholti Fædd 27. október 1912 Dáin 18. desember 1985 Seint mun ég gleyma björtum og fögrum vordegi, þegar ég á unga aldri kom í fyrsta sinn að Skor- holti til föðurfólks míns. Þá stjórn- aði þar innan dyra heimasætan, Jóna, kornung og orðin húsmóðir fyrir allnokkru. Henni fórst það sannarlega vel úr hendi. Hún stóð við kolaeldavélina, hrífandi, mild og hlý og gætti þess að allir borð- uðu eins og þeir gátu í sig látið. Matborðið svignaði undan góðgæt- inu og aldrei fyrr né síðar hef ég séð eins stóra fulla skál með alls- kyns gómsætum eggjum. Svo var þeyst á hestum út í Akurey, þar sem gróður, fuglalíf og náttúrufeg- urð eru einstök. Jóna gætti litiu frænku sinnar vel í þessari ferð og hjálpaði til við að gera daginn ógleymanlegan. Svo liðu stundir og ár og frænk- an litla óx og gerðist líka húsmóð- ir. Vegna veikinda á heimili mínu kom Jóna eitt sinn til Reykjavíkur gagngert til að bjóða litlum fjög- urra ára frænda sínum að vera hjá sér í sveitinni. Það var þegið með þökkum. Ekki vildi Jóna að drengnum leiddist og vildi þess vegna hafa mömmuna í kallfæri. Þess þurfti ekki. Sveinninn ungi varð strax himinlifandi og glaður að vera hjá þessu góða frændfólki. Vegna einstakrar gestrisni Skorholtsfólksins var ákaflegur gestagangur, ekki síst að sumrinu. Oft á tíðum margir næturgestir. Ekki kippti Jóna sér upp við það og gekk oft úr rúmi með ánægju og svaf þá á eldhúsgólfinu, ef hún svaf þá nokkuð, því eldsnemma að morgni heyrðist snarka í pönnu- kökupönnunni og öðrum eldhústól- Svona rann lífið áfram í sífelld- um veislufagnaði þegar komið var að Skorholti. Jóna okkar sífellt að opna faðm sinn fyrir vini og frændfólk. Hún var einstök, sönn og heilsteypt kona. Ég samhrygg- ist okkur öllum sem næst henni stóðum, ekki síst Sigurjóni sem mest hefur misst. Blessuð sé minning hennar. Bróðurdóttir í byrjun desembermánaðar kom mér ekki til hugar að ég sæti á jóladag við að skrifa minningar- grein um frænku mína, Jónu Hall- steinsdóttur frá Skorholti. Hún hafði þó átt við veikindi að stríða undanfarin ár sem ekki virtust alvarleg. Þann 6. desember veiktist hún skyndilega á heimili sínu, svo mjög að hún var öll að morgni 18. desember sl. Sjúkrahúsdvölin og lokastríðið var því stutt. Minnt var enn á að enginn ræður sínum næturstað. Gerir dauðinn lítil boð á undan sér. Jóna Hallsteinsdóttir fæddist á Akranesi 27. október 1912 og var því nýorðin 73ja ára er hún lést. Móðir hennar var Sigurbjörg Jóns- dóttir, kennd við Sigurvelli. Stuttu eftir fæðingu var Jóna flutt í Skorholt í Leirár- og Melahreppi til föður síns, Hallsteins Ólafsson- ar bónda þar, og eiginkonu hans, Steinunnar Eiríksdóttur. Gekk Steinunn Jónu algjörlega í móður stað og annaðist hana sem sína. Ólst Jóna upp í Skorholti ásamt öðrum börnum þeirra hjóna 8 að tölu, þeim Halldóru, f. 18. apríl 1887, Ölafi, f. 23. júní 1888, Bjarna, f. 4. janúar 1891, Guðrúnu, f. 3. desember 1891, Narfa, f. 27. apríl 1894, Eiríki Ingvari, f. 29. maí 1897, Böðvari, f. 27. október 1900, og Sigurjóni, f. 29. mars 1903. Eru nú aðeins þrjú Skorholtssystkin- anna á lífi, þau Guðrún, Ingvar ogSigurjón. Er Steinunn dó var Jóna aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Kom í hennar hlut eftir það að taka upp störf Steinunnar og sjá um heimil- ishaldið í Skorholti, fyrst fyrir föður sinn Haltstein, síðan með bræðrum sínum Böðvari og Sigur- jóni og loks með Sigurjóni einum eftir lát Böðvars. Voru þau Sigur- jón og Jóna ákaflega samrýnd og bundust órjúfanlegum systkina- böndum. Söknuður Sigurjóns er því mikill. Jóna var ákaflega félagslynd kona og hafði unun af að vera sem oftast meðal fólks. Hún var mjög söngelsk og tók virkan þátt í kirkjukór Leirárkirkju, var reglu- söm og starfaði mikið, sérstaklega á yngri árum, í Ungmennafélaginu Hauki og var heiðursfélagi þar. Þá lét hún ekki sitt'eftir liggja í störfum kvenfélagsins Greinar í Leirár- og Melahreppi. Sérstakt yndi hafði hún og af spilum. Kom glaðværð, bjartsýni, glettni og léttleiki hennar glöggt í ljós á mannamótum. Geislaði af björtu yfirliti hennar og ró og sóttust margir eftir nærveru hennar. Störf Jónu voru hins vegar fyrst og fremst heimilis- og búskapar- störf í Skorholti. Gekk hún að hverju starfi af áhuga og atorku enda dugleg með afbrigðum og ósérhlífin. Naut stjórnsemi og ákveðni hennar sín vel ef á þurfti að halda en fullrar sanngirni ætíð gætt. Auk venjulegra bústarfa sá hún um bókasafn ungmennafé- lagsins meðan það var til húsa í Skorholti, annaðist skráningu og útlán. Á yngri árum stóð hugur Jónu til náms og hafði hún einkum áhuga á hjúkrunarnámi. Minntist hún oft á það. Vegna heimilisað- stæðna, veikinda heimafyrir og erfiðleika varð hins vegar ekki af því. Áhugi hennar og aðstoð í erfið- leikum nýttist síðar vel í veikind- um föður og bræðra, Hallsteins, Böðvars, Narfa og nú síðast Sigur- jóns. Gestakomur hafa ætíö verið tíðar í Skorholti, bæði meðan farið var á hestum um leirur í Leirár- vogi og einnig síðar. Eignuðust Skorholtssystkinin fjölda vina og kunningja sem ræktu komur sínar í Skorholt ótæpilega. Ofbauð okkur strákunum oft gestagangur á sumrin, þegar við vildum vera að vinna við heyskap eða annað en ekki að snúast í kringum gesti. Slík ókurteisi var hins vegar aldrei viðhöfð enda gestrisni Jónu ein- stök og myndarskapur í öllum beina og greiðasemi. Var aldrei gerður greinarmunur á háum eða lágum í því efni, innansveitar- eða utansveitarmönnum. Skipti ekki máli hvort gestur var frá Bakka eða Bandaríkjunum, Fiskilæk eða Finnlandi, Skiðanesi eða Suður- Afríku. allir sátu við sama borð. Er næsta víst að eftirfarandi vísa Hávamála hefur verið í heiðri höfð af gestum í Skorholti í áraraðir: Veistu.efþúvinátt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gott gefa, geði skaltu við þann blanda okgjöfumskipta fara at finna oft. (Hávamál) Eins og fleiri Skorholtssystkina var Jóna ógift og barnlaus. Tryggðin við bræður sína og sterk tilfinningaleg bönd þeirra á milli hefur án efa mestu ráðið í þessu efni því ekki skorti á glæsileikann eða mannkosti. Allir sem til þekktu vissu hins vegar að þau Jóna og Ólafur heitinn Hallvarðs- son frá Geldingaá voru góðir vinir oggrannar. Áttu þau ýmis sameig- inleg áhugamál en Ólafur var vel gefinn, víðlesinn og áhugamaður um hesta svo nokkuð sé nefnt. Bæði voru þau hins vegar hvort um sig hlédræg á sína vísu. Var harmur Jónu mikill við fráfall Ólafs fyrir nokkrum árum. Vona ég að ekki sé ofsagt að með þeim hafi verið kærleikar. Þó að Jóna væri sjálf barnlaus hafði hún mikið af börnum að segja búskaparárin sín í Skorholti, enda ótal piltar og nokkrar stúlkur dvalið þar á sumrum. Dvöldu sumir stutt en aðrir lengur eins og gengur. Sumir ár eftir ár eins og undirritaður eða alls í 9 sumur og aðrir enn lengur eins og Þórólf- ur Ævar Sigurðsson á Akranesi eða í 10 sumur. Var í mínum huga ætíð tilhlökkunarefni á vorin að fara í Skorholt enda tekið opnum örmum þegar þangað kom. Þar var dvalið allt sumarið óslitið og kvatt með söknuði seint að hausti, helst ekki fyrr en skóli var hafinn. Á slíkum kveðjustundum braust við- kvæmni Jónu og söknuður fram, sama hver sumardrengja átti í hlut. Ríkan þátt átti Jóna í að ala upp og móta allan þann hóp drengja sem þar dvöldu. Hún var barngóð og til hennar sóttu dreng- irnir hennar og stulkurnar ár eftir ár. Áttu börnin mín meðal annarra margar ánægjustundir í Skorholti, þó að þau hafi aldrei dvalið þar sumariangt. Þegar út var farið að aka, t.d. á sunnudögum, var ljóst hvert hugur þeirra stefndi ef spurð voru. Hygg ég að svo hafi verið um fleiri börn ættingja, vina og kunningja. í Skorholti hafði Jóna einstakt lag á því að láta alla taka til hendinni og aðstoða við bústörfin, hvort heldur var inni eða úti, hvort heldur sumarfólk var komið til stuttrar eða langrar dvalar. Var öllum gert ljóst að menn yrðu að vinna saman ef árangur ætti að nást, hvert svo sem verkið væri. Stundum fannst okkur strákunum á þeim tíma óþarfi að vera með allar þær leiðbeiningar og stund- um ávítur sem Jóna setti fram. Eftir því sem menn stækkuðu og þroskuðust skildist hins vegar betur að öll ráðin og leiðbeining- arnar voru af fyrirhyggju og góð- vild gefin. Gildi umvandana, ráð- legginga og leiðsagnar skilur fólks hins vegar oft ekki til fulls fyrr en það eignast börn sjálft. Þess þurfti Jóna ekki. Sem sumardrengur í Skorholti á ég margar hlýjar minningar um frænku mína. Þegar ég lít til baka kemur upp í hugann ein af fyrstu minningum mínum um hana, um glæsileik hennar og þá virðingu sem ég bar fyrir henni. Sérstak- lega minnisstæð í þessu tilliti er mér heimkoma Jónu eitt sinn úr eggja- og dúntökuferð í Akurey í Leirárvogi, sem farið var reglulega í á vorin, ætíð á hestum á fjöru yfir leirurnar frá Skorholti. Hún reið ljósgráum hesti, stórum, er var sveittur og leirugur upp í nára um. t Eiginkona min, móöir okkar og amma, HALLDÓRA SVEINSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Hófgerði 22, Kópavogi, veröur jarösungin mánudaginn 30. desember frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Guðmundur Sigurjónsson, Hörður Guömundsson, Jónina Guömundsdóttir, Sveinn Pálmi Guðmundsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guðmundur Geir Ludwigsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ELÍNAR SIGRÚNAR ADALSTEINSDÓTTUR, írabakka 8. Guöbrandur Guðmundsson, Guðmundur Guöbrandsson, Sigriður Guöbrandsdóttir, Konráö Konráösson, Björk Guöbrandsdóttir, Sveinn M. Sveínsson, Vigdís E. Guöbrandsdóttir, Aðalsteinn H. Guðbrandsson, Þuríöur H. Guðbrandsdóttir, og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURDAR HÓLMSTEINS JÓNSSONAR, blikksmíöameistara, Mímisvegi 6. Reykjavík. Baldur Sigurösson, Hulda Þorláksdóttir, Magnús Sigurösson, Kristjana Karlsdóttir, Ólöf Helga Siguröardóttir Brekkan, Ásmundur Brekkan, Hólmsteinn Sigurósson, Guöný Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, SIGURDUR SIGURÐSSON frá Saurbæ, Efstasundi 73, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember, kl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda, Kristbjörg Jónasdóttir. Legsteinar granít — marmari Opið alla daga, einnig kvöld og heigar. Haníi ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. er heim kom, klyfjaður eggjum, æðardún og reyrgrösum, sem ilm- uðu svo vel við þornun og nóg var af í eyjunni. Er heim í grænan hlaðvarpann kom á þessum sól- bjarta vordegi tók hún ljósbláan höfuðklútinn ofan, er hafði aflag- ast á leiðinni. Við það losnaði um síða gullbjarta hárið hennar sem liðaðist niður á makka hestsins og sameinaðist þar ljósu faxi hans. Gleymi ég þessari tignarlegu sjón aldrei og mun ætíð minnast Jónu með sömu virðingu og lotningu og ég gerði þá sem ungur drengur. Um leið og við Guðrún sendum Sigurjóni frænda mínum og vinnu- manni hans, Jóni Pálma Karlssyni, samúðarkveðjur i söknuði og harmi þeirra geri ég kvæði Jakobs Jóh. Smára „Kom, svefnsins blíða bylgja" að lokaorðum mínum í minningu um frænku mína, Jónu frá Skorholti: Kom, svefnsins blíða bylgja, og burt mig tak með þér; lát fagra drauma fylgja því fleyi, sem mig ber. Að ljúfra drauma löndum þinn ljósi faðmur ber frá stormsins bröttu ströndum, og stundin gleymir sér. í fjarskans drauma-dvala skín dýrlegt, himneskt ljós. Við loftsins létta svala grær lífsins dýrsta rós. Og horfnar tungur tala þar tryggðum helgað mál. Aðbakidjúpradala þar dvelst hin Eina Sál. (JakobJóh. Smári.) Jón Sveinsson Hún Jóna í Skorholti er dáin. Þegar ég fékk þær fréttir, var sem strengur slitnaði innra með mér. Þessi kona sem ég mat til jafns við móður mína er nú horfin. Minningarnar streyma fram í hugann um fyrstu kynni við þessa konu. Ég hafði verið ráðinn til snúninga í sveit, og var það fyrsta langferð mín að heiman, og það var ekki hátt á manni risið þegar ég kvaddi föður minn um borð í gömlu Akraborginni í Reykjavík- urhöfn fyrir rúmum fjörutíu árum, en ég stóð við koffortið og pokann minn við borðstokkinn og veifaði og reyndi að bera mig mannalega. Þegar komið var til Akraness, kom til mín maður lágvaxinn og snarlegur og spurði hvort ég væri strákurinn sem ætti að fara í Skorholt, var þar kominn Ólafur Hallsteinsson bróðir þeirra systk- ina í Skorholti, og fylgdi hann mér til Halldóru systur þeirra sem var með matsölu við Suðurgötuna, tók hún á móti mér með sömu alúðinni og Ólafur, þar var mér boðinn matur, sem ég þáði með þökkum, og sagði Halldóra mér að bíll væri að fara í Skorholt eftir hádegið og ætti ég að fara með honum. Komið var í Skorholt um miðjan dag, og var Jóna fyrst til að bjóða mig velkominn, og fannst mér ég vera kominn heim, mér hvarf allur kvíði fyrir hinu óþekkta. Jóna hélt heimili fyrir föður sinn Hallstein og bræður sína, þá Sigurjón og Böðvar, var því oft mikið að gera við heimilisstörfin en gestkvæmt var með afbrigðum í Skorholti og því oft langur vinnudagur hjá henni, en Jóna var hamhleypa til allrar vinnu hvort sem var úti eða inni, og virtist alltaf hafa nægan tíma til að sinna þeim sem að garði bar. Ég tel það gæfuspor að hafa fengið tækifæri að vera með og kynnast þessu fólki í Skorholti, og er það ómetanlegt fyrir hvern ungling að komast undir hand- leiðslu slíks fólks. I fjörutíu ár hefir aldrei fallið skuggi á þá vináttu sem til varð á þeim árum, og þótt fjölskylda mín stækkaði, voru allir alltaf velkomnir í Skor- holt. Mig langar með þessum fá- tæklegu orðum að þakka Jónu minni fyrir samfylgdina í gegnum árin og alla vináttuna. Sigurjón minn, þú hefir misst mest, og vil ég og fjölskyida mín votta þér innilegustu samúð og bið ég að góður guð styrki þig og Jón Karlsson, einnig vottum við öðrum ættingjum og vinum innilega samúð. Jón M. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.