Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER1985 B 21 Upprifjun um áramót Stykkishólmi í desember. Arið 1985 er að kveðja. I>að hefir verið misvindasamt á sviði viðskipta- og atvinnumála. Togara- flotinn átti í erfiðleikum og safnaði skuldum sem leitt hefir til uppboðs og yfirtöku lánardrottna. Þeir sem hafa verið minni í sniðum hafa flotið. Um hvernig þessum tækjum hefir verið stýrt og hvort ekki hefði átt að gæta að stöðunni fyrr, verður ekki sagt, en það er vissulega umhugsunarvert þegar stórum atvinnutækjum vegnar ekki vel. Eitt hefir stórvaxið á árinu. Það eru hin svonefndu Visakort og virðast þau á góðri leið með að koma í stað peningaseðla. Verðbréfamarkaðir hafa verið stærri í sniðum og tekið að sér vissa þætti bankamála, þótt bönkum sé alltaf að fjölga með sínar veglegu byggingar og sú starfsemi sem arðvænlegust er í dag og þarf ekk.i að spara. Frjálsir vextir blómstra og ber mönnum ekki saman um hvað gott þeir geri, en ekki minnka þeir verðbólguna. En hvað sem öllu líður þá hefir þetta ár verið okkur Hólmurum í mörgu blessunarríkt. Atvinna hefir verið góð. Sjávarafli með líku móti og áður, líkur skipa- stóll og engin stökkbreyting þar. íbúðabyggingar hafa verið minni en áður en lokið við grunn- skólabygginguna, bensínstöðina, byggingar RARIK, flugstöðina og fiskverkunarhús. Einnig byggingu kvenfélagsins í Hólm- garði. Haldið áfram byggingu heilsugæslustöðvarinnar í við- byggingu sjúkrahússins og eins við nýju kirkjuna. Samgöngur hafa verið ágætar, á sjó, landi og í lofti. Ekki fallið niður áætl- unarferðir rútunnar sem hefir ekið eftir sumaráætlun þetta ár. Það sér strax að bygging skólans hefir haft sín áhrif. Aðstaða öll til fyrirmyndar. Ekki skal því gleymt að rekstur fyrirtækja hefir verið þrengri í ár. Nýja bílaver hf. hættir nú rekstri og er það mikill bagi því þá verðum við að leita annað með allar viðgerðir. Er það von okkar að rekstur bifreiðaviðgerða geti hafist á ný. En erfiðleikarnir hafa mest stafað af því að erfitt hefir verið að fá lærða bifvéla- virkja til starfa. Eigendur Nýja bílavers hafa nú auglýst fyrir- tækið til sftlu. Heilsufar hefir verið gott og hér starfa 3 læknar og er einn þeirra yfirlæknir sjúkrahússins hér og þar er góð aðstaða og batnar um allan helming þegar viðbyggingunni lýkur. Þá hefir nýr bóksasafnsfræðingur tekið við rekstri Amtbókasafnsins. Og margar breytingar þar á döfinni og er ekki langt í að byggja verði við safnahúsið enda að verða alltof þröngt þar. Sýslumanns- embættið missti í desember lög- lærðan fulltrúa og hefir enn enginn fengist í staðinn. Þá hefir yfirlögregluþjónninn verið ráð- inii til Hafnarfjarðar svo nú er hans sæti laust hér. Stykkishólmshreppur hefir haft mikil umsvif á þessu ári. Þar má fyrst nefna gatnagerðina og gangstéttirnar sem setja mikinn og góðan svip á bæinn. Sléttað hefir verið og stór svæði víða um bæinn breyst í fagra grasvelli, grasfræi sáð og marg- ar umbætur oggóðar bæði á nýju skólalóðinni og eins kringum hótelið. Tjaldstæði fyrir ferða- menn hefir nú verið fært á betri og fegurri stað og öll aðstaða færð í gott horf. Og margt annað mætti nefna og meta bæjarbúar þessi vel unnu verk. Tveggja merkisafmæla skal líka geta. Sjúkrahús st. Frans- iskussystra átti 50 ára starfsaf- mæli og eins elsta starfskona þess. Trésmiðja Stykkishólms átti 40 ára'starfsafmæli. Hótel- reksturinn var með meira móti og á húsinu voru gerðar margar og góðar lagfæringar sem ferða- menn meta mikils og það sér að aukning er þar á gestum. Hótel- stjórinn, Sigurður Skúli Bárðar- son, hefir staðið sig vel og kann sitt fag. Og um þessi jól er bærinn okkar fallegur. Ég man ekki eftir að hafa séð jafn mörg falleg og skínandi ljós, utan húss og í gluggum og jólatré víða um bæinn og hið stóra jólatré sem við fengum að gjöf frá Dramm- en, vinabæ okkar. Þakklætið ætti því að vera efst í huga hverjum hugsandi bæjarbúa. Með þessum orðum lýk ég upprifjun og sendi öllum lands- mönnum óskir um farsælt ár, til lands, lofts og sjávar, og þess að næsta ár megi færa okkur nær bæn Matthíasar Jochums- sonar um gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskist á guðsríkis braut. Nú sem fyrr veröa KR flugeld^ „ddlítiugnr Þeir eru seldir á 4 útsölustöðurr) í Reykjavík, auk þess í söluvagni á Lækjaiiorgi á gamlársdE Við flytjum inn allar okkarvörur. Einkaumboð fyrir risaflugelda frá WECO í V-Þýskalandi. Kaupir þú fjölskyldupakkana næst allt að 25% afsláttur af útsöluverði einstakra hluta. Að auki bjóðum við 10% afslátt, öllum þeim sem versla fyrir hærri upphæð en 700 krónur 27.-28. des. Þetta fyrirkomulag hefur verið mjög vinsælt. Einnig er veittur magnafsláttur séu keyptir fleiri en 5 pakkar. ÞAÐER 0KKUR HUERSU HATT UPPI ÞU VERDUR! esió reglulega af öllum fjöldanum! BARMPAKKINN kostar kr. 700,- og er einkum ætlaður bamafjölskyldum. Ágætis skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. SPARIPAKKINN kostar kr. 990,-. Hagkvæmur Qölskyldu- pakki sem púður er í. Oóð skemmtun sem allir hafa ánægju og gaman af. BÆJARINS BESTI kostar kr. 1A00,-. Nafnið segir allt. Við erum sannfærðir um að ekki er hægt að gera betri kaup í bænum. Sérstaklega hentugur fyrir unglinga. TROLLAPAKKINN kostar kr. 2.400,-. Hér er á ferðinni tröllsleg útgáfa af Bæjarins besta. Pyllilega peninganna virði fyrir þá sem setja markið hátt. Tröllapakkinn veitir þér og þínum ómælda ánægju og eftirminnilega skemmtun. BERSERKUR er stærsti pakk- inn í bænum. Troðfullur af því besta sem er á markaðinum. Stórkostleg sýning sem slær allt annað út. Verð kr. 4500,-. 15 tegundir af risaflugeldum, 20 tegundir af kökum, tertum og tívolíbombum Eigin innflutningur Sölustaðir: KR-heimilið Sími 27181, JL-húsið, Hverfisgata 78, Borgartún 31 (hús Sindra Stáls) og söluvagn á Lækjartorgi 31. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.