Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986
SSgusviðið er bif-
reiðaverkstæði, per-
_______sénurnartveir
bræður - sá eldri
sem er og sá yngri
sem kemur. Sá eldri
átti fyrrum sökðtt
við réttvísina, sá
yngri á kannski eftir
að eiga það, þegar
bifreiðin, sem hann
kemur með og biður
bréður sinn að lakka
reynist ekki með öllu
vel fengin. Skömmu
síðar verður slys og
þar með er lík komið
til sögunnar og inn I
aðstæður sem vinda
upp á sig eftir því
sem á líður kvik-
myndina. Umrædd
mynd hefur á undan-
förnum vikum flækst
fram og aftur í klippi-
borði í vesturbæn-
um, þar sem leik-
stjórinn, Lárus Ýmir
Óskarsson sat við í
jólaleyfinu og for-
klippti hana. Kvik-
myndatökur fóru
fram á sænskri
grundu í oktðber og
september sl. og
tóku átta vikur.
TextiA/ilborg Einarsdóttir
Mynd/Árni Sæberg
KVIKMYNDAGERÐ
Af frosnum hlébarða
íslensks leikstjóra á sænskri grund
—Um nýjustu mynd leikstjórans Lárusar Ýmis Óskarssonar, sem Svíar frumsýna íhaust
Sögutími myndarinnar
spannar hins vegar
þrjá örlagaríka haust-
daga í lífi fyrrnefndra
bræðra og er leikstjór-
inn ekkert að breyta út
af vana sínum með
að láta myndirnar gerast á
skömmum tíma sbr. fyrri mynd
hans, „Andra dansen". Tilviljun
segir hann þó hafa ráðið í þetta
skiptið, en neitar því ekki að sér
líki sú „Aristoteleska leikhefð" að
hlutirnir gerist á einum stað og
tíma. Reyndar er hann farinn að
velta vöngum yfir nýrri mynd - sem
líka gerist á örfáum dögum, en
áður en hennar tími kemur mun
„Den frusene Leoparden" (krókn-
aði/frosni hlébarðinn, eins og við
getum þýtt þessa tilvísun í sögu
Hemingways, Snjórinn á Kilimanj-
aro, sem nafnið vísar til) líta dags-
ins Ijós, væntanlega á komandi
hausti. „Svíarnir vilja sýna mynd-
ina á góðum tíma og þykir haustið
vænlegra en vorið," segir Lárus
Ymir, sem hyggst Ijúka endanleg-
um frágangi myndarinnar og þar
meðtaldri endurupptöku á öllu
hljóði, í mars næstkomandi.
Kvikmyndin er framleidd af
Peter Hald fyrir Vikingfilm, en þar
að auki standa þrjú fyrirtæki að
gerð hennar, Svenska Filminstitut-
et og Svensk Filmindustri, auk
Sonnett, sem er hljómplötufyrir-
tæki og leggur myndinni t.a.m. til
hljóðupptökuver. Kvikmyndin er
því alfarið sænsk og af því sem
skrifað hefur verið um hana og
leikstjórann má sjá að sænskan
vilja Svíarnir einnig hafa hann.
Hálft í hvoru er hann það kannski
líka hvað atvinnuna varðar, því þó
í tíma talið hafi hann starfaö lengur
á íslandi, bæði í leikhúsum, leik-
stýrt í sjónvarpi leikritunum „Stalín
er ekki hér", 1985, „Drottinn
blessi heimilið", 1979, og „Ó
þessi blessuð börn", 1982, þá
hefur Svíþjóð vinninginn hvað
umfang verkefnanna varðar.
Áhugann fyrir leikstjórnarstarf-
inu segir hann reyndar hafa komið
til sögunnar nokkru fyrr en farið
var á stjá. „Eftir því sem ég kemst
næst var ég fimmtán ára gamall.
Sá þá mynd eftir Fellini og hann
magnaði á mig seið. Nokkru síðar
var þetta svo afráðið."
Lárus Ýmir hóf nám við Dramat-
iska Institutet, Dl eða „draum ís-
lendingsinS" eins og hann kveður
skólann stundum kallaðan, 1976.
Þar inn fyrir dyr þykir nokkuð erfitt
að komast og er mikið lagt upp úr
að nemendur hafi náð nokkurri
fótfestu í lífinu. Þangað fór Lárus
Ýmir á 28. æviárinu. í hópi íslend-
inga sem sótt hafa skólann eru
Þráinn Bertelsson, Rúnar Gunn-
arsson, Gunnar Gunnarsson og
Hallmar Sigurðsson. í skólanum
hófst samstarf Lárusar Ýmis við
Göran Nilsson, kvikmyndatöku-
mann sem var á bak við vélina í
Andra dansen sem og nú í haust,
auk þess sem þeir gerðu lokaverk-
efni sitt við skólann í sameiningu.
En það er ekki bara Nilson sem
kemur við sögu i báðum myndun-
um, handritin eru bæði skrifuð af
Lars Lundholm. Af helstu leikurun-
um má nefna Joakim Tháström,
Peter Stormare, Mariu Granlund,
Keve Hjelm, Agnetu Ekmanner,
Jaquline Ramel og Hjalta Rögn-
valdsson. Þeir tveir fyrstnefndu
eru í hlutverkum bræðranna Kilj-
ans og Jerry.
Eldri bróðurinn leikur Stormare.
Lárus Ýmir segir hann vera einn
eftirlætiskarlleikara Bergmans, en
um þessar mundir, leikur hann
Jean í „Fröken Júlíu" hjá meistar-
anum. Leikara í hlutverk yngri
bróðurins og fyrir valinu varð
sænsk rokkstjarna, Tháström. „Ég
þurfti ungan mann og það var
Ferðamál
Innlend umsjón:
Sigurður Sigurðsson
Vélsleðaferðir
Ferðalög á vélsleðum er heillandi ferða-
máti. Landið breiðir úr sér fannhvítt, svo
vítt sem augað eygir. Sólin skín í heiði og
komið er á áfangastað á örskotsstund.
Aldrei þarf að hafa áhyggjur af gróður- eða
landslagsskemmdum. Slóðin hverfur í
næstu snjóum eða leysingum og landið
kemur í Ijós að vori, rétt eins og enginn
hafi um þaðfarið.
Markmiðið með vélsleðaferðum er að
sjálfsögðu að skoða landið, komast þangað
sem áður hefur veriö illfært að vetrarlagi.
Ótrúlegur fjöldi manna stundar vélsleða-
ferðir. Vélsleðamenn eiga með sér samtök.
Tilgangurinn með samtökunum er að
kynna íþróttina, fá fólk til að feröast með
fyrirhyggju um landið.
Kosturinn við vélsleða er sá að hægt
er að hafa með sér mikið af mat og öðrum
útbúnaði í fjallaferðir, hvort sem ætlunin
er að vera lengi í ferðinni eða ekki. Vél-
sleðamann, sem vel kann til verka, sakar
ekki þótt óhapp hendi á hálendi eða hann
verði veðurtepptur í langan tíma.
Gallinn við íslenska vélsleðamenn er þó
sá, að þeir eru margir hverjir fákunnandi
um landið, þekkja ekki á áttavita og ætla
sér of mikið. Klæðnaði þeirra er oft mjög
ábótavant og má, eftir þessu að dæma,
mikið vera að ekki skuli hafa orðið alvar-
legri slys í vólsleðaferðum en raun ber vitni.
|g£'V,
____
/ vólsteðaferð 6 hálendlnu.
... ......................... ..
Hópur vélsleðamanna við skála FÍ í Veiði-
vötnum að vetrarlagi.
Fullyrða má að óhöpp á vólsleðum, skíð-
um eða gangandi, eiga fyrst og fremst
rætur sínar að rekja til kunnáttuleysis eða
kæruleysis.
Skipulagning óbyggðaferða
Reyndir ferðalangar eiga ekki að gera
mistök. Komi slíkt fyrir eiga menn að búa
yfir það mikilli reynslu, að hægt sé að gera
ráðstafanir til að losna úr vandanum án
mikillar fyrirhafnar. Vandamálin gera þó