Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR1986
B 3
mjög erfitt að finna hánn. Af leik-
listarskólabekk var ekki um að
ræða nema kannski tvo árganga
sem komu til greina upp á aldurinn
að gera og fyrir utan að skoða
þann hóp var auglýst eftir leikara.
Ég var búinn að skoða heil ósköp
af ungum strákum þegar þessi
kom inn í myndina," og það í
orðsins fyllstu merkingu. Það var
einmitt eftir að hafa séð Ijósmyndir
af tónlistarmanninum í blöðum að
Lárus Ýmir fékk hann til fundar
við sig. „Sá strax að þetta var
rétti karakterinn og svo reyndist
hann hafa óvenjulega hæfileika
og sterka útgeislun," segir leik-
stjórinn, auðheyrilega ánægður
með sitt fólk.
Það sem koma skal þegar hlé-
barðinn er kominn á kreik segir
Lárus Ýmir ekki með öllu afráðið.
Telur það nokkra bjartsýni að ætla
í aðra kvikmynd á þessu sumri
m.a. að það þarf ekki endalaust
að biðja fólk um greiða, það er
beðið um hlutina og borgað fyrir
þá, eins og í hverri annarri atvinnu-
grein," segir Lárus Ýmir. Þegar
svo talið berst að erlendum leik-
stjórum í sænskri kvikmyndagerð,
m.a. í Ijósi þess að á nýliönu ári
hefur Hrafn Gunnlaugsson, auk
Lárusar Ýmis lagt henni lið sitt,
vaknar óneitanlega sú spurning
hvort erlendir leikstjórar komi
sænskum á einhvern hátt „öðru-
vísi” fyrir sjónir - þ.e. þeirra verk.
„Það eru auðvitað allir leikstjór-
ar „öðruvísi" en aðrir leikstjórar -
við Hrafn líka. Og það hefur sjálf-
sagt haft áhrif á mig að gera mitt
stærsta verk til þessa í útlöndum.
Þar sem ég hef ekki áhuga á
sænskum staðháttum sem slík-
um, fer maður að gera kvikmynd
í eigin heimi kvikmyndarinnar. Hún
verður ekki til úr neinum landa-
♦»
Ég myndi líklegast gera
mynd hér heima ef ég
ætti þess kost. En ég sé
enga möguleika á því
eins og ástandid er, þar
sem ég kann ekki að
gera mynd sem öllum
þykir gaman að og enn
síður mynd sem ekkert
má kosta.
og líklegra að hann hefji aftur slík
störf á komandi vetri. Enn sem
áður á vegum Svía væntanlega.
Er sem sé ekki á leiðinni heim
hvað kvikmyndagerðinni viðkem-
ur?
„Varla. Ég myndi líklegast gera
mynd hér heima ef ég ætti þess
kost. En ég sé ekki möguleika á
þvi eins og ástandið er, þar sem
ég kann ekki að gera mynd sem
öllum þykir gaman að og enn síður
mynd sem ekkert má kosta."
Kostnaður við myndina sem hann
er nú að Ijúka við er um 30 milljón-
irkróna.
Um aðra kosti þess að vinna
að kvikmyndagerð ytra fremur en
hér nefnir hann hluti eins og vel
þjálfað fólk í jafnvel hin minnstu
störf, fólk sem þarf ekki að sjá
fyrir sér með öðru en kvikmynda-
gerðarvinnunni. Vinnumátann
segir hann einnig vera í fastari
skoröum, „sem er engin furða þar
sem Svíar hafa sterka hefð fyrir
kvikmyndagerð. Voru byrjaðir í
henni fyrir aldamót og bara á 4.
og 5. áratugnum voru framleiddar
um 50 myndir árlega. Þetta þýðir
fræðileik, njörvuð niður með stað-
arnöfnum, eins og ég held að
manni hætti kannski meira til við
kvikmyndagerð í sínu heimalandi.
Þar verður umhverfið oft ósjálfrátt
að einni forsendu myndar. Ef ég
færi að kvikmynda á Islandi myndi
ég sjálfsagt halda uppteknum
hætti hvað þetta varðar — og það
yrði sjálfsagt átakaminna, a.m.k.
þyrfti ég ekki að láta höggva niður
jafn mörg tré," segir Lárus Ýmis
og brosir í kampinn. Situr við
klippiboröið, rennir í gegn gróf-
klipptu upphafsatriðinu og segist
nokkuð bjartsýnn á endanlega
útkomu — þó myndin sé ekki björt
yfirlitum í eiginlegri merkingu. „Ég
kunni að vísu ekki við að gera
aðra mynd í svart/hvítu, a.m.k.
ekki strax, en tókst hins vegar að
þrjóskast við að filma aldrei í sól
og halda litunum niðri eftir mætti.
Ætlaði reyndar að bæta þar enn
um betur í eftirvinnslunni, en svo
sá ég að þess þurfti ekki," segir
hann, rennir augunum aftur að
skjánum og horfir á það sem við
landar hans fáum vonandi að sjá
seint á þessu ári.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
WAGNtR-
sjálfstýringar
Wagner-sjálfstýringar,
komplett með dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir allar
stærðir fiskiskipa og allt
niður í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auðveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stærðir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verð og
greiðsluskilmálar.
Atlas hf
Borgartún 24 — Sími 26755.
Pósthólt 493, Reykjavík
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásjöum Moggans!
Iþróttir fyrir alla
Trimmnefnd Í.S.Í. heldur námskeið í
íþróttum fýrir alla laugardaginn 11. jan-
úar n.k.
— Kennari: Kent Finanger, prófessor, U.S.A.
— Kennsiustaður: Húsakynni Í.S.Í., Laugardal
Reykjavík.
— Tími: Námskeiðiö verður laugardag 11. jan.
kl. 13.15-18.00.
— Innritun: Skrifstofa Í.S.Í. — sími: 83377.'
— Þátttökugjald: kr. 200.-
Trimmnefnd Í.S.Í.
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
LESBOK
Minn veruleiki er islenzkur
Samtal við Tolla (Þorlák Kristinsson)
myndlistarmann um veru hans í Berlín og
ástandið í hinni tvískiptu borg.
Síðasti valsakóngurinn
Grein um Robert Stolz í tilefni Vínarkvölds
Sinfóníunnar þann 16. þ.m.
Fellibyljir
Náttúruhamfarir í hitabeltinu, þegar vind-
hraðinn nær 17 vindstigum. Grein eftir
Trausta Jónsson veðurfræöing.
Of mikiö af laxi og yfrið nóg
af kjöti
Þaö er mörg matarholan í fjöröunum viö
Austur-Grænland, þar sem Guðni Þor-
steinsson var á tilraunaveiðum.
Vönduð og menningarleg helgarlesning
sjaldan boð á undan sér og því er hyggileg-
ast að vera alltaf á varöbergi gagnvart
veðri, landslagi og ástandi samferðamann-
anna,- hafa augun opin og nota skynsem-
ina. Ekki má þó gera of mikið úr hlutunum,
ekki skemma ferðaskapið með of mikilli
smámunasemi og tepruskap.
Komi skyndilega í Ijós að leiðangurinn
sé villtur, þá er um að gera að stoppa hið
snarasta, koma sér fyrir og bíða. Fyrir alla
muni, ekki ana áfram í slæmu skyggni í
þeirri von að rekast á einhver kennileiti.
Slíkt forðast allir reyndir ferðalangar. Betra
er að koma sér fyrir og bíða eftir að
skyggnið lagist og, ef villan er mjög mikil,
þá bíða uns hjálp berst, jafnvel þó það
taki langan tíma. Fólk í villu er gjarnt á að
ráfa um í blindni í von um að hitta á réttan
stað, en slíkt gerir hjálparsveitum gífurlega
erfitt fyrir, stækkar leitarsvæðið að mun.
Minniháttar vandamál, þessi ófyrirséðu,
eru aðallega tvenns konar. í fyrra lagi
vanmeta ferðalangar oft landslagið, sem
fyrirhugað er að ferðast um, ætla það
auðveldara yfirferðar. í seinna lagi er um
snöggar veðurbreytingar til hins verra að
ræða. Fyrstu viðbrögðin í báðum tilvikum
eiga að vera að stoppa, leita skjóls, jafnvel
tjalda og endurmeta aðstæður. Oft má
halda áfram eftir áttavita en slíkt krefst
mikillar nákvæmni og algjörar þekkingar á
áttavitum og notkun hans.
Það er minniháttar vandamál ef eitthvað
af útbúnaðinum bilar. Slíkt er góð afsökun
til að stoppa, kasta mæðinni, draga svo
upp varahluti og gera við brotna splittið,
saumsprettuna, slitnu reimina í vélsleðan-
um o.s.frv.
Það er stórmál ef vikið er frá fyrirfram
ákveðinni leið. Nauðsynlegt er að gera ráð
fyrir því í byrjun að geta komist yfir á
auðveldara land, frá nokkrum stöðum á
fyrirhugaðri leið. Þreyta, óhöpp eða seink-
un geta gert það að verkum að stytta þurfi
leiðina.
Það er staðreynd að ákvarðanir teknar
á vettvangi undir álagi erfiðra aðstæðna
eru ekki eins góðar og ella. Þess vegna
er betra að halda sig við fyrirfram ákveðna
leið sé þess nokkur kostur. Sé lausn á
vandamálinu mögulegt verður hún að vera
trygg, ekki byggð á ágiskunum. Skipuleggja
verður nýja leið mjög vel, með ítrustu
varkárni.
Brýnt er að láta vita af sér um leið og
komið er til byggða, hvort sem komið er
fyrr en fyrirhugað var, á sama tíma eða
síðar.
Taka skal með í reikninginn, að oft er
stysta leiðin ekki sú fljótiegasta eða örugg-
asta. Auðveldara getur verið að þræða
fjallshryggi, halda þannig hæð þrátt fyrir
ianga króka, heldur en að fara niður í dali
eða gil og kræklast þar.
Umhyggja fyrir félögunum skiptir ákaf-
lega miklu máli. Ekki má fara hraðar yfir
en sá sem hægast fer. Þó er ekki nein
ástæða til að drolla. Það þjálfar ferðaiang
ef hann fylgist með velferð náungans og
getu hanstil átaka.
Hér hefur verið stiklað á stóru, en eitt
er þó eftir: Ekki má taka hlutina of alvar-
lega. Málið snýst ekki endilega um það,
að gera hlutina bókstaflega, heldur fyrst
Hópur vélsleðamanna á fullri ferð.