Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 4 B og fremst að njóta ferðarinnar, hafa gaman af, safna í sjóð minninganna. Oryggislitirnir Svokallaðir öryggislitir eru rautt, gult eða appelsínugult. Brýnt er að klaeönaður sé í þessum litum, a.m.k. anórakk eða úlpa, regngalli og vindgalli. Þá getur komið sér vel að einangrunarmottan sé í öryggislit, jafnvel bakpokinn. Salernispappír getur komið að góðum notum í neyðartilvikum, sérstaklega ef hann ér í öryggislitum! Eins er brýnt að farangur á vélsleða sé klæddur dúk í öryggislitum. Dökkir litir eru illsjáanlegir langt að hvort heldur er að sumar- eða vetrarlagi. Ferðatækni á vélsleðum Nokkuð vandasamt er að ferðast á vélsleð- um. Nauðsynlegt er að tileinka sér trausta og örugga ferðatækni. í þessu greinarkorni verðurtiplað á nokkru því sem nauðsynlegt erað kunna skil á. Eins og í almennum ferðalögum fót- gangandi, á skíðum eða vélsleöum, þá er það aðalreglan að ferðast aldrei færri saman en fjórir og þá helst á fjórum sleð- um. Aðalreglan er að einmenna á sleðan- um í langferðum, t.d. upp á hálendið eða fjarri alfaraleið. í styttri ferðum nálægt byggðum má einn farþegi vera með og þá ef til vill á skíðum. Sé um mjög stóran leiðangur að ræða, t.d. fleiri sleða en tíu, þá er hugsanlegt að einn eða tveir farþegar fái að koma með. Tilgangurinn er auðvitað sá að komi óhapp fyrir, sleði bili, þá sé hægt að taka ökumanninn á annan sleða, eins ef fleiri sleðar bila. Áður en lagt er upp í ferð skal gera nákvæma ferðaáætlun. Þessa ferðaáætlun á að Ijósrita og skilja eftir eintak hjá vinum eða ættingjum. Nauðsynlegt er að fylgja þessari áætlun eftir því sem kostur er. I ferðinni er brýnt að skrifa í gestabækur í fjallaskálum eða gangnamannakofum sem farið er hjá. Gestabækur geta gegnt þýðingarmiklu hlutverki sem öryggistæki, en eftir skráningum í slíkar bækur er hægt að rekja slóð vélsleðamanna, sem og annarra ferðamanna. Útvarp er sjálfsagður hlutur í öllum ferðalögum og sérstaklega er vélsleða- mönnum brýnt að hlusta vel og vandlega á veðurfréttir. Þá er sjálfsagt að kynna sér landslagið framundan með tilliti til snjó- flóðahættu. Vélsleðamenn þurfa að standa klárir á eldsneytiseyðslu vélsleðans og því er sjálf- sagt að skrá hjá sór þegar fyllt er á tankinn og geta þess um leið hvernig færðin hafi verið á undan. Vélsleðamenn skrá hjá sér stöðuna á kílómetra- eða mílumælinum, þegar tekið er bensín. Hann getur þess hve mikið er á tankinum og hversu miklu var bætt á hann. Með þessu móti er hægt að reikna út eyöslu sleðans við hin ólíkleg- ustu tækifæri. Það er ekki alltaf sól og blíða á hálendinu þó svo að eftir slíku sé alltaf leitað. Oftar er snjókoma, slydda, rigning, þoka, skaf- renningur o.s.frv. sem eyðileggur skyggn- ið. Augað getur oft ekki greint landslagið framundan, það rennur í eitt, hvíta sam- fellda sléttu eða ávalar hæðir og drög. Gil, sprungur, hvörf og brattar brekkur hverfa og skyndilega hrapar sleðinn niður um nokkra metra. Sleðinn er þungur, hann hlunkast niður, og eins gott að verða ekki undir honum, því það veldur án efa bein- broti eða innvortis meiðslum. Rétt er að ferðast i einfaldri röð. Fremsti maður verður þó að gæta þess að líta oft aftur, kanna hvernig aftasta manni miðar. En vélsleðar fara hratt yfir og margt getur gerst á fimmtán mínútum sem þýtt geta tíu kílómetra eða meira. Skynsamlegast er að fremsti og aftasti maður sé í talstöðv- arsambandi hvor við annan. íslensk veðrátta er þekkt fyrir allt annað en einhverja lognmollu dögum saman. Mjög erfitt getur verið að aka á móti hvöss- um vindi sem ef til vill skefur upp hjarnið. Andlit vélsleðamanns getur á skammri stundu látið stórlega á sjá. Eins getur oft verið ansi kalt í hröðum akstri í frosti. Þá getur verið skammt í kal. Hannaðar hafa verið grímur fyrir vélsleðamenn sem henta vel til varnar gegn óþægilegu veðurlagi. Matur og gisting í vélsleðaferðum Ekki er ástæða til að fjölyrða mikið um nestið í vélsleðaferðir. Flestan venjulegan mat er hægt að hafa meðferðis. Best er að hafa hann soðinn, þannig að einungis þurfi að hita hann og súpur og drykki að auki. Ekki skal spara við sig matarbirgðirnar, því eins og áður sagði ber sleðinn ,mun meira en gönguferðamaður. Sérstök áhersla er hér lögð á heita drykki fremur en kalda, sérstaklega í vetr- arferðum. Hvatt er til þess að nota hita- brúsann mikið, hita jafnóðum í hann og úr honumtæmist. Ofkæling er versti óvinur vélsleða- mannsins, albúin að gera árás. Fyrir utan góðan klæðnað er besta vörnin að borða nógu mikið og drekka, þannig að líkaminn hafi alltaf orku til upphitunar. Þess ber að gæta að hafa ætíð nægan mat meðferðis og talsvert þar framyfir ef heimferðin skyldi dragast af einhverjum ástæðum. Vélsleðamaður á að geta lifað í allt að tvær vikur á nesti sínu og öryggis- fæði. Reyndir vélsleðamenn mæla ekki með því að matnum sé pakkað inn í álpappír, því þá er hætta á því að hann molni af hristingnum. Eldunartæki sem ganga fyrir steinolíu eða bensíni (hreinsuðu bensíni) duga best. Gastæki eru ónothæf í frosti. Betra er að hafa fleiri en eitt tæki meðferðis og nægar eldsneytisbirgðir. Langöruggast er að gera ráð fyrir gist- ingu í fjallaskálum og gangnamannakofum, — ekki má þó gleyma að greiða fyrir afnoti sé þess krafist. Þá er full ástæða að hafa w ITALSKUR SKINNFATNAÐUR I Ijosi þeirrar veðráttu sem við, a.m.k. hér sunnanlands höfum átt við að búa undanfarna mánuði, liggur við að umfjöllun um vetrarskjólfatn- að sé eins og að fjalla um neglda hjólbarða á vordögum. Hvað um það, kalt getur það svo sannarlega verið hvort sem jörð er auð eður ei og ein þeirra leiða sem mörg okkar fara í baráttunni við kuldann er að klæðast hlýjum loðfóðruðum leðurfatnaði, mokkafatnaði. Oftast er það með íslenskum formerkjum, en hér gefur að líta sýnishorn af slíkum fatnaði sem framleiddur er á Ítalíu, m.a. undir merkjum Ve-Bo, Armani, Sigral, Remit o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.