Morgunblaðið - 12.01.1986, Page 1
3W«p«»MW<t$i
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986
BLAÐ
Hvolfþak
himins
Nýbók
eftir Einar Pálsson
„Hvolfþak himins“ segir frá rannsóknum sem ég stundaði í Flór-
enz og þýðingu þeirra fyrir íslendinga. Meginniðurstaðan er sú að
ákveðin hugmyndafræði sem ég hafði sett fram tilgátur um eftir
íslenzkum gögnum reyndist eiga sér beina samsvörun þar syðra.
Menning okkar er sem sé hluti hinnar indó-evrópsku menningar
Evrópu. Þannig benda niðurstöður til dæmis eindregið til þess að
goðaveldið íslenzka eigi sér hliðstæður í fomum samfélögum Evrópu
og að landnámsmenn Islands hafí verið fjarri því að vera þekkingar-
lausir ruddar, eins og stundum er haldið fram. Það er með öðrum
orðum reynt að sýna fram á það með rökum, að menning íslenzkra
landnámsmanna hafí verið af sama toga og undirstaða mesta endur-
reisnarskeiðs Evrópu," segir Einar Pálsson. Bók hans, Hvolfþak
himins, er sjálfstætt verk og hið sjöunda í ritsafni hans, Rætur ís-
lenzkrar menningar (RÍM).
Einar Pálsson
hefur stund-
að rannsóknir í
menningarfræði
um áratuga skeið.
Nú hefur hann
sagt skilið við eril-
samt starf sem
skólastjóri Mímis
og helgar sig
fræðum sínum
óskiptur.
„Þessi fræði
hafa verið áhuga-
mál mitt númer
eitt allt frá því á
menntaskólaárun-
um. Á ensku nefn-
ist þessi fræði-
grein „cultural
anthropology",
sem á íslenzku út-
leggst „menning-
arfræði" en er
stundum nefnd
„samfélagsfræði". Hún spannar
alla hugmyndafræði mannsins. Það
er það sem gerir hana svo heillandi.
Þetta er ekki ófrjótt málfræðistagl
eins og við vöndumst í skóla."
„Þú segir í formála þessarar nýju
bókar að lesendur þínir verði vitni
að byltingu Kópemikusar með öf-
ugum formerkjum."
„Já, til að skilja fomöldina verður
að snúa heimsmyndinni við: í þeirri
veröld var jörðin miðjan, sól, tungl
og reikistjömur snerast umhverfís
manninn en maðurinn ekki um sól-
ina. Kópemikus umbylti heims-
myndinni og á vissan hátt má segja
að niðurstöðum rita minna svipi til
slíkrar byltingar, því að nær allt
snýst við sem okkur var áður kennt.
Þess vegna þarf það ekki að koma
neinum á óvart, og allra sízt mér,
hversu lokaðir ýmsir era fyrir hin-
um óvæntu viðhorfum. Til dæmis
þeim, að mörg meginatriði
íslenzkrar fom-
menningar eigi
sér hliðstæður í
fræðum Grikkja
og Rómvetja,
gagnstætt því sem
hingað til hefur
verið haldið fram
af flestum."
„Er hæfíleg
íhaldssemi ekki af
hinu góða þegar
fræði era annars
vegar?"
„Ómissandi. En
þegar íhaldssemin
verður að sálar-
flækju og menn
telja það eitt til
vísinda sem lesið
verður af bókum
annarra, helzt út-
lendinga, þá
staðnar vitsmuna-
lífið."
„Verðurðu var við stöðnun í ís-
lenzkum fræðum?"
„Ekki aðeins stöðnun heldur
kreppu. Þeir annmarkar era til
dæmis á rannsókn fommenningar
okkar, að bæði táknmál goðsagna
og hugmyndafræði landnáms-
manna hafa verið látin órannsökuð
að mestu. Engin fræði teljast rétt
iðkuð sé veigamikill þáttur þeirra
skilinn útundan. Það háttalag að
beita fyrir sig svonefndum „skoðun-
um“ eða „áliti" í stað óhlutdrægra
rannsókna og gefa sér þannig að
forsendu, að ýmis helztu vandamál
íslenzkrar fommenningar þarfnist
ekki úrlausnar hefur rekið íslenzk
fræði í hnút. Þeir sem tengja slíkar
„skoðanir" æra sinni og metnaði
dæma sig fyrirfram til vansældar
við vísindastörf."
„Hvaða aðferðum beitir þú?“
„Ég beiti þveröfugri aðferð,
þeirri sem nefnd er „hyp>otesa“ eða
BÆKUR
ÁRSESTS
Það er víðar siður en á íslandi að hafa I bækur er þeir töldu athyglisverðar á ánnu
bækur til jólagjafa. Helztu blöð og’tímarit 1985. Hér fer áeftir úrdráttur úrþessum
birta fjölda greina um bækur og bókaút- skrifum. Þar sem þessar bækur eru yfir-
gáfu, ekki sízt þegar líður að lokum ársins. leittaðeinsfáanlegaráerlendummálum
Þá er venja að fram fari eins konar úttekt eru heiti þeirra birt á ensku, þeim lesendum
á bókum ársins. Fyrir hátíðar fékk The til hægðarauka sem kynnu að vilja verða
Observer þekkta rithöfunda til að fjalla sér úti um þær, en heiti f orlags birtist í
stuttlega um þær | sviga:
ALISON LURIE
The Good Terrorist eftir Doris
Lessing (Cape) er bezta skáldsaga
sem komið hefur frá hendi hcfundar
um árabil. Þá er að nefna Lake
Wobegon Days eftir Garrison
Keillor (Faber), en sagan hefur
orðið metsölubók í Bandaríkjunum.
Þar segir frá lífínu í ímynduðum
smábæ, og minnir frásögnin á
Sherwood Anderson og James
Thurber. Gera má rúð fyrir að þessi
saga verði sígild. Hester eftir frú
Oliphant (Virago) er endurprentun
á gagnmerkri feminísta-skáldsögu
sem fyrst kom út árið 1883. Hún
jafnast á við það bezta eftir Trol-
lope.
MICHAEL RATC-
LIFFE
Þær bækur sem ég kýs að nefna
eru ævisögur. Ævi C.R. Ashbee
eftir Alan Crawford (Yale) þar sem
saman fara ljúf kímni og strangar
fræðilegar kröfur. Strindberg eftir
Michael Meyer (Secker and War-
burg) er meistaraleg úttekt á hrylli-
legum sögusögnum þar sem höf-
undur nær einstæðum árangri. í
Footsteps eftir Richard Holmes
(Hodder) er verið að elta skugga
Stevensons, Wordsworth, Shelleys
og Gérard de Nervals þar sem ferð-
ast er á vængjum ímyndunarinnar
um Frakkland og Italíu síðustu
tuttugu ár.
MALCOLM BRAD-
BURY
Þijár bækur sem vöktu athygli
mína sérstaklega á árinu era, í
fyrsta lagi, Carpenter’s Gothic eftir
William Gaddis (André Deutsch)
sem er fyrsta skáldsaga þessa frá-
bæra bandaríska höfundar s.l. tíu
ár, en hann fer sem fyrr ótroðnar
slóðir er hann segir frá kaupskapar-
fári samtíðarinnar. Peter Handke
er nákvæmasti skáldsagnahöfundur
nú á dögum og í Slow Homecoming
(Methuen) er áð finna þijár stuttar
sögur. Foreign Land eftir Jonat-
han Raban (Collins) sannar það sem
mig hefur lengi granað, — að þessi
stórsnjalli ferðasöguhöfundur ætti
líka að skrifa skáldsögur.
KINGSLEY AMIS
Flashman and the Dragon eftir
George Mac Donald FYasar (Collins
Harvill) rifjar upp fífldirfzku, heig-
ulshátt og græðgi sem einkenndi
þann þátt borgarastyijaldarinnar í
Kína þegar Sumarhöllin í Peking
var brennd. Kiteworld eftir Keith
Roberts (Gollancz) er til marks um
það að enn lifír vísindaskáldsagan
góðu lífi en í þessari bók er bragðið
upp skýrri og ógnvekjandi mynd
af því hvemig hinar dreifðu byggðir
* TIUBESTU ♦
KVIKMYNDAGAGNRÝNENDUR MORGUNBLAÐSINS VELJA TÍU BESTU KVIKMYNDIR ÁRSINS 1985 - SJÁ BLS. 8C.