Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 ÁRSINS Svíans og geðveiki hans tvímæla- laust efniviður í eftirminnilegri mannlýsingu en þegar um er að ræða Norðmanninn sem lifði tiltölu- lega rólegu lífí, en Meyer bregzt bogalistin hvergi. The Kingdom of i the Wicked (Hutchinson) eftir Ant- hony Burgess er djörf endurskoðun á tilurð kristindómsins og útbreiðslu hans og því hlutverki sem hann gegndi í Rómaveldi. RUTH RENDELL Dulúð tel ég nauðsynlegan þátt í skáldskap. A Maggot eftir John Fowles var sérkennileg og ágæt leynilögreglusaga, með hæfilega dularfullu ívafí án þess að endirinn væri tvíræður. Fólk ætlast til þess að ég lesi spennusögur en það geri ég reyndar sjaldan. WUd about Harry eftir Paul Pickering (Weidenfeld) var ein af undantekningunum. Þessi fyrsta saga höfundar minnir að sumu leyti á Greene, fersk og spennandi enda þótt Mengele sé látinn koma í leit- imar. En sú bók sem ég hafði mesta ánægju af var Foreign land eftir Jonathan Raban vegna þess að þar er brugðið skýru ljósi á England nútímans og vegna þess að höfund- urinn hefur skilning á því hvað misskilningur snýst um. PETER PORTER Ein ljóðabók og tvær bækur um ljóðlist bera af öðrum þetta árið. Elegies eftir Douglas Dunn er í senn safn harmljóða og minninga úr 20 ára hjónabandi. Mikill munur er á Alexander Pope eftir Mayn- ard Mack (Yale) og Auden in Love eftir Dorothy J. Faman (Fa- ber) — hin fyrri er tímamótaverk sem ber vott um ábyrga fræði- mennsku en hin bókin er sundur- laust safn af slúðri og sögum. Báðar bregða þó upp mynd af skáldjöfri sem í hjarta sínu var siðapostuli. PAUL BAILY Love Medicine eftir Louise Erdrich (Deutsch) er yndisleg skáldsaga sem gerist á vemdar- svæði Indíána í Norður-Dakota. Hér kemur fram á sjónarsviðið höfundur sem hefur mikla hæfíleika. Ljóða- safn Hugo Williams, Writing Home, hafði áhrif á mig um leið og það skemmti mér. Þar er brugðið upp eftirminnilegri mynd af föður sem er glæsimenni og erfiðum syni. The Periodic Table eftir Primo Levi og Elegies eftir Douglas Dunn eru bækur sem maður vill hafa hjá sér. NADINE GORDIMER A Family Madness eftir Thomas Keneally (Hodder) er ógnvelq'andi og spennandi skáldsaga um mann- lega reynslu þar sem mætast and- stæður úr lífi manr.a í Hvíta-Rússl- andi og Ástralíu. The Open Sea eftir August Strindberg var stór- kostleg uppgötvun, en bókin kemur nú í fyrsta sinn út á ensku. Nauð- synleg lesning eftir að maður er búinn að lesa of mikið um Strind- berg, hversu gott sem það nú er, án þess að lesa eftir hann, sbr. tvær ævisögur á einu ári. Move Your Shadow: South Africa Black and White eftir Joseph Lelyveld (Mic- hael Joseph). Halda mætti að maður hefði lesið allt um efnið en svo er ekki. Af öllu því sem skrifað hefur verið um Suður-Afríku er þetta sú bók þar sem klisjur eru sniðgengn- ar. Lelyveld einbeitir sér að því lífí sem óbreyttir negrar lifa, apartheid í reynd, en ekki bollaleggingum um það. A.J.AYER Þær tvær skáldsögur sem ég naut mjög að lesa á þessu ári voru Foreign Affairs eftir Alison Lurie (Michael Joseph) og The Brandon Papers (Chatto). í fyrmefndu sögunni dáðist ég einkum að per- sónusköpuninni og í hinni síðar- nefndu var það söguþráðurinn sem heillaði mig. The Long Array eftir Harry Hopkins (Secker) vakti að- dáun mína. Þetta er áhrifamikil og fræðileg greinargerð um félagsleg áhrif veiðilaganna allt frá tímum Williams Cobbett þar til Lloyd George komst til valda. STEPHEN SPENDER Sú skáldsaga sem ég hafði mesta ánægju af að lesa á þessu ári var Hawksmoor eftir Peter Ackroyd. Persónusköpun og atburðarás sem á sér stað annars vegar á átjándu öld og hins vegar á tuttugustu öld hefðu í senn heillað Eliot og Virgi- niu Woolf. Önnur skáidsaga þar sem fortíðin hefur örlagarík áhrif á nútíðina er The Good Ap- prentice eftir Iris Murdoch (Chatto) sem var ánægjuleg lesn- ing. Ljóðlistin skipaði veglegan sess á árinu. Einkum hreifst ég af Writing Home eftir Hugo Williams þar sem skáldið rifjar upp samskipti við föður sinn, og einnig af Kater- ina Brac (Faber) þar sem Christop- her Reid bregður upp afar eftir- minnilegri mynd af skáldkonunni. Þá er Elegies eftir Douglas Dunn áhrífamikill skáldskapur um dauða eiginkonu skáldsins. HILARY SPURLING Sú bók sem ég átti bágast með að leggja frá mér á árínu var The Accidental Tourist eftir Anne Tyler (Chatto). Þetta er einskonar nútímalegur bandarískur Tsékov þar sem sannleikurinn er fólginn í ósættanlegum þáttum. Hér er sagt frá dapurlegu heimilislífí og mis- heppnuðu ástarævintýri Balti- more-búa sem hefur það að atvinnu að skrifa um ferðir sínar. Sú bók sem kopm mér mest á óvart og hafði mikil áhrif á mig var Guide to Modern World Literature eftir Martin Seymour-Smith þar sem flallað er um bókmenntir hvað- anæva að, Afríku, Albaníu, Arme- níu, Úzbekistan, Wales og Júgó- slavíu, svo dæmi séu nefnd. Eliza- beth and Ivy eftir Robert Liddell (Peter Owen) var sú bók sem ég hafði mesta ánægju af. Þar fjallar skáldsagnahöfundur um samskipti sín við tvo aðra — Elizabeth Taylor og Ivy Compton-Bumett. IAN MCEWAN The Prague Orgy eftir Philip Roth var ánægjulegur bókmennta- viðburður, ágætur endahnútur á hinn prýðilega þríleik höfundar. Með mikilli ánægju og aðdáun las ég „ljóðaþýðingar" Christopher Reids, Katerina Brac. In Search of Schrödinger’s Cat eftir john Gribbin (Corgi) er afar læsilegt og raunsæislegt uppsláttarrit um skammtakenningar í efnafræði. EDNA O’BRIEN The Tartar Steppe eftir Dino Buzzati í þýðingu Stuart Hood (Carcanet) er ein af þeim sjaidgæfu bókum sem hrífur mann ekki sakir söguþráðarins heldur af því hve hún er fábrotin að gerð. Ivan the Terrible eftir Henry Troyat í þýð- ingu Joan Pinkham (New English Library) gerir grein fyrir hroka, ástríðum og bijálsemi manns sem lagði allt í sölumar fýrir völd. The Black Venus eftir Ángela Carter (Chatto & Windus) er frábært sagnasafn. NOELANNAN Dagbækur virðast vera að ieysa af hóimi endurminningar. Það er hægt að velja á milli Siegfried Sassoon þar sem hann tekst á við þriðja áratug aldarinnar, Stephen Spender sem glímir við siðfræði og pólitíska hagsmuni á flórða ára- tugnum, Frances Partridge sem vill að ungir vinir hennar á sjötta ára- tugnum taki tillit til gildismats Bloomsbury, og Jock Colville þar sem hann hlustar á Churchill á hátindi ferils síns ræða eins blíðlega við köttinn Nelson pg Dr. johnson ræddi við Hodge. Ég get ekki að mér gert að minnast á eina til við- bótan Leaves from a Victorian Diary, sem er mjög undarleg dag- bók sérvitrings frá miðri síðustu öld, Edward Leeves (Alison press/ Secker). Handa þeim sem enn eru þeirrar skoðunar að sagan skipti máli: Ritgerðir eftir staðfastasta fijálshyggjusinna okkar og fróðasta og geðfelldasta Marxista okkar, Renaissence Essays eftir Hugh Trevor-Roper (Secker) og Wor- kers: World of Labour eftir Eric Hobsbawm (Weidenfeld). PETER CONRAD Orson Wells eftir Barbara Le- aming (Weidenfel) er í senn fyndin og sorgleg frásögn af ævi kvik- myndafrömuðarins sem lézt í sama mund og bókin kom út, rétt eins og hann staðfesti að nú væri nóg komið. The Dark Brain of Pira- nesi (Aidan Ellis) er safn greina eftir Marguerite Yourcenar sem af töluverðri svartsýni veltir fyrir sér þrópun evrópskrar menningar frá dögum Rómveija þar til á tímum Thomas Mann. Skáldsaga ársins er í mínum huga In the American West eftir Richard Avedon (Thames and Hudson) um hinn þögla og hingað til ósýnilega meirihluta í Ameríku. LORNASAGE í fyrsta lagi nefni ég Mr. Palom- ar eftir Italo Calvino (Secker & Warburg) sem ijallar um mann sem alla ævi hefur verið áhorfandi en er skyndilega staðinn að verki. Þá The Good Terrorist eftir Doris Lessing sem er kaldhæðnisleg og raunsæisleg frásögn af daglegu lífi á barmi ofbeldis. Loks skal vakin athygli á Monuments and Maid- ens eftir Marína Wamer (Weiden- feld) sem er frumleg og skemmtileg rannsókn sem gæðir höggmyndir sem við blasa á almannafæri nýju lífí ogtilgangi. JULIAN BARNES The Tenth Man eftir Graham Greene (Bodley Head/Blond) kom C 3 skyndilega fram í dagsljósið eins og gullpeningur sem hafði fallið niður á milli gólfQalanna. Hin prýði- lega skáldsaga Harry Mulish, The Assault (Coliins Harvill) gerist einnig í hinni hersetnu Evrópu. Dauðainn setur sinn svip á tvö eftirminnileg ljóðasöfn: Elegies eftir Douglas Dunn sem yrkir um konu sína og Eviything Must Go eftir Jonathan Price (Secker & Warburg). JOHNGROSS Meðal þeirra skáldsagna sem ég hef lesið og mest áhrif hafa haft á mig er Nothing Happens in Carm- incross eftir Benedict Kiely, en sagan flytur athyglisverðan boð- skap um írald, stjómmál og lífið í heild. Fyrsta bindi ævisögunnar John Ruskin: The Early Years (Yale) sem er eftir Tim Hilton virð- ist mér frábært — mjög vel skrifað, fræðilegt án þess að höfundur falli í fræðilegar gildmr, skrífað af mikiiii samúð og yfírvegun. The Periodic Table, sjálfsævisaga Primo Levi er dásamleg bók, margslungin og ótvíræður vitnis- burður um gildi menningar frá manni sem hefur staðið andspænis því versta sem tuttugasta öldin hefur haft í för með sér. MICHAEL FOOT Þijár frábærar ævisögur: Alex- ander Pope eftir Maynard Mack, um skáld sem hingað til virðist hafa valdið öllum ævisöguritumm hinum mestu heilabrotum, Jonat- han Swift: A Hypocryte Re- versed (Oxford) þar sem fjallað er um aðgengilegra efni af óvenjulegu innsæi. The Dissenter: H.N. Bra- ilsford and His World (eftir F.M. Leventhal (Oxford), en þessi bók hefur að geyma mjög fróðlega út- tekt á ævi sósíalísks farandriddara sem hafði sérstakar mætur á Shel- ley og Thomas Paine. SALMAN RUSHDIE Heimsbókmenntimar hlutu mik- inn skaða á þessu ári þegar Italo Calcino og Heinrich Böll hurfu af sjónarsviðinu. Svo frábær er síðasta bók Calvinos, Mr. Palomar, að fráf- all hans verður enn erfiðara að sætta sig við. Böll ritaði enga slíka bók í lok ferils síns en hin sígilda Group Portrait with Lady (Penguin) er verðugur minnisvarði um þennan snilling. Illywhacker eftir Peter Carey er sú bók sem mest auðgar heimsbókmenntimar af þeim sem ritaðar vom á ensku á árinu og þessum Ástralíumanni má skipa á bekk með Herman Melville. Einar Pálsson Morgunblaðið/RAX hugmyndum heldur sjálfar goða- myndimar að baki. Þama í Flórenz fínnum við þessar goðamyndir í kristnum búningi." „En hveijar telur þú vera mikil- vægustu niðurstöður rannsókna þinna í Flórenz?" „Vafalaust samsvömn flórent- ínskrar tölvísi við mörkun Alþingis að fomu. Sú samsvömn er stór- merkileg. Niðurstöður RIM um Hjól Rangárhverfis áttu sér beinar hlið- stæður í Flórenz. Munurinn er ein- vörðungu sá að í RÍM var þetta reiknað út eftir goðsögnum og hugmyndafræði. í Flórenz geta arkitektar reiknað út kvarða bygg- inga og smíðisgripa." „Er unnt að bera slíkt saman?" „Já, með mikilli nákvæmni. í Flórenz gilda sem sé sömu lögmál í byggingarlist og í bókmenntum hér. Á þessum tímum vom menn mjög uppteknir af því sem þeir töldu leynda dóma forma og hlutfalia. Spumingin er einungs hvernig unnt er að greiða úr svo flóknu efni og skýra það. Við íslendingar höfum einstakt tækifæri til slíks." „Þú minnist á persónur Njáls sögu. Hvemig er unnt að fínna þær í Flórenz?" „Það em hinar allegórísku hlið- stæður sem fínnast þar. Yfírgnæf- andi líkur benda til þess að Njála sé byggð á eldfornum goðsögnum, náskyldum Tróju-sögnum fomald- ar. Það má rekja þessar sagnir allt frá Grikklandi um Ítalíu til Bret- landseyja. í meðfömm hafa nöfn Njáls og Flosa lítið breytzt. Meðal Grikkja nefndust þeir félagar Nel- eus og Pelias, og Pelias brennir Neleus inni. Þetta gerist í tákni suðvesturáttar, þar sem hér. Að Pylos brenna ellefu inni en einn sleppur út, eins og í Njáls sögu. Spuming bókmenntafræðinga ætti ekki að vera hvort þetta hafi verið svo heldur hvemig á því standi að slík saga verður lifandi arfleifð á Islandi tengd vissum lifandi per- sónum.“ „Og mælingarnar?“ „Með aðstoð helztu arkitekta tókst mér að vinna viðmiðunardepil í Flórenz sem samsvarar viðmiðun- ardepli hins íslenzka kerfis á Rang- árvöllum. Tuttugu og Qórar tilgátur sem undirbúnar höfðu verið og lagðar fram í tengslum við þessa viðmiðun reyndust síðan allar í beinu samræmi við það sem áætlað hafði verið af íslenzkum hliðstæð- um. Þannig er deginum ljósara að þeir sem mörkuðu Flórenz-borg forðum beittu svipaðri aðferð og þeir sem mörkuðu Alþingi í önd- verðu." „Fleira markvert?" „Ég yrði ekki hissa á því þótt niðurstaða RÍM um tengsl þjóð- félags við tölvísi og speki Pýþag- órea valdi menningarfræðingum allnokkrum heilabrotum. Það er skjalfest í fomum ritum að rekja megi uppruna Rómaréttar til Pýþagórasar. í þessari nýju bók skýrist það mál, þótt ótrúlegt sé, af íslenzkum heimildum. En skýring á þeim tengslum virðist ekki hafa fundizt áður. Þá liggur nú frammi einföld og auðskilin tilgáta er skýrir það hvers vegna hinn frægi þríhym- ingur Pýþagórasar var talinn hom- steinn alheims. Þessi þrihymingur er mörg þúsund ára gamall. Menn notuðu hann snemma til mælinga, til dæmis á Bretlandseyjum, en það er hin hugmyndafræðilega helgi formsins sem staðið hefur í fræði- mönnum. í Hvolfþaki himins er sú helgi skýrð, tilgáta Iögð fram til prófunar. Eftir því sem ég best veit hefur slík tilgáta ekki verið lögð fram áður,“ sagði Einar Páls- son að endingu, „en það sem íslend- ingum mun sjálfsagt koma mest á óvart er að hin fomhelgu form skuli finnast við landnám íslands og tengd persónum í þekktustu ritum Islendinga."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.