Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 4
ÞANNIG ERU VERÐTRYGGÐU SPARISSKÍRTEININ MEÐ VAXTAMIÐUM OG SLÍKT BÝÐUR ENGINN ANNAR MOEGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 C 5 Ríkissjóður íslands býður þér nú þrjár mismunandi tegundir af verð- og gengistryggðum spariskírtein- um. Spariskírteinin bera ríkulega ávöxtun, þau eru áhættulaus og skila bæði þér sjálfum og þjóðarbúinu öllu ómetanlegum arði. Spariskírteini ríkissjóðs með vaxtamiðum. Ein tegund spariskírteina ríkissjóðs er verðtryggð spariskírteini með vaxtamiðum. Veljir þú þessa tegund getur lánstíminn lengst orðið 14 ár. Vextir af þessum skírteinum greiðast ekki við inn- lausn, heldur tvisvar á ári - allan lánstímann, gegn framvísun vaxtamiða sem skírteinunum fylgja. Vextirn- ir eru 8,16% á ári - fastir allan lánstímann, og eru þeir reiknaðir af verðtryggðum höfuðstólnum eins og staða hans er á greiðsludegi vaxtanna. Fastir greiðsludagar eru 10. janúar og 10. júlí ár hvert. Þremur árum eftir útgáfu skírteinanna er þér heimilt að innleysa þau, og þá getur ríkissjóður einnig sagt þeim upp. Segi hvorugur aðilinn skírteinunum þá upp, bera þau áfram ofangreinda vexti til loka lánstímans. Þegar þú innleysir skírteinið færð þú greiddar verð- bætur á höfuðstólinn í hlutfalli við þá hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu. Spariskírteini með vaxtamiðum eru arðbær eign. Segjum t.d. að þú eigir einbýlishús að verðmæti 6 milljónir, sem vegna breyttra fjölskylduaðstæðna er stærra en þú þarfnast. Þú selur það og kaupir þér íbúð af hentugri stærð fyrir helming þeirrar upphæðar og fjárfestir í verðtryggðum spariskírteinum með vaxta- miðum fyrir þrjár milljónir. Þá ertu laus við umtal- sverðan eignarskatt, viðhaldskostnað, afskriftir, fast- eignagjöld, tekjuskatt af leigutekjum ef svo ber undir - og þannig mætti lengi telja. Þess í stað fengir þú um það bil kvartmilljón (250.000) króna verðtryggðar vaxtatekjur á ári og ættir þriggja milljón króna verð- tryggðan höfuðstól í öruggri geymslu. Sölustaðir spariskírteina ríkissjóðs eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. r r r RIKISSJOÐUR ISIANDS G0TT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.