Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 9
MORGU.NBLADIÐ, VIDSKIPn AIVINHUIÍF FIMMTUÐAGUR20. MARZJ986 B 9 Samt sem áður ætla ég að nefna eitt mál varðandi ísland sem bygg- ist á hagfræðilegum upplýsingum, er ég hef skoðað. Fyrst vil ég óska ykkur til hamingju með minnkandi verðlagshöft. í öðru lagi virðist mér að þið séuð á réttri leið með að auka hlutfall iðnaðarvara í útflutn- ingi. Land, rétt eins og stórt fyrir- tæki, verður að hafa vissa breidd í framleiðslu sinni. Að fiskútflutning- ur skulu vera 67,2% af útflutningi ykkar 1984 virðist vissulega vera varasamt. I Frakklandi er sósíalistastjómin búin að viðurkenna hagstjómarmis- tökin, sem hún gerði 1981 og 1982. Allir ábyrgir hagfræðingar vita, að það þýðir ekki að örva hagvöxt með því að auka heildareftirspum, slíkt eykur aðeins verðbólgu og atvinnu- leysi. Delor áætlunin 1983 stöðvaði þá vitleysu, og hagstjórnin er nú farin að líkjast þeirri, sem íhalds- stjóm myndi hafa. Eg hef alltaf trúað því, að þjóðnýting sé regin- mistök og aðeins fijálst framtak og mikil samkeppni auki hagsæld og ánægju neytenda. Framtíðin Rannsókn „30 manna hópsins" árið 1984, sem samanstóð af menntamönnum, bankamönnum og athafnamönnum, sýndi að stór hluti stórfyrirtækja, sem standa að u.þ.b. 52% af beinni fjárfestingu í heimin- um, vom ákveðin í að halda áfram að íjárfesta erlendis í framtíðinni. Þvi spái ég, að viðskipti munu halda áfram að aukast, sem og fjárfest- ingar. Það em ýmis jákvæð teikn á lofti í þessa vem: — Fleiri og fleiri ferðast, skilja heiminn og em reiðubúnir að flytja milli landa. Ungt fólk lærir tungu- mál og þekkir ekki það útlendinga- hatur, sem fyrri kynslóðir vom haldnar. — Reynslan sýnir, að áætlunar- búskapur heppnast ekki. Kínverska tilraunin í landbúnaði er mjög áhugaverð. Síðan kínverskir bænd- ur fengu leyfí stjómvalda til að selja afurðir sínar beint til neyt- enda, hefur ffamleiðslan aukist um 10%áári. — Ef þetta er rétt, og ég held að sannað sé að áætlunarbúskapur gefist ekki vel, er augljóst, að sér- hvert kerfí sem kemur á einhverjum höftum áætlunarbúskapar, getur ekki gefist mjög vel heldur. Ir stimplar. Algengustu § stímplar eru œtíð fyrir- | liggjandi en aðrar gerðir f fást með stuttum fyrir- vara. Stimplar eru ekki slður fyrir einstaklinga en fyrirtœki. „Venjulegu" fólki getur þótt gaman og gagnlegt að elga stímpil með nafni sínu og helmlllsfangi. Þér er óhœtt að reikna með Pennanum. ALLT / EINNI FERÐ Hallarmúla 2 - Slmi 83211 Hafnarstrœtl 18 - Stml 10130 Mér virðist að þjóðnýting fyrir- tækja á samkeppnishæfiim sviðum, verð- og gengisstýring, geti aðeins gengið í stuttan tíma, þegar um stórvandamál er að ræða, svo sem mjög mikla verðbólgu. Undir eðlilegum kringumstæðum þýða slík afskipti einungis hömlur. Ef litið er á frammistöðu 9 stærstu iðnaðar- og viðskiptalanda í heimin- um frá 1980 til 1985 kemur í ljós, að þeim gengur best sem búa við fijálsa viðskiptahætti, svo sem Sviss, V-Þýskaland og Japan. Síð- ast á listanum eru því miður Ítalía og Frakkland, sem búa við meiri miðstýringu en hinar þjóðimar. Égtrúi því að æ fleiri einstakling- ar, í æ fleiri löndum skilji hagkerfíð og muni á lýðræðislegan hátt sann- færa stjómvöld um nauðsyn fijálsra viðskiptahátta og fjárfestinga. Upplýsingaþjóðfélagið, sem við búum í, mun gera neytendur upp- lýstari um það, sem þeir vilja kaupa. Framleiðendur verða að skilja það, ef þeir vilja minnka afskipti ríkis- valdsins. Góðir áheyrendur, ég vil þakka ykkur fyrir gott hljóð. Ég veit hversu erfitt það getur verið fyrir fólk frá ólíkum menning- arsvæðum að skilja hver annað. Það er jafnvel stundum erfítt fyrir fólk af sama menningarsvæði. Þetta minnir mig á hvað henti De Gaulle þegar hann fór til til Suður—Amer- íku 1965. Hann var í flugvél á leið- inni til Venezuela og spurði þá utanríkisráðherra sinn hver væri forseti landsins. Sá vissi það ekki, né heldur aðstoðarmenn hans. De Gaulle brást hinn versti við og bað flugstjórann að senda skeyti til Pompidou, sem þá var forsætisráð- herra, og spyija hann „Veistu hver forseti Venezuela er?“ Og svar Pompidou lét ekki á sér standa: „Já,“ undirskrifað Pompidou. Nú fauk í De Gaulle og hann sendi önnur skilaboð: „Já, hver?“ Og um hæl kom svarið: „Já, hershöfðingi". Þetta dæmi sýnir, hversu fólki getur reynst erfitt að skilja hvert annað. Ég vona að sú hafi ekki verið raunin hér. Mig langar að enda með bjart- sýni. Ef horft er á samkeppni í heimin- um, verður að álykta að hvorki Þýskaland né Frakkland né Bret- land né Ítalía getá verið samkeppn- isfær á öllum sviðum við Japan og Bandaríkin. Aftur á móti getur Evrópa það. Það er á okkar færi að byggja upp sameinaða Evrópu, og ég vona, að fólk minnist Jean Monnet (forvígis- maður fyrir stofnun Efnahags- bandalagsins og var forseti yfir- stjómar þess í 9 ár) og átti sig á, hvað við getum gert, ef við öll vinnum saman. Nýtt litakort frá Hörpu ÚT ER komið nýtt litakort frá Hörpu hf. yfír inni- og útimálningu. Hér er um að ræða Hörpusilki, úti og inni, sem er akrýlbundin, vatnsþynnt plastmálning, Spred Latex lakk, vatnsþynnt og lyktar- laust, Perlumatt lakk, terpentínuþynnanlegt, Granít gólflakk sem er einþátta polyurethan lakk til notkunar á gólf og veggi, gólfmálningu og þakvara til notkunar utanhúss á jám og fleira. Sem nýja liti má nefna pastellitina, en notkun þeirra fer stöðugt vaxandi. Athygli skal vakin á því, að Hörpu litakortið sýnir gljástiga sem er nýjung. Litakortið fæst í flestum byggingavöruverslunum á landinu. (FréttatUkynning) Nýtt skuldabréfaútboð Febrúar 1986 Skuldari: Glitnirhf NEVI - ÐNAÐARBANKINN -SLEIPNER Kr. 100.000.000 VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Lánstími 3 Vi ár Árlegar afborganir í fyrsta sinn 15. ágúst 1987. Vextir5%p.a. Einingar að nafnverði 100.000 kr. Aðaleigendur Glitnis hf. eru A/S Nevi, Bergen 49%; Iðnaðarbanki íslands hf., Reykjavík 35% og Sleipner UK Ltd., London 16%. Heildareignir fyrirtækisins 31. desember 1985 námu um 95 milljónum króna, nær allt í formi hlutafjár og annars áhættufjár eigenda. Heildareignir eigenda Glitnis voru jafnvirði 65 milljarða ísl. króna í árslok 1985. Skuldabréfin eru til sölu hjá Lánasviði Iðnaðarbankans, Lækjargötu 12, Reykjavík, 4. hæð, sími 20580, Kaupþingi og Fjárfestingafélaginu og eru þar veittar nánari upplýsingar. © iðnaðarhankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.