Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1986 35 Morgunblærinn svali svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talan talar talanúrbuxunum. varð Þuru í Garði að orði þegar hún fann einn morguninn er hún kom til vinnu sinnar í Lystigarðinum á Akureyri buxna- tölu á einum bekknum. A dögum rannsóknablaða- mennsku má þetta kallast merk heimildartala. Og vonandi hefur töluleysi eigandans ekki komið að sök. Þetta var á þeim árum þegar auðvelt var að ná sér í aðra tölu og allt eins víst að karlmaður þyrfti ekki einu sinni að festa hana á fötin sín sjálfur. Nú er víst öldin önnur og ekki jafn auð- hlaupið að því að ná sér í hnappa og tölur þegar á liggur. Mætti kannski í vandamálaleit þjóðar- innar kynna þennan nýja vanda. Ekki að vita nema hann geti nýst í ábúðarmiklar umræður. Fýrir þessu eru alveg áreiðanleg um- mæli fólks sem vandinn brennur á. Ekki ómerkari heimildir en gengur og gerist, t.d. í könnunum sem leiða í ljós að á íslandi séu atvinnurekendur og bændur í hóp- um undir fátækramörkum. Verð- ur að sjálfsögðu gerð grein fyrir þeim. Afgreiðslukonan í efnalauginni lét sér mjög umhugað um hnapp- ana á jakkanum sem hún hafði tekið við til hreinsunar, vafði hvem þeirra í silkipappír svo öruggt væri að þeir ekki skemmd- ust. Sagði til skýringar að hún hefði ekki þorað annað, því ekki væri svo auðvelt að bæta úr slíku tjóni ef svo fínn hnappur skemmd- ist. Fólkið sem kæmi í efnalaugina kvartaði mjög yfir því hve erfítt væri orðið að fá tölur og hnappa. Slíkt fengist ekki nema í örfáum verslunum. Hverfaverslanimar væru hættar að hafa slíkt þarfa- þing á boðstólum og fólk þyrfti að fara langar leiðir ef það missti tölu. Og allt eins víst að ekki fengist nein brúkleg eftir alla fyrirhöfnina. Ekki var hér látið staðar numið í könnuninni heldur rætt við kjóla- meistara og hönnuð, sem alltaf er með flíkur og þá væntanlega tölur og hnappa í takinu. Og mikið rétt, fábreytni þessara þarfagripa , á boðstólum veldur oft mestu vandræðum og hömlum á sköpun- armáttinn. Ekki síst þar sem hnappar em komnir í tísku úti í löndum. Ekki aðeins notaðir til að hneppa upp um sig buxunum eða að sér kápunni heldur engu síður til að prýða hvaða flík sem er. En em tölur svona fáséðar í búðum að þarf að aka marga kfló- metra ef maður missir hnapp eða tölu? Þeir tveir kaupmenn með vefnaðarvöm sem spurðir vom kváðu vera svo mikið vesen að hafa tölur að þeir nenntu því ekki. Minna mas að selja flíkina í heilu lagi með tölum og öðm saum- föstu. Auk þess þyrfti svo mikið úrval til þess að fólk gæti fengið þann lit og það form sem vantaði hverju sinni. Það væri ómögulegt að standa í því. Tölur virðast semsagt vera orðnar hið mesta fágæti. Og nú hlakkar í Gámhöfundi - svona í laumi, því ekki er fallegt að hlæja upphátt að fólki í töluvanda. Ekki em mörg ár síðan ung kona lét þau orð falla í hópi fólks um aðra, sem ekki var viðstödd, að hún væri svo óskaplega nísk og spar- söm að hún skæri tölumar af flík- unum sem hún væri að henda og geymdi þær. Það fór að fara um undirritaða, sem ámm ef ekki áratugum saman hefur átt það til ♦ að klippa af tölur og stinga í stór- an plastpoka þar sem fyrir er mikið úrval af allskyns tölum og hnöppum. Ekki endilega með það í huga að einhvem tíma kunni sá tími að koma að maður eigi ekki fyrir tölu á flík. Öllu heldur af eðlislægri óforsjálni þess sem ekki veit að hnapp vantar á flíkina fyrr en komið er að því að fara í hana á síðustu stundu. Og hefur sannreynt hversu mikil fyrirhöfn er að fara í búðir og finna réttu töluna. Þessi nýtni þess sem ekki vissi að það væri til skammar að safna tölum þar til bmðlarinn af ungu kynslóðinni benti á það, hefur ámm saman fiskað lukku- lega upp úr plastpokanum góða hinar gagnlegustu tölur á úrslita- stundum. Jafnvel stundum átt heilt gengi af brúklegum hnöpp- um, ef engin hefur þar fundist sem ekki stakk í stúf við þær sem fyrir vom á flíkinni. Auk þess hafa þama komið upp hinar mestu skrauttölur, hreinasta augnayndi. Það kemur líka heim við það sem fagmaðurinn sagði í hinum merku samræðum um tölur. Gamlar tölur em oft svo miklu fallegri og vandaðri en þær sem nú em framleiddar. Geta verið útskomar úr tré, gerðar úr skel- plötu eða úr öðmm náttúruefnum í stað steyptu plasthnappanna núna. Hún hefur meira að segja lengi líka safnað gömlum tölum og hnöppum til brúkunar og skrauts á flíkur nútímans. Og nú emm við hinar nýtnu orðnar ofan á með okkar tölur. Og úr því að það er ekki lengur til hnjóðs að skera tölur af flíkum til brúkunar seinna, má kannski játa um leið að komið hefur fyrir að rennilási hefur verið sprett úr, ef hann og flíkin hafa ekki verið orðin of gömul og e.t.v. slitin. Og það hefur komið í góðar þarfír þegar neyðin var mest. Rennilásar vom á sínum tíma taldir til meiri háttar uppfinninga mannkynsins. Satt er það að þeir geta verið hið mesta þarfaþing - meðan þeir ekki bila. En geri þeir það líka getur það valdið meira háttar áfalli. Bilaður rennilás á tjaldi í óveðri á öræfum á íslandi er með verri uppákomum - hvað þá ef tjaldbúinn er staddur í hríð á jökli. Fara sögur af slíkum vand- ræðum. Því ættu forsjálir ferða- menn helst ekki að treysta á tjöld sem ekki em líka hneppt með tölum eða bundin aftur. Ætti að hafa það í huga þegar tjald er keypt á íslandi, því þótt lítil hætta sé kannski meðan tjaldið og lásinn er nýtt þá slitnar allt og eldist. Margt skeður stundum í Merkur- ferðum og kannski ekki það skemmtilegasta að sitja í slag- veðri í opnu tjaldi eða festast ósjálfbjarga ofan í svefnpokanum sínum. Og fyrst ferðamenn em til umræðu hefur maður ekki sjaldan séð þá óforsjálu, sem ekki bregða öryggisól um töskuna sína, reyna í örvæntingu að sópa öllum eigum sínum - ef eitthvað af þeim er þá ekki alveg horfíð - upp í tösku með bilaðan rennilás, horf- andi skömmustulega út undan sér til að gá hvort nokkur hefur séð það sem var á töskubotninum. Margt er mannanna bölið - ef maður er obbolítið fundvís á vandamálin. Ætli okkur sé ekki að hraðfara fram í því. Allt kemur með æfíngunni. Og við látum vissulega ekki bjóða okkur hvað sem er nú til dags. Emm býsna iðin við að telja holumar í ostin- um, sbr. málsháttinn: Hinn svartsýni telur holurnar í ostinum, sá bjartsýni borðar ostinn. ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI 1986 ÁHUGAMANNA f SAMKVÆMISDÖNSUM verður haldin á Hótel Sögu Súlnasal í dag sunnudag 20. apríl. Húsið opnað kl. 17.30. Keppni yngri f lokka hefst kl. 18.00. Keppni eldri f lokka lief st kl. 21.00. Hinir kunnu dómarar Doris Bruce Bar- ker, Martin Cutler og Carol Bedford dæma. Stórglæsileg danssýning, Martin og Carol sýna h)á báðum flokkum einnig verður stórfengleg danssýning frá Jazzballettskóla Báru um kvöldið. „Chorus Line" frumsamið af Báru Magnúsdóttur við tónlist úr kvik- myndinni. Kynnir verður Bryndís Schram Miðaverð börnkr. 250.- fullorðnir kr. 350.- Miðar verða seldir við innganginn. ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. Danskennararáð íslands r* 4..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.