Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 W2 Sjötugur: Broddi Jóhannes- son fyrrv. rektor Mikilhæfur og merkilegur mað- ur, Broddi Jóhannesson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla íslands, verður sjötugur á morgun, mánu- daginn 21. apríl. Ég ætla að bytja á því að óska honum hjartanlega til hamingju á þessum tímamótum á ævi hans. Einnig óska ég bömum hans og bamabömum ásamt Frið- riku innilega til hamingju á þessu stórafmæli Brodda. Sjötugsafmæli hans minnir mig óþyrmilega og ónotalega á tímann, þetta stórveldi sem drottnar yfír öllu lifandi, þenn- an mikla lækni mannlegra meina og þann sem að lokum tortímir okkur öllum. Kynni mín við Brodda hófust í Kennaraskólanum gamla við Lauf- ásveg. Þangað kom ég nemandi haustið 1944, 18 ára gamall, og var Broddi þá einn af kennurum skólans og hélt því starfi áfram uns hann tók við skólastjóm 1962 er skólinn fluttist í nýtt húsnæði við Stakkahlíð. Síðan gerðist Broddi fyrsti rektor skólans er stofnuninni var breytt í Kennaraháskóla íslands árið 1971. Hann lét af störfum rektors vorið 1975 og hvarf þá alveg frá skólanum. Hann virðist hafa tekið þá ákvörðun að draga sig í hlé og hverfa af opinberum vettvangi. Hefur því miður að mín- um dómi sjaldan heyrst til hans í útvarpi á síðustu árum, en Broddi var eins og kunnugt er eftirsóttur útvarpsmaður árum saman, enda frásögn hans og flutningur á ljóðum jafnt og læsu máli frábær. I þessari afmælisgrein ætla ég að freista þess, í fyrsta lagi, að riíja upp kynni mín við Brodda frá því ég var nemandi hans í Kennarahá- skólanum og, í öðm lagi, að minnast lítið eitt á ritstörf hans, aðallega þrjár bækur er hann hefur látið á þrykk út ganga og mér hefur þótt nokkurs um vert. Uppriíjunin á viðkynningunni við Brodda verður nokkuð persónuleg og umsögnin um bækumar per- sónulegt mat. Ég kom í Kennara- skólann, fávís unglingur úr vest- fírskri sveit, en barmafullur af lærdómsþorsta og þekkingarþrá. Ég áttaði mig undireins á því að Broddi var allt öðmvísi en allir aðrir kennarar við skólann. Hann kenndi með allt öðmm hætti. Kennsla hans var ekkert gagnfræðaskólastagl, þótt skólinn væri þá einskonar sambland gagnfræðaskóla og menntaskóla. Óll umfjöllun hans um námsefnið var miklu nær því að vera á háskólastigi, og hann talaði við okkur eins og við væmm viti- bomar vemr með skilningsgáfu sem ættu að þola dtjúgan skammt af fræðilegri og vísindalegri þekkingu án þess að bíða sálartjón af. Hann flallaði þannig um efnið í þeim g^einum sem hann kenndi mér, sálarfræði, skólasögu og mann- kynssögu, að maður neyddist til að reyna að hugsa í stað þess að leggja allt á minnið og læra utan að, eins og maður var vanur, og kennsla margra hinna kennaranna gaf reyndar tilefni til. Rúmsins vegna ætla ég ekki að nefna einstök dærrii um það hvemig hann kenndi, þótt ef til vill hefði það verið æskilegt, en ég ætla að taka það fram að Broddi var ákaf- lega áheyrilegur og skömlegur kennari, og hin djúpa og karlmann- lega rödd hans heillaði mig og náði slíkum tökum á mér að ég mátti stundum gæta mín að láta hana ekki koma í veg fyrir að ég tæki eftir inntaki ræðunnar. Á þetta sér- staklega við um fyrstu vikumar eða mánuðina. Með okkur Brodda tók- ust skjótt góð kynni, og ég tók ástfóstri við manninn eins og hann lagði sig, ef mér leyfist að taka svo einkennilega til orða. Urðum við Broddi síðan félagar og vinir og hefur með ætíð þótt jafn mikið til hans koma, bæði sem kennara og manns. Var ég heimagangur hjá honum og konu hans, Guðrúnu Þorbjamardóttur, yndislegri konu og blíðiyndri. Fannst mér oft hún gæti verið móðir mín. Þegar ég rifja þetta upp, nú eftir fjóra áratugi og vel það, undrast ég með hve mikilii þolinmæði Broddi tók heimsóknum mínum sem voru margar og tíðar, að minnsta kosti þau þrjú ár sem ég var nemandi hans í Kennaraskól- anum. Virtist alveg sama hvemig á stóð heima fyrir hjá þeim hjónum, alltaf var ég jafnvelkominn og Broddi gaf sér oftast tíma til að tala við mig, svara misjafnlega gáfulegum spumingum mínum, og leiðbeina mér á ýmsa lund í náminu, sérstaklega eftir að ég hafði tekið þá ákvörðun að lesa utanskóla til stúdentsprófs. Veturinn sem ég réðst í þetta fyrirtæki, þ.e. veturinn eftir kennaraprófíð vorið 1947, kom ég ótal sinnum til Brodda með þýsku leskaflana og hann hjálpaði mér að þýða þyngstu textana. Var hér um að ræða ómetanlega aðstoð sem Broddi tók ekki eyri fyrir. Fyrir svona drengskapar- og vináttu- bragð, er eiginlega ekki hægt að þakka með orðum, ég hef vafalaust reynt að gera það þá og ég geri það nú af heilum hug er ég rifja það upp. Fyrir utan þessa hjálp við utanskólanámið sinnti Broddi margvíslegu kvabbi mínu og gerði mér margan greiða sem vel má vera að ég hafí aldrei þakkað hon- um fyrir, en ég geri það þá nú þótt seint sé. Eitt ætla ég að þakka Brodda alveg sérstaklega. Ég trúi því að hann hafí bjargað mér úr miklum sálarháska þegar bróðir minn Ólafur, drengur góður, karl- menni hið mesta og var mjög kært með okkur, drukknaði á hafi úti um páskaleyti, einmitt þennan erf- iða utanskólavetur. Broddi fór með mig í langar gönguferðir upp um Qöll og fímindi og ræddi um hin margvíslegustu efni til að reyna að eyða því heljarmyrkri sem sótti að mér fyrstu vikumar eftir missi bróður míns. Einnig fékk hann lán- aða skektu í Selsvör hjá Pétri heitn- um Hoffmann, og við tókum róður- inn út á Flóann. Ég man að ég sagði föður mínum frá þessu í bréfí og hann skrifaði mér að þessi Broddi hlyti að vera alveg einstakur maður. Þetta er eitt af því sem ekki verður þakkað með orðum. Ég bara grenjaði þakklætið í koddann minn á kvöldin. Nú verð ég að fara fljótt yfír sögu, því annars verður þetta allt of langt mál sem afmælisgrein í dagblaði. Veturinn eftir stúdents- prófíð, vorið 1948, fór ég til náms í Háskóla íslands og var enn sem fyrr tíður gestur hjá Brodda á Marargötunni, og alltaf jafn vel- kominn. Ég man að við ræddum heilmikið um forspjallsvísindin, og ég lærði ætíð mikið af honum, bæði beint og óbeint. Best þótti mér þó sú tilfinning að eiga inn- hlaup hjá honum hvenær sem mér þóknaðist og geta talað við hann um hvað eina sem mér datt í hug. Ég hlýt að hafa verið plága á honum oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar, en aldrei varð ég var við að honum fyndist það. Hefur mér jafn- an þótt undravert hve miklu af tíma sínum hann eyddi í þennan álappa- lega Lokinhamrastrák. Þegar ég kom í heimsókn og Broddi var ekki heima talaði ég við konu hans eða sýslaði eitthvað með elstu krökkunum þeirra, Guðrúnu og Þorbimi. Heima hjá þeim Guð- rúnu og Brodda varð ég var ein- hverrar hjartahlýju sem ég átti ekki að venjast. Skynjaði ég með mínum frumstæða sveitamannshætti að þau hjón unnust hugástum. Það var einhver innileiki milli þeirra sem gerði að verkum að mér leið hvergi betur en í návist þeirra heima hjá þeim. Þegar ég rifja þetta upp nú fínnst mér það bæði óralangt í burtu en samt eins og ljóslifandi í vitund- inni. Eftir að ég fór til náms í Edín- borg í Skotlandi hafði ég alltaf samband við Brodda þegar ég kom heim í sumarfrí. Sagði ég honum svona undan og ofan af því sem ég var að bardúsa hjá Skotum. Ég man að hann spurði mig töluvert um sálfræðikennsluna við Edín- borgarháskóla og svaraði ég eins og ég hafði vit og kunnáttu til. Ekki þótti honum sálvísindin þar á bæ neitt sérlega merkileg í öllum greinum, en trúlegt þykir mér að eitthvað hafí fræðin útvatnast og afbakast í endursögn minni. Að námi loknu í Edínborg gerðist ég stundakennari við Kennaraskól- ann. Þá sá ég Brodda vitaskuld í svolítið öðru ljósi en þegar ég var nemandi hans mörgum árum áður. Ekki dró þó úr virðingu minni fyrir honum og væntumþykju bæði sem kennara og manni. Og félagsskapur okkar og vinátta endumýjuðust og efldust. Ég tók að mér einhveija kennslu fyrir hann, veturinn sem hann átti í mestum önnum við að smíða sér húsið á Sporðagrunni. Hann setti mig inn í námsefnið og lét mig síðan um að koma því til skila. Þótti mér hann sýna mér mikið traust. Ég hélt áfram að vera heima- gangur í nýja húsinu á Sporða- grunni eftir að Broddi og Guðrún fluttu í það, húsið sem hann smíðaði einn að kalla. Brodda er nefnilega ótrúlega margt til lista lagt. Honum leika á tungu ótai listir, fyrir utan frábæra ræðumennsku og kannski leika honum enn fleiri listir í hönd- um; er smiður ágætur, og reyndar leika öll verk í höndum hans. Ég hef horft á hann smíða og gera við ýmsa gripi og tæki. Hugur hans og hendur vinna saman með ótrú- legri nákvæmni, markvísi og hraða. Þetta er ekki ýkt lof, heldur bók- staflega rétt lýsing á verksnilli Brodda. Árið sem ég var í framhaldsnámi í Kanada frá hausti 1948 til rúm- lega jafnlengdar haustið 1949, höfðum við Broddi afar lítið sam- band, ef ég man rétt. Ég var tæp- lega í þessum heimi þetta ár: allur á kafí í þekkingarfræði Kants með litlum árangri, og ofurseldi mig að lokum illskiljanlegri frumspeki Whiteheads. Á þessu tímabili dó Guðrún kona Brodda og hlýtur missir þessarar framúrskarandi góðu konu að hafa valdið honum ólýsanlegri sorg. Ég man að við Anna urðum harmi lostin er þessi sorgartíðindi bárust okkur til Mon- treal. Blessuð sé minning Guðrúnar. Eftir heimkomuna frá Kanada gerðist ég enn tíður gestur heima hjá Brodda á Sporðagrunni. Átti ég oft ánægjulegar og andríkar stundir með honum yfír staupi af sjenever sem Broddi skenkti úr leirbrúsa. Þá kynntist ég líka móður hans, Ingibjörgu, sem hjálpaði honum með heimilið á þessum erfiðu árum. Hún var kvenskörungur mikill og rammíslensk, eins og sonur hennar. Við gamla konan ræddum oft háspekileg efni þegar svo vildi til að ég kom þangað heim og Broddi var ekki heima. Hún var feikilega skýr kona og bjó yfir einhverri dulúðugri dýpt, samskonar dýpt og Broddi býr yfír. Mér er nær að halda að Ingibjörg hafí verið stór- gáfuð kona. Broddi á því gáfurnar ekki langt að sækja. Eftir að ég flutti til Bolungarvík- ur urðu að sjálfsögðu færri skiptin sem við Broddi hittumst og rædd- umst við. Aldrei rofnaði þó sam- bandið á milli okkar með öllu. En það hefur verið minna en skyldi síðasta áratuginn. Broddi er samt alltaf einhver- staðar í þeirri vitundarskímu sem í mér er, ýmist nálægur eða íjarlæg- ur, en ávallt ótrúlega tiltækur, ef ég á annað borð fer að rifja hann upp og hugsa um foma vináttu okkar og félagsskap. Það er alveg bókstaflega satt að ég hef fáa betri og skemmtilegri félaga eignast um dagana. Ekki man ég til að hann væri nokkum tíma leiðinlegur. Og þó hann sé mikill alvörumaður hefur hann býsna gott skopskyn. Ég verð að segja þetta núna, það er ekki víst að ég geti það seinna, og ég ætla að biðja hann að trúa mér. Ekki má ég gleyma að nefna það vináttu- bragð Brodda, er hann bauð okkur Önnu sumarhúsið sitt í Skagafírði, sumarið áður en við fómm til Kanada. Þar áttum vð ógleyman- legar stundir, ásamt Helgu Helga- dóttur, vinkonu okkar. Þar las ég íslenska menningu eftir Sigurð Nordal í þriðja sinn. Og hefur sú bók verið mér einkar kær síðan. I minningunni tengist hún ávallt þessari dvöl okkar í Sumarhúsum hjá Silfrastöðum sumarð góða 1958. Nú vendi ég mínu kvæði í kross og hyggst fjalla ofurlítið um það sem Broddi hefur skrifað. Broddi hefur frumsamið á ís- lensku a.m.k. þijár bækur, en dokt- orsritgerð hans er samin á þýsku. Þar að auki hefur hann þýtt tölu- vert, en ekkert af því ætla ég að nefna. Þá hefur hann og samið fjöldann allan af greinum um marg- vísleg efni sem birst hafa í tímarit- um, einkum Menntamálum, meðan hann var ritstjóri þeirra, dagblöðum og víðar. Um ekkert af þessu ætla ég að fjalla. Ég ætla eingöngu að segja í örstuttu máli álit mitt á bókunum þrem sem hann hefur skrifað á íslensku. Bækur þessar eru: Faxi (útgefín 1947), Frá mönnum og skepnum (kom út 1949) og Slitur (sá dagsins ljós 1978). Faxi er mikið verk og margslung- ið og ógemingur að lýsa því að neinu gagni í örstuttu máli. Það er ekki auðlesið á köflum og stíllinn víða hlaðinn dulmagnaðri kynngi. Mig grunar að Broddi sé ekki alveg laus undan þýskum áhrifum í meðferð máls og stíls vð samningu fræðatexta, þegar hann er að setja saman þetta verk. Aðalinntak Faxa er hlutdeild hestsins og þáttur hans í lífsbaráttu þjóðarinnar í aldanna rás og hlut- deild þjóðarinnar í lífi hestsins. Þar er lýst sambandi og samskiptum manns og hests í starfí og striti og einnig í gleði og sorg. — Heimspeki höfundar og lífsviðhorf koma víða fram í þessu mikla ritverki. Frá mönnum og skepnum skiptist í þijá hluta. Sá fyrsti og lang- lengsti, um það bil 8/< af bókinni, er í samræðuformi, 22 misjafnlega löng samtöl, þar sem viðmælendur fjalla um hin margvíslegustu efni með spurningum og svörum. í eftir- mála leggur höfundur á það áherslu að samtölin séu ekki skáldskapur „heldur kynning á viðfangsefnum og hvatning til að hugsa". Mörg samtölin eru bráðsnjöll og listilega samin, sum næsta brosleg enda þótt um alvarleg efni sé rætt. Sýna samtalsþættir þessir skemmtilega hlið á Brodda sem rithöfundi, fjöl- hæfni hans og hugkvæmni. Annar hluti bókar er þijú erindi, og ætla ég einuhgis að segja nokkr- ar setningar um það síðasta sem heitir Á sumardaginn fyrsta 1949. í eftirmála kallar Broddi þetta erindi bænina fyrir sumarskáldinu. Hér er fallegasti óður til lífsins sem ég hef lesið. í erindinu birtist lífs- skoðun Brodda, trú hans á skapandi Iff og starf, fegurð og frelsi. Þar kemur fallega fram jákvæði hans við lífínu, frelsinu og fegurðinni og mennskunni sem á alls staðar undir högg að sækja; neikvæði hans við ljótleikanum, eyðingu og dauða. — Ég tel erindi þetta vera frábærlega vel samið, og efni þess á ekki síður erindi við okkur nú en þegar það var flutt í Ríkisútvarpið fyrir rösk- um hálfum flórða áratug. — Það er eitthvað gullfallegt við allan textann. Þriðji hluti bókar er ekki frum- saminn, heldr er hér um að ræða þýðingu Brodda á einhveijum brot- um úr fínnska þjóðkvæðasafninu Kalevala. Var þetta flutt í Ríkisút- varpið 9 mars 1949. — Er hér að fínna enn eitt dæmið um fjölhæfni og snilli Brodda í meðferð tungunn- ar sem ritmáls. Annars er það skoðun mín að Broddi sé umfram allt maður hins talaða orðs, hins mælta máls. Hann er stórkostlegur í samræðum ef honum sýnist svo og ræðumaður svo af ber, og þá bestur er hann hefur fæst efnisat- riði hjá sér á blaði. Þriðja og síðasta bókin sem ég ætla að víkja nokkrum orðum að — Slitrur — er ákaflega sérstætt rit- verk og engu líkt sem ég hef lesið. — Verkinu mætti lýsa svo að það sé mestanpart persónulegar hug- leiðingar og frásagnir um margvís- leg efni. En þessi lýsing segir nán- ast ekkert. Menn verða að reyna textana, helst með því að lesa þá upphátt, og það oftar en einu sinni. — Mér fínnst þeir allir frábærlega vel samdir, orðfæri hnitmiðað; sem mest sagt í fæstum orðum. Stíllinn er hlaðinn dulmagnaðri kynngi, en þó með öðrum hætti en í Faxa; hann er miklu agaðri í Slitrum. Málið er víðast hvar meira í ætt við ljóð en laust mál, jafnvel þar sem um fræðileg efni er fjallað. Myndrænar samlíkingar eru víða sérkenni textans. Einkum þykir mér snilldarlegar lýsingar Brodda á handbragði við verk, verklagi og vinnubrögðum. Það er eins og hann sé að mála verkið öruggum drátt- um. Verkið og verkmaður birtast smátt og smátt eins og lifandi samstillt heild, seiðmögnuð mynd, sem verður skýrari og skýrari eftir því sem textinn er lesinn oftar, helst upphátt. Svipað er að segja um lýsingar Brodda á flugi fugla, gangi hesta og svipmóti lands. Fjöldi setninga í Slitrum eru stuðl- aðar, gullfallegar og þrungnar samanþjappaðri speki. Ég læt þetta duga um þetta makalausa ritvek. Menn verða að lesa textana sjálfir eða hlusta á þá til að sannreyna þessa alltof stuttaralegu tilraun mína til að kalla fram einhver sameiginleg einkenni. — Víða í þessari bók kemur fram mikil snilli í því að láta einstök dæmi bregða birtu yfír og skýra almenn sannindi eða lögmál um viðbrögð og atferli. Broddi beitir lítt sundurgreinandi aðferð í ritum sínum, þótt hann sé rökvís maður í besta lagi og hafi á reiðum höndum mikla rökfimi þegar svo ber undir. Mér hefur dottið í hug að skýr- ingin á ófysi Brodda til röklegrar greiningar kunni að vera sú að hann vilji ekki slíta í sundur þá lifandi listrænu heild sem skáldlegt innsæi hans og hugsýn skapar. Hann skoðar hvert fyrirbæri í samhengi við þá heild sem það er partur af. — Ég er sannfærður um að margir kaflamir í Slitrum verða er fram líða stundir teknir í flokk þeirra bókmennta sem tímans tönn vinnur ekki á; þeir verða klassískir. Einhver djúp tilfínning er eins og undirtónn og rauður þráður í flestum köflunum. Hún hnitar text- ann saman. í, með, undir og yfir mörgu sem Broddi hefur skrifað eru hugtökin líf, starf, sköpun og frelsi. Ekki sem aðgreindir þættir í rök- legu kerfí, heldur sem lifandi heild eða uppspretta í honum sjálfum, þaðan sem hugsun hans streymir. Og samnefnarinn sem þetta fernt gengur upp í er mennskan. Hún er líka sá veruleiki sem gerir Brodda að þeim manni — þeirri manneskju — sem hann er. Broddi er annars einkennilegt sambland af hámennt- uðum Evrópumanni og gáfuðum íslenskum bónda, bónda í einhverri óskilgreinanlegri gullaldarmerk- ingu. — Því miður hef ég ekki getað þakkað Brodda allt sem hann gaf mér af sjálfum sér þegar ég var ungur og næmur fyrir persónuleg- um áhrifum frá öðrum mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.