Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Ég er fædd 22.8.1969 klukk- an 9.00 fyrir hádegi og mig langar mikið til að vita eitt- hvað um stjömukortið mitt, t.d. hvaða atvinna ætti við mig. Það er komið að því að ég þarf að velja og hafna námsgreinum og ég veit ekk- ert í hvað ég á að fara.“ Svar: Þú hefur Sól í Ljóni í spennu- afstöðu við Neptúnus, Tungl og Mars í Bogmanni, Venus í Krabba, Merkúr og Rísandi saman í Meyju og Tvíbura á Miðhimni. Þú hefur Merkúr, Plútó, Úranus og Júpíter Rís- andi. Sérstök Síðastnefnda upptalningin sem þú hefur sjálfsagt átt erfitt með að skilja táknar að þú ert sérstakur persónuleiki. Þú þarft t.d. að móta þinn sérstaka stíl. Því er líklegt að framkoma þín og klæðaburður séu á einhvem hátt óvenjuleg. Þetta er ekki sagt í neikvæðri merkingu, einungis þeirri að þú vilt vera sjálfstæð og fara þínar eigin leiðir. Eirðarlaus Bréf þitt hljómar þannig að þú virðist hafa lítinn áhuga á skólanáminu. Svo er að sjá að ekkert sem þar ur á boðstólum heilli þig. Astæður fyrir því gætu verið nokkrar. Sú fyrsta sem mér dettur í hug, útfrá Tungli og Mars í Bogmanni, er sú að eirðarleysi geri það að verkum að þú eigir erfitt með að einbeita þér og verðir því leið. Astæða fyrir því er líklega sú að þú færð ekki nægilega líkamlega hreyf- ingu. Sem Bogmaður (og reyndar Ljón líka) þarft þú að vera í lifandi og Qölbreyti- legu umhverfi. Þú ert ekki manneskja til að sitja ein- göngu kyrr og láta aðra upp- fræða þig, þú verður sjálf að vera athafnasöm. Tungumál Nú veit ég að ekki er til nein ferðamálalína í skólakerfinu. Fög sem gæfu kost á §öl- breytilegu starfi, t.d. tengdu ferðamálum, gætu hins vegar átt vel við þig. Ég myndi í því sambandi benda þér á að velja tungumál. Góð tungu- málaþekking getur komið sér vel fyrir þá sem hafa áhuga á ferðamálum. Til að geta lært tungumál þarft þú kannski að temja þér aukinn aga og fá útrás fyrir hreyfíng- arþörf á öðrum sviðum, t.d. með því að stunda útiveru og íþróttir. Slíkt getur gefíð ágæta útrás og aukið einbeit- ingu. Listasvið Þar sem þú hefur Neptúnus í afstöðu við Sól í Ljóni gæti einnig verið ágætt fyrir þig að taka einhveija leiklistar- kúrsa. Leiklist og kannski teikning getur gefið þér útrás fyrir ímyndunarafl þitt. Leik- ræn tjáning er einnig almennt góð að þvi leyti að hún stvrkir sjálfstraustið og gefur örugg- ari framkomu. Viðskiptasviö Meyja og Merkúr Rísandi geta gefíð hæfíleika á þrem svið- um. Við höfum þegar nefnt tungumál. Annað er verslun- ar- og viðskiptasvið og hið þriðja gæti tengst hannyrðum og t.d. tækniteiknun. Olík sviÖ Ég veit að hér hafa verið nefnd ólík svið. Þú hefur hins vegar þörf fyrir fjölbreytileika þann- ig að vel er athugandi fyrir þig að velja fög á fleiri en einni línu. Fjölbreytileg menntun opnar leiðir til fjölbreytilegra starfa. X-9 ■&}SAi>v0OFURGT/ K4UA0/ fi£.W/tA/ i Mum OFvKsr. £fTÚLFUK" &s£LUDýfí. ■ HÖ6-, /lNm-C0W6AN óETUtT' fw/ FR£ÍSA)F> &KANP, \ Al£/N//- '£& á£T ££//£/£> Al \sTOp■ £FpÚTP£yST/R//^P£/‘ /U fX///!#///>/rr Sfsíí / C King Fulv'n SyndiCéU. In< World righlt r«Mrv«d !!!!!!!!?!!! ?!i!!ii!!ii!!!!!!!!!!!!!!!i!!!!!S!!!!!?!!!?!!?!!!Y1!!!!!!l.!!!!!!!!!!S!!H!l.!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!?!!!l!!!!!!!!!!!?!!!!!!i!!i!!! LJÓSKA DÝRAGLENS HA^NSAGÐI bara„eg £<AL RE.VNA' TOMMI OG JENNI smyRTA alla hlut/ í ^ Hjs/nu se/yi iskrh 06 „ T/STA ...AD ÞéR /VIBO - / FERDINAND Af hverju er stjórnandinn með þetta prik, Magga? Þetta er taktstokkur, herra .. .Hann notar hann til að stjórna hljómsveit- Ég held að hann þurfi ekki á honum að halda____ Mér sýnist að þeir séu allir þægir og stilltir ... ínni. Nafntogaður maður í íslenska bridsheiminum hefur lýst því yfír að eftir miklar legur yfír bridsbókum hafí hann komist að þeirri niðurstöðu helstri „að svíningar séu til að taka þær“. Hann hefur þá ekki séð þetta spil: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 10862 ¥ D96 ♦ 754 ♦ ÁG3 Suður ♦ ÁKDG95 V7 ♦ ÁD2 ♦ K64 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Gegn fjórum spöðum suðurs lyftir vestur hjaratás og skiptir svo yfir í lauftíu. Hvemig viltu spila? Það er fljótlegt að telja upp í níu slagi og sjá möguleikann á þeim tíunda með vel heppnaðri svíningu í laufi eða tígli. En ofurlítil umhugsun leiðir í ljós að báðar svíningamar em líkleg- ar til að misheppnast. Eftir opnun vesturs getur austur aðeins átt laufdrottninguna af þeim háspilum sem úti eru. Og sú staðreynd að vestur skipti yfír í lauftíu bendir frekar til að hann eigi ekki drottninguna. Hvað um það. Til er fullkom- lega örugg leið til að vinna spilið ef maður gleymir því að „svín- ingar séu/J.tjl^ að taka þær“. Hugmyndim ér að kasta vestri inn á hjarta á réttu andartaki og þvinga hann til að spila tígli upp í gaffalinn eða hjarta út í tvöfalda eyðu. En til að það takist er nauðsynlegt að gefa lauftíunal! Norður ▼ D86, ÍIgV ¥ ÁKG953 llllll ♦ K1063 ♦ 1095 Suður ♦ ÁKDG95 ¥7 ♦ ÁD2 ♦ K64 Austur ♦ 743 ¥ 1042 ♦ G98 ♦ D872 Með því að gefa lauftíuna er tryggt að austur komist aldrei inn til að spila tígli í gegnum ÁD. Eftirleikurinn er auðveldur. Tromp er tekið þrisvar og endað í blindum. Hjarta er trompað, síðan er laufkóngur og ás tekinn, hjartadrottningunni spilað og tígli kastað heima. Á stórmóti alþjóðlega bankafjar- skiptafyrirtækisins Swift í Brussel um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Ljubojevic, Júgóslavíu, og Mil- es, Englandi, sem hafði svart og átti leik. Hvítur drap síðast peð á a5. Rd3+ og Ljubojevic gafst upp því hann hefur tapað drottning- unni. Urslitin á mótinu urðu: 1. Karpov 9 v. af 11 mögulegum, 2. Korchnoi 7 v., 3.-5. Miles, Timman og Torre 6V2 v., 6. Romanishin 6. v. 7. Seiravan 5'/2 v. 8.-9. Ljubojevic og Zapata 5 v. 10. Van der Wiel 3'/2 v. 11. Winants 3 v., 12. Jadoui 2‘/2 v. Úrslitin þykja gefa sterklega til kynna að Karpov verði ekki létt- vægur fundinn er hann fær tæki- færi til að hefna sín á Kasparov í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.