Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 45
 Ak lands sem Broddi var höfuðsmiður að. Um svipað leyti og fyrstu nem- endurnir brautskráðust frá KHÍ lét Broddi af starfi rektors. Okkur samstarfsmönnum hans var óljúft að sjá honum á bak en að hinu leytinu gátum við vel unnt honum næðis eftir langa þjónustu og eink- um eftir stranga baráttu undan- genginna ára. Sjálfur hefur Broddi líklega litið svo á að hann væri búinn að koma í kring því sem honum var hugleiknast, þ.e. að afla viðurkenningar samfélagsins á því að menntun kennara ætti heima á háskólastigi. Þegar ég horfí til baka, verð ég að játa að ég sé Brodda ekki ljóslega fyrir mér í stöðu stjórnandans. Hann var meiri uppalandi en svo að hann léti samstarfsmenn finna fyrir forræði sínu. Brodda var eigin- Iegt að láta hvem starfsmann glíma við viðfangsefni sitt eins og honum var best lagið og hann var maður til. Hér gætti þess, ætla ég, að Broddi vaxinn úr grasi samfélags sem ætlaðist til þess að einstakling- urinn sýndi í verki hver hann væri, fremur en til hins að hann samsam- aði sig gervi hlutverksins. Þessari uppeldisreglu sýnist mér Broddi hafa fylgt statt og stöðugt í skiptum sínum við náungann. Ég á ekki von á því að hann muni víkja frá henni nú þegar hann færist nær löggiltum gamals aldri. Á þennan hátt mun hann, óháð stund og stað, halda áfram að veita samferðamönnum hlutdeild í þeim gjöfum sem honum voru gefnar. Lifðu heill, Broddi. Loftur Guttormsson Hending ræður miklu um það, hverjir verða samferðamenn um stund á lífsleiðinni. Minning um flesta þeirra máist í hug og dofnar er frá líður. Áhrif af samfylgd sömuleiðis. Nokkrir verða þó lífstíð- areign. Eign þeirrar sérgerðar að hún er frá engum tekin og látin í té kvaðalaust. Þessi orð eru veik- burða byrjun á stuttri afmælisgrein til heiðurs dr. Brodda Jóhannessyni sjötugum, því einhvem veginn verð- ur afmælisgrein að hefjast. Ég á því láni að fagna að hafa átt samleið með dr. Brodda tvívegis. Sem nemandi í Kennaraskólanum um fimm vetra skeið og sem kenn- ari við Æfingaskólann fjórum árum síðar, þrjú síðustu starfsár dr. Brodda sem rektors Kennarahá- skólans. Hér hikar höfundur þessara orða nokkuð við og hugsar sitt ráð. Hvemig má tryggja það að af- mælisgrein taki ekki upp á því að líta út sem minningargrein? Ja, með því að skrifa lítið meira um afmælis- bamið en um sjálfan sig í staðinn? Reynum það. Ég játa þá fyrst að vitsmunum mínum til að meta áhrif af samfylgd dr. Brodda eru settar nokkrar skorður af persónulegri aðdáun. Eftir nokkur kynni var ég þess fyrirfram handviss að allt sem dr. Broddi segði væri merkilegt. Hann væri djúphyggjumaður eins og Bjami frá Vogi. Enn er ég sama sinnis, þó tilbúinn að setja flest í stað allt. Dr. Broddi hefur á því einstakt lag að stjaka við þanka viðmælenda sinna og áheyrenda með dæmisög- um og líkingum þar sem ályktunin er látin ósögð. Þetta háttalag pirrar suma. „Maður veit aldrei hvert hann er að fara." „Hann talar um það sem kemur málinu ekkert við, oft um hesta stundum um skótískuna." Bein reynsla sveitamannsins af lífsbaráttu og glímu við höfuð- skepnumar blandin víðtækri þekk- ingu heimsborgarans ásamt öguð- um vinnubrögðum og fágætu valdi á biæbrigðum máls gera dr. Brodda svo minnisstæðan fyrirlesara og textahöfund sem raun ber vitni. Ókunnum til glöggvunar er hér birtur stuttur texti úr bókinni Slitur, kafla er ber nafnið: Líkamleg for- vitni. (Iðunn, 1978.) „Skammdegisvökur voru stundum langar, er snælda þaut með árþúsundahvini, en kallað var úr átján áttum: Komdu hingað, komdu hingað. Þungur og hæglátur hross- hárspoki var þó atkvæðamest- ur í þögulli skipun: Haltu þig að verki. Milli tveggja fingra vinstri handar teygðist hross- hársvindillinn á rúmmaranum í bandið, sem dæmdi óbrigðull í réttlæti sínu, af hvetjum trúnaði var táið og kembt og fullnægði dómi á samri stundu. Að fullnægðum dómi var bandið unnið á snælduhalann fast við snúðinn og síðan í hnykil, er snældan gerðist svo þung, að ofraun varð hendi spunamanns. Að því búnu var bandið tvinnað úr hnyklunum, og varð þá þytur þess og leikur snældunnar fijálsari, er henni var snarað í dansinn með hægri lófa á sléttu læri, en tvígiminu brugðið svo hátt sem vinstri hönd nam, meðan fullur snúður rann á það. Þá var það undið fagurlega í ijúpu nálægt miðjum snælduhala, því rennt af honum og geymt til búsþarfa. í dag nýtur þeirra stunda, er ekki var hlaupizt á brott frá hrosshári og snældu.“ Nú sýnist höfundi að í óefni stefni. Er þetta hægt, að láta afmælisbamið í raun skrifa hluta greinarinnar sjálft? Þó var reynt af heilum huga en af kappi umfram forsjá. Það hefur margan hent eins og eftirfarandi frásögn sýnir: Á fyrstu ámm nýstofnaðs jafn- réttisráðs gætti það þess vandlega að orðbragð í námsbókum væri með þeim hætti að á hvomgt kynið væri hallað. Á tilteknum stað í handriti kom fyrir orðið móðurást. Sú breyting var lögð til að í þess stað kæmi orðalagið foreldraástúð og umhyggja. Tillagan setti höf- unda í nokkum vanda. Umrætt orð vísaði til myndar er sýndi hvar ær lá í makindum og að henni hjúfraði sig lambið, nýfætt. Heilljiér sjötugum. Ólafur H. Jóhannsson EITTOGHÁLFT FARGJALD FRÍTT Ef þetta er ekki kjarabót, hvað má þá bjóða fólki? Heiðurspjakkurinn fær frítt far til Mallorca, annar pjakkurinn fær 50% afslátt og fjölskyldan sparar eitt og hálft fargjald. Það er margt brallað á Alcudia, þar bíður pjakkaklúbburinn og foreldrarnir verða með í fjörinu ef heiðurspjakkurinn gefur þeim sín bestu meðmæli. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjár og brottfarardagarnir eru 21/6, 8/7 og 9/9. Kynntu þér vel pjakkaskilmála Polaris, því 25 fyrstu heiðurspjakkarnir í hverri ferð fá frítt far. — Alls fá 75 pjakkar frítt far til Mallorca, en pantið fljótt, því nú eru aðeins fáein heiðurspjakkasæti eftir. Pjakkaferð er sumargjöf fjölskyldunnar FERÐASKRIFSTÖFAN POLAFUS Bankastræti 8—Simar: 28622 -15340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.