Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 2
MORGqNBLAÐID,SyMN.UUAtíUR<27;.APRÍli,1986 Sinfóníuhljómsveit íslands. Gleðibankinn eftirÁrmann Örn * Armannsson Hver er besti knattspymumað- ur heims? Ásgeir Sigurvinsson mundu sumir segja (fyrir nokkr- um áratugum var það Albert Guðmundsson). Við íslendingar eigum svo sannarlega afreksmenn á mörgum sviðum. Skrýtið að stundum hef ég minnimáttar- kennd yfír því að vera íslendingur og fínn það hjá öðrum. Gagnvart þessum stóru og voldugu þjóðum sýnist þessi örsmáa þjóð á hjara veraldar stundum svo lítil. ísland er gott land og ríkt. Fiskurinn í sjónum og vatnið í ánum er okkar efnahagslega auðsæld og við höfum borið gæfu til þess að sameinast um nýtingu þessara auðlinda undanfama ára- tugi. íslenskir sjómenn em þeir heimsins bestu og þannig viljum við hafa það. Með sínu framlagi hafa þeir á fáum áratugum lagt grundvöll að gjörbreyttu íslensku þjóðfélagi. Við emm líka almennt vinnusöm þjóð, sem sækir fram og krefst mikils af sínu fólki. Grein þessi flallar um menn- ingu og einkum tónlistarlíf og tónlistarhús. Orðræður um há- menningu eða lágmenningu fínnst mér tiigangslaust karp. Sú vest- ræna menning, sem við þekkjum og birtist á íjölmörgum sviðum svo sem fótbolta og klassískri tón- list er ekki lausn á okkar mann- lífi, en hún gerir líf okkar auðugra og ánægjulegra. Þrátt fyrir sjálfsagða baráttu fyrir betri afkomu er og verður íslensk menning íjöregg frelsis okkar sem þjóðar. Það samein- umst við um að rækta og varð- veita. Margir hafa sameinast um að gera Gleðibankann, hið ágæta lag Magnúsar Eiríkssonar og við getum verið ánægð með framlag okkar í Evrópusamkeppni sjón- varpsstöðva. Sjálfur hef ég mörg undanfarin ár fylgst með einkum myndlist og leiklist, en þó sér í lagi tónleikum hér í Reykjavík og mótast skrif mín því nokkuð af því. Ásamt öðrum hef ég síðustu þijú ár undirbúið byggingu tón- listarhúss, sem brátt mun rísa, og þannig kynnst fjölda tónlistar- flytjenda og áheyrenda. Þess utan hef ég fengist við að byggja hús. Húsnæðismál — menningarstarfsemi Stórátak hefur verið gert á undanfömum árum í byggingu iþróttahúsa og þykja þau nú, sem betur fer, orðið sjálfsagt mái. Nú höfum við fengið menntamálaráð- herra, sem sópar að, svo Þjóðar- bókhlaðan okkar og Listasafnið opna áður en við vitum af. Borgar- leikhúsi lýkur einnig innan tíðar. Ármann Örn Ármannsson „Við eignm tónlistar- menn á heimsmæli- kvarða og þurfum að koma þeim á framfæri við heiminn. Til þess þarf sölumennsku og fé — hæfileikana skortir ekki. I einstak- lega gróskumiklu tón- listarlífi þurfum við að beita nútímamark- aðsaðferðum og sölu- mennsku.“ Hótelbyggingar rísa einnig eins og gorkúlur í Reykjavík og ferða- mannaiðnaður blómstrar. Við eigum einstakt land, sem útlend- ingar eðlilega verða hrifnir af. Við eigum einnig hæfíleikafólk á heimsmælikvarða á flestum svið- um, þar á meðal tónlistar, mynd- Iistar og leiklistar. Við viljum bæði njóta þess sjálf og leyfa öðrum að njóta, þegar þeir sækja okkur heim. Þrátt fyrir þá margtuggðu kenningu að ísland sé eins að fólksfjölda og úthverfí stórborgar, þá getum við boðið upp á m.a. tónlistarfólk af besta klassa. Stuð- menn eru kannski ekki Duran Duran í vinsældum, en þeim var nú samt boðið að sækja Kína heim. Við ættum ekki að eiga neina sinfóníuhljómsveit, en við eigum jafnvel tvær og það þrátt fyrir að mikið af okkar bestu hljóðfæraleikurum á því sviði starfar erlendis. Hvers vegna tónlistarhús? Við byggjum tónlistarhús ein- faldlega af hliðstæðum ástæðum og íþróttahús eða leikhús. í fyrsta lagi erum við öll tónlistarunnend- ur. Hvort sem það er Carmen eða Costello, Mendelsohn eða Megas, Beethoven eða Bubbi, Bach eða kórinn sem okkur þykir vænst um þá njótum við öll tónlistar. í öðru lagi er lifandi tónlistarflutningur undirstaða þeirrar menningar- starfsemi, sem er tónlist og þó hægt sé að flytja tónlist í ýmsum sölum þarf sérhæfð hús til þess engu síður en til handbolta eða leiksýninga, ef vel á að vera. Hljómburður er vissulega eitt atriði og það stórt, en tónleikahús er samt miklu meira en bara góður hljómburður. Listamaður, sem ætlar að flytja áheyrendum tón- list, list augnabliksins, veit að hann er hvorki betri né verri en flutningur hans í það skiptið, sem hann kemur fram. Fyrir tónleika er hann spenntur og taugaveiklað- ur og þarf lítið til að koma honum úr jafnvægi þrátt fyrir einbeit- ingu. Þess vegna þurfa aðstæður baksviðs að vera þannig að lista- maðurinn komist á sviðið í besta formi. Flytjendur vita hvað rök, illa lýst búningaherbergi, þröngir langir gangar, hom og þrep hafa oft valdið slæmum tónleikum. Áheyrendur, sem eru ekki síður mikilvægir þurfa líka að komast í sætin sín í hátíðarskapi hvort sem þeir eru með slaufu eða í gallabuxum. Það er ekkert upp- lífgandi að halda á blauta vetrar- frakkanum sínum eftir að vera búinn að leita að bílastæði í lang- an tíma og standa svo í biðröð til að komast inn. Það er nú einu sinni svo að aðeins þegar „allt gengur upp“ flytjendur, áheyr- endur og hljómburður, sem tón- listarviðburður sæmandi íslend- ingum fara fram. Það er núna allt of sjaldan, en með nýju húsi fær drottning listanna sinn sess. Tónlistarhús — fjnár hverja? Eina gagnrýni mín á þann hóp, sem gerði myndbandið með Gleði- bankanum er að það var alltof gott. Hvað ef við vinnum, við sem eigum ekkert boðlegt hús? Við tókum þá ákvörðun eftir gagngera athugun, að tónlistar- hús skyldi byggt til flutnings á allri tónlist. Almennt er viður- kennt að Sinfóníuhljómsveit fs- lands sé viss miðpunktur tónlist- arstarfsemi fyrir alla aðra tónlist. Hún hefur meira að segja fengið um sig sérstök lög og starfað í 30 ár, en alltaf verði í húsnæðis- hraki. Þess vegna var ákveðið að eðlilegt sé, að hún hafi fast aðset- ur og æfíngaaðstöðu í nýju tónlist- arhúsi. Að sjálfsögðu verður hljóm- sveitargryfja en ekki verður um hringsvið né fullkominn leikhús- turn að ræða í húsinu því raunsæis verður að gæta í kostnaði. í tónlistarhúsi verður hægt að flytja, sem flestar „úrslitakeppn- ir“, vísnasöng, óperur, einsöng, ljóðakvöld, popp, kórsöng, lúðra- blástur, einleik og sinfóníska tón- list. Það á að vera fyrir alla þá, sem tónlist unna — alla íslend- inga. Þar að auki geta Gorbachev og Reagan, auk minni spámanna, hist þar á umræðufundum eða ráðstefnum þegar þeim hentar. Tónlistarlíf Við höfum áhuga á tónlist. Um það vitnar m.a. hinn mikli fjöldi, sem stundar nám í tónlistarskól- um, sem syngur í kórum, spilar á hljóðfæri í hópum eða eitt sér og hlustar á tónlist í útvarpi og sjón- varpi. Fats Domino fyllti að verð- leikum og með réttri sölumennsku salinn í Broadway kvöld eftir kvöld. Klassísk tónlist er seld eins og hún var seld fyrir 50 árum. Allt nútímaþjóðlíf eins og við verðum svo áþreifanlega vör við snýst um sölumennsku. Sá sem er snjall sölumaður selur sína framleiðslu ef hún er góð,. en hinn, sem er klaufi í markaðsmálum situr eftir og skipta þá gæðin engu máli. Ef sá frábæri hópur, sem stóð að myndbandinu með Gleðibankan- um ágæta, tæki sig til og seldi okkur klassíska tónlist, sem er sú tónlist, sem hefur lifað af tímans sigti, höfðar til allra. Stundum þarf eitthvað að hafa fyrir henni, en það gerir hana því ánægju- legri. Hér höfum við íslendingar gullið tækifæri því svokölluð al- varleg tónlist hefur almennt ekki náð inn í fjölmiðil nútímans, sjón- varpið, og er þar mikill óplægður akur. Tónlistarhús með fullkomn- um upptökutækjum verður þar vissulega gott hjálpartæki, sem gerir okkur auðveldara að koma okkar tónlist á framfæri. Tónlist- arhús gerir okkur einnig kleift að áætla tónleika á réttum tíma fyrir áheyrendur í stað þess að þurfa að taka tillit til hvenær kvik- myndahús fæst við lægsta verði eða einhverra álíka aðstæðna, sem eru daglegt brauð þeirra, sem standa fyrir tónleikum. Við eigum tónlistarmenn á heimsmælikvarða og þurfum að koma þeim á framfæri við heim- inn. Til þess þarf sölumennsku og fé — hæfileikana skortir ekki. í einstaklega gróskumiklu tónlist- arlífi þurfum við að beita nútíma markaðsaðferðum og sölu- mennsku. Tónlistarhús Samkeppni um hönnun tónlist- arhúss hefiir nú farið fram með þátttöku allra Norðurlandanna og dómnefnd er að ljúka störfum. Urslit samkeppninnar verða okk- ur vonandi fagnaðarefni en þau verða tilkynnt með verðalunaaf- hendingu í byijun listahátíðar fyrst í júní. Húsið mun rísa í Laugardal og auka og víkka þá starfsemi, sem þar fer fram. Lokaorð Ég trúi því að á komandi árum, ef við höldum sjálfstæði okkar og heimurinn ekki ferst í ragnarök- um heimskra manna, þá munum við á íslandi byggja mörg fleiri leikhús, óperuhús, bókasöfn og inn í því umhverfi, sem við búum okkar menningarlífi fái og nái ís- lensk menning að blómstra. Tón- listarlífið er sá þáttur íslenskrar menningar, sem er hvað yngst en við eigum samt hvað mesta möguleika á. Gleymum því ekki að ein ál/ stálbræðslu verksmiðja kostar meir en allar menningarbygging- ar á íslandi samanlagt og með glöðu geði drekkum við árlega vín og reykjum fyrir hátt í fjóra millj- arði króna. Hvað er orðið um okkar verðmætamat að slíkt skuli ganga fyrir? Höfundur er forstjóri Ármannsfells hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.