Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 hélt veglegar veizlur, en hann gat ekki leynt því fyrir syni sínum að í hvert sinn sem hann fór í glæsi- legri Bentley-bifreið út í kjötbúð eða á bifreiðaverkstæði átti hann alltaf á hættu að honum yrði sagt að hann gæti ekki fengið lánað oftar. Feðgarnir ræddust sjaldan við þegar þeir voru einir saman. „Alla ævi fóru svo að segja allar samræð- ur okkar, þær sem raunverulega skiptu máli, fram að öðru fólki viðstöddu," segir Le Carré. Synir Ronnies voru einmana og einangraðir, hvort heldur á heimili föður þeirra, meðal þeirra sem hann umgekkst, eða í heimavistarskóla. Að lokum fluttist eldri bróðir Le Carrés, Anthony, til Bandaríkjanna, þar sem hann rekur auglýsingafyr- irtæki. Le Carré flýði til Sviss 16 ára gamall og skráði sig í skóla í Bern til að sökkva sér ofan í þýzku, sem hann hafði fengið áhuga á í einveru sinni. Ronnie greiddi aldrei skólagjöld sonar síns á réttum tíma og stund- um greiddi hann þau alls ekki. Að lokum varð David að hætta námi. Hann sá sér farborða á sama hátt og Magnús Pym í nýju skáldsög- unni, „Fullkominn njósnari", með því að vinna alls konar störf. Eitt af þeim var að þvo fíla með löngum bursta. í felum Nýja bókin hefst á því að Magn- ús Pym snæðir kvöldverð í Vín og fréttir að faðir hans sé látinn. Hann fer strax í felur og segir Mary konu sinni að hann sé frjáls, en hún skilur hann ekki. Hann á við að hann þurfi ekki lengur að blekkja nokkum mann. í bókinni hafði Pym verið í Bern áður en hann fór til Oxford til náms og síðan hafið njósnastörf á vegum brezku leyniþjónustunnar (MI6) í Vín, þar sem hann fór með mál Tékkóslóvakíu. Þegar hann hverfur vekur það mikið uppnám í London og Washington, því að þar er ekki vitað hvort hann hefur hláupizt undan merkjum eða hvort hann er í felum einhvers staðar í Bretlandi. Lesandinn veit hins vegar að Pym Full igós John Le Carré gerir upp sakirnar við f öður sinn í síðustu bók sinni JOHN LE CARRÉ, njósnasögiihöfundurinn frægfi, sem margir kannast við af sjónvarpsþáttum með Sir Alec Guiness í hiutverki frægustu sögnhetju hans, hefur sent frá sér 11. skáldsögn sína. Hún er einkum forvitnileg fyrir þá sök að hún er að nokkru leyti dutbúin sjálfsævisaga, þótt hún lýsi fremur föður hans en honum sjáifum. George Smiiey kemur ekki við sögu. 1e Carré, eða David Comwell eins og hann heitir réttu nafni, á margt sameiginlegt með sögupersónum sín- um, en í engri bók hans er að fínna eins margar vís- bendingar um fortíð hans og í hinni síðustu, sem ber heitið „Fullkominn njósnari" (A Perfect Spy). Þessi „fullkomni njósnari" er Magnús Pym, sem er nánast eftir- líking Le Carrés sjálfs. Hins vegar er lýsingin á Pym ekki aðalatriðið. Það sem skiptir meginmáli og gerir bókina opinskáa er lýsing á annarri söguhetju, Rick Pym. Þegar Le Carré lýsir Rick Pym er hann að lýsa föður sínum. Rick Pym fær þá einkunn hjá Le Carré í bókinni að hann sé gæddur miklum persónutöfrum, en skorti allt gildismat. Þetta er talin býsna sönn lýsing á föður höfundar, sem var kunnur svindlari, notaði hæfileika sina til að ávinna sér til- trú fólks til að komast yfir fé þess og var lyginn í þokkabót. Svikahrappur Ronald („Ronnie") Comwell, faðir Le Carrés, eða réttara sagt Davids Cornwell, „lifði hátt“. Hann hneykslaði marga með iðjuleysi og óráðvendni. Hann skipti sér lítið af syni sínum ungum. Móðir Davids, þ.e., Le Carrés, var fyrsta eiginkona föður hans af fjórum. Hún hvarf af sjónarsviðinu þegar hann var þriggja ára gamall. John Le Carré hefur sagt frá því að þegar hann komst að því á unglingsárum hvern mann faðir hans hafði að geyma hafí hann fyrst komizt í kynni við „leyniveröld" og listina að njósna. Hann aflaði sér með öðmm orðum vitneskju um foður sinn með því að njósna. Nú hefur hann reynt að brjóta þessa reynslu til mergjar í hinni nýju skáldsögu um „fullkominn njósn- ara“ og lýsir þar föður sínum af miklu hispursleysi. Hann hefur reynt það nokkmm sinnum áður, en alltaf án árangurs. Ronnie gamli Comwell lézt fyrir 10 ámm. Þá hafði samband feðg- anna rofnað fyrir löngu og töluverð beiskja ríkti milli þeirra. Met- sölubækur John Le Carrés höfðu fyllt Ronnie stolti, en sigrar sonar hans vom honum einnig gremju- efni, því að hann gat ekki grætt á þeim. Ronnie vildi hagnast á bókum sonarins. Hann sannfærði sig um að hann ætti hlut í þeim auðæfum, sem sonur hans komst yfir með skrifum sínum. Hann vildi tryggja sér sinn skerf af ágóðanum, en honum tókst það aldrei. John Le Carré vissi hvernig faðir hans hafði lifað á eiginkonum sín- um, foreldmm, tengdafólki og fjöl- mörgum, sem hann hafði kynnzt, þar á meðal blásaklausu fólki. Hann vissi hvemig hann hafði blekkt allt þetta fólk með sögum um að hann ætti von á miklum auðæfum, aðal- lega vegna fasteignaviðskipta — og þær vom yfirleitt hreinn uppspuni. Venjulega tókst honum þó að hafna bónum föður síns um peninga og standast fagurgala hans og per- sónutöfra. Le Carré sagði í viðtali við Joseph Llelyveldt í „Intemational Herald Tribune" í tilefni útkomu nýju bók- arinnar: „Fyrir þremur eða fjómm ámm varð mér skyndilega ljóst að eina ráðið til að segja þessa sögu og koma að þeirri kímni sem ég vildi — og þar með samúð — væri að gera soninn að mörgu leyti verri en föðurinn. Þannig kæmist engin sjálfsmeðaumkun að.“ Ógreiddir reikningar Le Carré hefur minnzt föður síns í langri grein í Sunday Times og samkvæmt henni em minningamar um hann heldur óskemmtilegar. Eitt sinn kynnti hann sig sem full- trúa sonar síns í kvikmyndaveri í Berlín og kvaðst vera að undirbúa gerð kvikmyndar eftir „Njósnaran- um sem kom inn úr kuldanum" fyrir Paramount-kvikmyndafélagið. Hann hvarf síðan á braut án þess að greiða háa reikninga, eins og hans var vandi. Öðm sinni mun faðir Le Carrés hafa kynnt sig fyrir konu, er vakti athygli hans í Bmssel, sem hinn fræga rithöfund „Ron le Carré". Einnig er hugsanlegt að hann hafi ætlað að kúga fé út úr syni sínum þegar hann heyrði um ástarsam- band hans og konu í annarri stór- borg álfunnar, eða svo heldur son- urinn. Le Carré þurfti að ábyrgjast skuldir Ronalds föðiir síns til að bjarga honum úr fangelsum í Ziirich og Djakarta. Þegar Ron gisti á glæsilegum hótelum átti sonurinn alltaf von á að þurfa að greiða reikninga, sem faðir hans skildi eftir. Faðir Le Carrés var svo tungulip- ur að þegar hann hafði dmkkið nokkur glös af víni með svissn- eskum járnbrautarverkfræðingi gat hann fengið hann til að leyfa sér að fara með einkalest til Wengen, þar sem sonur hans var á skíðum. Þótt hann hefði misst aleiguna og væri skuldum vafinn faðmaði yfír- þjónninn á Savoy-hótelinu hann að sér þegar hann kom þangað til að snæða góðan málsverð, sem hann átti ekki eyri fyrir. Le Carré var orðinn 18 ára gamall þegar hann komst að því að faðir hans væri svikahrappur og hafði setið í fangelsi fyrir íjárdrátt. Þegar þetta kom upp úr kafinu var Ronnie gamli í framboði fyrir Fijálslynda flokkinn í kjördæminu Great Yarmouth. Le Carré er sannfærður um að faðir hans hafí gert ráðstafanir til þess að leyndarmálið um vafasama fortíð hans yrði afhjúpað á opin- bemm fundi, svo að hann gæti kveðið niður sögusagnir íhalds- manna. í þá daga stóðst Le Carré ekki persónutöfra föður síns, en hann var farinn að gera sér grein fyrir að stundum væri ekki allt sem sýnd- ist. Skrifstofa föður hans var búin íburðarmiklum húsgögnum og hann Le Carré og forsíða skáldsögunnar „Fullkominn njósn- , i'hn > jfiCarre BÆKURLE CARRÉS 1961 Call for the Dead (kvikmynd: The Deadly Affair 1967) 1962 A Murder of Quality 1963 Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum (tvenn verðlaun; kvikmynduð) 1965 The Looking Glass War (kvikmynduð) 1968 A Small Town in Germany 1971 The Naive and Sentimental Lover 1974 Tinker, Tailor, Soldier, Spy (sjónvarpsmyndaflokkur 1979) 1977 The Honourable Schoolboy (tvenn bókmenntaverðlaun) 1980 Smiley’s People (sjónvarpsmyndaflokkur 1982) 1983 The Little Drammer Girl 1986 A Perfect Spy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.