Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1986 B 15 Le Carré í spéspegli. fer til Englands til að verða við útför Rick foður síns og felur sig síðan í hafnarbæ í Suður-Devon, þar sem hann skrifar Tom, 13 ára syni sínum, og yfirmanni sínum, Jack Brotherhood, löng bréf, sem eru í raun réttri endurminningar hans. í bréfunum segir Pym frá bemsku sinni og erfiðleikum, sem faðir hans olli honum með vafasömu háttemi sínu. Hann lýsir því hvemig hann ólst upp í andrúmslofti svika og blekkinga og varð þannig „full- kominn njósnari". Á milli þess sem Pym minnist liðinna daga segir frá mikilli leit, sem er gerð að honum undir stjóm Jack Brotherhoods, sem réð hann til starfa í leyniþjónustunni þegar hann var 17 ára gamall og sýnir honum mikinn skilning. Fljótlega kemur í ljós að Pym leikur tveim skjöldum. Þegar hann leggur niður pennann í bókinni skýtur hann sig til bana til að komast hjá handtöku. Gjaldþrota Le Carré gekk í leyniþjónustuna áður en hann fór til Oxford, en ekki eftir að hann kom þangað eins og Magnús Pym. Þá hafði hann kynnzt Ann, sem varð konan hans. Ann, sem nú er gift brezkum stjómarerindreka í Zimbabwe, var ein fyrsta manneskjan, sem Le Carré kynntist, er hreifst ekki af persónutöfrum föður hans. Skömmu áður en þau giftust varð Ronnie gjaldþrota. Skuldirnar vom jafnvirði 30 milljóna dala á núver- andi gengi. Önnur eiginkona Ronnies og börn þeirra tvö, leikkonan Charlotte Cornwell og Rupert Cornwell, fréttaritari „Financial Times" í Bonn, fengu að búa í húsi frænku bamanna og áttu varla til hnífs og skeiðar. Ronnie heimsótti þau sjald- an eftir það. Charlotte var aðalfyrir- mynd La Carrés í skáldsögunni „The Little Dmm Girl“, sem vakti heimsathygli þegar hún kom út 1983. Þar tók Le Carré sér fyrir hendur að lýsa myrkviðum ástands- ins í Líbanon. Næstu 20 ár forðaðist Le Carré föður sinn. En hann fann að þeir vom líkir um margt. Ronnie átti sér sérstakan leyniheim og sonur hans leitaði inngöngu í aðra „leyni- veröld“ í fylgd með nokkurs konar staðgenglum föður hans, þeirra á meðal George Smiley. Le Carré komst að því að hann hafði erft ýmsa eiginleika föður síns og að þeir gætu komið honum að góðum notum í leyniþjónustunni. Le Carré segir að margt af því sem hann hafi þurft að gera í utan- ríkisþjónustunni hafi minnt sig á föður sinn og nefnir nokkur dæmi. Hann segir að alls konar hrossa- kaup hafi verið nauðsynleg, oft hafí þurft að ginna fólk með ýmsum ráðum, fá menn til að segja meira en þeir vildu og vingast við ýmsa, sem hann hefði ekki viljað eiga að vinum, þar sem þeir bjuggu yfir mikilvægri vitneskju eða höfðu mikil áhrif. Le Carré vissi að hann var gæddur persónutöfrum eins og Ronnie, en taldi það benda til spill- ingar og vildi heldur sporna við þeim eiginleika og jafnvel útrýma honum en nota hann. „Mér blöskr- uðu þau áhrif, sem var hægt að hafa með persónutöfrum, því þeir voru það eina sem hann hafði til brunns að bera.“ „Leyniveröld“ Skilningur Carrés á þessu hafði mikil áhrif á þá ákvörðun hans að hætta í leyniþjónustunni og átti mikinn þátt í að móta skoðanir hans á þeirri „leynilegu veröld“, sem hann ákvað að skrifa um, eins og bækur hans bera vott um. Þetta hefur einnig átt mikinn þátt í því að hann hefur lítið viljað láta á sér bera. „Fullkomni njósnarinn" í nýju sögunni reynist vera heldur aumk- unarverður og hræsnisfullur, eins og ýmsar fyrri söguhetjur Le Carr- és. Erfiðara gæti virzt að fyrirgefa hræsni Magnúsar en Ricks föður hans, en enn erfiðara er að fyrirgefa hræsni þeirra stofnana, sem Magn- ús starfar fyrir. Samkvæmt „Fullkomnum njósn- ara“ snúast fundir æðstu valda- manna í London fremur um að koma í veg fyrir að álit Bandaríkja- manna á þeim bíði hnekki en að bjarga lífi erindreka, sem geta komizt í hættu. Í sögunni virðist gefið í skyn að mestu svikahrapp- ana sé að finna meðal valdamanna í stjómkerfinu. Munurinn er sá að Rick fór frá ógreiddum reikningum, en stofnanirnar snúa baki við erind- rekum sínum og þeir láta lífið. Ronnie lézt þegar hann horfði á krikket-keppni í sjónvarpi 1975. Hann lét eftir sig tvo bíla, skrifstofu í Jermyn-stræti í London, íbúð á góðum stað í Chelsea, sumarhús skammt frá Maidenhead og tvo veðhlaupahesta. Allt var þetta skráð á nafn gervifyrirtækja, en sjálfur var hann eignalaus. „Enginn fann nóg af peningum í veski hans eða annars staðar til að greiða starfsfólki hans laun þá viku,“ sagði Le Carré. „Hann átti enga peninga, punktur. Allir að- stoðarmenn hans og starfsmenn leituðu dauðaleit að einhverjum peningum í skjölum hans ... en fundu ekkert." Le Carré greiddi fyrir útförina, en mætti ekki sjálfur. Skjalaskápur I „Fullkomnum njósnara" kemur gamall, illa leikinn, grænn skjala- skápur oft við sögu. Skápurinn hefur að geyma öll leyndarmál Ricks og eftir lát hans er farið með hann í felustað sonar hans. Skápur- inn er nokkurs konar lykill að sög- unni. Magnús Pym vill losa sig við skápinn og leyndarmálin í honum og hreinsa burt áhrif Ricks. í einu bréfínu til sonar síns kveðst Magn- ús líta á sig sem „brú“ milli illa þokkaðs föður og nýs og fijálsara lífs, þar sem enginn þurfí að efast um tryggð. Magnús hefur beitt sömu blekkingum og faðir hans í starfí sínu, en ekki skaðað nokkurn mann. Honum tekst að losa sig undan áhrifum föður síns og komast óséður í burtu, en að lokum ræður hann sér bana þegar hringurinn um hann þrengist. Ritdómarinn David Holloway segir að Le Carré vilji líka losna við skápinn með leyndarmálum föður síns og losna undan áhrifum hans. Jafnvel geti verið að Le Carré vilji segja skilið við fyrri bækur sínar, sem allar fjalli um njósnir, enda fari ekki milli mála að hann hafí fyllzt óbeit á þeirri grein og þeim mönnum, sem hana stunda. Þrír synir Le Carrés af fyrra hjónabandi hans og Ann eru honum handgengnir. Hann eignaðist fjórða soninn með síðari eiginkonu sinni, Jene Eustace, sem var áður ritstjóri hjá bókaforlagi. Charlotte og Rup- ert Comwell, böm Ronnies af síðara hjónabandi, segja að David Corn- well, hálfbróðir þeirra, líkist föður sínum meir og meir, þótt hann sé hávaxnari og grennri. Rithöfundurinn Anthony Burg- ess segir í ritdómi að með hinni nýju bók sinni virðist Le Carré fyrst og fremst reyna að fá útrás fyrir bældar tilfinningar í garð föður síns, en bókin er enginn endanlegur dómur yfír honum. „Ég þekki hann ekki enn,“ segir Le Carré. „Hann er mér ennþá lokuð bók.“ Þó vonar hann að margir synir og feður muni sjá sjálfa sig í lýsingunum á Magnúsi og Rick Pym. GH skv. IH Tribune o.fl. John Le Carré notar ekki ritvél. Hann skrifar fyrst með bláu bleki og leiðréttir svo með rauðu. Kona hans hreinskrifar síðan uppkast- ið. Hér er ein blaðsíða frumdraga bókarinnar „Smiley’s People“. Þar hefur Le Carré fyrst skrifað ofan í með bláu bleki og síðan með svörtu. Loks hefur hann leiðrétt greinarmerkjasetningu með rauðu bleki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.