Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Þeir komu, við sá- um, og þeir sigruðu Heimsvaldastefnur fylgja tíðarandanum; heims- valdasinnar einnig. Bret- ar, þega þeir drottnuðu yfir heimsbyggðinni á 18. og 19. öld, byrjuðu á því að senda sjóherinn, síðan fótgöngulið, þar á eftir embættis- mennina og að lokum menntunarkerfið eins og það lagði sig. Bandaríkjamenn nútimans fara öðruvísi að. Þeir sigra heiminn gegnum sjónvarpið. Afl Ijósvakans Aðferðin sú mælir með sér sjálf. Hún mætir lítilii mótspymu, engu blóði er út- hellt, hún vekur ánægju á sumum bæjum og er fljótvirk. Áður en langt um líður geta Bandaríkjamenn gortað af því að sólin setjist aldrei í veldi þeirra. Aðferð þessi verkar sérstaklega vel á þá sem þekkja ekki til vestrænna fjölmiðla, t.d. K{nveija. Árið 1984 sömdu ráðamenn í Peking við CBS-stöðina um margra klukkustunda sjónvarpsefni. NBC og ABC fylgja án efa í kjölfarið. Þess verður ekki langt að bíða að Peking breytist í banda- ríska borg, án þess að svo mikið sem einu skoti verði hleypt af. Rússar hafa enn ekki áttað sigá þessu. Krúséff var með hugann við nítjándualdar „realpolitik" þegar hann sagðist mundu „grafa hinn vestræna heim". Ef hann hefði betur þekkt til marxískra fræða, hefði hann munað að pólitísk vitund flýgur á vængjum nútímatækni. Hann hefði áttað sig á því að öldur Ijósvakans eru áhrifa- ríkari en vel búinn her. Gorbaséf áttar sig ef til vill betur á þessu. En ef Rússar halda nítjándualdar heimsvaldastefnu sinni til streitu, og þráast við að gera frá- hrindandi sjónvarpsefni, munu þeir brátt tilheyra hinum sistækkandi þriðja heimi. Bretar eru engu betur staddir. Þeim nægir ekki að kaupa bandarískt sjón- varpsefni heldur hafa þeir smám saman tekið upp bandarískar aðferðir. Milljónir horfa á Dallas í viku hverri, en öllu alvar- legra er hvemig dagskrár þessar umtuma hugsunarhætti fólks: í nýlegri skoðana- könnun kom í ljós að 75% breskra sjón- varpsáhorfenda vill láta skjóta auglýsing- um inn í dagskrámar heldur en að láta hækka áskriftargjaldið. Fólk verður að neytendum Hugsunarhátturinn sem gegnsýrir • bandarískt sjónvarp er að skapa heil- steypta þjóð neytenda í stað venjulegra borgara; og færa neytendurna heim í túnfót auglýsendanna. Afleiðingin verður sú að sérhvert heimili kaupir tvö til þijú sjónvarpstæki til að geta séð sem flestar dagskrár, nótt sem nýtan dag. Allt sem sýnt er á skjánum verður fljóttekið gegn- um augað: hrífandi og lokkandi. Óhjá- kvæmilegur fylgifískur þessarar nýbreytni er sá að allar flækjur og öll dýpt lífsins rennur í litríkri sprænu inn í augað; tungu- málið víkur fyrir myndauganu. Sem sagt, allt á slgánum verður að vera heillandi og skemmtilegt, ekki aðeins vegna þess að slíkar dagskrár móðga engan né gera fráhverfan, heldur einnig vegna þess að þær gera ekki ráð fyrir gagnrýnni hugsun viðtakandans (neytand- ans). Liggur ástæðan ekki í augum uppi: fólk sem hefur um annað mikilvægara að hugsa tekur ekki nógu vel eftir auglýsing- unni, og fólk sem horfir á hana með gagnrýnni hugsun sér í gegnum skrumið. Fyrmefndi hópurinn kemur auglýsand- anum ekki að gagni, hinn síðamefndi er auglýsandanum skeinuhættur. Sá sem horfír á auglýsingu með gagnrýnu við- horfí, veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvað sé svona fyndið við matvöruna sem verið er að auglýsa, hvemig ákveðin vandamál em leyst með því að kaupa ákveðið lyf eða heimilistæki, svo eitthvað sé nefnt. Eða það sem verra er: slíkur áhorfandi sér engan mun á auglýsingum og dag- skráratriðum. Almenningur sljóvgast Markmiðið er að sljóvga hugsun áhorf- andans þannig að hann kæri sig kollóttan um hvað hann horfír á. Fólk greinir ekki lengur muninn á draumaveröld sjónvarps- ins ogþjóðfélagsveruleikanum. Fólk hlýtur að sljóvgast fyrr eða síðar þegar það horfir dag hvem á sjónvarpsefni — stjóm- mal, menntunarmál, trúmál og fréttir — sem litrík skemmtiatriði. Almenningur í Bandaríkjunum sér engan mun á sjónvarpsauglýsingum og pólitískum áróðri. Fólk þar í landi sér ekkert athugavert við það að Geraldine Ferraro, sem bauð sig fram sem varafor- setaefni demókrata 1984, skuli leika í Diet-Pepsi-sjónvarpsauglýsingum, eða það að þingmenn hæli opinberlega greiðslu- kortum American Express. Almenningur í Bandaríkjunum sér heldur ekkert at- hugavert við það að þekktir stjómmála- menn leiki í sjónvarpsþáttum, eins og þegar Henry Kissinger og Gerald Ford birtust í Dynasty. Jesse Jackson og George McGovem hafa komið fram í sjónvarps- þættinum vinsæla, Saturday Night Live. Hið sama er á ferðinni þegar fréttaþul- ir, yfírleitt hið myndarlegasta fólk, hlýtur frægð á borð við „stjömur" úr Hollywood. — Um áhrif bandarísks sjónvarps á heimsbyggð- ina Áhrif þessara heimilisvina eru ómæld. Sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum hneykslast ekki þótt glæsilegum auglýs- ingum sé skotið inn í fréttir af jarðskjálft- um í Mexíkó eða blóðugum skotbardögum í Líbanon, því þessar fréttir eru framreidd- ar sem skemmtiefni. Enginn mótmælir þótt frægt fólk komi fram í trúarathöfnum í beinni útsendingu því neytandinn er vanur að líta á fræðslu og skemmtiefni sem sama fyrirbærið. Risinn í Vestri Bandarisku sjónvarpsstöðvamar selja árlega til annarra landa u.þ.b. 250.000 klst. af sjónvarpsefni (Dallas, Dynasty, Falcon Crest, Miami Vice, o.fl.). Flestir þessir þættir þykjast sýna bandarískan veruleika: glæsilegan heim, ríkt fólk í hríf- andi litadýrð. Viðtakendumir heillast að sjálfsögðu, og kaupa það sem þeir sjá í sjónvarpinu: amerískar vörur. Boðskapinn má orða svo: „Snúið til betri vegar, þið heiðingjar, varpið fyrir róða útkjálkamenn- ingu ykkar, hugsið og lifíð eins og við.“ Kínveijar hafa þegar bitið á agnið, eins og fyrr greinir. í Suður-Ameríku gengur sjónvarpsstöðvunum allt í haginn. Limir Kanada hafa dansað eftir höfði Ameríku í áratugi; þjóðir Vestur-Evrópu verða komnar í þennan darraðardans innan fárra ára. Vestur-Þýskaland og Danmörk em þegar byijuð að koma fyrir kapalkerfum landshoma á milli. Svíþjóð er í startholun- um. Fyrstu ríkin sem sjónvarpskerfi lagði að fótum sér vom Bandaríki Norður- Ameríku. Sú var tíðin að Bandaríkin byggði fjölhæft gáfufólk sem var fyrir- mynd annarra þjóða. Það var fyrir daga sjónvarpsins. Nú horfa Bandaríkjamenn daglega á sjónvarp í átta klukkustundir að meðaltali. Áður en ævin er öll horfír hver og einn á um það bil tvær milljónir skemmtilegra auglýsinga, nærri eitt þús- und á viku. Ekki eins skemmtileg var niðurstaða könnunar einnar, sem leiddi í ljós að um 60 milljónir Bandaríkjamanna — þriðjungur þjóðarinnar — em varia læsir. Ekki nóg með það. Samkvæmt ný- legri skýrslu sem bandaríska þingið lét gera, lætur nærri að sami fjöldi forðist ritað mál eins og heitan eldinn. Hvergi meðal lýðræðisþjóða er kosn- ingaþátttaka jafn lítil og í henni Ameríku; forsetinn er fyrrverandi ieikari úr kvik- myndaborginni alræmdu; kaupsýslumenn hafa augljóslega misst trúna á kapítalískri hugmyndafræði því þeim er meira í mun að bæta eigin ímynd í stað þess að bæta gæði framleiðslu sinnar; arkítektúr, stór- markaðir, flugvellir, leikhús, skólar og þjóðvegir lúta allir lögmáli hinnar einlitu meðalmennsku. Foringjar innrásarheija láta sjaldan uppi hvað þeir hyggjast fyrir í nýnumdu landi, svo ekki er gott að segja til um lífíð í framtíðinni, en er ekki við hæfí að hafa eftir orð veislustjórans: „Bandarískt sjón- varp býður ykkur öll velkomin. Góða skemmtun." HJÓ þýddi og endursagði úr The Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.