Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 A fclk f fréttum Svíþjóð Danmörk Finnland og Portúgal — lék í fjórum slfkum áður en hann hætti til þess að helga sig söng og lagasmíð. Hann hefur sungið inn á nokkrar plötur. Portúgalska lagið heitir „Nao sejas mau paa mim“, sungið af Dora o.fl., lagið eftir Guilherme Ines, ljóðið eftir Ines, Ze Da Ponte og Luis Oliveira. Söngkonan heitir fullu nafni Dora Maria Reis Dias De Jesus. Hún er fædd í Lissabon árið 1966 og eftir að hafa lokið prófi svipuðu og stúdentsprófi, lagði hún stund á dans, tók þátt í keppni er portúgalska ríkisút- varpið efndi til, varð í fyrsta sæti og var nú valin til þess að taka þátt í keppninni í Bergen. G. Ines er 35 ára og hefur fengist við margt. Hann hóf feril sinn sem dansari er hann var 14 ára að aldri. Hann er rithöfundur, laga- smiður og plötuframleiðandi. Ze Da Ponte er 32 ára hljómlistar- maður og lagasmiður. Ásamt Ines o.fl. var hann í hljómsveitinni „Salada de Frutas“ er var mjög vinsæl í Portúgal. L. Oliveira er 24 ára og hefur mest fengist við gítarleik. Herramennimir eru allir portúgalir og tengdir hljóðverinu „Estudios Namouche". Næsta laugardagskvöld munu söngvaramir svo birtast aftur á skjánum. Þá verða þeir komnir til Bergen, f GrieghöHina og stóra stundin rennur upp. Úrslitakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1986 og spumingin er hveijir munu fagna sigri það kvöld? kynna sín lög í Eurovision söngvakeppninni e íðasti kynningarþátturinn á lögunum er keppa til úrslita í Eurovision-sönglagakeppninni verður í sjónvarpinu i kvöld. Grikkir em ekki með í ár, þar sem laugardaginn 3. maf ber upp á kirkjulegan hátíðisdag. í þetta sinn sjáum við og heyrum framlag Svía, Dana, Finna og Portúgala. Gleðibanki okkar íslendinga verð- ur þar að auki endurfluttur. Lagið frá Svíum heitir „Ár det det her du kallar kárlek", sungið af Monicu Tömell og Lasse Holm, er einnig samdi lag og ljóð. Söngv- arinn Comelis Vreeswijk hreifst af söng Monicu er hún var 16 ára og söng á kaffihúsi föður síns. Hann tók hana með sér til Stokk- Dora: Portúgal. Kari Kuivalainen: Finnlandi. Haavik er norsk að uppmna og kom til Danmerkur 1982 til þess að nema hagfræði. Hún stundaði nám við háskólann í Óðinsvéum í eitt ár og síðar við „The Copen- hagen School of Economics and Business Administration". Eftir að hún vann í söngkeppni sneri hún sér alfarið að söngnum, fór að syngja með John Hatting og er nú gift honum. John Hatting var í “Brix“ hópnum er keppti fyrir Danmörk árið 1982 í Euro- vision-keppninni. Framlag Finna að þessu sinni er lagið Pæive kahden ihmisen, sungið af Kari Kuivalainen, er einnig samdi lag og ljóð. Hann fæddist í Helsinki árið 1960 og hefur lengi haft áhuga á tónlist. Hann hóf að leika á trommur í hljómsveit er hann var 11 ára og Monica Törnell og Lasse Holm: Svíþjóð. Grieg-höllin í Bergen þar sem úrslitakeppnin fer fram. hólms og aðstoðaði hana við að komast áfram. Hún hefur víða komið fram og sungið inn á 10 plötur sem einsöngvari. Lasse Holm hefur um langt skeið fengist við tónlist, fyrst sem hljóðfæra- leikari í hljómsveitum og síðustu árin í sívaxandi mæli sem laga- smiður. Er þetta í fjórða sinn sem lag hans er í fyrsta sæti í keppn- inni í Svíþjóð. Danir senda lagið „Du er fuld af lögn“, sungið af Lise Haavik, John Hatting o.fl. John Hatting samdi einnig lag og ljóð. Lise Lise Haavik og John Hatting: Danmörku. taKAvv, — Ég get ekki opnað verkfæratöskuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.